Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 33
21ÞRIÐJUDAGUR 6. september 2005
„Við lítum svo á að við séum að
kaupa grunn, sem hægt er að
bæta ofan á, stækka og gera mjög
verðmætan,“ sagði Sigurjón Þ.
Árnason, bankastjóri Landsbank-
ans, þegar hann kynnti kaup
bankans á verðbréfafyrirtækinu
Kepler Equities í París í gær.
Til að byrja með kaupir Lands-
bankinn 81 prósent í fyrirtækinu
á 5,8 milljarða króna, en mun
eignast afganginn af hlutabréf-
unum á næstu fimm árum. Verð-
mæti Kepler miðað við kaupverð-
ið er um 7,2 milljarðar króna og
eigið fé tæpar 60 milljónir evra.
Áætlar Landsbankinn að tekjur
Kepler á næsta ári verði 7,2 millj-
arðar og hagnaður 615 milljónir.
Kepler er hefðbundið verð-
bréfafyrirtæki sem sérhæfir sig í
sölu og miðlun hlutabréfa til fag-
fjárfesta. Greining fyrirtækja er
einnig viðamikill þáttur í rekstr-
inum. Félagið er með höfuðstöðv-
ar í París auk starfsemi í
Amsterdam, Frankfurt, Madríd,
Mílanó, París og Zürich. Hjá því
vinna 241 starfsmaður. Um 40
prósent tekna verða til í Frakk-
landi.
Seljendur hlutabréfanna eru
bandaríska fjárfestingarfyrir-
tækið Lightyear og svissneski
bankinn Julius Bär. Starfsmenn
eiga 25 prósent í fyrirtækinu en
selja einungis sex prósent til að
byrja með.
Í máli bankastjóranna,
Halldórs J. Kristjánssonar og
Sigurjóns, kom fram að starf-
semi Kepler falli mjög vel að
Landsbankanum. Sögðu þeir
meðal annars hægt að bjóða við-
skiptavinum Kepler fyrirtækja-
ráðgjöf, fjármálaþjónustu og lán
til viðbótar við núverandi þjón-
ustu. bjorgvin@frettabladid.is
Umsjón: nánar á visir.is
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.665,96 Fjöldi viðskipta: 340
Velta: 1.856 milljónir
+0,56%
MESTA LÆKKUN
Actavis 41,30 +0,00% ... Bakkavör 43,70 +0,23%...
Burðarás 18,20 +1,68% ... FL Group 15,10 -0,66% ... Flaga 4,00 -0,74% ... HB Grandi
9,00 +0,00% ... Íslandsbanki 15,20 +0,00% ... Jarðboranir 20,50 -0,97% ... KB banki
600,00 +0,67% ... Kögun 56,40 +0,53% ... Landsbankinn 23,00 +1,77% ... Marel 62,80
+0,00% ... SÍF 4,80 -0,62% ...Straumur 13,25 +0,00% ... Össur 87,50 -0,57%
Og Vodafone +1,89%
Landsbankinn +1,77%
Burðarás +1,68%
Jarðboranir -0,97%
Flaga -0,74%
Fl Group -0,66%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ]
Íslenskir fjárfestar undir forystu
Sverris Berg Steinarssonar, fyrr-
verandi forstjóra Dags Group,
eiga í viðræðum um kaup á
dönsku raftækjakeðjunni Merlin
af danska fyrirtækinu FDP.
Sverrir vildi ekki tjá sig um þessi
kaup að öðru leyti en því að hann
ásamt hópi fjárfesta væru að
skoða fyrirtækin. Kaupin munu
ekki vera frágengin. Hann vildi að
svo stöddu ekki gefa upp hvaða
fjárfestar yrðu með honum í
kaupunum ef af þeim yrði.
Samkvæmt heimildum er þó
líklegast að Baugur muni koma að
þessum kaupum og hugsanlega
Milestone sem er í eigu Karls
Wernerssonar og Róbert Melax,
eigandi Dags Group. Milestone
hefur verið að hasla sér völl í fjár-
festingum og var aðili að kaupum
á Iceland-keðjunni, auk þess sem
félagið fjárfesti nýlega í ilm-
vatnsdreifingarfyrirtæki í Bret-
landi.
Rekstur Merlin hefur gengið
illa að undanförnu og var tap síð-
asta árs 1,3 milljarðar króna.
Merlin er þekkt vörumerki í raf-
tækjum og þvottavélum en hefur
ekki gengið vel í samkeppni á
markaði. Þeir þykja seinir til nýj-
unga og ætlun Íslendinganna
verði af kaupum er að færa búð-
irnar í nútímalegra horf. Íslensku
fjárfestarnir hafa komið að
rekstri BT-verslananna á Íslandi
og hyggjast nýta sér þá þekkingu
við uppbyggingu Merlin-verslan-
anna sem eru margar hverjar vel
staðsettar í Danmörku. - hh
Kaupa evrópskt
ver›bréfafyrirtæki
Landsbankinn hefur keypt ver›bréfafyrirtæki›
Kepler í París fyrir 7,2 milljar›a króna. Kepler er
me› starfsstö›var í sjö Evrópulöndum.
Halldór J. Kristjánsson, Sigurjón Árnason, Stéphane Michel og Arnaud Michel eftir undirrit-
un samninga um kaup Landsbankans á Kepler.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
JÖ
RG
VI
N
Mazda fer til Brimborgar
Brimborg tekur vi› Mazda-umbo›inu af Ræsi.
Brimborg hefur fengið umboð
fyrir Mazda-bifreiðar. Ræsir var
fyrir með umboðið, en þetta er
annað umboð fyrirtækisins sem
fer til annarra bílainnflytjenda.
Askja tók við Benz-umboðinu fyrr
á þessu ári.
Kostnaður við uppbyggingu
Brimborgar á nýju umboði Mazda
er áætlaður rúmur hálfur millj-
arður króna við húsnæði og lóð,
birgðir bíla og varahluta og fjár-
festingu í tækjabúnaði og þjálfun
starfsmanna. Brimborg tekur
formlega við sem umboðsaðili
Mazda á Íslandi 1. október næst-
komandi.
- hh
Mikill halli á vöruskiptum
Halli á vöruskiptum við útlönd
nam 65 milljörðum króna á fyrri
helmingi ársins samanborið við 33
milljarða halla á sama tíma í
fyrra.
Hallinn er í samræmi við spár
þess efnis að methalli verði á
vöruskiptum í ár. Hagstofan mun
í næstu viku birta tölur um lands-
framleiðslu og mun þá verða ljóst
hvert hlutfall hallans er af lands-
framleiðslu. Þensla á fasteigna-
markaði, stóriðjuframkvæmdir
og mikil einkaneysla eru helstu
ástæður viðskiptahallans.
- hh
Baugur me› í Merlin-kaupum
Fyrrverandi forstjóri Dags Group fer fyrir hópi fjárfesta sem á í vi›ræ›um um
kaup á danskri raftækjake›ju.
MIKILL TAPREKSTUR Verslanir raftækjaverslunarkeðjunnar Merlin þykja vel staðsettar
en reksturinn gengur illa. Íslenskir fjárfestar hyggjast freista þess að snúa við rekstri
keðjunnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
R
IS
TJ
ÁN
S
IG
U
R
JÓ
N
SS
O
N