Fréttablaðið - 24.10.2005, Page 1

Fréttablaðið - 24.10.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI GUÐLAUG HALLDÓRSDÓTTIR: Gefur góð ráð um vegg- skreytingu fasteignir hús Í MIÐJU BLAÐSINS 24. október 2005 – 287. tölublað – 5. árgangur Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR Vildi ráða öllu sjálf Svala Björgvinsdóttir mætir tvíefld til leiks og gefur út nýja plötu eftir nokkurt hlé. FÓLK 26 BÁRÐUR BÁRÐARSON Leigubílstjóri og tón- listaráhugamaður Skrásetur feril Bubba FÓLK 38 KIRINO NATSUO BRÁÐSNJALL SPENNUSAGNAHÖFUNDUR Næturvaktin rígheldur lesandanum UMFJÖLLUN 24 JAFNRÉTTISMÁL Árni Magnússon félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hann segist ekki vita til þess að þessari aðferð sé beitt í nokkru öðru landi en telur að hún geti á jákvæðan hátt stuðlað að því að atvinnurekendur sjái sér beinan hag í því að hafa jafnréttissjónar- mið að leiðarljósi í rekstri fyrir- tækja sinna. Til þess að vottun náist verða fyrirtæki að opna launabókhald fyrir matsmenn. Standist fyrirtæk- ið matið fær það vottun sem fylgir tiltekið merki sem því er heimilt að nota í tengslum við ímynd sína og í markaðssetningu. „Ég sé fyrir mér að það verði eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki sem vilja skara fram úr að hljóta slíka vottun þar sem það mun auð- velda þeim að ná til sín hæfasta fólkinu og standa sterkar á mark- aði,“ segir Árni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gat ekki sagt um hvort atvinnurekendur muni telja það til gagns að setja upp gæðavottun varðandi þessi mik- ilvægu málefni. „En það er alveg ljóst að atvinnurekendur hafa skoð- að það, og mörg fyrirtæki telja sig hafa hag af því að uppfylla kröf- ur ýmiss konar vottunarmerkja,“ segir Ari og bendir á að samtökin leggi á það áherslu að fyrirtæki hafi hag af því að launa á grund- velli frammistöðu og framlags, og að mismunun feli í sér sóun. „Það má vel vera að ganga megi lengra í að beita aðferðum gæðastjórnunar á þessu sviði,“ segir Ari sem telur að það ætti ekki að vera fyrirstaða að atvinnurekendur þurfi að opna launabókhald sitt. Mörg fyrirtæki taki þátt í kjararannsóknum þar sem þau þurfi nú þegar að láta af hendi upplýsingar úr sínu bók- haldi. Árni Magnússon segist jafn- framt telja að færa eigi jafnrétt- ismál frá félagsmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og aðeins þannig megi tryggja að málaflokk- urinn fái nægi- lega athygli. „ Á s t æ ð a n fyrir því að jafn- réttismál heyra undir félagsmála- ráðuneytið er einna helst sú að umræðan hefur til þessa mikið til verið tengd vinnu- markaðnum. Með því að færa jafn- réttismál yfir í forsætisráðuneyt- ið yrði umræðan víkkuð út og það staðfest að jafn- réttismál tengj- ast nánast öllum málaflokkum og ráðuneytum. Ég er sannfærður um að það yrði málaflokknum til framdráttar ef hann yrði vistaður í forsætisráðuneytinu. Jafnréttis- mál eru mannréttindamál og því er eðlilegra að þau heyri undir for- sætisráðuneytið,“ segir Árni. Hann segist munu beita sér fyrir því að þessi breyting verði gerð og hyggst leggja það til í tengslum við endur- skipulagningu ráðuneytanna sem framundan er. „Jafnréttismál þurfa aukna daglega athygli. Jafnrétti er eitthvað sem alltaf þarf að hafa í huga, ekki bara þegar vindarnir blása þannig,“ segir Árni. - sda, sgi / Gæðavottun á jöfn laun Félagsmálaráðherra ætlar að veita fyrirtækjum gæðavottun um launajafnrétti í því skyni að hvetja til þess