Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 20. september 1975. Ármann Ö. Á f I I Ármannsson: ArmannsfeU svarar fyrir sig VEGNA þeirra rakalausu fullyrð- inga, sem hafðar eru eftir borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins, Kristjáni Benediktssyni, i opnu dagblaðsins Timans i dag, 19.09.75, var um vanefndir Bygg- ingafélagsins Armannsfells h.f. við byggingu Fellaskóla, viljum við taka fram: Hvað varðar fullyröingu Kristjáns ,,þá er upplýst að Bygg- ingafélagið Armannsfell hf. er á eftir með þær framkvæmdir, sem það er með fyrir borgina” þá veit borgarfulltrúinn, eða ætti a.m.k. að vita, að hér er ekki farið með rétt mál. Bf. Armannsfell h.f. skilaði endanlega af sér heildarverkefni við Fellaskóla i byrjun ágúst sl., mánuði áður en verkinu átti að vera lokið skv. samningi og um þrem mánuðum áður en þvi bar, skv. áorðnum töfiim vegna verk- falla o.fl. Varðandi fullyrðingar um vanefndir fyrirtækisins 1973 hefur það mál áður verið skýrt i blöðum, en er i stuttu máli þannig: Samkv. samningi átti að skila efri hæð unglingaálmu 1.10.73 en vegna erfiðrar veðráttu veturinn 72/73 voru lögmætar taf- ir þannig að verkið framlengdist til 11. nóv. sama ár. Þar sem nauðsynlegt var að hefja kennslu i skólanum þegar i októberbyrjun var gripið til þess ráðs af hálfu borgarinnar að láta fyrirtækið innrétta kjallara hússins og var samningur þar um réttilega fyrir um 10 milljónir króna, þar af voru um 5 milljónir umfangsmikilla breytinga á loftræstilögn og raf- lögnum, sem rann beint til undir- verktaka, en afgangurinn fyrir að oinnrétta u.þ.b. 10 skólastofur. Mér vitanlega er þessi kjallari að fullu nýttur enn, enda þótt unglingaálmu allri hafi verið skilað til kennslu sl. haust og neðri hæð þá ári á undan skv. upphaflegum verksamningi. Það er þvi gripið helzt til úr lausu lofti að slá um sig með vanefndum Bf. Armannsfells h.f. vegna Fella- skóla. Kristján Benediktsson veit betur, en kannski telur hann til- ganginn helga meðalið. í tilefni af þeim aurburði, sem hafður hefur verið i frammi i Timanum og reyndar i öðrum dagblöðum um óeðlilegan gróða og forréttindaaðstöðu i samskipt- um Armannsfells h.f. og Reykjavikurborgar, látum við fylgja hér með töflur, yfir þau verk, sem félagið hefur á starfs- ferli sinum unnið fyrir Reykjavikurborg. Það skal undirstrikað að öll þessi verk hafa fengizt á frjálsum útboðs- markaði, þar sem fyrirtækið hefur verið lægstbjóðandi. 1 samræmi við þetta lýsum við hér með öll skrif um óeðlilega að- stöðu Bf. Armannsfells h.f. raka- laus ósannindi og i þeim tilgangi gerð að ófrægja fyrirtækið fyrir almenningi og draga það inn i pólitiskt hnútukast, sem er þvi al- gerlega óviðkomandi. Forráðamenn Bf. Armannsfells h.f., fyrst Armann Guðmundsson, byggingameistari, sem nú er lát- inn, og siðan synir hans, hafa tal- ið að félaginu hafi tekizt að spara borgurum Reykjavikur álitlegar fjárhæðir með starfsemi sinni. Við leyfum okkur að fullyrða að fyrirtækinu hafi tekizt betur en öðrum verktökum borgarinnar að standa við gerða samninga þegar á heildina er litið, og vitum að borgarverkfræðingurinn i Reykjavik og þeir ráðamenn borgarinnar, sem hafa fylgzt með byggingum hennar gætu staðfest það. Vegna margumræddrar lóðaút- hlutunar hefur Bf. Armannsfell h.f. þegar skýrt það mál, m.a. i Þjóðviljanum nú i dag og telur þessi mál útrædd fyrir sitt leyti. Suumburöwé A v*rkua, sen bygsing*félaglð ArBannafell-11.fr hefu*»'-?rB»lc»B»t -fyrir Reykjaviltwborgl tafla 1. Sananburður i koatnaðaréætlun Reykjavlkurborgar og tilböðBupphað Armannafells ■löaö við verðlag 1.11.1974: verk upph.framkv. tilboðsupphæð k06tnaðaráætl.Rvlkurb. mismunur Réttarholtssk61i,iþrh. 1964 78.540.000.