Fréttablaðið - 14.09.2005, Page 13

Fréttablaðið - 14.09.2005, Page 13
2 3 Stjórnarsamstarf og efnahagsstjórn V I Ð E Y J A R S T J Ó R N I N ( 1 9 9 1 - 1 9 9 5 ) Fyrstu stjórnar Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins með Alþýðuflokki verður fyrst og fremst minnst fyrir að EES-samn- ingurinn var festur í lög. Þannig varð til grundvöll- ur að frekari þróun fjármálakerfisins í átt til frjáls- ræðis en verið hafði árin á undan. Lagður hafði verið grunnur að efnahagsstjórn landsins með arðbæru fiskveiðistjórnunarkerfi, frjálsum vöxtum á fjármagnsmarkaði og ekki síst þjóðarsátt á vinnumarkaði. Ekki verða þær framfarir og breytingar sem urðu í efnhagslífinu þó aðeins færðar yfir á þær skyldur sem hvíldu á stjórn- völdum eftir innleiðingu EES-samningsins heldur var ljóst að frumkvæði stjórn- valda var mikið til þess að breyta ýmsum þáttum hagkerfisins. Ekki er þó ósanngjarnt að segja að þetta tímabil hafi verið frekar erfitt efnahagslega. Baráttan við atvinnuleysi var viðfangsefni stjórnarinnar um nokkurn tíma og langtímaatvinnuleysi mældist á Íslandi í fyrsta skipti í mörg ár. Einkavæðingarferlið hófst strax á árinu 1992. F Y R S T A S T J Ó R N I N M E Ð H A L L D Ó R I ( 1 9 9 5 - 1 9 9 9 ) Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins má sjá að efnahagsmál og stjórn fjármála ríkisins verða meira áberandi en áður. Með fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ásamt Halldóri Ásgrímssyni er lagður grunnur að einhverju mesta hagvaxtar- skeiði í sögu þjóðarinnar. Uppgangur er í sjávarútvegi og víða í atvinnugreinum þjóðarinnar auk þess sem ytri skilyrði þjóðarbúsins batna. Segja má að efnahagskreppunni sem ríkt hafði nokkur ár á undan hafi formlega lokið árið 1995 þegar atvinnuleysi minnkaði og hjól efnahagslífsins fóru að snúast að nýju. Ójafnvægi hafði ríkt á vinnumarkaði en hafist hafði verið handa um endurskoðun vinnulöggjafarinnar árið 1994. Tveimur árum síðar voru samþykkt lög sem meðal annars takmörk- uðu neitunarvald verkalýðshreyfingarinnar. Skattalækkanir fóru af stað og aðhald í ríkisfjármálum varð staðreynd þar sem gerðar voru arðsemiskröfur til ríkisfyrirtækja og til þess að ríkið skyldi skila hallalausum fjárlögum. Ö N N U R S T J Ó R N I N M E Ð H A L L D Ó R I ( 1 9 9 9 - 2 0 0 3 ) Góðæri í landinu og styrk efnahagsstjórn skiluðu ríkisstjórninni meirihluta- kosningu. Eitthvert mesta góðæris- tímabil í sögu þjóðarinnar tók við á næsta kjörtímabili á eftir með styrkri stjórn ríkisfjármála, niðurgreiðslu er- lendra skulda og skattalækkunum. Árið 2002 var tekjuskattur fyrirtækja lækkaður í átján prósent, sem var með því lægsta sem þekktist á Evr- ópska efnhagssvæðinu. Sjávar- útvegurinn stóð vel og hlutabréfa- markaður var á uppleið. Ytri skilyrði voru einnig hagstæð á þessu tímabili. Einkavæðing ríkisfyrirtækja hélt áfram og viðskiptabankarnir, auk Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins, voru seldir einkaaðilum. Góðæristímabilið reyndist þó ekki áfallalaust þar sem verðbólga fór af stað og hagkerfið tók ákveðna niðursveiflu en lenti þó mjúklega. Þ R I Ð J A S T J Ó R N I N M E Ð H A L L D Ó R I ( 2 0 0 3 - ) Kaupmáttur almennings hafði vaxið jafnt og þétt á góðærisárunum og þjóðar- tekjur aukist jafnt og þétt. Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar með Framsóknarflokkn- um leggur í stjórnarsáttmála áherslu á stöðugleika og að viðhalda því jafnvægi sem náðst hefur í fjármálum ríkisins. Tekjuskattsprósenta einstaklinga verður lækkuð um fjögur prósent, eignarskattur felldur niður, erfðafjárskattur lækkaður og virðisaukaskattskerfið tekið til endurskoð- unar. Á kjörtímabilinu, sem nú er rétt rúm- lega hálfnað þegar Davíð Oddsson lætur af störfum, er fyrst og fremst lögð áhersla á að varðveita stöðugleikann sem skapast hefur árin á undan. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 13 Ú T T E K T – SALA ÞRIGGJA BANKA Um rósenta hlutir í Búnaðarbanka Ís- Landsbanka Íslands seldir til ein- Auk þess var 51 prósents hlutur FBA seldur en söluverð á hlutafé num þremur nam rúmlega 15,2 milljörðum króna. 2001 – VERÐBÓLGUMARKMIÐ OG VIKMÖRK GENGIS AF- NUMIN Ný lög um Seðlabanka Íslands samþykkt þar sem tekið er upp verðbólgumarkmið bankans. Þá eru vikmörk gengis afnumin. 2001 – TILRAUN TIL AÐ SELJA SÍMANN Reynt var að selja al- menningi Landssíma Íslands en aðeins tókst að selja 2,69 prósent fyrir rétt rúman milljarð. 2002 – TEKJUSKATTUR FYRIR- TÆKJA LÆKKAR Tekjuskattur á fyrirtæki lækkaður úr þrjátíu pró- sentum niður í átján og verður Ís- land með eitt lægsta tekjuskatts- hlutfall á fyrirtæki í öllum ríkjum Evrópska efnhagssvæðisins. 2002 – ÁLVER Í REYÐARFIRÐI Vilja- yfirlýsing um byggingu á 332.000 tonna álveri Alcoa í Reyðarfirði er undirrituð. 2002 – LANDSBANKI ÍSLANDS TIL EINKAAÐILA Hlutur ríkisins í Landsbanka Íslands seldur í tveimur áföngum. Alls 65,8 prósenta hlutur fyrir rúmlega sautján milljarða króna. 2003 – BÚNAÐARBANKI ÍS- LANDS Í HENDUR EINKAAÐILA Ríkið selur 45,8 prósenta hlut í Bún- aðarbanka Íslands fyrir 11,9 milljarða. 2005 – LANDSSÍMI ÍSLANDS SELDUR Allt hlutafé ríkisins í Landssíma Íslands hf. selt til einkaaðila fyrir 66,7 milljarða króna. erið í forystu í íslenskum stjórnmálum. Hann hefur einnig u efnahagslífi. Hjálmar Blöndal skoðaði hvernig stjórn ðæristímum nú milli allra landa EFTA og Evrópusambands- ins. Það ber þó að hafa í huga að EES-samningur- inn neyddi Íslendinga ekki til þess að taka strax í gagnið þær breytingar sem gerðar voru á fjár- málaumhverfinu heldur var ljóst að til þess var vilji og varð sá vilji svo sterkur að á næstu árum gjörbreyttist fjármálaumhverfið hér á landi. HAGSÆLD NÆSTU RÍKISSTJÓRNA Viðeyjarstjórnin svokallaða glímdi þó við erfið- leika og það má telja sem svo að næsta ríkis- stjórn á eftir henni hafi lagt grunninn að hag- vaxtarskeiðinu hér á landi sem hélst svo nánast samfellt og stendur enn. Þannig varð stjórn ríkisfjármála strax með allt öðrum hætti en áður hafði þekkst. Gerð var ríkari krafa um hallalaus fjárlög og aðhald í ríkisfjármálum auk þess sem fyrirtæki hins opinbera skyldu skila arðsemi. Öll ásýnd breyttist og umgjörð ríkisrekstrarins breyttist til hins betra. Ekki er hægt að nefna eitt atriði sem hefur skilað hvað mestu fyrir efna- hagslífið í landinu undanfarin ár. Helstu atriðin haldast þétt í hendur því hagstjórnartækjum stjórnvalda verður alltaf beitt með mismunandi hætti eftir því hvaða aðstæður og efni eru til. FRAMFARIR Á FLESTUM SVIÐUM En breytingarnar hafa orðið meiri en nokkur þorði að vona. Hagur einstaklinga í landinu hefur farið sífellt batnandi með hagvexti og kaupmátt- araukningu fólksins. Skattalækkanir hafa ekki skilað ríkissjóði minni tekjum heldur má sjá að tekjur ríkisins af tekjuskatti fyrirtækja hafa orðið stöðugt hærra hlutfall af vergri landsfram- leiðslu þrátt fyrir að skatthlutfallið hafi farið úr fimmtíu prósentum niður í átján. Fyrirtækjun- um hefur verið skapað sanngjarnt samkeppn- isumhverfi