Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 210. tb. —Þriðjudagur 16. september — 59. árgangur 3 HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 NORÐURSJORINN FREISTAR AAEIR EN SÍLDVEIDARNAR FYRIR SUÐURSTRÖNDINNI HÆTTU- SVÆÐI VIÐ KRÖFLU m------? O Gsal-Reykjavik — Talsvert hefur dregið úr fyrirspurnum um herpi- nótarveiðarnar hér vifi land, eftir að kunngert var, að búið væri að afnema allar takmarkanir á veiðikvdta i Norðursjónum, sagði Jón B. Jónsson, fulltriii i sjávar- útvegsráðuneytinu, i viðtali við Timann I gær. Sagði hann, að svo virtist sem áhugi manna á að stunda veiðarnar hér við Suður- land hefði stórminnkað, eftir að rikisstjórnin ákvað að mótmæla veiðikvóta i Norðursjö. Jón taldi það ekki óeðlilegt, að , sjómenn kysu fremur að fara i Norðursjóinn, og benti á, að bát- arnir hefðu allir búnað til þeirra veiöa og verðið fyrir sildina væri ¦»0.. ¦¦ ~- ¦ .V. Gsal-Reykjavik — Sfðari hluta dags I gær fann flugvél Flugmála- stjórnar flak tveggja hreyfla flugvélarinnar, sem saknað hafði ver- ið frá þvi um kl. 19 á sunnudagskvöld. Vélin fannst skammt suður af hábungu Eyjaf jallajökuls og sást strax, að hún var illa brotin. Þyrla varnarliðsins hélt þegar á slysstað og menn á Fimmvörðuhálsi lögðu af stað á vélsleðum áleiðis að slysstaðnum. Þyrlan kom að litlu vélinni um kl. 19.30 og sigu þá tveir menn niður á jökulinn, en skömmu siðar komu mennirnir á vélsleðunum á vettvang. Tveir menn voru I vélinni og voru þeir báðir Iátnir. Lik þeirra voru flutt með þyrlunni til Keflavfkur i gærkvöldi, en mennirnir voru báðir bandariskir og var annar þeirra eigandi vélárinnar. Rannsóknanefnd flugslysa mun halda á slysstað f dag, ef veður leyfir. Myndina tók Sigurjón Einarsson, flugstjóri Flugmálastjórn- ar, en hann fann flak vélarinnar. Þörungavinnslan á Karlsey undan Reykhólum við Breiðafjörð tók formlega til starfa á föstudag. A þessari mynd sést verksmiðjan og Kcykhólar i baksýn. Timamynd: Gunnar o-o að öllu jöfnu talsvert hærra i Evrópu heldur en það verð, sem greitt er fyrir sildina hér heima. — Að visu hefur nýja verðið ekki enn verið ákveðið, en óliklegt er, aö það hámarksverð, sem nú verður ákveðið, verði hærra en meðalverð ytra. Sagði Jón, að þo væri kannski erfitt að bera þetta saman svo vel væri, vegna þess hve kostnaðarliðirnir væru mis- munandi, en svo virtist að sjó- menn álitu samt hagkvæmara að stunda síldveiðar i Norðursjó en hér. Eins og greint hefur verið frá, eru gerðar ákveðnar kröfur um biinað þeirra skipa, sem hyggja á slldveiðarnar hér, m.a. hvað á- hrærir söltun um borð. Varðandi sildveiðarnar i Norðursjó eru hins vegar ekki gerðar neinar sérstak- ar kröfur um búnað, og þvi eru sildveiðiskipin flest tilbúin að stunda þær veiðar með litlum fyrirvara. Frá þvi hefur verið sagt i frétt- um Timans, að 40 skip hafi full- nægt skilýrðum sjávarútvegs- ráðuneytisins varðandi herpi- nótarveiðarnar, sem hefjast áttu i gær. Það er hins vegar i verka- hring Framleiðslueftirlits rikis- ins að athuga búnað sildveiðibát- anna, áður en leyfi eru gefin út, með tilliti til þeirra krafna, sem gerðar hafa verið um búnað um borð. Framleiðslueftirlitið hefur að undanförnu unnið að þessum Framhald á bls. 8. FJORIR UTAN TIL VIÐRÆDNA VID SVÍA OG RÚSSA UAA SÖLU Á SALTSÍLD Gsal-Reykjavik. — Fjórir menn frá Sildarútvegsnefnd halda utan nií i vikubyrjun til framhalds- viðræðna við Svia um saltsfldar- sölur og sioar I vikunni munu þeir halda til Moskvu sömu erinda. Þá er ennfremur I ráði að þeir ræði við Finna um kaup á saltsild — og jafnvel fleiri þjóðir. Vilja