Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 4
4 24. október 2005 MÁNUDAGUR Öryggi, gæði og stíll ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S Y A M 2 94 96 7/ 20 05 FATNAÐUR www.yamaha.is Full búð af Nazran mótorhjólafatnaði á ótrúlega hagstæðu verði. Yamaha-búðin, Nýbýlavegi 2, 200 Kópavogi, s. 570 5300. Xtra, Njarðarbraut 19, 260 Reykjanesbæ, s. 421 1888. Toyota, Baldursnesi 1, 603 Akureyri, s. 460 4300. Vopnaðir við Voga Loftskammbyssa og hnúajárn fundust í bíl við venju- bundið eftirlit lögreglunnar í Keflavík um miðnætti á laugardagskvöldið. Bíllinn var kyrrstæður, rétt fyrir utan Voga og fannst einnig í bílnum nokkurt magn áfengis. Í bílnum voru tveir drengir sem báðir voru rétt undir tvítugu. Ólíklegt er talið að drengirnir hafi verið þarna í þeim erindagjörðum að nota vopnin. Ók á rútu Bílslys varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekkjar um klukk- an hálf tvö í gær. Fólksbifreið ók þá inn á Reykjanesbrautina og inn í hliðina á rútu. Rútan var að flytja farþega og einn ökumaður var í fólksbifreiðinni. Betur fór en á horfðist og sakaði engan fyrir utan smávægileg meiðsli ökumanns fólksbif- reiðarinnar. Bifreiðin er hins vegar mikið skemmd. LÖGREGLA BRETLAND Maður var stunginn til bana þegar átök brutust út í Birm- ingham í Englandi í fyrrakvöld. Upphaf ólgunnar má rekja til fundar sem boðað hafði verið til vegna árásar á 14 ára gamla stúlku, sem sagt er að hafi verið nauðgað af asískum innflytjend- um. Í kjölfarið gengu unglingar berserksgang og kveiktu í bílum. Lögreglumenn voru sendir á vettvang til að reyna að skakka leikinn en ungmennin réðust í staðinn á þá. 23 ára gamall maður var stung- inn til bana í átökunum en auk þess slösuðust þrjátíu manns. Átök í Birmingham: Manni banað með hnífi KJARAMÁL Í fundargerðum Odds Friðgeirssonar, trúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu sem birt er að fullu á rafis.is kemur í ljós að full- trúi starfsmannaleigunnar 2B hafi ráðlagt verkstjóra Suðurverks að lemja pólska verkamenn, sem 2B fluttu inn til vinnu við Kárahnjúka, ef þeir sýndu mótþróa. Grétar Ólafsson, verkstjóri Suð- urverks staðfestir að Eiður Eirík- ur Baldvinsson, framkvæmda- stjóri 2B hafi sagt honum að lemja mennina og að margir væru vitni að þeim ummælum. Eiður segir málið byggt á misskiln- ingi. „Ég sagði að tungumálaörð- ugleikar yrðu framundan og að það þyrfti að sýna þeim góða verk- stjórn og góðan aga,“ segir Eiður sem ber upp á Odd Friðgeirsson að hann hafi síðastliðna mánuði reynt að koma starfsmannaleig- unni á kné einungis vegna þess að honum líki ekki starfshættir hennar, en leigan tekur gjald af skjólstæðingum sínum fyrir að fá að vinna á Íslandi. Eiður held- ur því fram að slíkt sé ekki ólög- legt og þessi gjaldtaka sé heimil. Oddur er á öðru máli. „Gjaldtaka sem þessi af launamanni fyrir vinnu er óheimil og þar með ólög- leg. Launamaðurinn ræður sig í vinnu gegn umsömdum launum og þau laun ber honum að fá. Hann á ekki að borga fyrir að fá vinnuna,“ segir Oddur. Ein af þeim sökum sem born- ar eru á 2B er að fyrirtækið hafi haft aðgang að bankareikningum starfsmannanna sem Pólverjarnir telja sig ekki hafa gefið leyfi fyrir. Eiður segir rétt að starfsmanna- leigan hafi haft aðgang að banka- reikningunum en því hafi verið breytt eftir fyrstu útborgun. Þá segir í fundargerð Odds að mönnunum hafi verið ráðlagt af starfsmannaleigunni að halda sig frá Íslendingum þar sem þeir álitu Pólverja drykkjurúta og þjófa. Þá hefði þeim einnig verið gert ljóst að allar skemmdir sem þeir hugsanlega ynnu, líka óvilj- andi, yrðu þeir að borga. Eiður ber þessar sögur til baka og segir að starfsmönnum hafi verið tjáð að þeir væru tryggðir með viðbót- artryggingu vegna allra slysa. Verkstjóri hvattur til að lemja Pólverja Fulltrúa 2B starfsmannaleigunnar er gefið að sök að hvetja verkstjóra á Kára- hnjúkum til að berja pólska verkamenn. Trúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæð- inu segir gjaldtöku 2B af starfsmönnum sínum ólöglega. Í MATSALNUM Margir erlendir verkamenn starfa á Kárahnjúkum. Verkalýðsfélögin hafa í ófá skipti þurft að hafa afskipti af aðbúnaði þeirra og kjörum. Myndin tengist ekki pólsku verkamönnunum sem starfsmannaleigan 2B flutti inn. LÖGREGLA Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni við Sandskeið á Dalvík á laugardagsnótt með þeim