Tíminn - 20.09.1975, Page 2

Tíminn - 20.09.1975, Page 2
2 TÍMINN Laugardagur 20. september 1975. 47,5 milljónir danskra króna til „menningar- fjórlaga" Norður landanna 1976 Síldarverðið loksins ókveðið: Gengið að flestum kröfum • r sjomanna — Verðið hækkar laun sjómanna mjög mikið frá fyrra verði, segir Kristján Ragnarsson DAGANA 16. og 17. þ.m. var hald- inn fundur menntamálaráðu- neyta Norðurlanda i Ardsum i Danmörku, og einnig sameigin- legur fundur ráðherranna og menningarmálanefndar Norður- landaráðs. A fundunum var m.a. rætt um vinnuaðferðir við samningu hinna svokölluðu „menningarfjár- laga”, þ.e. áætlunar þeirrar, sem gerð er árlega um fjárframlög Norðurlandarikja til samstarfs- verkefna á sviði menningarmála. Norræna menningarmálaskrif- stofan í Kaupmannahöfn og embættismannanefnd semja drög að áætluninni, sem siðan er fjall- að um i menningarmálanefnd Noröurlandaráðs og á fundi með menntamálaráðherrunum. Siðan hefur verið haft samráð við fjár- málaráðuneytin um heildarfjár- hæðina. Þjóðþingin ákveða fjár- framlögin i fjárlögum árlega. Samstarf menntamálaráðherr- anna og menningarmálanefndar Norðurlandaráðs er náið, og var gert ráð fyrir sams konar vinnu- brögðum framvegis við gerð „menningarfjárlaganna” og tíðkazt hafa. Frá 1973, er slik áætlun var fyrst gerð, hafa sameiginlegar greiðslur verið þannig: 1973 32,2 millj. danskra króna Áskorun ASK-Akureyri. í frétt um fyrir- hugaða plastkassaverksmiðju á Akureyri féll niður áskorun bæj- arstjórnar Akureyrar, en hún var svohljóðandi: — Bæjarstjórn Akureyrar skorar á hæstvirt iðn- aðarráðuneyti að hraða undir- búningi að stofnun fiskikassa- verksmiðju og verði frumvarp þar að lútandi lagt fram á Alþingi á komandi hausti. Haldið verði fast við fyrirhugaða staðsetningu verksmiðjunnar á Akureyri og með lögum verði tryggð ákveðin tengsl verksmiðjunnar við Sjálfs- björg félag fatlaðra á Akureyri. 1974 35,4 millj. danskra króna 1975 40,5 millj. danskra króna og 1976 eru ráðgerðar 47,5 millj. d. kr. Hefur hækkunin numið 14,4%, 17,3% og nú siðast 17,3%. Af þessu greiðir Island 1%. Af öðrum málum, sem fjallað var um á fundi ráðherranna og hinum sameiginlega fundi þeirra og menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, má nefna: 1) Menningarmiðstöð i Færeyj- um, sem allir eru á einu máli um að hrinda beri í fram- kvæmd sem fyrst. 2) Stuðning við iþróttasamstarf, en þó fyrst og fremst á sviði skólafþrótta, almannaiþrótta og iþrótta fyrir fatlaða. 3) Fullorðinsfræðslu, sem hvar- vetna er nú lögð áherzla á, svo sem kennslu i sjónvarpi og út- varpi, bréfaskólum o.fl. 4) Stuðning við almannasamtök (landssamtök), sem hafa upp- lýsinga- og fræðslustarfsemi sem verulegan þátt i verkefn- um sinum. Er gert ráð fyrir einni milljón danskra króna í þessu skyni ár- lega i þrjú ár (1976/8) i til- raunaskyni, og mun Norræna menningarmálaskrifstofan i Kaupmannahöfn gera tillögur um úthlutun fjárhæðarinnar, en endanleg afgreiðsla verður i höndum embættismannanefnd- arinnar og menntamálaráð- herranna. 5) Starfshættir norræna sumar- háskólans sættu gagnrýni, þar sem val verkefna og þátttak- enda væri nokkuð ein- strengingslegt. 6) Skiptiferðir nemenda og kenn- ara voru til umræðu og áhugi á auknum samskiptum á þessu sviði. 