tvo verðflokka á síldinni Gsal-Reykjavik — Við biðum bára eftir nýja sfldarverðinu, en kröfur okkar eru þær, að aðeins verði tveir verðflokkar á síld, annars vegar á sild minni en 32 cm og fyrir þá sild verði greiddar kr. 30.50 á kg. og hins vegar á sild stærri en 32 cm og fyrir þá sild verði greiddar kr. 40.40 á kg. Auk þess krefjumst við að fryst sfld hækki um 10%, úr 31.00 kr. I 34.10 kr., sagði Helgi Einarsson, skip- stjóri á Hring, sem stundað hefur rckncta veiðar frá Höfn að uiidan- förnu. Svo sem kunnugt er, sögðu rek- netasjómenn, að yrði ekki gengið að kröfum þeirra myndu þeir- leggja niður reknetaveiðar frá og með 15. sept. — Það var ekkert róið I dag — að visu var bræla — en þótt veður hefði verið gott hefði enginn róið. Við ætlum ekki ut fyrr en við höfum fengið leið- réttingu okkar mála, sagði Helgi. Milli 20 og 25 bátar stunda nú reknetaveiðar og sagði Helgi, að mjög væri misjafnt hvað aflaðist mikið. — Við ætlum að halda fund i dagum nýja verðið en fari svo, að við teljum það alls kostar ómögu- legt munum við einfaldlega hætta. Hins vegar trúi ég þvi ekki að þeir hunzi okkar kröfur um viðunandi laun fyrir þessar veið- ar. Það er staðreynd, að þó vel aflist borga þessar veiðar sig engan veginn, hvorki fyrir út- gefðina né sjómanninn — enda er þegar farið að bera á þvi, að menn hafi hætt á bátunum. Helgi sagði, að tryggingin væri 65.000 á mánuði og hjá flestum bátum væri eingöngu um trygg- inguna að ræða. — Aðeins örfáir hafa náð hlut, sagði hann. Belgar vilja áfram veiðiheimildir innan 50 mílna gegn viður- kenningu á 200 mílum BH-Reykjavik. — Á fundinum með samninganefndinni frá Belgíu i gærmorgun kom það fram, að Belgar eru fúsir til að viðurkenna útfærslu land- helginnar I 200 sjómilur gegn þvi að halda þeim veiðiréttindum, sem þeir hafa nú hér við island. Annars var fundurinn ósköp svipaður þvi, sem gerist á fyrstu samningafundum viðræðunefnda. Það var skipzt á skoðunum og ákveðið að ræðast við aftur, eftir að tóm hefði gefizt til að athuga það, sem þarna kom fram. Þannig komst Hans G. Andersen sendiherra að orði við blaðamann Timans i gær um fyrsta viðræðufundinn við Belga, en sá fundur hófst kl. 11 i gærmorgun og lauk um hádegið. Tjáði Hans. G. Andersen okkur, að næsti fundur yrði haldinn i dag, þriðjudag, og hæfist hann kl. 11. Við inntum Hans G. Andersen eftir þvi, hvort Belgar hefðu lagt fram einhverjar kröfur á þessum fyrsta fundi, og kvað hann þá hafa undirstrikað sjónarmið sin varðandi veiðar á Islandsmiðum gegn viðurkenningu á 200 milna utfærslu landhelginnar. Togarar Belga, sem stundað hefðu veiðar hér við land, væru yfirleitt smáir, og hefðu þeir þvi enga möguleika á veiðum annars staðar en á þeim svæðum, þar sem þeim hafa verið heimilaðar veiðar hér við land innan 50 milnanna. Ef svo færi, að samkomulag næðist viðBelga, yrðu þeir fyrsta þjóðin til að viðurkenna útfærslu islenzku landhelginnar i 200 sjómllur, en þess skal einnig getið, að Belgar voru, ásamt Færeyingum, fyrsta þjóðin, sem gert var samkomulag við árið 1972, eftir útfærslu fisk- veiðimarkanna i 50 sjómilur. Þá var skráður fjöldi þeirra 19 togarar, en á skrá eru nú 18 togarar. Kvað Hans G. Andersen nií verið að kanna, hverjar breytingar hefðu orðið á listan- um, en slikt væri nauðsynlegt, áður en viðræður hæfust að nýju, auk fjólmargs annars. Samkvæmt upplýsngum Land- helgisgæzlunnar er minnsti togarinn á listanum 127 lestir en sá stærsti 555 lestir. 10 af þessum 18 togurum, sem eru á listanum, eru undir 200 lestum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.