Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 18. september 1975. veður Metárí veldur laxinum tjom a húsum Gó-Sauðárkróki — Hér i Skaga- firðinum gerði mikið hvassviðri aðfaranótt mánudagsins, og stóð það fram undir hádegi á mánu- dag. Hvassast var milli kl. 10 og 11 á mánudagsmorgun. Tók viða járnplötur af húsum i ofviðrinu, tuttugu plötur sleit af þaki ibúð- arhússins að Rip á Hegranesi, og i Keldudal fauk fjórði hlutinn af þakinu á fjárhúsinu. Þá rifnaði strigi af fúlgum og sleit viða úr heyi. Bagalegt er með viðgerðir, þvi að hér um slóðir fæst ekki þaksaumur fremur en glóandi gull. Þaðertil Gefjunar GEFJUN AKUREYRI — Það bendir allt til þess, að þetta ár verði metár hvað lax- veiðar snertir, sagði Þór Guð- jónsson veiðimálastjóri i viðtali við Veiðihornið i gær. Við erum að fá fyrstu bækurnar inn núna þessa dagana, og það er enginn vafi á þvi, að þetta sumar hefur verið mjög gott, þegar á heild- ina er litið. Yfirleitt hefur feng- izt miklu betri veiði i ánum heldur en i fyrra, og sums stað- ar hefur veiðin stóraukizt. Að visu var siðastliðið ár heldur slappt, en sumarið 1973 var lika metár, og 1972 var mjög gott ár lika. Við báðum Þór að segja okkur frá einstökum ám, og þá vænt- anlega þeim, sem hvað bezt hefðu staðið sig, og settum hann i nokkurn vanda, þvi að hann kvað yfirleitt vera góðar tölur á ferðinni. — Ég held, að Þverá i Borg- arfirði ætli. að verða hæst eftir sumarið, svaraði Þór veiði- málastjóri, en þar hafa veiðzt um 2500 laxar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það er til dæmis ánægjulegt að geta sagt frá þvi, hve Miðfjarðará er-að ná sér á strik. Þar hefur veiðin aukizt mest af þeim ám, sem við vitum um, komnir á land um 1500 laxar á móti 837 i fyrra, og 730 1973. Og þegar talað er um góðar veiðiár, eru manni Elliða- árnar alltaf ofarlega i huga, þessar yndislegu ár. Þar er mesta laxaganga, sem menn vita um i einni á, eða um 6000 laxar, sem gengið hafa upp fyrir teljara. Þar við bætast svo þeir laxar, sem veiðzt hafa neðan við teljarann, og laxinn, sem enn er i ánum milli teljara og sjávar. Það er alls ekki fráleitt að ætla, að um 7000 laxar hafi gengið i Elliðaárnar i sumar. Þar veiddust rúmlega 2000 lax- ar, eða svipað og i Laxá i Kjós. Við spurðum veiðimálastjóra um teljara i ám, hvort þeir væru viða. — Já, það eru komnir teljarar i nokkrar ár, og nú er verið að reyna nýjar tegundir, þar sem útbúnaðinum er komið fyrir á árbotninum, og gerir þetta taln- inguna nákvæmari. Svona telj- ari er i Elliðaánum, og i sumar var sams konar teljari i Anda- kilsá, annar i Grimsá og einn i Laxá i Dölum, i kistunni þar, Svo eru stigateljarar i Langá og Kattarfossi i Hitará. — Og nú er laxveiðitima- bilinu.að ljúka að þessu sinni. — Já, laxveiðitiminn hér stendur i þrjá mánuði, viða hefst hann i byrjun júni og lýkur Allur er varinn góður — og út I suraar ár hættir maður sér ekki nema hafa traustan kaðal um mittið — og það er alls ekki nóg að binda hann við stein á bakkanum, heidur þarf að hafa traustan mann til að halda um spottann uppi á bakkanum. Svo getur maður vaðið útl og kastað fyrir þann stóra! Tfmamynd: i byrjun september. 1 allmörg- um ám lýkur honum þessa dag- ana, i þeim siðustu þann 20. september. Við spyrjum veiðimálastjóra um laxeldistöðina i Kollafirði. — Við erum mjög ánægðir með þann árangur, sem þar hefur náðst, en nú hafa rúmlega 6800 laxar gengið upp i stöðina. Þetta er umfangsmikil starf- semi, og það hefur verið þó nokkqr fyrirhöfn að ná aftur ársgömlu seiðunum, en af þess- um mismunandi hópum fengum við afturupp undir 10% af þeim, sem við höfðum haft i náttúr- legri birtu. — Svo hafa menn fengið að veiða i lóninu? — Já, við gerðum tilraun með það undanfarnar vikur, henni lauk á sunnudaginn var. Ég tel, að tilraunin hafi borið góðan ár- angur. Auðvitað fengu menn misjafna veiði þarna, eins og annars staðar, en ég held að menn