- 90.789.000.- -12.249.000,- Langholtsskóli 1966 55.590.000.- 60.945.000.- - 5.355.000.- Armúlaskóli 1968 89.675.000.- 126.795.000.- -37.120.000.- Breiðholtsskóli 1969 276.054.000.- 276.403.000.- + 349.000,- Hjúkrunarheimili . 1970 156.578.000.- 179.153.000.- -22.575.000.- Fellaskóli 1972 329.744.000.- 366.770.000.- -37.026.000.- samtals: 986.181.000.- 1.100.855.000.- - 114.674.000.- 11,6% tafla 2. Samanburður á tilboðsupphæð Armannsfells Armannsfell næst lægsta tilb. og nœst lægsta tilboöi m.v.v. 1.11.1974 mism. allt i milj.kr. Réttarholtssk. 78,5 90,8 -12,2 Langholtsskéli 55,6 60,7 - 5,1 Armúlaskóll 89,7 100,4 -10,7 Breiðholtsskéll 276,o 284,6 - 8,6 HjúkrunarheÍBili 156,6 157,1 - 0,5 Fellaskéli 329.9 541.1 - 212.0 986.2 1234.7 -249,1 25,2» 1976 árcjerðin af Volvo er komin til landsins Gsal-Reykjavik — Volvo, árgerð 1976, er kominn til landsins, og komu fyrstu bilarnir með m/s Langá i fyrradag. Að sögn As- geirs Gunnarssonar hjá Velti cr 1975-árgerðin af Volvo alveg upp- seld hjá fyrirtækinu. Asgeir kvað nýju árgerðina i ýmsu frá- hrugöna 1975-árgerðinni, og nefndi liann að iitaval væri m.a. annaðen verið hefði á siðustu ár- gerð. Asgeir sagði, að ódýrasti billinn af nýju árgerðinni kostaði 1870 þúsund. Veltir mun efna til bila- sýningar um aðra helgi, 27.-28. sept., þar sem hinar ýmsu gerðir af Volvobilum af 1976-árgerðinni verða kynntar. Alþingi seti 10. október Milljónahöllin viö Espigeröi ÞAU mistök urðu i OPNU blaðs- ins i gær, að birt var mynd af fjöl- býlishúsinu Espigerði 4 og það sagt vera „milljónahöllin við Espigerði” sem Ármannsfell byggði. Þetta er rangt, þvi Ar- mannsfellsblokkin er Espigerði 2. Timinn biðst afsökunar á þessum mistökum. Myndin hér er af rétta húsinu. Borgarleikhús Leikfélag Reykjavikur leyfir sér að mótmæla þeim skrifum, sem birtust um væntanlegt Borg- arleikhús i Þjóðviljanum mið- vikudaginn 3. september og laug- ardaginn 13. september 1975, og telja til vanhugsunar. Slikum skrifum getur hvorki verið ætlað að hafa né haft aðrar afleiðingar en að vekja tortryggni hins al- menna borgara, sem les frásögur i blöðum, án þess að þekkja mála- vöxtu til hlitar. Bæði vegna þessara skrifa og vegna umræðu um byggingu Borgarleikhúss, sem Reykja- vikurborg reisir i samvinnu við Leikfélag Reykjavikur i nýja miðbænum, vill Leikfélag Reykjavikur gera grein fyrir eft- irfarandi: 1. Leikfélag Reykjavikur hefur barist fyrir þvi i meir en tvo ára- tugi, að nýtt leikhús fyrir starf- semi þess risi i Reykjavik. Allir áfangar i byggingarmálum fé- lagsins hafa verið nækilega kynntirogræddir á almfflnum fé- lagsfundum og allar endanlegar ákvarðanir verið teknar þar. Auk þess var málið jafnóðum borið undir álit annarra sérfóðra manna, bæði listamanna og tækniroanna, svo sem úr Þjóð- leikhúsinu og frá Sjónvarpinu. Þá var einnig frá upphafi höfð náin samvinna við fyrirtækið Theatre Projects i London, sem hefur i þjónustu sinni sérfræðinga á öll- um sviðum i hönnun leikhúsa og eru nefndir meðal farsælustu leikhúsbyggingaaðila i heimi á siðari árum. 2. Stefnt var að þvi i 20 ar að fá leikhúsið reist i gamla miðbæn- um. Þegar séð varð, að þar yrði ekki unnt að gera ráð fyrir lóð undir nútfmaleikhús, var sú á- kvörðun tekin á félagsfundi Leik- félags Reykjavikur að taka til- boöi um lóð i nýjum miðbæ, þar sem rými er nægjanlegt til að uppfylla allar óskir um hag- kvæmt leikhús. Þar hefur leik- húsinu nú verið valinn staður. 