Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 6. september 2005 19
þar sem hvorki hafi verið á vett-
vangi ummerki sem gæfu vís-
bendingar um hver, eða hverjir
gætu hafa verið þar á ferð, né
heldur hafi verið nokkur vitni af
atburðum.
Á Blönduósi er svo enn óupp-
lýstur bruni Votmúla, atvinnuhús-
næðis sem brann til kaldra kola
aðfaranótt þriðjudagsins 28. sept-
ember í fyrra. Ummerki á vett-
vangi bentu sterklega til þess að
kveikt hafi verið í, en eldurinn
kom upp í skilrúmi milli matvæla-
verksmiðjunnar Vilkó og pakk-
húss kaupfélagsins. Rannsókn
lögreglu leiddi í ljós að kveikifim-
um vökna hafði verið skvett upp
um veggi hússins, en Votmúli
brann nánast til kaldra kola. Tjón
í þeim bruna var talið nema yfir
hundrað milljónum króna.
Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skífan Kringlunni • www.skifan.is
...skemmtir þér ; )
PSP VÉLIN
ER KOMIN
Skífan kynnir byltingu í afþreyingu
Lifðu í þínum heimi. Spilaðu í okkar.
Medievil World Tour Soccer Everybody’s Golf Gran Prix Fired Up Ridge Racer Wipeout Pure
Leikir. Kvikmyndir. Tónlist. Ljósmyndir. PlayStation Portable.
www.yourpsp.com
Í VERSLANIR SKÍFUNNAR!
Frítt niðurhal
að verðmæti
fylgir hverri PSP-vél
TONLIST.IS
999 kr.
Skráðu vélina þína á www.yourpsp.com
og fáðu senda myndina Spiderman 2.
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON
olikr@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING
SLÖKKVISTARF VIÐ KLAPPARSTÍG
Seinni partinn á sunnudag varð vegfarandi
var við að kviknað hafði í skemmtistaðn-
um Sirkus við Klapparstíg í Reykjavík. Um
nóttina var svo kveikt í ruslageymslu við
skemmtistaðinn Pravda í Lækjargötu og
um morguninn logaði í annað sinn á sólar-
hring í iðnaðarhúsnæði við Fiskislóð.
Skráaskipti gerð útlæg í Ástralíu:
Slegi› á fingur Kazaa
UPPLÝSINGATÆKNI Eigendum Kazaa
hefur verið gert að breyta forriti
sínu til að koma í veg fyrir höf-
undarréttarbrot, en Kazaa er eitt
vinsælasta skráaskiptaforrit
heims. Fjallað var um dóminn á
öllum helstu tæknivefjum heims-
ins í gær.
Dómstóll í New South Wales í
Ástralíu kvað í gær upp þann dóm
að Kazaa bryti í bága við áströlsk
höfundarréttarlög og fékk Sharm-
an Networks, sem á Kazaa og er
með rekstur sinn í Ástralíu, tveg-
gja mánaða frest til að gera við-
eigandi breytingar. Talsmenn tón-
listarframleiðenda og samtök höf-
undarrétthafa hafa fagnað dómn-
um og kalla hann sigur sem hafi
áhrif um heim allan. Óvíst er þó
um áhrif dómsins, því fólk sem
skiptist á skrám á netinu notast
einnig við fjölda annarra forrita.
Í dómnum segir að honum sé
ekki beint gegn tækninni, heldur
til verndar höfundarrétti og
komst að þeirri niðurstöðu að
Sharman Networks hefði ekki á
nokkurn hátt reynt að sporna við
ólöglegri notkun forritsins, þrátt
fyrir að á vef fyrirtækisins séu
auglýsingar þar sem notendur
Kazaa eru beðnir um að deila ekki
með sér höfundarréttarvörðu
efni.
- óká
MARY STILL LÖGFRÆÐINGUR KAZAA Lögmaður skráaskiptanetsins Kazaa ræðir við blaðamenn fyrir utan dómstólinn í New South
Wales í Ástralíu, eftir að dómurinn komst að raun um að Kazaa-forritið væri brotlegt við höfundarréttarlög í landinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P