7) Menningarstarf i þágu barna var til umræðu, og starfar vinnuhópur að þeim málum og mun væntanlega skila tillögum á næsta ári. Af tslands hálfu tóku þeir Birg- ir Thorlacius ráðuneytisstjóri og Arni Gunnarsson deildarstjóri þátt i menntamálaráðherrafund- inum. (Frá menntamálaráðuneytinu) Gsal—Reykjavik — Langvinnar deilur hafa að undanförnu staðið um sildarverðið, en nú hefur lausn fengizt. Á fundi i fyrrinótt var verðið ákveðið og var að mestu gengið að kröfum rekneta- sjómanna, sem strax þá um nótt- ina héidu aftur á miðin eftir hjá- legu við bryggjur frá 15. þ.m. en þann dag átti nýtt verð að taka gildi. Verðflokkarnir eru tveir, i stað þriggja áður, en það var ein af kröfum sjómanna. Þeir munu nú fá kr. 40 fyrir stóru sildina, 32 sm og stærri, — og kr. 26 fyrir minni' sildina. Algjörlega hefur verið gengið að kröfum sjómann- anna um verðið á stærri sildinni, en hins vegar kröfðust þeir 30. kr. fyrir þá minni, en fengu sem sagt 26 kr. Verðákvörðunin var samþykkt af oddamanni nefndarinnar og fulltrúum seljenda gegn atkvæð- um fulltrúa kaupenda. Kristján Ragnarsson, annar fulltrúi seljenda i Verðlagsráði sjávarútvegsins, fór til Hafnar fyrir nokkru, ásamt Ingólfi Stefánssyni, framkvæmdastjóra FFSl og áttu þeir nokkra fundi með sjómönnum, skipstjórum og útgerðarmönnum á Höfn. Leiddu fundirnir til þess, aö grundvallar- samkomulag náðist i öllum veigamestu atriðunum. Timinn hafði f gær tal af Kristjáni Ragnarssyni, og kvaðst hann hafa átt skemmtilegar við- ræður við sjómenn I á Höfn. — Maður skilur alltaf betur að- stæður manna, þegar farið er á sjálfan staðinn til að kynnast þeirra aðstæðum. Það gefur betri raun en að sitja við skrifborð í Reykjavik. — Viö erum þeirra fulltrúar og þvi reyndum við að ná fram sem hagkvæmustum árangri fyrir þá og þetta verð hækkar laun þeirra frá fyrra verði mjög mikið, en hins vegar er þess aö gæta, að verð á sild í fyrra var 35 kr. og 28 kr. sé miðað við sömu stærðar- flokka þannig að þetta er mjög svipað verð og þeir fengu á sið- asta ári. Kristján gat þess, að sölusamn- ingar um sild hefðu enn ekki tek- iztog þvi væri það einvörðungu á- ætlun hvað hún muni seljast fyrir. — Nú á eftir að koma i ljós, hvort hægt verður að selja sildina fyrir það verð, sem getur greitt þetta hráefnisverð, sagði hann. Sagöi Kristján að þessu hefði oftast verið öfugt farið, — samn- ingar um sildarsölu hefðu legið fyrir, og sildarverðið siðan ákveðið hér með hliösjón af samningunum. — Nú má segja aö búið sé að ákveða fyrirfram hvað við fáum, og siðan verður það að skila sér i söluverði, — og við verðum að vona að það takist. Hins er hinsvegar ekki að neita, að við verðum alltaf að hlita þvi verði sem er á markaðnum hverju sinni. Eins og kunnugt er kröfðust reknetasjómenn ennfremur hækkunar á frystri sild, og sagði Kristján að það mál myndi ekki verða tekið á dagskrá i Verðlags- ráði fyrr en á mánudag. — Salt- sildarverðið er meiri þáttur i þessu, þvi mikill meirihluta af slldaraflanum fer I söltun, enda takmarkaður markaður fyrir beitusild, sagði hann. ALÞINGI FESTIR KAUP Á ÞÓRSHAAARI gébé-Reykjavik. Eins og Tíminn skýrði frá fyrir nokkru, stóðu yfir samningar milli Alþingis og eig- enda hússins Þórshamars um kaup Alþingis á húsinu. Nú hefur veriö gengið frá kaupunum, að im JjL. í þvi er Friðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóri Alþingis, tjáði Timan- um og er kaupverðið 69,5 milijón- ir króna, sem Alþingi mun greiða að mestu á einu ári. Alþingi hefur haft Þórshamar á leigu, og hefur margvisleg starf- semi farið þar fram á undanförn- um árum, en þar eru skrifstofur fjárveitinganefndar til húsa, á- samt skrifstofum nokkurra þing- manna og stjórnmálaflokkanna. Á annarri hæð eru nefndar- og móttökuherbergi, og þar starfa þingnefndir. Auk þess er þar vél- ritunarherbergi. A þriðju hæö er fundarsalur og skrifstofur þing- manna. Eyjafjarðará Eyjafjarðará hefur ekki oft boriö á góma hérna hjá okkur i Veiðihorninu, og gegnir það furðu, þar sem um svo fagra og vatnsmikla á er að ræða með vföáttumikla ósa inn af veiði- sælum firði. En þegar við höfð- um samband við Jóhannes Kristjánsson, formann veiðifé- lagsins Strauma á Akureyri, sem undanfarin ár hefur staðið i ströngu i góðri samvinnu við bændurna i firðinum að rækta ána upp, varð