Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. október 1975 TÍMINN Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi; Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty,- simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aoalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.f: Ræða Ólafs Jóhannessonar I hinni itarlegu ræðu, sem Ólafur Jóhanness. viðskiptamálaráðherra flutti i fyrrakvöld á fundi Framsóknarfélags Reykjavikur, komst hann svo að orði, að Islendingar hefðu ekki farið varhluta af þeirri efnahagslægð, sem þjakar heiminn, en þeir hefðu þó hingað til sloppið við það at- vinnuleysi, sem viðast annars staðar hefur fylgt efnahagsvandanum. Þvi miður eru batahorfur litlar enn sem komið er, og enn er ekki hægt að fullyrða um það hvort okkur tekst að sneyða hjá atvinnuleysi i framtiðinni, þvi að grundvöllur flestra atvinnugreina er veikur. Fjárhagur rikisins er einnig veikur. Þannig verður að likind- um verulegur halli á rikisrekstrinum á þessu ári og óhjákvæmilegt verður að draga sem mest úr útgjöldum i fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Fyrirhugaður niðurskurður á fjárlaga- frumvarpinu mun bæði bitna á rekstri og fram kvæmdum. Aætlað er, sagði Ólafur, að meðaltals- verðhækkanir hér nemi um 48% á þessu ári, sem er miklu meira en gerist viðast annars staðar. Þessi hækkun á þvi ekki nema að hluta rætur að rekja til hærra verðs á innfluttum vörum. Or- sakirnar eru auðvitað margar, gengisbreytingar eiga mikinn þátt i þessu, auk hækkana á ýmissi opinberri þjónustu, landbúnaðarvörum og byggingakostnaði, svo nokkuð sé nefnt. Þó vil ég benda á, að verðhækkanahraðinn hefur minnkað mjög, sagði Ólafur, og ef hægt verður að halda i horfinu, verða hækkanir næsta ár þó ekki nema 25% að meðaltali, sem væri mikil breyting. Samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsáætlun munu tekjur af vöruútflutningi reiknað á föstu gengi lækka um 4.450 millj. króna frá fyrri áætlun og nema 49.000 millj. árið 1975. Það er nærri 6% magnlækkun og 4% meiri verðlækkun út- flutningsafurða en talið var. Veiki hlekkurinn er minnkandi eftirspurn eftir vörum okkar, og er talið, að verðlækkun útflutnings verði 11% á árinu. Nokkuð kemur á móti, að almennur innflutningur hefur minnkað, eða um rösk 9% fyrstu sjö mánuði ársins. Þrátt fyrir 2500 milljón kr. greiðsluhalla á þessu ári, verður jöfnuðurinn samt 5900 millj. kr. hagstæðari en 1974, þótt það sé ekki eins hagstætt og talið var fyrr á árinu. Aætlaður halli á viðskiptajöfnuði er 17.600 millj. kr. sem svarar til 10% eyðslu umfram aflafé. Viðskiptakjörin hafa rýrnað um 17-18% frá 1974 og rýrnun kaupmættisútflutningstekna nemur 26-27%. Meðaltalshækkun kauptaxta frá fyrra ári er 27% i peningum, en verðhækkanir nema 48% og kaupmáttarrýrnun hefur þvi orðið 13-14%. í sambandi við væntanlega kjarasamninga skiptir miklu, að hófs verði gætt og sanngirni i kaupkröfum. M.a. eru fyrirsjáanlegir miklir örðugleikar i frystiiðnaði og fiskvinnslu, þar sem verðjöfnunarsjóður er lika að mestu þrotinn. Varðandi úrræði þau, sem um væri að ræða, lýsti Ólafur yfir þvi að gengislækkun kæmi ekki til greina að óbreyttum aðstæðum, og heldur ekki innflutningshöft. Gengislækkun hefur ekki reynzt vænleg til árangurs. Hins vegar bæri að skoða niðurfærsluleiðina vandlega. Hún er sennilega erfið i framkvæmd, en við þurfum að feta niður þennan stiga, ekki i stórum stökkum, heldur áföngum. Þá verður að sýna fulla aðhaldssemi i verðlagsákvörðunum, t.d. varðandi opinbera þjónustu. -Þ.