Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 3. október 1975 TÍMINN 17 ÍSLENZK A LANDSLIÐIÐ I handknattleik mætir Pólverjum I tveimur landsleikjum I Laugar- dalshöll nú um helgina. Fyrri leikur liöanna hefst á laugardag kl. 15, og sá siðari á sunnudag kl. 20. Þessa mynd tók Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Tlmans, á æfingu hjá landsliðinu I vikunni, en 16 handknattleiksmenn hafa veriö valdir til landsliðsæfinga, — og þeirra blða mörg erfið verk- efni á næstunni. Undirbúningur fyrir þessa tvo landsleiki hófst 29. september og stendur yfir sleitulaust til föstu- dagskvölds, þ.e. æft er á hverjum degi i fimm daga. Það er engum vafa undirorpið, að pólska lands- liðið er mjög sterkt um þessar mundir, og hefur handknattleik fleygt mjög fram I Póllandi á slð- ustu árum. Engu að slður hefur tslendingum vegnað vel I lands- leikjum slnum við Pólverja, af sex landsleikjum til þessa höfum við sigrað i fjórum en Pólverjar i tveim. Síöast léku þjóðirnar sam- an I sumar, og þá sigruðu tslend- ingar i Júgóslaflu i mjög skemmtilegum og tvisýnum leik (16-14). FURÐULEG RÁÐSTÖFUN UM FATT er meira rætt núna meðal Iþróttaunnenda en þá fá- dæma ráðstöfun Joe Gilroy, skozka þjálfarans hjá Val, að láta liöið leika sóknarknattspyrnu á móti Celtic á heimavelli þeirra I / Skotlandi, Parkhead. Enda varö ' ráðstöfun þjálfarans svo sannar- lega liðinu að falli —og engu smá falli! Valur fékk svo að segja þá verstu útreiö, sem Islenzk félags- lið hefur fengið lengi. Eftir frá- bæra franunistöðu Islenzkra knattspyrnumanna undanfarin tvö ár, hélt maður satt að segja, að það væri liðin tið að Islending- ar töpuðu með miklum mun fyrir erlendum knattspyrnumönnum. 7-0 tap Valsmanna I Glasgow er einkum hryggilegt vegna þess, að það þurfti aldrei að gerast. Tap Valsmanna er mikili álitshnekkir fyrir liöið og Islenzka knattspyrnu almennt, — og það er sorglegt að þurfa að vita til þess, að barna- skapur skozka þjálfarans skuli hafa komið óorði á Islenzka knatt- spyrnumenn á islandi eiga allt annað skilið en að verið sé að „leika” meö þá! Myndin var tekin I leik Vals og Celtic á Laugardalsvelli, og sýnir markvörð Celtic góma knöttinn eftir sókn Vals. Hann þurfti ekki mikið fyrir llfinu að hafa I fyrra- kvöld — Gsal— Eftir leikina við Pólverja verður hlé á æfingum landsliðsins til 16. nóv., en þá verður fyrri um- ferð 1. deildar keppninnar I hand- knattleik nær lokið. Dagana 17.-21. nóvember veröur landslið- iö siöan undirbúnið fyrir leikina við Luxemborgara, en þeir hafa óskað eftir því að báöir leikirnir I undankeppni ÓL fari fram hér heima, og að sögn forráðamanna Handknattleikssambandsins er nú reiknaðmeð, að þeir leikir fari fram 22. og 23. nóvember n.k. Þ á eru likur á þvl, að landslið Norðmanna komi hingað til lands I lok nóvember eða byrjun desember og leiki hér tvo leiki við islenzka landsliðið. 1. desember hefst undirbúning- ur fyrir heimaleikinn við Júgó- slafa I undankeppni ólympluleik- anna, en hann verður I Laugar- dalshöll 18. desember. Dagana 1.-5. desember verða æfingar hjá landsliðinu, og ráðgert er aö fara I keppnis- og æfingaferð til Norðurlanda og Þýzkalands dag- ana 6.-12. des. 1 þeirri ferð er stefnt að þvi, að Islenzku hand- knattleiksleikmennirnir, sem leika meö v-þýzku liöunum, komi til móts viö liðið og taki þátt I undirbúningnum fyrir leikinn viö Júgóslafana. Lokaundirbúningur fyrir þennan erfiöa leik verður svo hér heima dagana 13.