Fréttablaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Magnús Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Skjás eins, segist hafa fengið besta ráðið frá Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni og fyrr- verandi stjórnarformanni Norð- urljósa. Magnús segist hafa orðið vitni að því þegar Sigurður tók hatrammlega á ungum lög- fræðingi: „Eftir að Sigurður hafði tekið lögmanninn unga al- gerlega í gegn spurði hann hvort hann gæti nokkuð skutlað sér niður í bæ. Þetta kenndi mér að þótt fólk sé að berjast hvert í sínu horni eiga átök aldrei að vera persónuleg.“ Þetta gerðist þegar Sigurður og Magnús störfuðu saman hjá Pegasus en þeir sátu síðar and- spænis hvor öðrum, Sigurður hjá Norðurljósum og Magnús hjá Ís- lenska sjónvarpsfélaginu: „Þetta hef ég reynt að hafa í huga og ráðið reyndist mér sérstaklega vel þegar ég átti í átökum við Sigurð sjálfan á meðan lætin um fjölmiðlafrumvarpið stóðu sem hæst.“ - jsk B E S T A R Á Ð I Ð Eyjólfur lærði innanhúsarki- tektúr við Kunsthaandværk- erskólann í Kaupmannahöfn og ákvað þegar hann flutti aftur heim að setja Epal á laggirnar: „Þegar ég kom aftur heim áttaði ég mig á því að það var ýmislegt sem vantaði hérna heima. Eitt af því var versl- un sem sinnti hönnun og fallegum hlutum. Það þýðir víst ekkert að stóla á aðra og því ákvað ég bara að gera þetta sjálfur.“ Epal varð raunar ekki að verslun fyrr en árið 1977, og má segja að höfuðstöðvar fyrirtæk- isins hafi verið í ferðatösku fyrstu tvö árin: „Ég gekk á milli arkitekta með ferðatösku fulla af efnisbútum, sem flestir voru af listrænum toga.“ Fyrsta verslunin var síðar opnuð við Hrísateig 47 í Reykja- vík: „Í fyrstu seldum við glugga- tjaldaefni og húsgagnaáklæði frá danska fyrirtækinu Kvadrat. Við höfum frá upphafi lagt á það alla áherslu að selja vandaða vöru. Við seljum hönnun og gæði; nytjahluti en ekki skrautmuni. Það hefur alltaf verið okkar prinsipp.“ Árið 1982 flutti Epal í Síðu- múla 20 og tvöfaldaði um leið verslunarrýmið. Epal vatt smám saman upp á sig og fóru Eyjólfur og félagar að standa að sýningum á íslenskri hönnun. Eyjólfur segir íslenska hönn- un í stöðugri sókn: „Við höfum alltaf reynt að hafa eins mikið eftir íslenska hönnuði og mögu- legt er, einnig það sem er í fram- leiðslu erlendis. Íslensk hönnun verður æ eftirsóknarverðari, og íslenskir hönnuðir sífellt eftir- sóttari.“ Eyjólfur segist einnig hafa reynt að tengja hönnunina við önnur listform: „Nú erum við til að mynda með til sýnis leður- klæddan sófa eftir Pétur B. Lúth- ersson, þar sem Jón Sæmundur í Nonnabúð var fenginn til að þrykkja á leðrið.“ FÉKK DÖNSKU „MÖBELPRIZEN“ Epal flutti sig enn um set árið 1987 og reisti eigið hús við Faxa- fen 7. Húsið þykir hin mesta listasmíð, en það er teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt í samvinnu við Eyjólf sjálfan: „Það má nú segja að við höfum komið inn í húsið á versta tíma. Það áraði illa og það fór svo að dansk- ur vinur minn, sem átti þann draum heitastan að eiga hús í öllum höfuðborgum Norður- landa, keypti húsið af mér og leigði það síðan Epal.“ Epal var til húsa í Faxafeni næstu tíu árin: „Félagi minn vildi þá endilega hækka leiguna en ég tók það ekki í mál og flutti í þriðja sinn. Í það skiptið aðeins um nokkur hundruð metra, keypti húsnæðið í Skeifunni 6, þar sem við höfum verið síðan. Húsnæðið er í dag þúsund fer- metrar og við höfum keypt 800 fermetra til viðbótar hér við hlið- ina, þannig að rýmið verður á endanum 1.800 fermetrar.“ Tengsl Eyjólfs við Danmörku eru sterk. Eyjólfur lærði í Kaup- mannahöfn og dönsk og skandin- avísk hönnun hefur alla tíð verið fyrirferðarmikil í verslunum Epal. Verk Eyjólfs eru líka mikils metin í Danmörku. Árið 1986 hlaut hann sérstaka viðurkenn- ingu fyrir sérlegt framlag sitt til að auka viðskipti milli Danmerk- ur og Íslands og árið 2001 tók hann við hinum dönsku „Möbel- prizen“ úr hendi Friðriks krón- prins Dana. Eyjólfi var við það tækifæri lýst sem „einum af áhugasömustu sendiherrum danskrar húsgagnalistar utan Danmerkur“. AÐ ÞEKKJA SÍN TAKMÖRK Epal hefur nú verið í Skeifunni í átta ár og hefur versluninni vegnað vel þann tíma: „Veltan hefur fjórfaldast frá því að við fluttum hingað í Skeifuna. Við höfum upplifað okkar erfiðu ár og ætíð fylgt sveiflum. Við höfum þó aldrei hvikað frá okkar hugmyndafræði og aldrei fallið í þá gryfju að fara að selja eitt- hvert dót. Við höfum alltaf verið trú sannfæringu okkar.