Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 7
ÞriOjudagur 19. ágúst 1975 TÍMINN 7 Það var að vonum, að þessi skemmtilega og frumlega barnaheimilisbygging hlyti náö fyrir augum nefndarinnar, og mætti ætla, að hiin yrði hvatnine til huevitssamra bvgginga fyrir yngstu borgarana. Norrænn styrkur til bókmennta nógrannalandanna Annar fundurnorrænu ráðherranefndarinnar (mennta- og menningarmálaráðherrarnir) til úthlutunar á styrkjum til Utgáfu á.norrænum bókmenntum i bvðingu á Norður- löndunum — fer fram 6.-7. nóvember. Frestur til að skila umsóknum er 1. október. Eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamála- ráðuneytinu f Reykjavik. Umsóknir sendist til: Nabolandslitteraturgruppen Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10 DK-1205 Köbenhavn K. Simi: DK 1-11-47 11 — og þar má einnig fá allar nánari upplýsingar. Dómnefnd um fegurstu götu i borginni 1975 skipuðu Gunnar Helgason, forstöðumaður ráðn- ingastofunnar, Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri og Pétur Hannes- son forstöðumaður hreinsunar- deildar. Fyrir valinu hefur orðið Sunnuvegur og er nú búið að segja upp skilti á þá götu. Sunnu- vegur er fegursta gatan 1975. Fallegar byggingar hafa að venju verið valdar i samvinnu við Arkitektafélag Islands. Var dóm- nefndin skipuð tveimur fulltrúum þess, .vþeim Guðfinnu Thordarson og Birgi Breiðdal og einum frá Umhverfismálaráði borgarinnar, sem lika er arkitekt, Einar Þor- steinn Asgeirsson. Þar sem svo margar viðurkenningar voru veittar i tilefni þjóðhátiðarársins i fyrra, var ákveðið að hafa þetta smærra i sniðum i ár, jafnvel veita aðeins eina viðurkenningu fyrir „arkitektónisk gæði” eins og fagmennirnir orða það. Aður en nefndin gekk til starfs, fjallaði hún um fyrirkomulag þessa starfs og komst að þeirri niður- stöðu að ógerlegt væri að velja eina tegund húsa og raunar órétt- látt, þar sem þá yrði tilhneigingin ávallttilþess að velja einbýlishús eingöngu, sem yfirleitt er mest lagt f af eigendunum. Þvi var ákveðið að velja til viðurkenning- ar þrjár tegundir húsa, einbýlis- hús, fjölbýlishús og þriðja hópinn, sem i gætu verið allt milli verk- smiðju og vatnstanks. Niður- stöður nefndarinnar eru: Einbýl- ishús: Laugarásvegur 12. Höf. Helgi Hjálmarsson. Eigandi Ragnar Halldórsson og Margrét Sigurðardóttir. Fjölbýlishús: Espigerði 4. Höf. Ormar Þór og örnólfur Hall. Eigendur margir. Annað: Armúli 8 A, dagheimilið Múlaborg. Höf. Guðm. Kr. Guð- mundsson & Ólafur Sigurðsson. Eigandi Reykjavikurborg. Snyrtilegasta fyrirtækið var valið i samvinnu við Félag isl. iðnrekenda og var fulltrúi þess Ragnar Þór Magnússon og smekklegasta gluggaskreytingin i samvinnu við Kaupmannasam- tökin, en fulltrúi þeirra var Pétur Sigurðsson. Frá umhverfismála- ráði var Jakob V. Hafstein (yngri) i báðum tilfellum. Valið féll á: Snyrtilegasta stofnunin Kjarvalsstaðir og umhverfi henn- ar. Smekklegasta gluggaskreyt- ingin. Jón & óskar, úra- og skart- gripaverzlun, Laugavegi 70. Vil ég þakka þeim, sem hér hafa lagt hönd að gott starf.” Siðan afhenti forseti borgar- stjórnar, Ólafur B. Thors viðkom- andi aðilum heiðursskjölin og fór viðurkenningar orðum um mikil- vægi starfs þeirra að fegrun borg- arinnar, og þakkaði þeim gott fordæmi, sem mætti vera öllum borgarbúum til fyrirmyndar. CREDA-tauþurrkarinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútimaheimili og ódýrasti þurrkarinn i sinum gæðaflokki. Fjórar gerðir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara SMYRILL Armúla 7. — Sími 84450. Bifvélavirkjar Véladeild Sambandsins óskar að ráða nokkra bifvélavirkja. Upplýsingar gefur verkstjóri Guðmundur Helgi Guðjónsson, Höfðabakka 9. (Upplýsingar ekki gefnar i sima). Véladeild Sambandsins. Bóksöluleyfi ó Djúpavogi Félag isl. bókaútgefenda auglýsir eftir út- sölumanni á Djúpavogi. Umsóknir sendist til skrifstofu félagsins Hvassaleiti 34, Reykjavik, fyrir 15. september. Skrifstofan veitir allar nánari upplýsingar i sima 84716. Félag isl. bókaútgefenda. Gluggaskreytingin hjá úra- og skartgripasölunum Jóni & óskari þótti hvað smekklegust I borg- inni. Þessir sömu aðilar hafa áöur fengið viðurkenningu, og tjáðu þeir Timanum, að slikar viöur- kenningar væri þeim hvatning til að slaka ekki á í sambandi við gluggaskreytingarnar. Lögtaksúrskurður Gerðahreppur Samkvæmt beiðni sveitarstjóra Gerða- hrepps úrskurðast hér með að lögtök geta farið fram vegna gjaldfallinna, en ógreiddra útsvara og aðstöðugjalda i Gerðahreppi álagðra 1975 auk eldri álagn- inga, aílt ásamt dráttarvöxtum og kostn- aði. Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu Keflavik, 12.8. 1975. Jón Eysteinsson settur. Menntamálaráðuneytið 15. ágúst 1975. Stjórnvöld Alþýðu- lýðveldisins Kína bjóða fram 2 námsstyrki fyrir skólaárið 1975-76 til náms i kinverskri tungu, bók- menntum, sögu og heimspeki við kin- verska háskóla. Styrkirnir eru ætlaðir stúdentum til háskólanáms i allt að þrjú ár eða kandidötum til eins árs framhaldsnáms. Styrk irnir nægja fyrir skólagjöldum, husnæði og öðrum nauðsynlegum útgjöldum og auk þess hljóta styrkþegar 100-120 yuan á mánuði. Umsóknir um styrkina skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu fyrir 10. september nk. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.