Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.09.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. september 1975 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöti,!, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Dökkar horfur Þær vonir, sem hagfræðingar hafa gert sér um efnahagsbata i Bandarikjunum og Vest- ur-Evrópu á þessu ári, hafa ekki orðið að veru- leika. Þvert á móti hefur efnahagsvandinn viða haldið áfram að aukast, einkum þó atvinnuleys- ið. Þessi óhagstæða þróun efnahagsmála hefur ekki farið framhjá íslendingum frekar en öðrum. Hér hefur að visu tekizt að verjast atvinnuleys- inu, en verðbólgan hefur aukizt alltof mikið. Þá hafa viðskiptakjörin haldið áfram að versna. 1 viðtali, sem Timinn birti við Ólaf Jóhannesson viðskiptamálaráðherra siðastl. laugardag fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Horfur allar i efnahagsmálum eru fremur dökkar. Liklegt er að útflutningstekjur okkar i ár, verði 4-5 milljörðum króna minni en áætlað var i vor, þótt enn verði ekkert fullyrt i þvi efni. Áætlað er, að innfluttar vörur muni hækka um 8% i innkaupi á þessu ári. Útflutningsvörur okkar hafa hins vegar fært okkur 3% minni tekjur á fyrra helmingi þessa árs, en á sama tima i fyrra. Þvi blasir við oss sú staðreynd, að viðskiptakjör hafa enn versnað verulega á þessu ári frá þvi sem var og þvi er óhjákvæmilegt, að lifskjör manna þrengist eitthvað og búast má við þvi, að rifa þurfi seglin i framkvæmdum. Gengisfelling kemur þó ekki til greina, nema einhverjar ófyrirsjáanlegar breytingar verði frá þvi, sem nú er. Við verðum að leita annarra úr- ræða. Við höfum reynt gengisfellingu það oft, að sýnt er, að hún er til litils gagns. Við höfum lifað um efni fram og gerum enn og þvi miður er ekki annað að sjá en viðskiptakjörin haldi áfram að versna. T.d. er almennt við þvi búizt, að seint i þessum mánuði hækki olia um 10-15%. Framfærsluvisitalan er nú rétt við rauða strik- ið svokallaða þ.e. 477 stig. Sjálfsagt kemur til nýrra kjarasamninga um áramótin næstu, en miklu skiptir þá, að sýnd verði sanngirni i kaup- kröfum og tillit tekið til aðstæðna þjóðarbúsins. Það hefur verið, er og verður stefna stjórnar- innar að tryggja fulla atvinnu, en hins vegar skal ég játa hreinskilnislega, að rikisstjórninni hefur ekki tekizt að ná þeim tökum á efnahagsmálun- um, sem skyldi, enda hafa ytri ástæður, sem við ráðum ekki við, verið okkur óhagstæðar. Árið 1972 var gerð athugun á þeim valkostum, sem fyrir hendi voru i efnahagsmálum, en þar var um þrjá kosti að ræða. í fyrsta lagi, uppfærsluleið eða gengislækkun, i öðru lagi milli- færsluleið, þ.e. skattheimta, sem siðan hefði ver- ið notuð til niðurgreiðslna eða útflutningsbóta og i þriðja lagi niðurfærsluleið, þ.e. að færa niður visitölu, verðlag og kaupgjald, skatta og vexti og aðra kostnaðarliði. Ókleift reyndist að huga nán- ar að þessari leið þá, vegna ákveðinnar andstöðu sumra, sem að þáverandi stjórn stóðu.” Ólafur Jóhannesson sagði að lokum, að persónulega teldi hann rétt að athuga þessa leið gaumgæfilega nú, þótt ljóst sé að á framkvæmd hennar eru ýmsir vankantar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Thorn verður forseti allsherjarþingsins Enn fjölgar Afríkuþjóðunum í S.