okkur fljótlega ljóst, að það var ekki að ástæðu- lausu, að þessi fagra á hafði ekki verið a.m.k. vikulegt um- ræðuefni okkar. — Það hefur gengið afskap- lega erfiðlega að ná upp laxa- rækt i Eyjafjarðará, sagði Jóhannes Kristjánsson, en ýmislegt bendir til þess, að heldur miði þó upp á við. Undanfarin ár hafa veiðzt þetta um 20 laxar iánni, en ég held, að óhætt sé að fullyrða, að þeir hafi oröið 40 i sumar. Þetta sumar var þó afskaplega erfitt, og er varla hægt að segja, að ský hafi dregiö fyrir sólu i allt sumar, allt frá 15. júli. Vorið var erfitt, snjór i fjöllum allt fram undir miðjan júli, og fyrsta gangan komin uppúr áður en veiðiskap- ur gat hafizt. En það er eftir- tektarvert, að þessir laxar veiddust á öllu svæöinu, framan við Saurbæ og allt fram undir Hóla lika, þ.e.a.s. á fremsta svæðinu. Við spyrjum Jóhannes að sjálfsögðu að þvi, hvort ekki hafi verið mikil rækt lögð við að koma klaki i ána, og sagði hann okkur, að mikil og ánægjuleg samvinna hefði verið um það milli Strauma og veiðibænda frammi i firði. Mikið sjálfboða- liðastarf hefði verið unnið við hinar erfiðustu aðstæður og kostnaði dreift i bróðerni. — Það er orðið langt siðan við byrjuðum með laxaklaksstöðina aðTeigi. Við fengum fyrstu seið- in að sunnan, en fyrir mistök drápust þau. Það hefur gengið skársiðan. 1 vor slepptum við i ána um 8000 seiðum, 11,5-13 sm löngum. Þetta erum við að vona að komi sem smálax næsta sumar, og eftir tvö—þrjú ár ætti maður að sjá góðan árangur. En við eigum eftir að vinna bug á mörgum erfiðleikum. Það er fyrst og fremst kuldinn i ánni. Við erum alltaf að láta mæla hitastigið, og þetta er svo sem ekki nema 1-2 stig, sem munar, en það er nóg til þess, að laxinn gengur frekar i aðrar ár. Við viljum fá að vita, hvort ekki séu einhverjar ráðstafanir fyrir hendi i slikum tilfellum. — Jú, það má kannski segja það, en við erum ekki búnir að leysa vandann ennþá. Það er von okkar, aðunnt verði að þróa I ánni sjálfri stofn, sem þolir þennan kulda, og reynslan ein getur skorið úr um það, hvort þetta tekst. Við fengum Jón Kristjánsson fiskifræðing norð- ur i sumar til að athuga, hvort það væri ekki einhver sjálf- hrygning i ánum, sem hægt væri að byggja upp, og þetta atriði er svo mikilvægt, að við munum kosta kapps um það. Það er eins með Hörgá, sem er jafnvel kaldari en Eyjafjarðará: þar erum við að reyna að rækta lax lika, en gengur afskaplega hægt, þó að þar fáist einn og einn lax. Annars held ég, að þarna sé meiri fiskur en flesta grunar. Hann tekur bara ekki við skilyrði eins og hafa verið hjá okkur i sumar. — En silungsveiði hefur alltaf verið góð i Eyjafjarðará, og væntanlega á þessu sumri sem áður? — Já, sagði Jóhannes Kristjánsson. Þetta er búiri að vera löng og hörð barátta hjá okkur við að hafa netaveiðina löglega, bæði löglegar lagnir og löglega daga, og það hefur satt aðsegja gengið erfiðlega að fá menn til að skilja það, hver rán- yrkja er stunduð með þessu, sérstaklega austan megin i firð- inum. En þetta er farið að bera þann árangur, að dregið hefur úr netaveiðunum. Núna eru farnar að koma upp úr ánni 5-6 punda bleikjur, sem ekki hafa sézt um árabil: það komu þó nokkrar fjögurra punda i fyrra, og núna eru þær stærri. Það er góðs viti. Nú, og svo er það hnúðlaxinn: ég er búinn að sjá eina 7-8 Ur ánum hérna i ná- grenninu. Ljótur fiskur, en hann hefur veiðzt ofarlega. Þetta er kannski rétti fiskurinn fyrir köldu árnar — ef hann drepur ekki allt Ut frá sér! nn Hafstein fyrrv. forsætis- ráðherra sextugur JÓHANN Hafstein, fyrrverandi forsætisráðherra, varð sextugur i gær. Jóhann Hafstein er ekki ein- ungis vinsæll forystumaður sjálf- stæðismanna heldur og mikils virtur stjórnmálamaður af and- stæðingum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.