Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 20. september 1975. BÍMI 12234 HERRft GftR-ÐURINN AÐAUSTRfETI S fyrir góðan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS TVEIR DREPNIR I ÁTÖKUM Á SPÁNI fjöldi manns handtekinn Reuter—Madrid — Tveir Baskar létu lifið i skotbardögum I gær, og átján manns voru handtcknir i mótmælaaðgerðum. Bardagarnir voru bæði i Madrid og Barcelona. Mörg þúsund verkamenn I Baskahéruðunum fóru i verkfall til að mótmæla réttarhöldunum i Barcelona yfir Baska, sem á yfir höfði sér dauðadóm, ef hann verður sekur fundinn um morð á lögreglumanni. Það var á fimmtudagskvöld, aö bardagar brutust út i Barcelona, og stóðu þeir i tæpa klukkustund. Tveir skæruliðar voru skotnir til bana af lögreglu og einn enn særðist hættulega. Bardagarnir brutust út eftir að réttarhöldin hófust yfir Juan Paredes Manot, skæruliða, sem sakaður er um að hafa drepið lögreglumann I bankaránstilraun i júni s.l. Þá biðu Spánverjarnir fimm, þar á meðal tvær konur, sem sagðar eru barnshafandi, eftir þvi að fá að vita hvort fullnægja ætti dauðadómunum yfir þeim. Þau voru öll dæmd til dauða, eftir að hafa verið sek fundin um að myrða lögreglumann i sumar. Við réttarhöldin héldu þau þvi fram, að þau hefðu verið pynduð til játninga. A siðastliðnum þrem vikum hafa tiu manns verið dæmdir til dauða á Spáni, en stjórnvöld höfðu hótaö að taka mjög hart á afbrotum skæruliða. Franco hélt fund með stjórninni i gærdag, en talsmaður hans sagði, að ekki hefði verið rætt um hina fimm dauðadæmdu skæru- liða, sem nú biða og vona eftir náðun sem Franco einn getur gef- ið. Málið gengur þannig fyrir sig, að eftir að stjórninni hefur verið tilkynnt formlega um dauðadóm- ana liða aðeins 12 kiukkustundir þangað til að dauðadómnum Frakklandsforseta vel fagnað í Grikklandi verði fullnægt, — nema Franco náði fangana. Talsmaður stjórn- arinnar sagði i gær, að nokkrir dagar gætu liðið áður en formleg tilkynning bærist til stjórnarinn- ar, en verjendur fimmmenning- anna óttast að aftakan fari fram þegar á næsta sólarhring. Spönsku biskuparnir hafa skrif- að Franco beiðni um aö náða alla skæruliðana sem dæmdir hafa verið til dauða að undanförnu. Lögreglan sagði, að þeir átján menn, sem handteknir voru i siðustu óeirðunum á fimmtudags- kvöld, væru allir ákærðir fyrir skotárásir, mannrán og skemmd- arverk. Einn af þeim handteknu er Jose Ignacio Mugica Arregui, en hans hefur lögreglan leitað lengi, vegna þátttöku hans i morðinu á Luis Carrero Blanco 1973. Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa reynt að ræna franska konsúlnum i San Sebastian, fyrir nokkur bankarán og fyrir að hafa myrt tvo lög- reglumenn. Bankaræningi tekur 5 gísla Reuter-Faverges, Frakkland — Grimuklæddur, vopnaður maður réðst inn i banka i Faverges i gærdag og tók fimm gísla, Krafðist hann iausnargjalds fyrir gislana og hótaði að drepa þá, yrði það ekki greitt. Minnir þetta mjög á bankarán, sem framiðvar I Paris fyrir stuttu, en þá var einnig krafizt lausnar- gjalds fyrir gisla. i gærdag var ræningjanum greitt lausnar- gjald, og sleppti hann þá þrem af gislunum fimm. Það var i gærmorgum, rétt eftir að bankinn hafði verið opn- aður, að maðurinn réðst inn i bankann, tók fimm starfsmenn bankans sem gisla og rak við- skiptavinina út. Hann gerði enga tilraun til að ræna sjálfan bankann. Maðurinn var bæði vopnaður skammbyssu og riffli. Síðan talaði hann við lögregl- una i gegnum sima og sagði, að ef hann fengi ekki lausnargjald- ið myndi hann fyrst drepa gisl- ana og sfðan fremja sjálfsmorð. — Ég er mjög ákveðinn i þessu, sagði hann. Yfirvöldin kváðust vera tilbúin að greiða lausnar- gjaldið, og nokkru seinna kom lögreglan fullri ferðatösku af peningum