Þ. N. Belov, Isvestía: Rússar vilja halda neitunarvaldinu Þeir eru andvígir öllum breytingum á stofnskrá S. Þ. Meðai hinna nýju rikja er gerzt hafa aðilar að Sameinuðu þj. á undan- i förnum árum, er vaxandi áhugi á þvf að breyta stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna, m.a. á þann hátt, að afnema svokallað neitunarvald stór- veldanna i öryggisráðinu. Þetta mál mun áreiðanlega vera ofarlega á dagskrá á fundi Heimssambands félaga Sameinuðu þjóðanna, sem er háð I Moskvu 1.-6. þ.m. i tilemi af þeim fundi hefur birzt forustugrein i rússneska stjórnarblaðinu Izvestia, sem ferhér á eftir i Islenzkri þýðingu APN. Þar kemur fram, að Rússar eru andvlgir öllum breytingum á stofnskránni og þó einkum afnámi neitunarvaldsins. Þetta getur orðið til að valda deilum niilli þeirra og þróunarríkjanna. Banda- rikin munu einnig andvig af- námi neitunarvaldsins. Svo getur þvifarið, að risaveldin eigi hér eftir að standa sainan hlið viðhlið gegn nýja heiminum. Hugsanleg mála- miðlun er sú, að fjölgað verði fulltrúum I öryggisráðinu, og einnig I Alþjóðadómnum, til að auka áhrif nýju rikjanna. Hefst svo greinin úr Izvestia: ÞAD SÖGULEGA ástand, er rfkti á þeim tima, er samtök Sameinuðu þjóðanna voru stofnuð, réði miklu bæði um eðli og innihald stofnskrár samtakanna. Stofnskráin, sem var samin, þegar styrjöldin til frelsunar mannkyninu úr klóm fasismans var á lokastigi, lýsir þeim vilja þjóðanna að afstyra harmleik nýrrar heimsstyrjaldar. Lýsir stofn- skráin þeirri ákvörðun stofn- rlkja Sameinuðu þjóðanna sem meginverkefni sam- takanna ,,að bjarga komandi kynsldðum frá styrjaldar- plágunni" og ,,að sameina kraí'la okkar til þess að tryggja alþjóðlegan frið og öryggi." Stofnskráin var byggð á réttlátum og lýðræðislegum meginreglum um jafnborið fullveldi allra rlkja, frelsi og sjálfs- ákvöröunarrétt allra þjóða og friðsamlega sambúð rikja. Svo er SÞ og aðildarrikjum þeirra fyrír að þakka, að i dag stendur heimurinn nær þvi að ná þeim háleitu markmiðum, sem þjdðirnar, er börðust gegn Hitler, kepptu að. ötul starfsemi SÞ til stuönings þjóðfrelsisbaráttu þjtíðanna og hin sögulega ályktun, er þær samþykktu I þvi sambandi — yfirlýsingin um sjálfstæði til handa ný- lenduþjóöum — eiga þátt i þvi, að tugir nýrra rfkja urðu til. Starfsemi SÞ I heiminum i dag og hlutdeild þeirra i hinni jákvæðu breytingu, sem orðið hefur á alþjóðavettvangi, lýsir sér vel I samþykktum eins og yfirlýsingunni um eflingu alþjóðlegs öryggis, yfir- lýsingunni um grundvallar- reglur alþjóöalaga varðandi vinsamleg samskipti og sam- vinnu rikja, ogsamþykktinni um efnahagsleg réttindi og skyldur rikja. VID NÚVERANDI skilyrði spennuslökunar, aukast möguleikar SÞ til að hafa já- kvæð áhrif á þróun ástandsins i heiminum. Þrátt fyrir það eru enn áhrifamikil öfl i Bygging Sameinuðu þjdðanna I New York. Þingliöllin er á miðri myndinni en skrifstofubyggingin til hliðar. heiminum, sem reyna af þrákelkni að koma i veg fyrir, að traustur friður takist. Þess vegna hefur höfuðmarkmið SÞ ekki glatað gildi sinu. í þessu sambandi eru sérlega mikilvæg ákvæði stofnskrár SÞ um samhljóða