Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 34

Fréttablaðið - 06.09.2005, Side 34
„Ég var í svo mörgum hlutverkum að þetta var eins og margar vikur og mánuðir í lífi einnar mann- eskju,“ segir Ása Björk Ólafsdótt- ir guðfræðingur, en sunnudagur- inn var stór dagur í lífi hennar. Fyrir utan það að vera vígð til prests ásamt tveimur öðrum kon- um var hún sett í embætti annars prests Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Hún hélt sína jómfrúr- predikun og kom síðan öllum á óvart með því að giftast unnusta sínum Óskari Þórissyni. „Börnin okkar vissu þetta sam- dægurs,“ segir Ása Björk glað- lega, en þau eiga fjögur börn frá fyrri samböndum. „Ekkert for- eldra okkar vissi þetta og ég held að mamma hafi komið mest af fjöllum,“ segir Ása Björk hlæj- andi, en hún hefur ásamt móður sinni aðstoðað við undirbúning brúðkaups systur sinnar sem ætl- ar að gifta sig í París eftir rúma viku. „Þannig að það var enginn að hugsa um okkur,“ segir hún kímin. Um nítíu safnaðargestir mættu til veislu eftir athöfnina en kven- félagið hafði, að sögn Ásu, skipu- lagt glæsilegt messukaffi. Auk þess hafði Ása ásamt svarakonu sinni laumast til að búa til kransa- köku daginn áður. Mikil stemning myndaðist í veislunni enda steig hljómsveitin Taugadeildin á svið, en það er gömul pönkgrúppa sem maður Ásu syngur í. „Það má kall- ast ansi frjálslynd kirkja sem hefur pönkhljómsveit í messu- kaffi,“ segir Ása Björk hlæjandi, en dansinn dunaði í veislunni. Ásu Björk finnst yndislegt að safnaðarfélagar séu gerðir virkir þátttakendur. Hjá Fríkirkjunni tíðkast til dæmis að bæði skírnir og fermingar séu gerðar í almennri messu og því þótti henni viðeigandi að bjóða öllum söfnuðinum í brúð- kaup sitt með sama hætti. Hveitibrauðsdögunum munu þau Ása Björk og Óskar verja í París þangað sem þau fara í brúð- kaup systur hennar. „Við pöntuð- um okkur hótel og ætlum að hafa þetta svolítið notalegt,“ segir Ása Björk og hlær smitandi hlátri. 22 6. september 2005 ÞRIÐJUDAGUR AKIRA KUROSAWA(1910-1998) lést þennan dag. ÁSA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR VAR VÍGÐ TIL PRESTS, SETT Í EMBÆTTI OG GIFT SAMA DAG Spilað Pönk í messukaffinu „Í brjáluðum heimi eru aðeins þeir brjáluðu heilir á geði.“ Akira Kurosawa var þekktur japanskur kvikmyndaleikstjóri. timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1965 réðust indverskir her- menn inn í Vestur-Pakistan. Indversk yfirvöld sögðu að árásin væri til að fyrirbyggja árás Pakistana á Indland. Þótt stöku skærur hefðu átt sér stað þar í gegnum tíðina var fyrsta opinbera stríðsaðgerðin á svæðinu, síðan svokölluðu friðarbelti var komið upp milli Indlands og Pakistan, árið 1949. Styrinn stóð að mestu um yfirráð í héraðinu Kasmír. Pakistanar svöruðu í sömu mynt og bardagar stóðu næstu þrjár vikurnar þar til Sameinuðu þjóðirnar komu á vopnahléi. Í janúar árið 1966 undirrituðu indversk og vestur-pakistönsk yfirvöld samkomulag um að leysa deiluna friðsamlega og draga herafla sinn til baka. Pakistanar héldu því stjórn yfir þriðj- ungi Kasmír í norðri en Indverjar höfðu tögl og hagldir í suður- og austurhluta héraðsins. Deilan hefur þó fráleitt verið til lykta leidd og tog- streita milli ríkj- anna er mikil vegna þessa. Árið 1989 gerðu íbúar Kasmír uppreisn gegn Indverjum. Pakistanar studdu upp- reisnarmenn sem leiddi til enn frekari spennu milli landanna. Margar uppreisnir voru gerðar á tíunda áratugnum og árið 1999 var allt við suðupunkt þegar indverski herinn gerði loftárásir á uppreisnarmenn sem studdir voru af Pakistönum. Yfirvöld ríkjanna tóku upp friðsamlegar samninga- umleitanir fyrir ári, en enn er langt í land. ÞETTA GERÐIST > 6. SEPTEMBER 1965 MERKISATBURÐIR Indverjar rá›ast inn í Vestur-Pakistan Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Maren Níelsdóttir Kiernan lést á dvalarheimilinu Hrafnistu Reykjavík, föstudaginn 26. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. september kl. 15.00. Edward, Erla, Elsa, Stella, Jóhann, Victor Pétur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hafdís Matthíasdóttir Leirubakka 14, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 3. september. Jarðarförin auglýst síðar. Bjarki Friðgeirsson Friðgeir Bjarkason Ingibjörg Zoëga Ísabella Björk Bjarkadóttir Reynir Þorsteinsson Viktor Elvar Bjarkason Magnús Bjarkason Þorbjörg Traustadóttir. og barnabörn. Kærar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vinarhug við andlát og útför sonar míns, bróður, mágs og föðurbróður, Þorsteins Gylfasonar prófessors Guðrún Vilmundardóttir Þorvaldur Gylfason og Anna Karitas Bjarnadóttir Guðrún Vilmundardóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson Baldur Hrafn Vilmundarson Gylfi Þorsteinn og Eyja Sigríður Gunnlaugsbörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Ragnar Karlsson málarameistari, Núpalind 8, Kópavogi, lést á Landakotsspítala aðfaranótt sunnudagsins 4. september. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna Einarsdóttir. Móðir okkar Inga Hanna Ólafsdóttir Kópavogsbraut 86, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 3. september sl. Hulda Björg Sigurðardóttir Haukur Sigurðsson Anna Margrét Sigurðardóttir Ólafur Atli Sigurðsson og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fjóla Baldvinsdóttir síðast til heimilis að Hornbrekku, Ólafsfirði, lést föstudaginn 2. september. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 10. september kl. 14.00. Guðni Ólafsson Ásdís Pálmadóttir Ægir Ólafsson Guðný Ágústsdóttir Sigurður Ólafsson Áslaug Sigurjónsdóttir Jóakim Ólafsson Sæbjörg Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn www.steinsmidjan.is PRESTUR Í HJÓNABAND Sunnudagurinn var viðburðaríkur í lífi Ásu Bjarkar Ólafsdóttur. Hún var vígð til prests, sett í embætti sem annar prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík og kom svo öllum á óvart með því að ganga að eiga unnusta sinn, Óskar Þórisson. ANDLÁT Hafdís Matthíasdóttir, Leirubakka 14, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 3. september. Ólafur Ragnar Karlsson málarameistari, Núpalind 8, Kópavogi, lést á Landakots- spítala sunnudaginn 4. september. Helga Eiríksdóttir Eskihlíð 14a, Reykja- vík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 3. september. Margrét Gísladóttir Hólmgarði 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Foss- vogi 3. september. JAR‹ARFARIR 11.00 Þyri Þorláksdóttir Myers verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.00 Unnur Einarsdóttir, Nesbala 70, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 14.00 Halldóra Ólafsdóttir frá Mýrar- húsum, Akranesi, síðast til heimil- is á Dvalarheimilinu Höfða, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 14.00 Þorsteinn Lúðvík Þorsteinsson, Hagatúni 12, Höfn, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Kálfafells- staðarkirkju. 15.00 Kristjana Stefánsdóttir, Meðal- holti 10, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 1522 Fyrsta skip úr flota Magellans kemst til hafnar á Spáni og lýkur þar með fyrstu hringferð um hnöttinn. 1901 Bandaríski forsetinn McKinley skotinn í New York. Hann lést viku síðar. 1928 Bandalag íslenskra listamanna er stofnað til að styðja vöxt og við- gang íslenskra lista. 1943 Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness kemur út. 1944 Annar burðarstrengur Ölfusárbrú- ar slitnar. Tveir bílar falla í ánna en bílstjórarnir bjargast. 1952 Iðnsýning er opnuð í Reykjavík. Hana sækir annar hver Íslending- ur. 1952 Fjöldi áhorfenda lætur lífið þegar flugvél steypist í mannhaf á flug- sýningu í Englandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.