þar sem ríkið hefur dregið sig út úr samkeppnismarkaði með einkavæðingu fyrir- tækja. Ríkissjóður hefur greitt niður erlendar skuldir í miklum mæli. Lengi mætti telja þær framfarir sem orðið hafa á íslensku efnahagslífi en hvar sem borið er niður sést að stjórn efna- hagsmála hefur verið með styrkum hætti. FJÓRÐA RÁÐUNEYTIÐ Fyrstu þrjú ráðuneyti Davíðs Oddssonar settu hjól efnahagslífsins af stað. Margir spyrja sig því eflaust hvað sé eftir fyrir fjórða ráðuneyti hans með Framsóknarflokknum sem hann nú yfirgefur til þess að taka við öðrum störfum. Það má sjá skýrt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar að mikilvægt er að viðhalda stöðugleikanum og stíga ekki þau skref sem gætu reynst áhættu- söm fyrir efnahagslífið. Það verður ekki síður hlutverk þess sem stuðlað hefur að þeim breyt- ingum sem nú hafa orðið að nýta til þess hag- stjórnartæki í Seðlabankanum til þess að ekki glatist það mikla góðæri sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. ÁREKSTRAR Viðskiptalífið hefur ekki farið varhluta af efna- hagsstjórninni. Það hefur notið þess besta en einnig fengið að heyra það. Bankastjóri Lands- bankans fékk bréf úr stjórnarráðinu vegna vaxta- stefnu bankans. Ekki var glaðst yfir aðkomu ORCA-hópsins að FBA og einhverjum brá í brún þegar forsætisráðherrann sagði að ef verslunar- fyrirtækin á matvælamarkaði misnotuðu aðstöðu sína hlyti að verða til þess vilji að skipta þeim upp. Búnaðarbankanum treysti forsætisráðherr- ann ekki heldur fyrir sparifé sínu og tók alla peningana þar út eftir að stjórnendur bankans höfðu farið of langt að mati ráðherrans við gerð valréttarsamninga. Hvað sem þessu líður verður ekki horft framhjá því að aðkoma Davíðs Oddssonar að efnahagsstjórn landsins hefur skilað landinu einhverjum mestu góðæristímum í sögu þjoðarinnar. Hagstjórn Davíðs Oddssonar hefur ekki síður verið byggð á stjórn peningamála. Fyrir stjórnar- tíð Davíðs hafði ríkissjóður aðgang að sjóðum Seðlabankans og þegar illa áraði í rekstri ríkisins gat hann leitað í sjóði hans til að afla peninga til rekstrar ríkisins upp að ákveðnu marki. Á slíku hefur orðið grundvallarbreyting og í raun á stjórn peningamála á undanförnum árum en þegar ríkissjóður leitaði í sjóði Seðlabankans rauk verð- bólga oftar en ekki af stað. Seðlabankinn hefur sett sér verðbólgumarkmið sem á að stuðla að stöðugu verðlagi og gerð er krafa um sjálfstæð- ari seðlabanka. Grundvallarbreyting varð á þess- um hlutum undir stjórnartíð Davíðs auk þess sem gengi krónunnar var sett á flot í stað þeirrar fast- gengisstefnu sem bankinn studdist við áður. S T J Ó R N P E N I N G A M Á L A Sú grundvallarbreyting varð á ríkisfjármálum í stjórnartíð Davíðs Oddssonar að fjárlög ríkisins hafa oftar en ekki verið afgreidd hallalaus. Opin- bert fé til atvinnusjóða og annarra sértækra að- gerða ríkisins var skorið niður og gerð var krafa um að ríkisfyrirtæki skiluðu arðsemi rétt eins og einkafyrirtæki. Stjórn ríkisfjármála er án efa ein af grundvallarbreytingum sem stuðlað hafa að styrkri efnahagsstjórn undir forystu Davíðs Odds- sonar. Skattar á fyrirtæki hafa á skömmum tíma lækkað úr fimmtíu prósentum niður í átján. Þetta hefur ekki aðeins orðið til þess að auka arðsem- ishvöt einstaklinganna heldur einnig gefið fyrir- tækjunum svigrúm til þess að starfa án mikillar gjaldtöku og skattheimtu ríkisins. R Í K I S F J Á R M Á L O G S K A T T A L Æ K K A N I R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.