Þ. I DAG verður sett 30. alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Eitt fyrsta verk þess verður að kjósa forseta þings- ins. Það hefur fallið i hlut Vestur-Evrópu að þessu sinni að velja forsetann, og varð það niðurstaðan eftir að Dan- inn Otto Borch og fleiri höfðu gefið kost á sér, að tilnefna Gaston Thorn, forsætisráð- herra Luxemburg sem for- setaefni og virðist það hafa mælzt vel fyrir hjá öðrum rlkjahópum. Thorn mun þvi verða forseti 30. allsherjar- þingsins. Gaston Thorn er 46 ára gamall, sonur verkfræðings, sem starfaði iFrakklandi. Þar sleit Thorn þvi bernskuskón- um. Rétt fyrir siðari heims- styrjöldina, fluttist fjölskylda hans heim til Luxemburg. Þegar Þjóðverjar hernámu Luxemburg, létu þeir fangelsa föður Thorns sökum dvalar hans i Frakklandi og nokkru siöar var Thorn sjálfur tekinn og fluttur til Þýzkalands, þótt hann væri ekki nema 12 ára, og settur i þvingunarvinnu. Astæða var sú, að hann var talinn hafa reynt að skipu- leggja mótmæli gegn Þjóð- verjum.Eftirstyrjöldina lagði Thorn stund á lögfræði i Paris og Lausanne, og hóf að námi loknu þátttöku i stjórnmálum. Frændur hans ýmsir höfðu látið stjórnmál til sin taka og hafði einn þeirra verið for- maður kristilega flokksins.en annar hafði verið formaður flokks sosialdemokrata. Thorn skipaði sér hins vegar i sveit þriðja flokksins, Frjáls- lynda flokksins. Hann var kos- inn þingmaður, þegar hann var 31 árs gamall og hefur hann áttsæti á þingi siðan. Tiu árum siðar varð hann utan- rikisráðherra i samstjórn Kristilega flokksins og Frjáls- lynda flokksins. Eftir þing- kosningarnar, sem fóru fram i Luxemburg i fyrra, mynduðu Frjálslyndi flokkurinn og Sosialdemokratar stjórn undir forustu Thorns. Nokkuð var deilt um það, hvort Thorn ætti að hverfa frá stjórnarforustu i þrjá mánuði til þess að taka forsæti á allsherjarþinginu, en það þykir ekki eins mikil tignarstaða nú og áður fyrr. Sagt er, að Sosialdemokratar hafi stutt að þvi, að Thom yrði forseti allsherjarþingsins, og hafi ein ástæðan verið sú, að varaforsætisráðherra er úr hópi þeirra og mun hann gegna stjórnarforustunni i fjarveru Thorns. Það studdi ogað vali Thorns, að hann hef- ur ferðast mikið um Afriku. Val hans sem forseta hefur þvi mælzt allvel fyrir meöal Afrikuþjóða. Kona Thorns, sem er starfandi blaðamaður, mun vafalaust dveljast i New York með honum og sennilega skrifa um þingið. Þess má geta, að Thorn var um skeið ræðismaður íslands i Luxemburg. EITT AF fyrstu verkum allsherjarþingsins, næst for- setakjörinu, verður að sam- þykkja aðild þriggja Afriku- rikja, sem þegar hafa verið samþykkt i Oryggisráðinu. Þessi riki eru Mosambik, Cape VerdeogSaoTome. Þrjú riki hafa sótt um aðild, en ekki fengið tilskilið fylgi i öryggis- ráðinu. Þessi riki eru Suður- Vietnam, Norður-Vietnam og Suður-Korea. Suður-Korea fékk ekki tilskilinn atkvæða- fjölda i Oryggisráðinu og beittu Bandarikin þá neitunarvaldi gegn aðild viet- nömsku rikjanna. Ekki er ósennilegt, að þessi deila leys- ist meðan þingið stendur yfir. Eftir að áðurnefnd þrjú Afrikuriki hafa fengið aðild að Sameinuðu þjóðunum verða þátttökurikin orðin 141. Það mun gerast