Fréttablaðið - 14.09.2005, Qupperneq 23
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 23
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Ýmislegt bendir til þess að verð-
bólga sé á hraðri uppleið. Á síð-
asta ári hækkað vísitala neyslu-
verðs um 3,9 prósent en í ár
stefnir allt í að verðbólgan fari
nokkuð yfir fjögur prósent.
Markaðurinn fékk Tryggva Þór
Herbertsson hjá Hagfræðistofn-
un Háskólans til að svara fáein-
um spurningum um verðbólgu.
Hvað er verðbólga?
Verðbólga mælir hækkun vísi-
tölu neysluverðs en hún endur-
speglar aftur kaupverð þess
sem meðalfjölskyldan eyðir.
Þarf verðbólga að vera slæm
fyrir hagkerfi?
Lítil verðbólga er meðal hag-
fræðinga talin vera góð þar
sem hún leiðréttir mistök í
verðlagningu og þess háttar.
Lítil verðbólga virkar þannig
eins og smurning á tannhjól
hagkerfisins. Verðhjöðnun og
mikil verðbólga eru hins vegar
afar slæm.
Hverjar eru meginástæður þess
að verðbólga hefur verið aukast
að undanförnu?
Verðbólgu undanfarið má fyrst
og fremst rekja til hækkunar
olíu og fasteignaverðs. Nú eru
hins vegar blikur á lofti um að
þenslan margumtalaða sé að
koma fram sem aukið ójafn-
vægi á vöru- og vinnumarkaði
sem lýsir sér í verðbólgu.
Hvaða hagstjórnartæki hefur
Seðlabankinn til að spyrna við
verðbólgu?
Megintæki Seðlabankans felst í
svokölluðum markaðsaðgerð-
um og er þar fyrst og fremst
átt við stýrivaxtahækkanir.
Hækkun stýrivaxta leiðir til
þess að fjármögnun bankanna
verður dýrari, sem leiðir til
þess að lántökukostnaður heim-
ila og fyrirtækja hækkar, sem
aftur leiðir til minni fjárfest-
inga en þegar vextir eru lágir.
Þá leiðir aukinn vaxtamunur á
milli Íslands og annarra landa
einnig til þess að fjárfestar
taka stöðu með krónunni, það
er þeir fjárfesta í krónum. Hún
styrkist, sem leiðir til þess að
innflutningsverðlag lækkar og
þar með verðbólgan. Þetta leið-
ir einnig til samdráttar hjá fyr-
irtækjum sem hafa tekjur í er-
lendri mynt en kostnað í krón-
um, til dæmis sjávarútvegur og
ferðaþjónusta. Gengisáhrifin
eru þó einungis skammtíma-
áhrif.
Hvernig eru verðbólgutölur á Ís-
landi í samanburði við þau lönd
sem við berum okkur gjarnan
saman við?
Efnahagslíf í Evrópu hefur
verið í lægð um nokkra hríð og
verðbólga óveruleg. Á Íslandi
er hins vegar mikill hagvöxtur
og þensla sem brotist hefur
fram sem verðbólga.
Stýrivextir helsta tækið
T Ö L V U P Ó S T U R I N N
Til Tryggva Þórs
Herbertssonar
forstöðumanns Hagfræði-
stofnunar Háskóla Íslands
Mun meiri hækkun varð á vísi-
tölu neysluverðs milli ágúst og
september en sérfræðingar
höfðu búist við. Undanfarna þrjá
mánuði mælist verðbólgan 7,6
prósent en 4,8 prósent ef litið er
yfir síðustu tólf mánuði.
Verðbólgumarkmið Seðla-
bankans eru 2,5 prósent og efri
þolmörkin liggja í fjórum pró-
sentum. Í ljósi nýjustu talna er
verðbólgan komin yfir efri
mörkin og þess vegna mun
bankastjórn Seðlabankans senda
skýrslu til ríkisstjórnarinnar um
hvaða brögðum hún mun beita í
baráttunni gegn aukinni verð-
bólgu.
En það er langt í frá að verð-
bólguskot sé nýtt af nálinni.
Verðbólga innan árs hefur verið
að aukast jafnt og þétt síðan
2002. Mesta verðbólga síðustu
ára var þó árið 2001 þegar hún
mældist um 8,7 prósent frá árs-
byrjun til ársloka. Annað eins
hafði ekki sést frá því að það
tókst að koma böndum á verð-
bólgu í íslensku efnahagslífi
snemma á tíunda áratugnum.
Helsta ástæða mikillla verð-
lagshækkana árið 2001 var
gengisfall krónunnar, sem féll
um sautján prósent á fyrri árs-
helmingi þess árs með tilheyr-
andi verðhækkunum innanlands.
Í mars árið 2001 voru vikmörk
krónunnar afnumin og krónan
sett á flot. Þetta þýddi að Seðla-
bankinn hætti að halda krónunni
innan ákveðinna marka gengis-
vísitölunnar, ýmist með því að
kaupa eða selja gjaldeyri. Krón-
an rétti svo úr kútnum og leitaði
jafnvægis þegar á árið leið.
Lendingin var því mjúk.
Árið 2002 mældist verðbólga
aðeins um tvö prósent innan árs
en hefur verið á uppleið síðan. Á
síðasta ári nam hún um 3,9 pró-
sentum yfir árið.
Það er ljóst að mikil verð-
bólga getur haft slæm áhrif á
lífskjör landsmanna, enda er
stór hluti af skuldum okkar
verðtryggður. Þetta er því staða
sem fáir vilja sjá versna. - eþa
Verðbólguárið 2001
jan,00 júl,00 jan,01 júl,01 jan,02 júl,02 jan,03 júl,03 jan,04 júl,04 jan,05 júl,05
190
200
210
220
230
240
250
Megintæki Seðlabankans felst í svokölluðum markaðsaðgerðum og er þar fyrst
og fremst átt við stýrivaxtahækkanir. Hækkun stýrivaxta leiðir til þess að fjár-
mögnun bankanna verður dýrari, sem leiðir til þess að lántökukostnaður heim-
ila og fyrirtækja hækkar, sem aftur leiðir til minni fjárfestinga en þegar vextir
eru lágir.
Þ R Ó U N V Í S I T Ö L U N E Y S L U V E R Ð S 2 0 0 0 - 2 0 0 5