afleiðingum að hann rak bílinn sinn utan í hús. Miklar skemmdir urðu á bílnum en minni á húsinu, sem er verk- stæðisbraggi. Hámarkshraði á þessum stað er 30 kílómetrar á klukkustund og viðurkenndi bíl- stjórinn við yfirheyrslu að hafa ekið of hratt og þess vegna misst stjórnina á bílnum. Ökumaðurinn var einn í bílnum og sakaði ekki. Hann reyndist ekki undir áhrifum áfengis og var þess vegna leyft að fara eftir skýrslu- töku. - sh Bifreiðaróhapp á Dalvík: Ók utan í hús FUGLAFLENSA Íslensk stjórnvöld halda ró sinni þó að fuglaflensan hafi greinst í fuglum í Svíþjóð enda var þar ekki um að ræða hættulegu flensuna af H5N1 stofni sem getur smitast í menn. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að skipulagsvinna sé í fullum gangi og næsta vor verði farið í sýnatökur úr alifuglum og villtum fuglum til að kanna hvar alifuglar halda sig utan dyra. Hugsanlega komi til þess að sú fyrirskipun verði gefin út að þeim eigi að halda inni. Þangað til fylg- ist heilbrigðisyfirvöld bara með þróun mála. Fuglaflensa í Svíþjóð: Íslensk stjórn- völd halda ró VIÐ TJÖRNINA Sýnatökur verða teknar af STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hyggst í tilefni kvennafrídagsins veita tíu milljónum króna til stofnunar Jafnréttissjóðs. Markmið sjóðs- ins er að tryggja að hér á landi verði hægt að vinna að vönduð- um kynjarannsóknum, en talið er að svokallaðar kynjarannsóknir geti orðið til þess að bæta stöðu kvenna og breyta karlamenningu með það að augnamiði að styrkja framgang jafnréttis kynjanna. Halldór Ásgrímsson lagði fram tillögu um þetta á ríkisstjórnar- fundi á föstudaginn var. Í erindi Halldórs á ríkisstjórnarfundinum segir að aðrar þjóðir líti til Íslands með áðdáun vegna margra og merkra forystuskrefa í jafnréttis- málum sem hér hafi verið stigin. Forsætisráðherrann leggur til að fyrst um sinn verði áherslan lögð á að veita fé til rannsókna á stöðu kvenna á vinnumarkaði, bæði hvað varðar launakjör og einnig á áhrif íslenskrar löggjafar á konur á vinnumarkaði, svo sem með rétti karla til fæðingarorlofs. Halldór leggur til að sjóðurinn muni heyra undir forsætisráðu- neytið. Árið 2005 er sögulegt í jafn- réttisbaráttu kvenna meðal ann- ars fyrir það að 90 ár eru liðin frá því að konur öðluðust kosninga- rétt til Alþingis. - saj Ríkisstjórnin kemur Jafnréttissjóði á laggirnar á kvennafrídaginn: Tíu milljónir í Jafnréttissjóð HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐ- HERRA Halldór leggur til við ríkisstjórn sína að komið verði á laggirnar sérstökum Jafnréttissjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 21.10.2005 Gengisvísitala krónunnar 60,17 60,45 106,68 107,20 72,25 72,65 9,682 9,738 9,273 9,327 7,616 7,660 0,5208 0,5238 86,89 87,41 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 101,6498 REYKINGAR Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007 sam- kvæmt frumvarpi heilbrigðis- ráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun rík- isstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum. Reykingabann á Íslandi: Tekur gildi um mitt ár 2007 BANN Eftir tvö ár verður ekki leyft að reyk- ja.á veitingahúsum. ���������������������� �������������������������������������������� ���������������������������� ������������������������������������������ ������������� ���� �������� �� �������� ������ ����� ������ ��������� ������ ��������� �������� ������ �������� ������������� ��������������� ����������� ��������������� ������������ �������������� ����������� ����������� ��������������� ������������� �������������� �������������� �������������� ��������������� ����������� ��������������� ����������� ���������������������� ������������� �������������������������������� ����������������� ��������� ����� �� ������������������ ������� �� ����������� ����������� ��� ����� � ����������������������� ���������������������� � ���������� ����������� ��������������� ����� ������������������ ������� �� ������� ������� ���������� �� ��� �� ��� ���������� ��������� �� ��������������� ��������������������� ���� ���� ���������� �� ��� ����� ������������������� ������� ������������������ ��������������������� ����������������������� ������� ������ � � � � �� � � � � � � � � ���� ���� ���� ���� ���� ���� ���� ���� ������ ������������� ����������� � � �� �� �� ��
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.