Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 20
Passaðu liðina
Liðirnir eru viðkvæm svæði sem gera okkur kleift að hreyfa okkur. Skemmdir liðir
lagast ekki og því er mjög nauðsynlegt að reyna ekki á þá ef þeir eru veikir fyrir. Ekki
má horfa fram hjá því ef mann verkjar í liðina heldur binda um þá og hjúkra þeim.[ ]
Opið virka daga kl. 10-20
laugardaga kl. 10-17
Plokkfiskur
650 kr. / kg
Fiskbúðin Álfheimum Fiskbúðin Reykjavíkurvegi
Álfheimum 4 Reykjavíkurvegi 68
553 8090 564 2783
Rope Yoga - Ármúla 44
Kennsla hefst fimmtudaginn 8. september
Kennari Emma Bjarnadóttir.
Nánari upplýsingar á www.eger.is.
Skráning í síma 8602173 og á info@eger.is
Rope Yoga • Ármúli 44, 3 hæð • 108 Reykjavík
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
Gefa uppl‡singar um heilsugæslu
Hjúkrunarfræðingarnir Hrönn
Håkansson og Stefanía Guð-
bergsdóttir svara þeim sem
hringja í 1700 og leita eftir úr-
ræðum innan heilbrigðis-
kerfisins.
Upplýsingamiðstöð heilsugæsl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu
var opnuð í byrjun maí og hefur
hún símanúmerið 1700. Tveir
hjúkrunarfræðingar svara í
símann frá 8 til 17 á virkum dög-
um og veita ráðgjöf um almenn
úrræði í heilbrigðiskerfinu,
vegna veikinda, forvarna og
réttinda sjúklinga. Þetta eru
hjúkrunarfræðingarnir Hrönn
Håkansson og Stefanía Guð-
bergsdóttir og þegar stund gefst
frá skyldustörfunum veita þær
Fréttablaðinu fúslega viðtal um
þjónustuna. „Það er mjög
sveiflukennt hversu mikið er að
gera,“ segja þær. „Stundum
kemur hvert símtalið á fætur
öðru og í annan tíma koma eyð-
ur.“ Þær segja einkum hringt í
þær ef um veikindi er að ræða.
„Fólk er að leita ráða. Oft vill
það fá aðstoð við að taka ákvörð-
un um hvort það eigi að fara til
læknis eða ekki og margir
hringja fyrir aðra, foreldra sína,
börnin sín eða maka. Svo er ann-
ar hópur sem hringir af því hann
veit ekki hvert hann á að leita
með sín mál innan heilbrigðis-
kerfisins. Við höfum góð tengsl
og aðstöðu til að finna út úr hlut-
unum fyrir fólk.“
Báðar hafa þær Hrönn og
Stefanía unnið innan heilsugæsl-
unnar áður og Hrönn einnig á
barnadeild. Spurningu um hvort
þær hafi bjargað mannslífum
með upplýsingaþjónustunni
vilja þær hvorki játa né neita, en
leggja áherslu á að þetta sé ekki
neyðarlína. „Við getum hinsveg-
ar hjálpað fólki að taka ákvörð-
un um það hvort það þurfi að
hringja í neyðarlínuna ef það er
ekki visst,“ segja þær og taka
líka fram að þjónustan sé ókeyp-
is fyrir utan símakostnaðinn.
Stefanía og Hrönn hafa reynslu af störfum á heilsugæslu og barnadeild.
Reykingar }
Láttu starfsfólkið
hætta að reykja
REYKLAUSIR STARFSMENN ERU
VERÐMÆTARI.
Reykingar á
vinnustöðum eru
mikið vandamál
enda hafa rann-
sóknir sýnt að reykjandi starfsfólk
nýtist verr en reyklausir. Þess vegna
býður Liðsinni-Sólarplexus upp á
námskeið sem er sniðið að þörfum
fyrirtækja sem vilja lækka hlutfall
reykjandi einstaklinga innan þess.
Námskeiðin eru þrír og hálfur til
fimm mánuðir að lengd og er skipt
upp í þrjá áfanga. Sá fyrsti er undir-
búningur þar sem heilsufarskönnun
fer meðal annars fram. Þá tekur við
námskeið á vinnustaðnum þar sem
er einn fundur í viku í sex til tólf vik-
ur. Að því loknu er eftirfylgni í sex
vikur þar sem hjúkrunarfræðingur
hringir vikulega í þátttakanda og
hvetur hann áfram.