að kynbundnum launamun verði útrýmt. � � � �� �� �� ��� � ����������������������������������������������������������� Grétar skoraði Grétar Rafn Steinsson var annan leikinn í röð í byrjunarliði AZ Alkmar í Hollandi í gær. Grétar minnti á sig með góðu marki á loka- mínútunum. ÍÞRÓTTIR 29 VEÐRIÐ Í DAG LÉTTIR SMÁM SAMAN TIL Í BORGINNI sem og sunnan og vestan til. Skýjað nyrðra og eystra og stöku él. Hiti 2-5 stig sunnan til en við frostmark fyrir norðan. VEÐUR 4 ���������������������� �� � � KVENNAFRÍ Kvennafrídagurinn er í dag og af því tilefni munu fjölmargar konur leggja niður störf klukkan rétt rúmlega tvö en þá hafa þær unnið fyrir laun- um sínum ef litið er til þess að atvinnutekjur þeirra eru um 64 prósent af atvinnutekjum karla. Klukkan þrjú hefst svo kröfuganga frá Skólavörðu- holti og niður að Ingólfstorgi þar sem efnt verður til baráttu- fundar. Vonast er til að á bilinu 30 til 50 þúsund konur mæti til fundarins. Það er því viðbúið að karlmenn finni á eigin skinni hversu mikilvægt vinnufram- lag kvenna er. Flestum banka- útibúum verður lokað klukkan tvö sem og leikskólum og öðrum vinnustöðum þar sem konur eru í miklum meirihluta. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi kvenna í atvinnurekstri er atvinnuþátttaka kvenna hvergi í heiminum meiri en hér á landi. Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn á afmælisdegi Samein- uðu þjóðanna 24. október 1975. Þá söfnuðust um 25 þúsund íslenskar konur saman á Lækj- artorgi á miklum baráttufundi. -jse/ sjá síðu 14 Búist er við tugþúsundum kvenna í miðborgina: Konur leggja niður störf í dag FELLIBYLUR Fellibylurinn Wilma mjakaði sér frá Mexíkó til Flór- ídaríkis í Bandaríkjunum í gær. Íbúar á hættusvæðum hafa flestir haft sig á brott. „Bærinn sem við búum í er núna eins og draugabær, það eru allir farnir. Hér er samt núna 28 stiga hiti og sólskin og þægileg hafgola. Eftir nokkrar klukku- stundir skellur hins vegar veðrið hérna á. Við erum að fara að forða okkur til Fort Lauderdale,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson fréttamað- ur sem staddur var í Key Largo, syðst í Flórída, síðdegis í gær. Reiknað var með að Wilma tæki land aðfaranótt mánudagsins en engu að síður hafa íbúar hættu- svæðanna notað síðustu daga til að forða sér af vettvangi. „Allir vinir okkar á þessu svæði eru farnir í skjól til ættingja og vina eins norðarlega og þeir komast. Það er hellingur af fólki sem er orðinn þreyttur. Þetta eru fjórðu fyrirmælin frá alríkisstjórninni um að fara á brott,“ bætti Ingvi Hrafn við. Wilma er 22. Atlantshafsfelli- bylurinn sem myndast þetta árið en engin dæmi eru um slíkan fjölda síðan skipulagðar veður- mælingar hófust. - shg / Sjá síðu 6 Fellibylurinn Wilma enn á kreiki: Kominn til Flórída ALLT Á RÚI OG STÚI Wilma olli miklum óskunda í Cancun um helgina og létust þrír íbúar bæjarins í veðurofsanum. Eignatjón af völdum stormsins er umtalsvert. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁRNI MAGNÚSSON ARI EDWALD HORFT TIL FRAMTÍÐAR Konur telja sig knúnar til að minna á stöðu sína nú þrjátíu árum eftir að konur komu saman til að krefjast réttar síns á miklum baráttufundi árið 1975. Launamisréttið er hneyksli Nú skiptir allra mestu máli að vinna á launamisréttinu, segir Mörður Árnason þingmaður. Hann segir það hárrétt hjá frumkvöðlum kvennafrídagsins 2005 að helga 24. október þeirri kröfu. UMRÆÐAN 16

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.