atkvæði fastafulltriianna i öryggis- ráðinu, eða „neitunarvaldið" eins og það er jafnan kallað. Þessi regla sem leggur áherzlu á nauðsyn þess að teknar séu sammála ákvarðanir í öryggisráðinu — þeirri. stofnun SÞ, sem hefur það hlutverk að varðveita heimsfriðinn — er hyrningar steinninn i uppbyggingu Sam- einuðu þjóðanna. Hún er trygging gegn þvi, að öryggis- ráðinu verði breytt sem tæki einhvers hóps rfkja, sem gætu notað það til að brjóta stofnskrá SÞ, og gegn lifs- hagsmunum landa og þjóða. Þessi regla er afarmikilvæg fyrir ungu þróunarlöndin, fyrir smárlki og þjóðir er berjast fyrir sjálfstæði sinu. Sovétrikin hafa notað ákvæðið um ~ neitunarvald, ekki aðeins til þess að verja eigin hagsmuni og hagsmuni annarra sósialistari'kja, heldur og til stuðnings þjóðfrelsishreyfingum, baráttu nýlenduþjóða og til að verja lögmæta hagsmuni smáríkja. Reynslan hefur sýnt, ab þessi regla hefur stundum verið misnotuð, t.d. hafa nokkur vestræn riki notað „neitunarvald" sitt á slðustu árum til að hindra öryggisráðið I að gera virkar ráðstafanir gegn kynþátta- kUgunarstjórninni i Suður-- Afríku. A SÍÐUSTU ARUM hafa umræður um efnahagsvanda- mál verið rúmfrekar i starf- semi SÞ. Þróunarlöndin hafa barizt fyrir þvi að bundinn verði endi á mismunun i alþjóðlegum efnahagssam- skiptum og fyrir staðfestingu á yfirráðum sinum yfir náttiiruauðlindum, sem þeim til heyra. Sovétrikin hafa stutt þessar réttlátu kröfur. Þvi er ekki að leyna, að tilraunir hafa verið gerðar til að beina athygli SÞ einvörðungu að efhahagsmálum og til þess að fjarlægja þær þvi marki, sem stofnskráin setti þeim. Þótt ekki sé gert litið úr mikilvægi efnahagsvanda- málanna, má ekki gleyma þvi að farsæl lausn þeirra vanda- mála, sem við er að glima á efnahagssviðinu, er komin undir lausn meginverkefnis þessara alþjóðasamtaka— þvi verkefni að varðveita heims- friðinn og öryggi þjóðanna. Það var einmitt að þakka slökun á pólitiskri spennu, að möguleikarsköpuðustá þvi að taka til meðferðar mál eins og endurskipulagningu efna- hagssamskipta i heiminum. Jafnframt skal hafa i huga að við núverandi aðstæður getur jafnvel bezta lausn efna- hagsvandamála orðið að engu vegna óhagstæðrar þróunar pdlitiskra atburða. Þeir sem nú berjast fyrir „endurskipulagningu Sameinuðu þjóðanna" og breytingum á stofnskrá þeirra, gera það af ýmsum á- stæöum. Flestir þeirra gera það þó undir þvi yfirskyni að endurskoðun stofnskrárinnar muni auka áhrif og hlutdeild SÞ I alþjóðamálum. Þrátiu ára starfsemi SÞ er þö næg sönnun fyrir þvi að ástæðan fyrir ýmsum ágöllum sam- takanna felst ekki i þvi,að „stofnskráin séekki lengur i samræmi við breyttar aðstæður", heldur i þeirri staöreynd, að sum aðildarriki SÞ fylgja ekki i stefnu sinni meginreglum og markmiðum stofnskrárinnar. Sovétrikin standa ákveðið gegnsérhverjum tilraunum til aö endurskoða stofnskrána, þar eð hún samsvarar fullkomlega þörfum nútimans og tilgangi Sameinuðu þjdðanna. Heimurinn er nii á þvi stigi að það verkefni hefur forgang að gera reglur friðsamlegrar sambúðar að þættidaglegs lifs. Skylda allra aðildarríkja SÞ er að beina kröftum sinum og athygli, ekki að endurskoðun stofn- skrár SÞ heldur að þvi að framfylgja undanbragðalaust þeimháleitu reglum og mark- miðum, sem þar eru sett fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.