Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 18. september 1975. blöð svipuð F aris Match, Life og Motorwelt ADAC og fleiri á- lika blöð ná til 16,6% neytend- anna. Þá má að lokum geta þess, að blöð alvarlegs efnis, sem fjalla um þjóðmál og þvi um likt, ná aðeins til um 2% þjóðarinnar hvert fyrir sig. Hestar undir læknishendur Hestar og hestamennska verða stöðugt vinsælli i Þýzkalandi. Af þessu leiðir, að eigendur hest- anna leggja stöðugt meira upp úr þvi að meðferðin á hestunum sé bætt, og þeir geti fengið alla nauðsynlega þjónustu, ef eitt- hvað kemur fyrir. Til skamms tima var þvi svo háttað, að meiddist hestur, þurfti að aflifa hann. Þetta gat verið þungbært fyrireigendurna, þvi qft á tiðum gat verið um mjög dýrmæta keppnishesta að ræða, sem mikið fé og vinna hafði verið lögð i að temja og ala upp. Hest- ar gátu þó komizt undir læknis- hendur við háskólana i Berlin, Giessen, Hannoverog Munchen, en það var einungis til þess að dýralæknastúdentar fengju ein- hverja æfingu i að lækna hesta. Nú hefur hins vegar verið komið á fót mjög fullkomnum hrossa- spitala i Köningsbach/Trais, sem er skammt frá Karlsruhe. Þar er hægt að leggja inn sjúk- linga, og þeir fá alla þá meðferð og umönnun, sem hægt er að hugsa sér, og ekki minni eða lélegri en væru þeir mannlegar verur, þótt ferfættir séu. A þessum hrossaspitala eru hin fullkomnustu röntgentæki, og þar eru hestarnir skornir upp og læknaðir eins og bezt verður á kostið og hægt er. Arlega er tek- iðámóti um 300hestum tilmeð- ferðar. Oftast er það beinbrot, sem hrjáir sjúklinginn, og þá er það lagfært á skurðstofunni, en siðan er sjúklingurinn færður inn á einbýlisstofu, þarsem hlúð er að honum, þar til hann er fær um að fara heim aftur til eig- anda sins. Hér sjáið þið dýrgrip- inn Nelson, sem hefur fundið til einhvers lasleika og læknirinn er að rannsaka, en siðan mun hann fá lækningu eins og hver annar sjúklingur á venjulegum spitala. Fjdrmdlaráðherrann og kaleikurinn Frankfurt — ,,Ja — hver skrambinn, kaleikur fyrir guð- ina”, virðist skrifað á andlit fjármálaraðherra Vestur- Þýzkalands um leið og hann gripur þennan griðarstóra drykkjarbikar fullan af vini. Þessi vel heppnaða mynd var tekin á vorkaupstefnunni i Frankfurt við ána Main þar sem ráöherrann opnaði kaupstefn- una með ræðu og áminnti Þjóð- verjana að halda venjum sinum og eyða eins og þeir væru vanir, þrátt fyrirlægð i efnahagslifinu. Ef fólk tæki upp á þvi að fara að spara i stórum stil, gæti það or- sakað fjárhagskreppu með ýmiss konar afleiðingum, sagði fjármálaráðherrann. Um það bil 3.200 sýnendur tóku þátt I sýningunni, sem er lýst sem heimsins stærsta markaði fyrir allar þær vörur, sem gera lifið ljúft. 84.000 kaupendur frá 89 löndum forðuðust dýrustu vör- urnar, en keyptu mest af vörum á meðalverði. Flestir þeir, sem sýndu, létu i' ljós ánægju sina yfir kaupstefnunni. Myndin af fjármálaráðherranum og kal- eiknum fylgir með. Rannsakar mdl vændiskvenna Rannsóknardómari hefur verið skipaður til þess að rannsaka, hvort sú staðhæfing vændis- kvenna i Paris sé á rökum reist, að þær verði fyrir ofsóknum bæði lögreglu og skattyfirvalda. Hefur sá, sem með þetta mál fer, hlotiðnafnið ,,Hr. Vændi” i frönskum blöðum. Vændiskonur tóku til þeirra ráða i júni' sl. að setjast að i ýmsum frönskum kirkjum til þess að draga at- hygli á þann hátt að vandræðum sinum. ,.Hr. Vændi” er Guy Pinot, 55ára gamall dómari frá Orleans. Hann er kvæntur og á eitt barn. Eftir að Frakklands- forseti, Giscard d’Estaing, hafði falið ,,Hr. Vændi” að annast þetta starf og rætt við hann um málið, sagði hann, að hann myndi ræða vel og vandlega við vændiskonurnar til þess að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um það, hvaða með- ferð málið ætti siðan að fá, svo allir yrðu ánægðir með niður- stöðurnar. — Forsetinn vill, að litið verði á málið frá öllum hliðum, félagslegri hlið, löglegri og mannúðlegri. Hann er mjög næmur fyrir öllu, sem snertir mannlegar verur. Þá sagði ,,Hr. Vændi”, að hann byggist ekki við að lenda I neinum vandræð- um I sambandi við viðræður sin- ar og vændiskvennanna. — Þeg- ar öllu er á botninn hvolft, þá eru þær konur, rétt eins og hverjar aðrar. Ulla, forsvars- maður vændiskvennanna með- an á mótmælaaðgerðum þeirra stóð, sagðist hlakka mjög mikið til þess að hitta Pinot dómara. Hvaða blöð eru vinsælust Könnun hefur verið gerð á þvi, hvers konar blöð þýzkir blaða- lesendur velja sér helzt. f könn- uninni kemur fram, að 73% Þjóðverja, sem eru 14 ára og eldri, lesa dagblað, sem þeir eru fastir áskrifendur að. Þar að auki kaupa 29% daglega blað, sem einungis er selt i lausasölu. 88% af 14 ára og eldri kaupa reglulega timarit, og tveir af hverjum þremur kaupa út- varps- og sjónvarpstimarit, og tveir af hverjum þremur kaupa útvarps- og sjónvarpstimarit I hverri viku. Timarit sem fjalla um bila og Iþróttir seljast nú nokkuð betur en þau hafa gert undanfarin ár. Ein af hverjum fjórum konum kaupir reglulega kvennatimarit. Timaritið Hör zu, sem fjallar um útvarps- og sjónvarpsdagskrá, selst bezt allra timarita, og er þriðjungur timaritasölunnar i landinu. En tildæmis blaðið Bild-Zeitung, er lesið af 24% allra lesenda. Þar næst kemur svo blaðið Der Stem með 20%, en myndskreytt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.