Fréttablaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 24
I'm here to help Orð forstjóra KB banka í Noregi minna á annan mann. Sagt er að Ronald Reagan, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, vildi síst af öllu fá langar skýrslur til yfir- lestrar frá ráðgjöfum sínum og ráðherrum. Taldi hann að allt sem skipti máli ætti að geta kom- ist fyrir á einu A4-blaði án allra málalenginga. Afköst opinberra starfsmanna yrðu ekki mæld í fjölda blaðsíðna sem þeir sendu frá sér. Reagan vildi líka minnka afskipti hins opinbera af einstak- lingum, hvort sem þeir væru staddir á heimilum sínum eða við vinnu í fyrirtækjum. Eða eins og forsetinn fyrrverandi orðaði það sjálfur: „The nine most terrify- ing words in the English langu- age are: I'm from the govern- ment and I'm here to help.“ Of langar skýrslur Margir telja starfsemi Fjármála- eftirlitsins nauðsynlega til að tryggja trúverðugleika og traust á fjármálamarkaðnum. Aðrir segja Fjármálaeftirlitið enn eina opinberu stofnunina sem geri lítið annað en að réttlæta tilveru- rétt sinn fyrir almenningi og stjórnmálamönnum með ýmsum uppákomum. Fjármálastofnanir eigi allt sitt undir trausti og trú- verðugleika og vandamálið leys- ist af sjálfu sér án afskipta hins opinbera. Í þessu ljósi eru orð Jan Petter Sissener, hins nýja forstjóra KB banka í Noregi, eftirtektarverð. Hann var inntur eftir skoðun sinni á fjögurra síðna skýrslu norska fjármála- eftirlitsins þar sem gerðar voru athugasemdir við starfsemi bankans þar í landi í Dagens Næringsliv. Svaraði hann því til að hann teldi allar skýrslur fjár- málaeftirlitsins sem væru lengri en fjórar línur of langar. Skandinavískur metingur Eins og allir vita er best að búa á Norðurlöndum samkvæmt könn- unum alþjóðastofnana. Þar er mikið ríkidæmi, gott velferðar- kerfi og háar lífslíkur. En það er oft stutt í metinginn á milli Norðurlandabúa. Á hádegisverð- arfundi Íslandsbanka á Sjávar- útvegssýningunni í Smáranum sagði Kjartan Ólafsson hjá KredittBanken í Noregi frá því að samkvæmt framangreindri könnun væri best að búa í Nor- egi en síst í Danmörku af Norð- urlöndunum. Norðmönnum finnst merkilegt að geta bent dönskum frændum sínum á að lífslíkur þar séu tíu árum hærri en í Danmörku. Danir svöruðu þá fyrir sig á sinn alkunna máta: „Það er miklu betra að lifa tíu árum skemur en að lifa eins og Norðmaður.“ 1,52% 399 6,8%Hækkun vísitölu neysluverðs íseptember. Kaup Samsonar í Landsbankanum. Aukning landsframleiðslu áöðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma árið áður. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is B A N K A H Ó L F I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.