Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 24
[ ]
Allir vilja a› athöfnin sé falleg
Gunnar Gunnarsson organisti hefur leikið brúðarmarsana tvo oftar en hann getur mögulega rifjað upp.
Gunnar Gunnarsson, organisti
í Laugarneskirkju, hefur
leikið við fleiri brúðkaup en
hann getur mögulega rifjað
upp í fljótu bragði.
Flestir eiga erfitt með að hugsa
sér kirkjubrúðkaup án þess að
brúðarmarsinn sé leikinn á orgel
þannig að undir taki í kirkjunni.
Gunnar Gunnarsson, organisti
í Laugarneskirkju, hefur leikið
þessa tvo hefðbundnu brúðar-
marsa, marsinn úr Lohengrin eft-
ir Wagner í upphafinu og Mendel-
son í lokin, oftar en hann getur
mögulega rifjað upp. Svo hefur
hann leikið kynstrin öll af öðrum
lögum líka enda einn færasti pí-
anóleikari landsins. Hvert brúð-
kaup er þó sérstakt og hann á
erfitt með að benda á einhver lög
sem ganga eins og rauður þráður
gegnum brúðkaup landsins.
„Það er rosalega erfitt að
benda á eitt lag eða tvö sem eru
vinsælli en önnur, en það sem ég
hef mest spilað er brúðarsálmur
númer 263, Vor guð í Jesú nafni
nú,“ segir Gunnar. „Mér finnst
eðlilegt að kirkjutónlistin fari
með eitthvert hlutverk í kirkju-
legum athöfnum, fólk er að
sækja ákveðna þjónustu af kirkj-
unni og sumir prestar vilja
gjarna hafa í það minnsta einn
sálm í athöfninni. En við erum
líka að koma til móts við fólk og
þjóna því.“
Gunnar segist spila mest ást-
arlög enda séu brúðkaup frekar
eðlilegur staður til að syngja um
ástina. „Ýmis dægurlög eru al-
geng, til dæmis Kannski er ástin
sem þeir Eyjólfur Kristjánsson
og Bergþór Pálsson gerðu vin-
sælt fyrir mörgum árum. Ást
með Ragnheiði Gröndal er vin-
sælt núna, en það hefur frekar
trúarlegan undirtón og á vel við
kirkjuathafnir.“
Gunnar segir starf organist-
ans vera svolítið eins og tónlistar-
stjóra, hann þurfi að spila á pí-
anó, útsetja fyrir kór og strengi
og ýmislegt í þeim dúr. „Fólk er
oftast mjög smekkvíst og ég hef
aldrei lent í því að þurfa að neita
lagi vegna þess að það var óvið-
eigandi.“ Hann neitar því þó ekki
að tískubólur komi og fari. „Það
hefur verið smátískubóla að spila
kvikmyndastef sem útgöngulag
en ef fólk hefur heyrt kraftinn í
Mendelson-útgöngumarsinum þá
bliknar flest annað. Stundum hef
ég fengið óskir um að það sé bara
djass eða bara klassík spiluð í
brúðkaupinu. Ég reyni að gera
það sem brúðhjónin biðja um, en
því er alltaf vel tekið ef ég kynni
aðrar hugmyndir fyrir þeim. All-
ir vilja auðvitað að athöfnin sé
falleg.“
Það færist í vöxt að brúðkaup séu
haldin með einhverja ákveðna
grunnhugmynd eða „þema“ að leið-
arljósi. Þannig eru brúðhjónin
kannski klædd í kántríföt og farið
fram á að gestirnir klæðist í þeim stíl
líka, veislan haldin í hlöðu og dans-
aður línudans fram eftir nóttu. Hug-
myndir að þemabrúðkaupum eru
óþrjótandi og hér eru nokkrar sem
ekki ætti að vera of flókið að gera að
raunveruleika.
Friends
Brúðhjónin eru klædd eftir langnýj-
ustu tísku. Besti vinur þeirra giftir
þau og heldur langa ræðu um að
gefa og þiggja, skipta með sér og
elskast. Brúðguminn segir vitlaust
nafn við altarið, helst nafn gamallar
kærustu sem er einmitt stödd í kirkj-
unni. Brúðurin lokar
sig inni á klósetti
og skríður út um
gluggann.
Lag: I'll be
there for you
Veitingar:
Pitsa, brúð-
arflan og
kjúklinga-
bringur.
Tóga
Allir gestirnir mæta í hvítum lökum
og brúðurin og brúðguminn líka. Þau
eru hins vegar eina fólkið með lár-
viðarkransa. Skemmtiatriðin eru
magadans, eldgleypar og dansandi
geitur. Gjarna má athuga hvort gælu-
dýr eða eftirlætis hestur getur fram-
kvæmt athöfnina.
Lag: That's amore
Veitingar: Innbakaðir gíraffahálsliðir
með hunangi, einn obbolítill villigölt-
ur og auðvitað vínber eins og hver
getur í sig látið.
Hryllingsmyndir
Brúðurin er með hvítar rendur í hár-
inu og brúðguminn með skrúfu á
hálsinum. Drakúla greifi leikur á org-
elið og Varúlfakórinn spangólar brúð-
armarsana. Allir gestirnir koma sem
uppáhalds hryllingsmyndahetjan sín
og taka eitt tíðhnitið enn.
Lag: Damn it Janet og öll hin lög-
in úr Rocky Horror Picture Show
Veitingar: Grilluð innyfli, lifrar-
kæfa, rauðvín, blóðmör.
Brúðkaup sem bragð er að
ÞEMABRÚÐKAUP FÆRAST Í VÖXT OG HÉR ERU NOKKRAR AÐFERÐIR TIL
ÞESS AÐ GERA BRÚÐKAUPIÐ ENN EFTIRMINNILEGRA.
Ekki sulla!
Ekkert er meira svekkjandi en að sulla niður á skjannahvít brúðarklæðin.
Það getur jafnvel verið best að sleppa því að borða mat í fljótandi formi
þangað til eftir athöfnina og drekka litaðan vökva með röri.