Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.08.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 19. ágúst 1975 TÍMINN 13 ............... Bílasalan Höfðatúni 10 SELUR ALLA BÍLA: Öll sýndarmennska i verndun fiskistofna er vitfirring Magnús Guðmundsson, Patreksfirði, skrifar: „Rikisstjórnin hefur gefið út reglugerð um útfærslu islenzkr- ar fiskveiðilandhelgi i 200 sjó- milur frá 15. október nk. Það er ekki að efa, að allir Islendingar fagna þvi átaki rikisstjórnar- innar. Þar sem undirritaður hefur mikið barizt fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögu okkar, og varði bæði tima og fé I þá baráttu, vil ég leyfa mér að tjá mig örlitið á ritvellinum, er rikisstjórnin hef- ur staðfest þessa miklu ákvörð- un með undirskrift sjávarút- vegsráðherra 15. júll sl. Það var árið 1968, þá við fisk- veiðar hérna út af Vestfjörðum, að áhugi minn á þessari baráttu vaknaði fyrir alvöru. Ég þoldi nefnilega ekki að vera þátttak- andi og áhorfandi að æðislegri rányrkju og eyðileggingu fiski- miða okkar, sem er ógnun við efnahag og sjálfstæði þjóðarinn- ar. Islenzku sjómennirnir gerðu sér það fyllilega ljóst, að eitt- hvað raunhæft varð að gera i svo alvarlegu máli, ef Islend- ingar ættu að geta lifað I land- inu. Mannlifið sjálft er mesta vandamálið, miklu meira en rányrkja, eða mengun lofts og hafa og náttúrunnar i kringum okkur. Hérna á Patreksfirði stendur allt og fellur með fiskinum, og raunar allt landið, þótt þeir átti sig siður á þeirri staðreynd, sem búa i Reykjavík eða á þeim stöðum, þar sem fiskurinn hefur skapað fjölbreyttara atvinnulif. Þann 6. febr. 1971 sendi ég frá mérfyrstu greinina i baráttunni um útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar úr 12 sjóm. allt út i 100 sjóm., unair natninu „Eftir hverju er beðið”. Þá máttu sumir af þeim forystumönnum, sem núna hafa samþykkt 200 sjóm. útfærslu, ekki heyra það nefnt að stækka fiskveiðilögsöguna, og töldu það með öllu ótimabært. Sem betur fer hafa þeir þó áttað sig á þeirri hyldýpis fávisi og séð, að þörf er á vernd fiskistofnanna með stækkun landhelginnar, vis- indalegum rannsóknum, lokun hrygningarsvæða og stöövun á smáfiskadrápi til þess að forða þjóðinni frá BÖLI. Með útfærslu fiskveiðiland- helginnar hef ég ávallt litið svo á, að við værum ekki að breyta góðu I illt, heldur ætti útfærslan þvert á móti að skapa betra samfélag manna og skilning á þvi, að auðlindum er hætta búin með nútima tækni og eru hrein- lega eyðilagðar, ef ekki er tekið I taumana af festu og áræði þeirra,- sem ráða hverju sinni, eins og kemur fram hérna á eft- ir. Ég hef undir höndum langan undirskriftalista Vestfirðinga, þar sem þeir mótmæla undan- þáguveiðum fyrir aðrar þjóðir innan 50 sjóm., og var listinn sendur réttum forráðamönnum okkar við útfærsluna i 50 sjóm. Samt var samið um veiðar við Breta og fl., og renna þeir samningar út 13. nóv. nk. Ég veit, að þessi mótmæli Vestfirð- inga standa enn I dag og við út- færsluna i 200 sjómílur. Við erum ekki einir i heimin- um....En um hvað á að semja, eins og heyra má, að sjávarút- vegsráðherra virðist vera til með að gera? Ég hef aldrei heyrt, að það kæmi til greina að semja um það, sem er ekki til, eða um það sem verið er að eyðileggja. Það atvikaðist svo, áð ég var ekki við fiskveiðar á sl. vetrar- vertið, en ég var samt til sjós erlendis og kom I hafnir i Eng- Prjónakonur Kaupum lopapeysur. Hækkað verð. Móttaka þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9- 12 og 1-4 i verzluninni, Þingholtsstræti 2 og miðvikudaga kl. 9-12 og 1-4 að Nýbýlavegi 6 (Dalbrekkumegin), Kópavogi. Álafoss h.f. Bæjar- og Sveitorfélög Tökum að okkur hreinsun á klóakaðalæð- um og fl. Góð tæki, vanir menn. Upplýsingar i simum 4-24-78 og 4-01-99. . Grindavík Höfum opnað skrifstofu að Vikurbraut 42 (Hamar), Grindavik. Mun skrifstofan annast innheimtu þing- gjalda, söluskatts, launaskatts o.fl., lög- skráningu, útgáfu ökuskirteina, vega- bréfa o.fl., taka við skjölum til þinglýsing- ar og aflýsingar og beiðnum um veð- bókarvottorð, auk annarrar þjónustu er til fellur hverju sinni. Skrifstofan verður opin mánudaga — föstudaga frá kl. 12.30 til 15.30. Simi 8346. Bæjarfógetinn i Grindavik. landi, Irlandi og viðar. I þessum siglingum sá ég og kynntist þvi, hve okkar fiskur er dýrmætur. 