Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.09.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. september 1975. TÍMINN 75 Yfirlit um sjósókn og aflabrögð í Vestfirðingaf jórðungi í ógúst 1975 Aflinn i hverri verstöð i ágúst: 1975: 1974: lestir lestir Patreksfjörður 517 461 Tálknafjörður 0 75 Bildudalur 198 105 Þingeyri 357 332 Flateyri 214 168 Suðureyri 522 471 Bolungavik 793 573 ísafjörður 2.289 2.134 Súðavik 253 622 Hólmavik 284 162 Drangsnes 81 42 Gæftir voru góðar og afli yfir- leitt mjög góður. Sérstaklega var góður afli I dragnótina, og hand- færaafli var viða með bezta móti. Hagstætt tiðarfar átti að sjálf- sögðu sinn þátt I góöum afla minni bátanna. Afli togaranna var einkanlega góður fyrri hluta mánaðarins, en tregaðist veru- lega seinustu vikuná. Hafa togar- arnir minna gfetað notað flottrolliö nú en i fyrrasumar. I ágilst voru gerðir út 163 (162) bátar til bolfiskveiða frá Vest- fjörðum. Stunduöu 126 (126) veiðar með handfæri, 16 (18) reru með linu, 11 (7) með dragnót og 10 (11) með botnvörpu. Heildaraflinn I mánuðinum var 5.508 lestir, en var 5.145 lestir i fyrra. Er heildaraflinn á sumar- vertiðinni þá orðinn 17.298 lestir, en var 15.076 lestir á sama tima I fyrra. Af heildaraflanum á mai/júli sumarvertiðinni er afli skuttog- aranna 8.953 lestir eöa 52% heild- araflans, en það er sama afla- hlutfall og á siðustu vetrarvertið. Þessi sumarvertið er nú orðin 5.508 5.145 11.790 9.931 17.298 15.076 ein sú bezta um árabil, nokkru betri en sumarvertlöin 1970, sem var bezta vertiöin áður, en þá var ágætur grálúðuafli hjá linubátun- um. Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarafurða Kjósarsýsla Héraðsmót framsóknarmanna I Kjósarsýslu verður haldið laug- ardaginn 4. október I Hlégaröi, Mosfellssveit. Hefst það kl. 21. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Jón Skaftason al- þingismaður flytja ávörp. Sungin verða og leikin lög eftir Sigfús Halldórsson. Kátir félagar leika fyrir dansi. Kópavogur — fulltrúaróð Aríðandi fundur verður i félagsheimili Kópavogs, efri sal, föstu- daginn 19. september kl. 20:30. Fjallað verður um bæjarmálin. Framsögu hefur Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri. Stjórnin. 1 FRÉTTATILK YNNINGU Framleiðsluráðs landbúnaðarins frá 14. september var getið hækk- ana á kindakjöti og kartöflum. Þessar hækkanir eru byggðar á nýjum verðlagsgrundvelli frá 1. sept. s.l. Auk þess koma hækkanir vegna slátrunar, vinnslu og dreif- ingarkostnaðar til viðbótar, þeg- ar reiknað er út heildsölu- og smásöluverðið. Afurðaverð til bænda hækkar um 13,7% frá 1. júni s.l. Heildarhækkun á verð- lagsgrundvellinum á verðlagsár- inu, sem er frá 1. sept. 1974 til 1. sept. 1975, er 45,5%. Niðurstööutala verðlagsgrund- vallarins varkr. 3.265.179,- Það er sú upphæð, sem bóndi með verö- lagsgrundvallarbú á að fá i bróttótekjur. Af þessari upphæð eru laun bóndans og fjölskyldu áætluð tæpar 1,6 millj. kr., það er 39,6% hækkun frá siöasta ári. Aburður hefur hækkað mest á árinu, heildaráburðarkostnaður I verðlagsgrundvellinum á siðasta ári var áætlaður 217 þús. kr., en i siðasta grundvelli 373 þús. kr., hækkunin er 72,1%. Kjarnfóður hefur hækkað um 48,8%. Kostnaður við vélar hefur hækkað um tæp 39% en viðhald giröinga 21%. Stærsti gjaldaliður verö- lagsgrundvallarins er launin, en þau miðast við laun nokkurra hópa launþega, þegar kauphækk- anir verða hjá þessum hópum, þá hækkar launaliður verðlags- grundvallarins sambærilega og hjá verkamönnum og iðnaðar- mönnum. Venja hefur veriö undanfarin ár að verðbreytingar á land- búnaðarafurðum séu auglýstar 1. sept. Þá hefur nýtt verö á mjólk og mjólkurvörum ásamt nauta- kjöti tekið gildi, en verð á kinda- kjöti verið auglýst i upphafi sláturtiðar. Verðbreytingar geta orðið á þriggja mánaða fresti, það er 1. sept., 1. des., 1. marz og 1. júni. Verð á dilkakjöti frá 1. júni til 1. sept. hefur hækkað I grundvellinum fá kr. 349,- á kg I kr. 393,-, það er 12,6% hækkun til framleiðénda. Slátrunar- og heildsölu- kostnaður hefur hækkað um tæp 50%. A siðasta ári var þetta gjald kr. 63,40 á hvert kg