hafi haft skemmtun af þessu, og vinsæl var þessi til- raun. Þarna veiddu menn allt upp i 6 punda silung, en laxinn var ekki eins girugur og við bjuggumst við. OLIURIKI VIÐ PERSAFLÓA VILL KANNA AAÖGULEIKANA Á KJÖTKAUPUM Á ÍSLANDI Allt í óvissu með síldarverð BH-Reykjavik — Eitt af riku ollu*- löndunum við Persaflóa er þessa dagana að hefja könnun á þvi, hvort mögulegt sé að fá keypt hér dilkakjöt, en diikakjöt er dýr og eftirsótt vara i Arabaiöndum. Múhameðstrúarmenn leggja sér ekki svlnakjöt tii munns, og kjöt má heldur ekki frjósa. Þess vegna eru möguleikar á að seija það héðan til Arabaiandanna — og flytja það með flugvélum. Þetta kom fram i viðtali við Guðna Þórðarson, forstjóra flug- félagsins Air Viking, i gær, er Tlminn hafði samband við hann, en frásögn Guðna var á þessa leið: — Ég var nýlega á ferð i Arabalöndunum, og þá hafði fyrirtæki nokkurt samband við mig og fór þess á leit að Air Vik- ing tæki að sér flutninga á um 1000 smálestum af dilkakjöti frá Nýja-Sjálandi til eins af riku oliu- rlkjunum við Persaflóa. Þarna var um að ræða ársflutninga, einu Hvass- sinni I viku, u.þ.b. 25 tonn I hvert skipti. Ég benti þeim á, að það væri tveggja klukkustunda styttra flug frá Islandi, og að þar fengist ljúf- fengasta dilkakjöt I veröldinni, og eftir nokkrar viðræður fékk hug- myndin mjög göðar undirtektir. Ég veit þvi ekki betur en að undirbúningur sé hafinn á þvi að kanna þetta rriál, en það verður að hafa hugfast, að dilkakjöt er dýrt og eftirsótt kjöt i þessum löndum, og það má ekki vera frosið, þess vegna er það flutt með flugvélum. Við inntum Guðna eftir þvi, hvort ekki væri mauðsynlegt að viðhafa einhverjar sérstakar að- ferðir við slátrunina, þegar kjötið ætti að fara á markað i Araba- löndunum, og taldi hann, að það ætti ekki að þurfa að koma i veg fyrir viðskiptin. — Vissulega verður að slátra samkvæmt sérstökum reglum múhameðstrúarmanna, en þær eru ekki svo frábrugðnar slátrun- araðferðum hér, að neinu teljandi muni — mestu máli skiptir fyrir þá, að kindinni blæði fullkomlega út. Einnig þarf að vottfesta slátr- unina á skjali, sem múhameðs- trúarmaður i sláturhúsinu hefur undirritað, og það er næsta auð- velt, þar sem margir múhameðs- trúarmenn eru búsettir hér á landi. — Og getur Air Viking annað slikum flutningum? — Ojá, við tökum sætin úr einni flugvélinni, og þá ættum við að geta flutt 25 tonn á viku, eins og krafist er. Gsal-Reykjavik — Ég spáði þvi fyrir tveimur dögum, að viðræð- urnar um ákvörðun sildarverðs væru á lokastígi, en nú þori ég engu að spá, sagði Sveinn Finns- son framkvæmdastjóri, sem á sæti I Verðlagsráði Sjávarútvegs- ins, — en eins og alkunna er, átti nýtt sildarverð að taka gildi frá og með miðnætti 15. september s.l., en hefur enn ekki verið ákveðið. Verðlagsráð situr langa og stranga fundi þessa dagana, og meðan þingað er um verðið, ligg- ur fjöldi báta við bryggju á Höfn i Hornafirði og biður þess að nýtt verð á sild verði tilkynnt, en skip- stjórar á reknetabátunum hafa sem kunnugt er lagt niður veiðar. Skipstjóramir hafa gert ákveðn- ar kröfur um sildarverð, eins og Timinn hefur áður greint frá, — og segja þeir, reknetaveiðum verði hætt, fari svo að kröfur þeirra verði hunzaðar. Eins og Timinn hefur skýrt frá, hafa reknetasjómenn farið fram á tvo verðflokka á sildinni og verði þeir miðaðir við sild stærri eða minni en 32 sm. Fyrir stærri sfldina hafa þeir krafizt að verði greitt kr. 40,50. — og fyrir þá minni 30.50.-. Heyrzt hefur að Verðlagsráð Sjávarútvegsins hafi sætzt á að hafa verðflokkana tvo i stað þrjá eins og verið hefur og boðizt til að greiða kr. 24.- fyrir minni sfldina og kr. 38,- fyrir þá stærri. Þegar þessar óstaðfestu tölur bárust til eyrna útgerðarmanna, skipstjóra og sjómanna á Höfn i Hornafirði, var efnt til fundar um málið, þar sem samþykkt var að visa þessum tölum á bug.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.