1 þeim Vestur-Evrópulöndum, sem ég kom til, er varla hægt að fá fisk. Við teljum þann fisk ekki ætan, sé hann á annað borð til, nema hann sé frá íslandi. Um páskana var ég i Swansea I Wales og kynntist nokkuð af- stöðu fólksins þar til okkar I landhelgismálinu. Það var ein- huga með okkur, en á Austur-Englandi er andstaða aftur á möti mikil. Ég átti tal við verzlunarmann I Swansea, sem er norskur innflytjandi, hafði flutzt þangað fyrir 15 árum. Hann sagði mér, að þegar hann kom til Wales, hefðu verið gerðir þaðan út við „Kanalinn” rétt um 200 fiski- skip, en nú væru þau aðeins 10 eða 12 talsins, þvl að þar væri engan fisk að fá. Er liklegt, að einhver léti sér detta I hug að semja við Wales- búa um fiskveiðar i DAUÐUM SJO??? Það er sem sagt engan fisk að fá I Irske Hav, St. Georgs Kan- al, Bristol Kan. og viðar um þessar slóðir, þar sem var þó allgóð fiskislóð fyrir nokkrúm árum, eins og Norðmaðurinn i Swansea benti mér á. Ég get sagt fleira um þetta á- stand, sem þarna rikir, en læt það biða. A ástandið eftir að verða svona hérna heima á ISLANDS- MIÐUM??? Það verður, EF við SJALFIR hættum ekki rányrkju i fiskveiðum. En þvi miður hættu tslendingar ekki rányrkj- unni við útfærsluna i 50 sjóm., og það er I senn hin alvarlegasta og jafnframt sorglegasta stað- reynd. Ég lýk þessu með þvi að segja, að við getum hvorki né megum semja við aðrar þjóðir um fiskveiðar innan islenzkrar fiskveiðilögsögu, og Islendingar verða sjálfir að hætta rányrkju. Það er númer eitt. Öll sýndarmennska i verndun fiskistofna er vitfirring. Fólksbíla — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubíla — Vöruflutningabíla 1 14 ára reynsla i bflaviðskiptum. Opið alla 1 virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4. ] 1 Bilasalan Höfðatúni 10 ! YOKOHAHA Y ATLAS Fólksbila Jeppa- Vörubila- Lyftara- Búvela- Traktors- Vinnuvela- Veitum alhliða hjólbarðaþjónustu Komið með bilana inn f rúmgott húsnæði OPIÐ: mánud.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SIMAH 16740 OG 38900 I þessu liggur cunn-ll "viðerum riipuFilREYNSLUNNIRIKARr LrLtKHh// skúlogöfu 26 Slmi 26866 Þess vegna borgarðu heldur meira fyrir Cudogler — þú ert að fjárfcsta til frambúður. AÐRIR Yfirlcitt mun minna af þctticfni, vcgna rúm- frckari ramma úr þynnra áli. Aðcins 2 hliðar rammans fylltar með einni gerð rakavamar- efnis. Minni viðloðun þctticfnis, sem þarf að verja scrstaklcga gegn utanaðkomandi cfna- fræðilcgum áhrifum. Við Irúum því, að verðmæti húseignar aukist með tvöföldu Cudogleri. Hvort sem þú byggir fyrir sjálfan þig, aðra eða byggir til að selja, þá hækkar verðgildi byggingarinnar við ísetningu glers frá framleiðanda, sem aðeins notar Terostat þéttiefni, sparar hvergi til við samsetningu glersins, og gefur 10 ára ábyrgð á framleiðslunni. CUDO Mun mcira af þétticfni — þrælstcrku Tcrostat, sem ekki þarf að vcrja sérstaklega. Terostat hcfur, skv. prófunum, mestu viðloðun og togkraft, scm þckkist. Álramminn cr efnismciri og gcrð hans hindrar að ryk úr rakavarnarcfnum falli inn á milli glcrja. Álrammamir cm fvlltir rakavarnarcfnum allan hringinn — bæði fljótvirkandi rakavarnarcfni fyrir samsctningu og langvarandi, scm drcgur í sig raka, sem getur myndast við hitabreytingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.