Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 12
12 TÍIVPNN Laugardagur 20. september 1975. LÖ GREGL UHA TARINN 20 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Hvað þá, herra, kváði Miscalo — því þessa stundina var hann einmitt að hella upp á könnuna. XXX Bert Kling var ástfanginn. Ekki var þetta heppilegasti tími ársins til slíks. Það fer betur á því að vera ástfang- inn, þegar blómin breiða blöð sín mót birtu og sól og mildur vorblærinn gárar árflotinn. Það er aðeins eitt gott við að vera ástfanginn í marz. Þetta eina er, að það er betra að vera ástfanginn í marz en að vera alls ekki ástfanginn. Þetta er haft eftir miklum gáfumanni. Bert Kling var yfir sig ástfanginn af tuttugu og þriggja ára stúlku, barmfagurri og glæsilegri. Hrokkið hárið hlykkjaðist niður á mitt bak hennar. Augu hennar voru blá eins og kornblóm. Hún var hávaxin, en náði hon- um aðeins upp undir höku, þegar hún var í háhæluðum skóm. Hann var yf ir s.ig ástfanginn af alvarlegri stúlku, sem sótti kvöldskóla til að Ijúka prófi í sálfræði. Á dag- inn vann hún fyrir sér með því að f jalla um umsóknir um atvinnu hjá fyrirtæki á Shepard-götu. Hún var einbeitt og ákveðin stúlka, sem ætlaði að Ijúka prófinu sínu og vinna síðan sem sálfræðingur. Hún var líka svolítill ruglukollur. I síðasta mánuði sendi hún sex feta hátt hjarta, skorið út í við og málað hárautt, á lögreglustöð- ina. Á það voru málaðir gulir stafir: Cynthia Forrest elskar Bertram Kling leynilögreglumann. Er það glæp- samlegt? Félagar hans gerðu enn grín að honum fyrir þetta. Cynthia Forrest var líka viðkvæm stúlka, sem fór að há- gráta, þegar hún sá blindan mann leika á harmóniku úti á götu. Hún gaf honum f imm dollara seðil — renndi hon- um hljóðlaust í bollann hans og sneri sér svo að Kling og grét við öxl hans. Ástríðufull stúlka, sem vafði sig að honum á kvöldin og vakti hann oft klukkan sex að morgni og sagði: — Heyrðu lögga, ég á að fara að vinna eftir nokkra klukkutíma. Hefur þú áhuga. Og alltaf svaraði Kling: — Nei, ég hef ekki áhuga á kynlíf i og þess háttar. Svo kyssti hann hana þar til hana svimaði. Svo sat hann andspænis henni við eldhúsborðið í íbúðinni hennar og dásamaði með sjálfum sér fegurð hennar. Einu sinni kom hann roða fram í kinnar henni, er hann sagði: — Á Madison Avenue er sölukona. Hún heitir lluminada og er frá Puerto Rico. Þú ættir líka að heita lluminanda, því þú fyllir herbergið af Ijósi, Cindy. Það mátti með sanni segja, að Bert Kling væri ósjálf- bjarga af ást. En nú var marz, og febrúarsnjórinn huldi enn göturnar. Nöturkaldur vindurinn gnauðaði og borg- arbúar sveipuðu sig loðfeldum. Mörgum fannst veturinn hafa hafizt í september og myndi endast þar til í ágúst. Þá var hugsanlega mögulegt að snjóa leysti, blóm spryngju út og aftur yrði líft. Og þessi viðbjóðslegi kuldavetur var auðvitað vel fallinn til umræðu um lög- reglustörf. [ matartímanum hennar skundaði Kling með hana í eftirtogi niður á lögreglustöð. Vindurinn barði á þeim og kæfði rödd Klings, þegar hann reyndi að segja henni frá hinum dularfullu kringumstæðum, sem tengd- ar voru dauða Cowper lögreglufulltrúa. — Já, það virðist sannarlega dularfullt, sagði Cindy.' Hún hætti á að lyfta hendinni úr vasanum og grípa um klútinn á höfði sér, sem var að losna í hamagangi vinds- ins. — Heyrðu mig Bert, ég er orðin dauðþreytt á vetrin- um. En þú? — Jú, svaraði Kling. — Ég er að segja