“ Eyjólfur segist nú vera að uppskera fyrir eigin þrjósku: „Við höfum stundað hálfgert trú- boð í hönnunarmálum. Þau mál líta nú ágætlega út, skilningurinn hefur aukist. Það er mikið af ungu fólki í hönnunarnámi hérna heima og þá hafa stjórnvöld loks tekið við sér. Þau virðast vera að uppgötva að það eru talsverðir fjármunir fólgnir í hönnunar- málum.“ Í dag eru sextán starfsmenn í fullu starfi hjá Epal og segist Eyjólfur afar þakklátur því góða starfsfólki sem með honum hafi starfað gegnum tíðina: „Það er nú bara þannig að ég get ekki verið fagmaður í öllu. Ég er til að mynda með blaðafulltrúa og fjár- málafulltrúa til að stíga á brems- una. Ég fæ mikið af hugmyndum og ef ég framkvæmdi þær allar væri ég löngu búinn með alla aura. Þetta er bara eins og með áfengið, þú verður alkóhólisti ef þú þekkir ekki þín takmörk.“ Eyjólfur hélt mikla afmælis- veislu í tilefni af þrjátíu ára af- mælinu og var um sjö hundruð gestum boðið að þiggja veitingar í húsakynnum Epal. Meðal heið- ursgesta var finnski arkitektinn Eero Arnio: „Það komu þrjátíu og fimm erlendir gestir og þar af flugu tveir hingað og heim aftur samdægurs. Þetta sýnir bara að þegar við segjumst ætla að gera eitthvað, þá býst fólk við að það verði gert almennilega,“ segir Eyjólfur Pálsson í Epal. BJÖRN VÍGLUNDSSON, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri vátrygg- inga- og fjármálaþjón- ustu Tryggingamið- stöðvarinnar hf., hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra markaðssviðs Og Voda- fone. HRÖNN SVEINSDÓTTIR, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs P. Samúels- sonar hf. (Toyota), tekur við starfi fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs Og Voda- fone. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, hefur tímabundið umsjón með nýju sviði, sölu- og þjónustusviði. GESTUR G. GESTSSON, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone, tekur við starfi framkvæmda- stjóra tæknisviðs fyrir- tækisins. ANNA HULD ÓSKARSDÓTTIR, fram- kvæmdastjóri þjónustusviðs, lætur af störfum hjá félaginu. Hún verður nýjum stjórnendum innan handar á næstu vik- um. Henni eru þökkuð vel unnin störf hjá fyrirtækinu á liðnum árum. VIÐAR ÞORKELSSON, aðstoðarforstjóri Og Vodafone, og Örn Orrason, sem verið hefur framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone, munu hefja störf hjá Dags- brún, móðurfélagi Og Vodafone, sam- kvæmt nýju skipulagi samstæðunnar. ÓLI JÓN GUNNARSSON hefur verið ráð- inn fram- kvæmdastjóri hjá Loftorku í Borgarnesi. Óli Jón starfaði áður sem bæj- arstjóri í Stykk- ishólmi og þar áður sem bæj- arstjóri í Borg- arnesi sem síð- ar varð Borgar- byggð. Hann er byggingatæknifræðing- ur að mennt frá Tækniskóla Íslands og hefur lokið viðskipta- og rekstrarnámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Ís- lands. Óli Jón starfaði hjá Loftorku áður en hann tók við starfi bæjarstjóra í Borgarnesi árið 1987. EYJÓLFUR PÁLSSON Í „THE BUBBLE“ EFTIR EERO ARNIO Finnski arkitektinn Eero Arnio var meðal heiðursgesta í þrjátíu ára afmæl- isveislu Epal: „Það komu þrjátíu og fimm erlendir gestir og þar af flugu tveir hingað og heim aftur samdægurs. Þetta sýnir bara að þegar við segjumst ætla að gera eitthvað, þá býst fólk við að það verði gert almennilega.““ MAGNÚS RAGNARSSON, SJÓNVARPS- STJÓRI SKJÁS EINS Magnús segir Sigurð G. Guðjónsson lögmann hafa kennt sér að átök eigi aldrei að vera persónuleg. Átök eiga aldrei að vera persónuleg Fr ét ta bl að ið /V ilh el m „Ég fæ mikið af hugmyndum og ef ég framkvæmdi þær allar væri ég löngu búinn með alla aura. Þetta er bara eins og með áfengið, þú verður alkóhólisti ef þú þekkir ekki þín takmörk.“ Húsgagnaverslunin Epal Skeifunni sex Stofnuð: 1975 Eigandi: Eyjólfur Pálsson innanhúsarkitekt Starfsmenn: sextán Selur nytjahluti, ekki skrautmuni Húsgagnaverslunin Epal var stofnuð á haustdögum 1975 og er því þrjátíu ára um þessar mundir. Eigandi Epal er Eyjólfur Pálsson innanhúsarkitekt. Eyjólfur tjáði Jóni Skaftasyni að stefna verslunarinnar hefði verið sú sama frá upphafi: að selja hönnun og gæði, nytjahluti en ekki skrautmuni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.