Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMIXN Laugardagur 20. september 1975. Laugardagur 20. september 1975. TIMINN 9 Reynir Aðalsteinsson d Degi Frd setningu Evrdpumeistaramdts islenzkra hesta. Albert Jdnsson d Ljdska. Myndir Ásgeir. íslendingar sigra í þrem greinum á Evrópumeistaramóti íslenzkra hesta lenda eigendur islenzkra hesta. i tengslum við þessi samskipti og áhuga erlendra hestamanna á okkah hestum hefur áhugi á Is- landi aukizt mjög i löndum þeirra. Forráðamenn samtaka eigenda islenzkra hesta i þessum sjö Evrópulöndum sýndu mikinn áhuga á að landbúnaðarráðu- neytið reyndi að gera öil viðskipti i þessu sambandi greiðari, en vissir tollmúrar eru fyrir t.d. i Austurriki og Sviss gagnvart inn- flutningi á islenzkum hestum. Ætla þeir að senda okkur erindi siðar um að finna lausn á þessu máli. — Ég orðaði það svo, að is- lenzki hesturinn hefði gerzt nokkurs konar sendiherra, sagði landbúnaðarráðherra. — Ég tel þetta ekki mælt út i bláinn. Ahugi á landinu vegna kynna af hestum okkar hefur vaxið geysilega mik- ið. Hesturinn sjálfur er dásamleg skepna, sem hefur hæfileika til að iaða manninn að sér, og á svo létt með að tengjast mannseðlinu. Margt af erlenda hestafólkinu, sem þátt tekur i mótum sem þessu, hefur komið hingað til lands. Kynni milli þjóðanna hafa vaxið verulega við þetta,ekki ein- göngu i sambandi við hestinn heldur einnig önnur viðskipti. Ég tel þvi að för min og ráðuneytis- stjóra hafi verið rétt ráðin á- kvörðun og það sé ástæða til að sinna þessu verkefni eins og öðr- um störfum. Austurrikismenn tóku mjög vel á móti okkur. Alfreð Schubrig ræðismaður og kona hans tóku á móti okkur á flugvellinum ásamt tveim stjórnarmönnum i austurr- iska hestamannafélaginu, sem sáu um ferð okkar til mótstaðar- ins. Fulltrúi stjórnar Steiermark- rikis, þar sem mótið var haldið, sýndi okkur helztu merkisstaði daginn eftir að mótinu lauk. Þá ræddum við einnig m.a. við for- sætisráðherra Steiermark. Við skoðuðum hrossaræktarbú i Piber, en þaðan koma sýnlngar- hestar spánska reiðskólans i Vin. Stofnun þessi byggist á 400 ára gömlu ræktunarstarfi, en for- stöðumaður kynbótastöðvarinn- ar, dr. Lehrner endurreisti hana eftir síðari heimsstyjröldina. í framhaldi af þvi skoðuðum við spánska reiðskólann i Vin, glæsi- um sem þessum, sem og samstarf Islendinga og annarra Evrópu- þjóða um islenzka hestinn. Land- búnaðarráðherra hefur ekki fyrr sótt mót af þessu tagi, en fyrsta meistaramót islenzkra hesta var haldið i Þýzkalandi 1970 og annað i St. Moritz 1972. Var mótið i Austurriki nú það stærsta til þessa. Átta þjóðir tóku þátt i þvi. Norðmenn og Frakkar bættust i hópinn að þessu sinni, en aðrir þátttakendur voru Austurrikis- menn, Svisslendingar, Þjóðverj- ar, Hollendingar, Danir og Is- lendingar. — Það varð úr að ráðuneytis- stjóri og ég fórum til Austurrikis, sagði Halldór E. Sigurðsson, — og komum við til Vinar að morgni fimmtudags. Sama dag ókum við til mótsstaðarins sem er i 200—300 km fjarlægð ekki langt frá Graz. Undankeppni hófst á föstudag, en aðalmótið kl. 10 á laugardags- morgun og kepptu þar þeir gripir, sem komizt höfðu i úrslit, fimm beztu hestarnir i hverri grein. —■ Keppnin fór afskaplega skemmtilega fram. Aldrei var beðið eftir neinum keppanda. Timaröðun stóðst merkilega vel miðað við fjölbreytni mótsins. Og þjálfun og hlýðni hestanna var undaverð. Auk þess var framkoma knap- anna og klæðnaður afar smekk- leg. Islenzku knaparnir voru i ljósum buxum, bláum jökkum með rauða vasaklúta, svo fánalit- irnir komu fram i búningi þeirra. Klæðnaður allra þjóðanna var smekklegur og skemmtilegur, og fannst mér Frakkarnir koma næstir Islendingunum hvað þetta snerti. Háttvisi og prúðmennska knapanna var einnig eftirtektar- verð. Mótið i heild var mjög hátið- legt. Einna eftirminnilegast var þó að sjá hópa reiðmannanna undir fánum sinum riða inn á völlinn áður en verðlaun voru af- hent og mótinu slitið. — Erlendu þjóðunum, sem þátt tóku i mótinu i Semriach hefur tekizt að ná afar góðum árangri i þjálfun islenzka hestsins, • sagði Halldór E. Sigurðsson ennfrem- ur. Islendingar hafa orðið fyrir vissum áhrifum frá þeim um meiri þjálfun hestsins. Þeim hef- ur einnig tekizt að ná miklum ár- angri og hafa nú i fullu tré við er- Svipmynd úr einni keppnisgreininni. í Austurríki Næsta Evrópumeistaramót is- lenzkra hesta verður eftir þrjú ár i Danmörku. Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra var verndari mótsins og fer viðtal við hann hér á eftir. — Okkur til mikillar ánægju sigruðu tslendingar i aðal- keppnisgreininni, tölti, og unnu farandgrip, horn, sem islenzka rikisstjórnin gaf 1970 og Þjóðverj- ar hafa unnið tvivegis. Að þessu sinni unnu tslendingar þennan farandgrip fyrir frammistöðu Pags frá Núpum. Knapi þess hests, sem hlaut þessi mest virtu verðlaun mótsins, var Reynir Aðaisteinsson á Sigmundarstöð- um I Hálsasveit, en eigandi Dags er Sigurbjörn Eiríksson. Það var mjög ánægjulegt að afhenda ís- lendingi þéssi verðlaun i fyrsta sinn og að hornið er nú komið hingað heim og verður hér a.m.k. um sinn. — Fyrir Isiands hönd vakti það ennfremur, að minni hyggju. at- hygli, að hestur og knapi héðan urðu hlutskarpastir i hlýðniþjálf- un (dressur), en það er sú keppnisgrein hestamennsku, sem ekki hcfur verið stunduð hér fyrr en allra siðustu ár. Var þetta merkilegt vegna þess að þessi grein cr miklu meira æfð með hinum þjóðunum, sem þátt tóku i meistaramótinu. Sigurvegarinn i hlýðniþjálfun var Ljóski frá Hofs- stöðum og knapinn Aibert Jóns- son. Svo fórust Halldóri E. Sigurðs- syni landbúnaðarráðherra orð er við hittum hann að máli i gær ný- kominn frá Semriach i Austurriki ásamt Sveinbirni Dagfinnssyni ráðuneytisstjóra, en ráðherra var heiðursverndari Evrópumeist- aramóts islenzkra hesta, sem haldið var i þriðja sinn dagana 12.—14. september á búgarði dr. Hoyos greifa, sem er mikili á- hugamaður um islenzka hesta. I vor barst landbúnaðarráð- herra boð um að vera verndari mótsinsogtaldi hann ástæðu til að þiggja það og kynna sér af eigin raun kynningu á Islenzkum hest- um i Evrópu og árangur af mót- Um 2000 áhorfendur sóttu mótið, og sést hér hluti þeirra. Feldman jr. á Funa frá Kaupvangi. ★ Sjá úrslit í mótinu á bls. 13 SJ-Reykjavik — A sunnudaginn lauk þriðja Evrópumeistaramóti islenzkra hesta i Semriach i Austurriki. Þar urðu tveir bræður Dagur fró Núpum og Hrafn frá Kröggólfsstööum hlutskarpastir hvor i sinni grein. Pagur sigraði i tölti og Hrafn dæmdist bezti kyn- bótahestur mótsins. Þeir eru und- an Hcrði frá Koikuós og Reykja- brúnku frá Reykjum i Hjaitadai. Þá sigraði Ljóski frá Hofsstöðum i hlýðniþjálfun, en sex aðrir hest- ar tóku þátt i mótinu. Hafa hest- arnir héðan ekki náð slikum ár- angri i fyrri mótum ytra. Alls tóku 50 hestar þátt I mótinu: 6 graðhestar, 3 hryssur og 41 reið- hestur. Ahorfendur voru um 2000. lega og skémmtilega stofnun, en sáum þvi miður ekki sýningu, þar sem mánudagur er hvildardagur hestanna i reiðskólanum. Ráðu- neytisstjóri i landbúnaðarráðu- neytinu sýndi okkur borgina og i framhaldi af þvi heimsóttum við landbúnaðarráðherrann dr. Weihs. Austurrikismenn sýndu al- mennt mótinu mikla velvild. Stjórnvöld Steiermark höfðu mót- töku fyrir knapana, forráðamenn hestamannafélaganna og þar voru einnig margir íslendingar sem sóttu mótið. Það þarf ekki að kynna Austurriki sem fagurt land og sannreyndum við að svo er og fólkið afar viðfelldið. Við teljum ekki orka tvimælis að frammi- staða tslendinganna á mótinu hafi vakið áhuga á landi og þjóð enn frekar en orðið var áður. — Ég vil þakka islensku á- hugafólki um hestamennsku, sagði landbúnaðarráðherra — sérstaklega þeim Þórkatli Bjarnasyni ráðunauti, sem var meðal dómara á mótinu og Gunn- ari Bjarnasyni, sem hefur átt manna mestan þátt i að kynna is- lenzka hestinn og koma honum á framfæri á Evrópumarkaði. Ég tel, að þeir geti nú gla ðzt yfir, að islenzku hestarnir og okkar ágæta hestafólk, sem að heiman kom, voru stjörnur þessa móts. Ef þátttakendur i mótinu frá öðrum þjóðum en Islandi sæju þessi orð vil ég færa þeim sér- stakar þakkir fyrir þann sóma, sem Islendingum var sýndur með allri framkvæmd mótsins. Vil ég einnig þakka þá gestrisni sem við nutum i Austurriki af hálfu stjórnvalda og annarra og ekki sizt hjá greifanum i Semriach, sem bauð að halda mótið á fögr- um stað i landareign sinni. ,,íslenzki hesturinn hefur orðið til þess að kynna land og þjóð og auka samskipti okkar við aðrar Evrópuþjóðir", segir Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarróðherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.