Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 43
Gerimax fjölvítamín, steinefni og ginseng. Eykur orku og vellíðan. GERIMAX Áttu eitthvað til að lina verki og hressa mig við? 20% Móðir MelanieGriffith sem heitir Tippi Hedren er mikill dýraunnandi. Hún er miður sín þessa dagana yfir dauða fíls sem hún átti og bar heitið Timbo. Árið 1972 bjargaði leikkonan þessum afríska fíl, sem nú er dáinn af völdum hjartabilunar. Matthew Perry, fyrr-verandi Friends- stjarna er búinn að eignast nýjan nágranna, en það er enginn ann- ar en leikkonan Linds- ey Lohan. Hún keypti sér þriggja herbergja íbúð en Matthew Perry á tveggja her- bergja íbúð í sömu byggingu sem hann keypti í maí á þessu ári. Í húsinu má meðal annars finna sundlaug, gufubað og einkabíla- stæði.Tobey Maguire, Cameron Diaz og Leonardo Dicaprio eiga einnig íbúðir í sama hverfi. Söngkonan BeyoncéKnowles varð 24 ára á dögunum og fékk veglega afmæl- isgjöf frá kærasta sínum Jay-Z. Hann gaf henni fokdýran demants- og rúbín- hring og úr í stíl. Parið ástfangna er víst að fara að gifta sig í næsta mán- uði. Það verður forvitnilegt að sjá skartgripina hjá þeim þann daginn. Það var greinilega mikill spenn- ingur í loftinu fyrir tónleika Franz Ferdinand í Kaplakrika enda meðlimir sveitarinnar ný- búnir að ljúka við sína aðra plötu og rétt að byrja á tónleika- ferð á nýjan leik. Fyrri platan sló rækilega í gegn. Hún var margverðlaunuð í heimalandinu og ýmsar stjörn- ur, þar á meðal Bono úr U2, hafa keppst við að hlaða Franz Ferdinand lofi. Það er skemmst frá því að segja að hljómsveitin kom, sá og sigraði á tónleikun- um í Kaplakrika. Nýju lögin hljómuðu hreint út sagt frábær- lega og lofa þau mjög góðu fyrir næstu plötu, þar á meðal lagið þar sem Paul Thomson fékk hjálp frá tveimur öðrum við trommuleikinn. Útkoman var feikigóð og hljómaði trommu- slátturinn eins og hríðskota- byssa. Söngvarinn og gítarleikarinn Alexander Kapranos og gítar- leikarinn Nicolas McCarthy náðu strax góðum tengslum við áheyrendur með líflegri sviðs- framkomu og mikilli spilagleði. Minna fór fyrir Robert Hardy bassaleikara og Thomson, þótt þeir hafi staðið fyllilega fyrir sínu. Þegar Kapranos hristi haus- inn minnti hann helst á Bítlana þegar þeir voru og hétu. Kannski Franz Ferdinand verði bara næstu Bítlar? Þeir eru virkilega alúðlegir, ná góðum tengslum við áheyrendur, semja grípandi popplög og hafa gaman að því sem þeir eru að gera. Það er í það minnsta ljóst að sveitin á eftir að ná enn þá lengra og getur maður ekki annað en þakkað fyrir að hafa séð þá í toppformi hér á litla Íslandi. Tvímælalaust bestu tónleikar ársins. Freyr Bjarnason Frábærir Franz-menn FRANZ FERDINAND HLJÓMSVEITIN BRESKA FÓR Á KOSTUM Í KAPLAKRIKA 2. SEPTEMBER NIÐURSTAÐA: Frábærir tónleikar hjá stór- skemmtilegri hljómsveit. Sannarlega bestu tón- leikar ársins hingað til. [ TÓNLEIKAR ] UMFJÖLLUN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P AL LI FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.