til hans. Lét hann þá lausar þrjár starfsstúlkur bank- ans, og voru þær ómeiddar. Ræninginn talaði við bæjar- stjórann og fréttamenn frá út- varpi og sjónvarpi, auk þess sem hann ræddi við lögregluna. Lögreglan umkringdi banka- bygginguna f Faverges, i von um að ná ræningjanum, sem enn hafði tvo af starfsmönnum bankans i haldi. Eftir tveggja tima umsátur gafst hinn átján ára ræningi upp fyrir lögregl- unni.Enganafgislunum sakaði. Lögreglan hafði þá útvegað bif- reið fyrir ræningjann til að flýja i, en hann gerði enga tilraun til þess að nota hana. Reuter-Salonica — Móttökurnar, sem Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti og frú hans liafa fengið í þriggja daga opin- berri heimsókn I Grikklandi, eru ekki af verri endanum. Þúsundir Aþenubúa fögnuðu forsetahjón- unum I fyrradag, og i gær, siðasta daginn, fór forsetinn til Saloniki, þar sem þúsundir manna tóku á móti honum á flugvellinum. Með- fram veginum, sem ekinn var til borgarinnar, hafði einnig safnazt saman geysilegur fjöldi manna, sem fagnaði d’Estaing og frú, þegar þau óku hjá. d’Estaing sagði i gær, að hann hefði átt langar viðræður við Con- stantine Karamanlis forsætisráð- herra um Kýpur-deiluna, og lýsti þvi jafnframt yfir, að endanleg lausn á vandamálinu myndi ekki fást með hernaðaraðgerðum. Þá itrekaði Frakklandsforseti, að Frakkar myndu styðja Grikkja i viðleitni þeirra til að ná fullri aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. 1 kirkjugarðinum i Saloniki lögðu d’Estaing og Kara- manlis blómsveig á leiði rúmlega tvö þusund franskra hermanna, sem létu lifið i fyrri heimsstyrj- öldinni. Áður en forsetahjónin og Kara- manlis fóru til Saloniki, skoðuðu þau rústirnar á Akrapolis, og höfðu eitt þúsund vopnaðir lög- reglumenn nóg að gera við að stugga frá mannfjöldanum, sem hafði safnazt þar saman til að hylla gestina. Heimsókn frönsku forsetahjón- anna til Grikklands lauk i gær- kvöldi, en þá var ætlunin að for- setinn héldi fund með blaðamönn- um á Aþenu-flugvelli. Siðan fara forsetahjónin í tveggja daga fri á lystisnekkju sinni. 16 DREPNIR í BEIRUT í GÆR — stöðugir bardagar í höfuðborginni d’Estaing frábærlega vel tekið i Grikklandi Reuter-Beirut — Sýrlenzki vara- forsætis- og utanrikisráðherrann, Abdcl-Halim Khaddam, kom til Beirut i gærkvöldi til að ræða við Suleiman Franjieh forseta um á- standið f Libanon. Hann kom stuttu eftir að yfirvöldin höfðu fyrirskipað útgöngubann í mörg- um aðalhverfum Berut. ÍJtgöngu- bann var ekki i gildi I úthverfum höfuðborgarinnar, og heyrðist þaðan stöðug skothrið og sprengjudrunur. Sprengjur sprunga á mörgum stöðum i Beirut i gær, þrátt fyrir útgöngu- bannið. Að sögn lögregiunnar munu að minnsta kosti 16 mann hafa látið lifið, og er þá tala lát- inna f átökunum komin upp i rúmlega 190 en særðir eru að minnsta kosti 400. Fréttamenn spurðu Khaddam, hvort hann hefði einhver skilaboð að færa frá Hafez al-Assad Sýr- PATTY HEARST I FANGELSI — kom fyrir rétt í gær, ásökuð um 19 atriði Reuter San Francisco — Eftir umfangsmestu leit sem um getur I Bandarikjunum, tókst lögregl- unni loks að handsama Patty Hearst, stúlkuna, sem rænt var fyrir nitján mánuðum af Symb- ónesiska frelsishernum. öllum til Blaðburðar- börn vantar víðsvegar í Kópavogi Hringið í umboðsmann í síma 4-20-73 mikillar undrunar, snerist Patty á sveif með þeim. sem rændu henni og tók m.a. þátt i mörgum bankaránum með þeim. Lögregl- an hefur leitað hennar allan þenn- an tfma, og hefur oftar en einu sinni legið við að tækist að hand- taka hana, en henni tókst að sleppa, þangað til að lögreglan hafði fréttir af henni i San Fran- cisco á fimmtudaginn. Patty Hearst kom sjálf til dyra þegar lögregluna bar að garði, ekki veitti hún