-17. des. — en sjálfur leikurinn fer fram þann átjánda. Aö sögn forráðamanna HSl hafa Júgóslafar fallizt á að leika hér aukaleik þann 20. desember. Islendingar lentu sem kunnugt er i riðli með Júgóslöfum og Lux- emborgurum I undankeppni ÓL, og kemst efsta liðið I riðlinum I aðalkeppnina. Á myndinni eru eftirtaldir leik- menn, t.f.v.: Viggó Sigurðsson, Vikingi, Gunnar Einarsson, Göppingen, Ólafur Einarsson, Dionzdorf, Arni Indriöason, Gróttu, Gunnsteinn Skúlason, Val, Viðar Simonarson, landsliðs- þjálfari, Ingimar Haraldsson, Haukum, Rósmundur Jónsson, Vlkingi, Magnús Guðmundsson, Víkingi, Páll Björgvinsson, Vlk- ingi, Jón Karlsson, Val, Hörður Sigmarsson, Haukum, ólafur Benediktsson, Val, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, og Stefán Gunnarsson, Val. Keppnistímabil körfuknattleiksmanna að hefjast REYKJAVÍKURMÓTIÐ HEFST UM HELGINA RE YKJ AVIKURMÓTIÐ I körfuknattleik hefst nú um helg- ina meö leik KR — og Fram I tþróttahúsi Kennaraháskólans, og hefst sá leikur klukkan 17. Strax að þeim leik loknum keppa Valur og 1R, og siöasti leikurinn á laugardaginn veröur á milli Ármanns og tþróttafé- lags stúdenta — sá leikur hefst kl. 20.30. Mótinu verður siöan fram haldið á sunnudag kl. 14.30 með leik Armanns og KR, þar næst leika Fram og IR, og slöasti leikurinn á sunnudaginnímeist- araflokki karla veröur á milli 1S og Vals. Eins og kunnugt er hafa bæöi Armenningar og KR-ingar feng- iö blökkumenn frá Bandarikj- unum I sinar raðir, og er ,,nýi” Ármenningurinn, Jimmy Rod- gees, þegar kominn til landsins, en Curtiss Carter, sem mun leika með KR-ingum, er vænt- anlegur um helgina. Óvlst er þó, hvort hann tekur þátt I leikjum KR-inga um helgina, — en svo gæti þó farið, að báöir Banda- rlkjamennirnir lékju með liöum sinum á sunnudag, en þá fer leikur KR og Armanns fram. Reykjavlkurmótiö I meistara- flokki kvenna hefst einnig um helgina, og verður fyrsti leikur- inn leikinn I Iþróttahúsi Kenn- araháskólans á milli KR og Fram, og hefst hann klukkan 13. Reykjavíkurmótið í handknattleik: KR-INGAR í ÚRSLIT 1 FYRRAKVÖLD tryggöu KR-ingar sér svo gott sem sigur I A-riðli Reykjavlkurmótsins I handbolta, er þeir sigruðu IR-inga 23-221 æsi- spennandi og skemmtilegum leik. Meö þessum sigri sinum hafa KRingar hlotið sex stig — unnið alla sina leiki — og fátt getur nú komið I veg fyrir sigur þeirra I riölinum. Að visu er sá fræðilegi möguleiki fyrir hendi, að Armenningar sigri I riðlinum, en til þess aö svo megi verða, þurfa þeir að taka á honum stóra sinum og hreinlega kafsigla KR-inga I slöasta leiknum I riðlinum, en leikur KR- og Armanns fer fram á sunnudaginn kemur. Leikur KR og IR var mjög spennandi á aö horfa, og úrslitamarkið var ekki skoraö fyrr en eftir aö venjulegum leiktima var lokið. IR-ingar höföu boltann á siðustu sekúndunum, eftir að KR-ingar höföu jafnað tveggja marka forskot þeirra — og virtist jafntefli eða sigur ÍR ætla að verða liklegustu úrslitin. En — ónákvæmt skot Guð- jóns Marteinssonar var auðvelt fyrir Emil Karisson i KR-markinu, og hann var fljótur að senda boltann fram völlinn til KR-inga, sem voru tilbúnir I hraðaupphlaup. En IR-ingarnir brutu á KR-ingnum sem fékk boltann, og dæmt var vitakast. Svo að segja á sömu sekúndu gall flauta timabarðarins. Or vitlnu skoraði siðan Hilmar Björnsson, þjálfari KR-inga við mikinn fögnuð félaga sinna. 1 fyrakvöld léku einnig Armann og Leiknir, og sigruðu Armenn- ingar með 22-17, og var það mun minni sigur en búizt hafði verið við. Erfiðir leikir fram- undan hjá landsliðinu ★ Tveir landsleikir við Pólverja um helgina ★ Landsleikir við Luxemborgara i ÓL í nóvember ★ Landsleikir við Norðmenn í lok nóvember ★ Landsleikur við Júgóslava í ÓL 18. desember

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.