þér hver ég vona að þetta sé ekki? — Að hver sér ekki hver? — Náunginn sem hringdi á stöðina. Náunginn sem drap lögregluf ulltrúann. Á ég að segja þér við hvern ég vona að við eigum ekki í höggi við? — HVER er það, sagði Cindy. — Heyrnarsljói maðurinn, svaraði hann. — Hver þá, sagði hún. — Það er náungi, sem við áttum í höggi við fyrir tæp- um sjö eða átta árum. Hann gerði allt vitlaust hér í borg- inni, þegar hann reyndi að ræna banka. Hann er einn sá alslyngasti glæpaþrjótur, sem við höfum nokkru sinni komizt i tæri við. — Hver? sagði Cindy. — Heyrnarsljói maðurinn, svaraði Kling á ný. — Já, en hvað heitir hann? — Við vitum ekki hvað hann heitir. Satt að segja náð- um við honum aldrei. Hann kastaði sér í ána. Satt að segja héldum við að hann hefði drukknað. En kannski er hann aftur kominn á kreik, rétt eins og Frankenstein. — Skrímslið hans Frankensteins, áttu við, sagði Cindy. — Já. Rétt eins og skrímslið hans. Þú manst að þessi mannsómynd, sem hann bjó til, átti að sögn að hafa far- izt í eldi, en svo var raunar ekki. — Ég man eftir því. iii i jii h'\ i •!»; iiiiilliMiilliil iihi illli iJII LAUGARDAGUR 20. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir les siðasta lestur sögu sinn- ar ,,í Bjöllubæ” (4). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúkl- ingakl. 10.25: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja timanum. Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 Miðdegistónleikar. Hljómsveitin Philharmonia leikur, Alceo Galliera stjómar. a. „Leikfangabúð- in”, balletttónlist eftir Rossini. b. „Lærisveinn galdrameistarans”, scherzo eftir Paul Dukas. 15.45 t umferðinni. Árni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 16.30 Hálf fimm. Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Popp á laugardegi. 18.10 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar-. 19.30 Séð og heyrt i Armeníu. Siðari þáttur Gunnars M. Magnúss rithöfundar. 20.00 Hljómplöturabb. bor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Undir verndarvæng. Þáttur um breska hernám- ið, m.a. rætt við Tryggva Einarsson i Miðdal. Um- sjón: Guðrún Guðlaugsdótt- ir. Lesari með henni: Atli Magnússon. 21.30. Gamli norskir dansar. Blásarasveit Oslóborgar leikur. Kjell Hagen stjóm- 21.50 Ljóð eftir Þórodd Guð- mundsson. Helgi Skúlason leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 20. september 18.00 Iþróttir. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Hlc. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Dagskrá og augiýsingar. 20.30 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Brúðkaupsferðin. Þýðandi Stefán Jökulsson 20.55 Steinunn Bjarnadóttir. Leik- og söngkonan Stein- unn Bjarnadóttir syngur gamlar og nýjar gaman- visur i sjónvarpssal. Undir- leikari Arni ísleifsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Lestin. (The Train) Bandarisk biómynd frá' árinu 1965. Aðalhlutverk Burt Lancaster, Paul Scofield og Jeanne Moreau. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin gerist i Frakklandi árið ’44. Landið er hersetið af Þjóðverjum, og þeir ætla sér að flytja mikið af verðmætum listaverkum úr listasafni i Paris til Þýska- lands. Franskir föðuríands vinir vilja koma i veg fyrir þessa flutninga og reyna með ýmsum ráðum að tefja lestina, sem flytur hinn dýr- mæta farm. 23.20 Dagskrárlok. AuglýsícT :í Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.