á þessu þingi, að þýzka verður tekin upp sem eitt aðalmálið. Upp- haflega voru aðalmálin fimm, eða enska, franska,. spænska, rússneska og kinverska. Fyrir nokkru bættist arabiska við, og taka Arabarikin á sig þann kostnað, sem leiðir af þvi. Þýzku rikin og Austurriki munu greiða þann kostnað, sem hlýzt af þvi, að þýzka verður notuð sem eitt aðal- málanna., Eins og venjulega, verða fjárlög Sameinuðu þjóöanna eitt af meiriháttar málum á þinginu. Kurt Waldheim framkvæmdarstjóri hefur lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir árin 1976 og 1977 og nemur út- gjaldaupphæð þeirra 737 millj. dollara og er það 21.6% hækk- un frá árinu 1974 og 1975. Hér eru ekki taldar með þær sér- stofnanir, sem eru i tengslum við S.þ. Starfsmenn Samein- uðu þjóðanna eru nú um 11 þús. talsins og starfa lang- flestir þeirra i New York og Genf. Waldheim gerir ráð fyr- ir, að þeim fjölgi um 800 á ár- inu 1976 og 1977. EKKI er gert ráð fyrir að meiriháttarný mál setji svip á þingið. Flest helztu málin verða gamlir kunningjar frá fyrri þingum,eins og deilumál ísraelsmanna og Araba, kyn- þáttadeilan i Suður-Afriku, Koreumálið o.s.frv. Þá munu efnahagsmálin að sjálfsögðu bera mjög á góma og þar koma fram mismunandi sjónarmið rikra þjóða og fá- tækra. Þó kann eitthvað að verða minna rætt um þessi mál en venjulega, sökum aukaþingsins, sem lýkur i' dag, en þar hefur aðallega verið rætt um efnahagsmálin. Eins og málin horfa nú, er búizt við þvi, að þetta þing verði öllu friðsamara en allsherjarþing- iði fyrra. Þannig þykir nú orð- iö vafamál, hvort Arabarikin geri alvöru úr þvi að reyna að útiloka Israel, en þriðji heimurinn svonefndi virðist orðinn klofinn i þvi máli. Þá er búizt við, að deilur um efna- hagsmálin verði öllu hófsam- ari en áður, m.a. vegna þess að Bandarikin tóku jákvæðari afstöðu til þeirra á aukaþing- inu en þau hafa gert um skeið. Liklegt þykir, að hinum nýja aðalfulltrúa þeirra, Daniel Moynihan, verði veitt meiri athygli en siðustu fyrirrennur- um hans, þvi aðhann er miklu litrikari persónuleiki en þeir. Sennilega munu vaxandi deilur Rússa og Kinverja setja svip á þingstörfin. A auka- þinginu mótmælti fulltrúi Sovétrikjanna því harðlega, að þjóðum heims væri skipt i rikar þjóðir og fátækar eða að farið væri að tala um þjóðir i norðri og suðri sem andstæö- ur. Þetta væri rangt vegna þess, að sosialisku rikin stæðu ávallt með þróunarlöndunum. Fulltrúi Kinverja svaraði þessu með þvi, að þróunarrik- in mættu ekki beina svo mikilli athygli að úlfinum, sem væri að góla við hliðiö, aö þau gættu þess ekki, aö tigrisdýrið kæm- ist inn um bakdyrnar. Þá hafa Rússar lagt fram tillögur um að gerður verði al- þjóðlegur sáttmáli um að banna allar tilraunir með kjamorkusprengjur, en þær eru samkvæmt núgildandi samningum leyfilegar neðan- jarðar. Kina, Frakkland og Indland hafa ekki gerzt aðilar að þeim samningi. Samkvæmt tillögu Rússa, mun hinn nýi samningur ekki taka gildi fyrr en öll riki hafa undirritað hann. Rússar búast vart við þvi, að Kinverjar undirriti hann fremur en núgildandi samning. Búizt er við, að Kin- verjar stimpli þessa tillögu Rússa sem áróðursbragð. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.