dilkakjöts, en nú er þessi kostnaðarliður kr. 95,00 á hvert kg. Söluskattur er nú kr. 64,96 á hvert kg, hefur hækkaðum 33,6%. Smásöluálagning er kr. 22,82 á hvert kg, en á siðasta verðlagsári var hún kr. 17,08, hækkun 33,6%. A siðastliðnu ári var gert ráð fyrir að bændur fengju kr. 37,87 fyrir einn litra af mjólk, nú á verð til bænda að verða kr. 55,07 á litra. Bændur eiga að fá kr. 349,- fyrir hvert kg nautakjöts i 3. veröflokki, en I fyrra kr. 240,- Nokkur hækkun hefur orðið á verði ullar til bænda, I fyrra áttu þeir að fá kr. 120,- fyrir 1 kg, en i ár er gert ráð fyrir að þeir fái kr. 174,50 fyrir hvert kg af ull. Þær hækkanir, sem orðið hafa á verðlagsgrundvellinum, miðast eingöngu við það að bændur haldi I horfinu með hliðstæðar tekjur og Ályktun aðalfundar Bílgreinasambandsins: Róða verður bót ó óhæfu óstandi í símamólum AÐALFUNDUR Bilgreinasam- bandsins 1975, haldinn I Reykja- vik, Itrekar fyrri áskoranir til simamálaráöherra um að ráða bót á óhæfu ástandi, sem er og hefur verið rikjandi i simamálum landsins. Það tekur oft margar klukkustundir aö ná simasam- bandi milli t.d. Akureyrar eöa Isafjarðar annars vegar og Reykjavikur hins vegar og öfugt, og er þetta með öllu óviöunandi ástand, ákaflega kostnaöarsamt og til trafala allri þjónustu bif- reiðaverkstæða og einstaklinga á landinu og þvi úrbóta þörf. Til leigu Til leigu er húseignin Laugavegur 101, ásamt lóö og sam- liggjandi lóð Hverfisgötu 112. Húseignin er tvær hæðir, 90 fermetrar hvor hæð. Lóðirnar eru ca. 700 fermetrar, sem jafngildir stæðum fyrir ca. 25-30 blla. Þr jár götur liggja að eignunum: Hverfisgata, Laugavegur og Snorrabraut. Miðstöð strætisvagna er i minútu fjarlægð. Hentugt fyrir hvers konar starfsemi verzlunar eða fyrir skrifstofur eða jafnvel léttan iðnað. Sala kæmi til greina ef viðunandi tilboð fengist. Upplýsingar I sima 26050, og á kvöldin I sima 41108. launþegar I landinu, fyrir svipað- an vinnutlma. Þrátt fyrir þessa öru endurskoðun á verði til bænda, þá vantar um 17-20% upp á að bændur nái sambærilegum tekjum og viðmiöunarstéttirnar. Það er sennilega óhugsandi, að bændur nái sambærilegum tekj- um, fyrr en verðbólgu linnir og verðlækkanir komi i stað verð- hækkana á helztu rekstrarvörum landbúnaðarins. Það er þvi hagsmunamál bændastéttarinnar að halda rekstrarkostnaði búanna niðri, það á að koma þeim til góða og að sjálfsögðu neytendum einnig. (Frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins.) Frá tafl- og bridgeklúbbum í Reykjavík Vetrarstarfið hefst i kvöld, fimmtudaginn 18september, kl.20 i Domus Medica. Fimm-kvölda tvimenningur.Mætið til skráning- ar kl. 1930. EEEVINRUDE UTANBORÐS- mótorar 13 STÆRÐIR 21 35 hestöfl 13 ÞÚRf síivii bisqO'Armúlah Hey til sölu Til sölu vélbundið hey að Svarfhóli, Hval- f j a rða rstrandar- hreppi, sími um Akra- nes, 93-2111. FUF — Reykjavík Stjórn FUF i Reykjavik verður til viðtals á Rauðarárstig 18, milli kl. 5 og 7 þriðjudaginn 23. september. Stjórnin. Til leigu skrifstofu og verzlunarhúsnæði í nýju húsi á mjög góðum stað i borginni. Húsnæðið er á tveim hæðum, 340 fermetr- ar hvor hæð. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt Nýtt húsnæði 1868. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagssjóra við Kaupfélag Súg- firðinga er laust til umsóknar nú þegar. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Ólafi Þórðarsyni, Súgandafirði eða Gunn- ari Grimssyni, Sambandshúsinu, Reykja- vik fyrir 30. sept. n.k. Stjórn Kaupfélags Súgfirðinga. Byggingarhappdrætti færeyska Sjómanna- heimilisins í Reykjavík Dregið hefur verið I byggingarhappdrætti færeyskra sjó- manna. Eftirtalin númer hlutu vinninga: Vinningsnúmar 19765 Vinningsnúmer 31744 Vinningsnúmer 22038 Vinningsnúmer 11297 Vinningsnúmer 5506 Toyota bifreiö. ferötilFæreyja. ferötil Færeyja. ferö tii Færeyja. ferötil Færeyja. Nánari upplýsingar gefur Jacob Jóhannsson I sima 38247. Byggingarnefndin viil þakka öllum þeim fjölmörgu, sem stutt hafa starfsemina meö kaupum á happdrættismiöum. Byggingarnefnd færeyska kristilega sjómannaheimilis- ins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.