neina mótspyrnu en sagði bara: „Þið náðuð mér þá loksins.” Asamt henni var önnur stúlka handtekin, einnig álitin vera félagi i Symbónesiska frels- ishernum (SLA). Foreldrar Patty Hearst, Catherine og Randolph Hearst, blaðakóngur og margmilljóneri, komu til San Francisco i gær og var leyft að heimsækja dóttur sina i fangelsinu. Patty kallaði föður sinn kapítaliskt svi'na, þeg- ar hún gekk i lið með SLA i fyrra, en annað virtist vera uppi á teningnum i gær, þegar hún sá hann og móður sina, þvi þau féll- ust öll i faðma. Foreldrar hennar færðu henni rósir i fangelsið- — Við vorum mjög hamingju- söm yfir að sjá Patty aftur, við kysstum hana og föðmuðum að okkur, sagði frú Hearst við blaða- menn þegar hún kom út úr fang- elsinu. — Hún sagði okkur lika, að hún myndi vilja koma heim aftur. Randolph Hearst sagði að hann myndi gera allt sem i sinu valdi stæði til að hjálpa dóttur sinni, en að aðalatriðið væri að hún væri ómeidd. Þegar Hearst var spurður að þvi, hvað hann héldi að yrði um dóttur hans, sagði hann: „Það verður ekkert gert, þvi þrátt fyrir allt var henni rænt.” William og Emily Harris, félagar i SLA, voru handtekin að- eins klukkustundu á undan Patty Hearst, einnig i San Francisco. Þessi þrjú eru talin vera þau sið- ustu úr SLA hópnum i San Fran- cisco. Sex aðrir félagar í SLA lét- ust f skotbardaga við lögregluna i Los Angeles i mai á siðastliðnu ári. Það var 4. febrúar 1974, sem Patty Hearst var rænt frá heimili sinu f Berkeley, og heimtuðu mannræningjarnir að faðir hennar greiddi margar milljónir dollara i lausnargjald og átti að kaupa matarbirgðir fyrir það allt oggefa fátæklingum i Kaliforniu. Eftir að matarbirgðir höfðu verið keyptar fyrir eina milljón dollara þá snerist Patty aftur á móti á sveif með SLA og tók þátt i ránum og öðrum aðgerðum með þeim. Patty Hearst mætti fyrir rétti i gær, en hun er ásökuð um 19 ákæruatriði. Hún leit út fyrir að hafa lagt mikið af á þeim nitjan mánuðum sem hennar hefur ver- ið leitað og hafði litað hár sitt. Wendjv Yoshimura, sögð vera listamaður, var handtekin um leið og Patty Hearst á fimmtu- daginn, en hun mun hafa gengið i SLAfyrirnokkrum mánuðum.Þá var annar listamaður, Stephen Solia, handtekinn um leið og ákærður fyrir að fela glæpamenn á flótta undan lögreglunni. 1 gærdag sprakk sprengja i störu verzlunarhúsi i Seattle. Særðust nokkrir og er húsið allt að þvi talið ónýtt. Maðúr nokkur tilkýnnti um sprengjuna nokkru áður en hún sprakk, og sagðist vera að mótmæla handtöku-Patty Hearstog félaga hennar úr SLA. 1 siðustu viku sprakk einnig sprengja i sama verzlunarhúsi. landsforseta. — Eitthvað i þá átt, svaraðihann. Khaddankom einn- ig til Beirut i mai og júni I ár til þess að stilla til friðar i átökunum þá. Búizt var við að hann myndi hefja viðræður við Suleiman for- seta þegar i stað. 1 gærkvöldi var tveim eldflaug- um skotið að skrifstofum Pan Am-flugfélagsins, en ekki var vit- að, hversu miklar skemmdir höfðu orðið, né hvort nokkurn hafi sakað. Beirut-útvarpið sagði i gær- kvöldi, að allir aðalvegir, sem liggja að höfuðborginni, væru ó- öruggir, og var fólk beðið að forð- astað vera á ferli. Þegar útgöngu- bannið gekk i gildi i miðborg Beirut, var aðeins læknum, hjúkrunarkonum, björgunarliðs- mönnum, brunaliðsmönnum, bökurum og blaðamönnum leyft að vera á ferli. Stöðugir bardagar geisuðu við- ast hvar i höfuðborginni i allan gærdag, og útvarpið i Beirut gaf út tilkynningu þess efnis, að allir brunaliðsmenn borgarinnar ættu að mæta til stöðva sinna. Þá flutti útvarpið einnig áskorun til borg- arbúa um að hætta skothriðinni og verja sunnudeginum i að biðjá fyrir friði. SflNTOS Jlflfíl KRFFI0 ffrá Brasiliu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.