3. Frá upphafi hefur verið stefnt að þvi, að reist yrði leik- hús, sem viðheldur sögu Leikfé- lags Reykjavikurog er i tengslum við starfsemi þess fram á þennan dag, þ.e. leikhús, sem spannar breidd i verkefnavali, allt frá si- gildum leikverkum fyrri tima til nútima verka og framúrstefnu- verka, og hefur margar leiksýn- ingar á dagskrá i senn (repertoir- leikhús). Einnig var það ásetn- ingur félagsmanna, að i húsinu yrði sköpuð sú aðstaða að á hverj- um tima yrði þar unnt að brydda upp á nýjum sköpunarháttum og túlkunaraðferðum i leiklist, — og að þar mætti nýta þá reynslu, sem Leikfélag Reykjavikur hefur af leikhúsrekstri, og ekki sist að halda þeim nánu tengslum, sem rikt hafa milli listamanna og á- horfenda i gamla húsinu við Tjörnina. Forseti Islands hefur samkvæmt tillögu forsætisráðherra kvatt Al- þingi til fundar föstudaginn 10. október n.k., og fer þingsetning fram að lokinni guðsþjónustu i Dómkirkjunni, er hefst kl. 13.30. 4. Strax og vitað var að hægt yrði að hefjast handa um að teikna bygginguna, var um það fjallað hvort efna ætti til sam- keppni um uppdrátt leikhússins. Sú ákvörðun var tekin á félags- fundi, að farsælla myndi að ráða arkitekta til að hanna húsið. Um er að ræða mjög flókna og sér- hæfða byggingu, sem fyrst og fremst þurfti að hanna innanfrá, þ.e. með hagkvæmni til leik- húsreksturs í huga várðandi allan innri búnað, og kreföist itarlegrar könnunar og samvinnu við leik- húsfólk, sem og við erlenda ráð- gjafa um leikhúsbyggingar. 5. t ljósi ofangreindra atriða voru stærðir ákvarðaðar, innri skipan leikhússins og rými: á- horfendasalur fyrir 500 manns, með návist þeirra við leiksviðið i huga, þ.e. 17 sætaraðir. (1 gömlu Iðnó eru 14 sætaraðiri sal og 4 á svölum, eða alls 18 sætaráðir). Leiksvið, sem gerir ráð fyrir itrustu rekstrarhagkvæmni i framtið, rúmgóð hliðarsvið fyrir leiktjaldageymslur: smiðaverk- stæði, málarasalur, saumastofa og hagkvæmar vistarverur starfsfólks. Auk þess annar salur, sem tekur um 200manns i sæti og væri i senn hægt að nýta sem æf- ingasal og leikhússal með breyti- legu leiksvæði, þar sem nota mætti hvers kyns aðferðir i flutn- ingi leikrita, nýjum sem gömlum, flytja til sæti og palla að vild. í húsinu verður þvi að sjálfsögðu hægt að sýna leikrit öðru visi en i ramma hins sigilda leikhúss. Ákvörðun Leikfélagsins beind- ist þannig að þvi að mynda hóp arkitekta og leikhúsmanna, sem hefði alla möguleika á að kynna sér á sem rækilegastan hátt allar hliðar nútimaleikhúss. Eftir að arkitektar höfðu verið ráðnir, heimsóttu þeir, ásamt tæknisérfræðingum, öll helstu ný leikhús i Vestur-Evrópu, skoðuðu þar ótal afbrigði af ýmsum til- raunum, sem gerðar hafa verið i leikhúsbyggingum siðari ára, og ræddu við staðarmenn um hvað hefði lánast vel og hvað miður. Aðurnefnt fyrirtæki, Theatre Projects i London, var ráðið sem leiðbeinandi um tæknibúnað. 6. 1 einu og öllu hefur verið leit- ast við að teikna leikhús, sem er hagkvæmt i rekstri, býður upp á alla möguleika sem þekktir eru i leiklistarflutningi til þessa dags og er ekki of flókið i tæknibúnaði, skapar góða aðstöðu fyrir starfs- fólk og hugar að velliðan áhorf- enda. Reykjavik, 18. september 1975. i leikhúsráði, stjórn og varastjórn Lejkféiags Reykjavikur Vigdis Finnbogadóttir leikhússtjóri, Jón Hjartarson, Baldvin Tryggvason, Kjartan Ragnarsson, Gissur Pálsson, Steinþór Sigurðsson, Steindór Hjörleifsson formaður L.R. Pétur Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Asdis Skúladóttir, Guðmundur Pálsson framkv.stj. L.R. v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.