Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 10

Fréttablaðið - 28.10.2005, Side 10
10 28. október 2005 FÖSTUDAGUR 3x15 Morð á Þingvöllum Kilja á góðu verði 1.799 kr. Ferðamenn finna lík í Drekkingarhyl í Öxará sem reynist vera af ungri stúlku af kúrdískum uppruna. Strax vaknar grunur um svokallað heiðursmorð og faðir stúlkunnar er handtekinn. Sem fyrr er það lögfræðingurinn glæsilegi og eitursnjalli, Stella Blómkvist, sem glímir við að upplýsa snúið morðmál. „Dásamlega óvenjuleg stjarna í glæpasöguheiminum.“ Frankfurter Rundschau KOMIN Í VERSLANIR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI DÓMSMÁL Hjónin Baltasar og Kristjana Samper, sem bæði starfa sem listamenn og hafa verið sjálf- stætt starfandi atvinnurekendur mestan hluta ævi sinnar, hafa stefnt Söfnunarsjóði lífeyrisrétt- inda fyrir ólögmæta eignatöku. „Þau eru sjálfstæðir atvinnurek- endur, bæði komin yfir sextugt, og það er verið að krefja þau um iðgjöld. En það er bara þannig að fólk á þess- um aldri mun aldrei mynda nein réttindi, þannig að þetta er bara eignaupptaka,“ segir lögmaður hjón- anna, Steingrímur Þormóðsson. Þegar lög voru sett nýverið um skyldubundnar greiðslur sjálf- stæðra atvinnurekenda í lífeyris- sjóði var ekki gert ráð fyrir fólki sem hefur alla tíð unnið sjálfstætt og mun lítið eða ekki njóta líf- eyris, ef það byrjar að greiða nú, vegna þess hve upphæðin verður lág þegar ber að greiða hana út, þegar viðkomandi verður sjötug- ur, að sögn Steingríms. Héraðsdómur Reykjaness mun væntanlega rétta í málinu snemma á næsta ári. - smk Listamenn stefna Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda: Saka sjóðinn um ólögmæta eignatöku MENNTUN „Hugmyndin kviknaði þegar ég fór sjálfur að takast á við föðurhlutverkið og hugs- aði um það hvernig gera mætti stærstu viðfangsefni tilverunnar að raunveru-leik,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla í Reykjavík. Hann tók í gær við verðlaunum Norðurlandaráðs, um einni millj- ón íslenskra króna, sem Norræna ráðherranefndin úthlutaði fyrir námsefni í neytendamálum. Ómar lýsir leiknum sem gagn- virkum hermileik. „Nemendur geta spilað stóru viðfangsefn- in í tilverunni frá 20 til 50 ára í þessum leik. Nemendur kynnast því vali sem flestir einstaklingar standa frammi fyrir á lífsleið- inni. Þetta er sett fram sem kepp- ni og námsefni í senn og veitt eru verðlaun fyrir frammistöðu. Það örvar nemendur og heldur þeim að efninu. Menn geta safnað stig- um, bekkurinn getur gert það og jafnvel skólinn allur gagnvart öðrum skólum,“ segir Ómar. Alls bárust 24 tillögur í samkeppninni, þar af átta frá Íslandi. - jh Verðlaun Norðurlandaráðs fyrir nýstárlegt námsefni: Tilveran í tölvuleik MILLJÓN Í VERÐLAUN Ómar Örn Magn- ússon kennari og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra FÉLAGSVÍSINDI Þetta er í sjötta sinn sem slík „uppskeruhátíð“ félags- vísinda er haldin við Háskóla Íslands. Alls verða haldnir 122 fyrirlestrar í 33 opnum málstof- um. Að dagskránni standa Félags- vísindadeild, Viðskipta- og hag- fræðideild og Lagadeild HÍ. Ein málstofanna 33 fjallar um stöðu smáríkja í Evrópusamrunan- um. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði við HÍ og háskólann í Lundí, flytur einn þeirra fyrirlestra sem áhuga- sömum gefst þar færi á að hlýða á. „Fyrirlesturinn fjallar um getu og leiðir smáríkja almennt til áhr- ifa í alþjóðasamstarfi með því að þau nota úrræði sem ég kalla hugræn úrræði,“ segir Gunn- hildur í samtali við Fréttablaðið. „Hugræn úrræði eru almennt séð öðruvísi úrræði en stór ríki nota til að hafa áhrif. Hefðbund- in valdatæki stórra ríkja byg- gja á tölulegum styrk svo sem stórri stjórnsýslu, hernaðar- og efnahagsmætti. Hugræn úrræði byggja aftur á móti á eigindleg- um þáttum,“ útskýrir hún. „Dæmi um þetta er hvernig lítil ríki nýta sérþekkingu sem leið til aukinna áhrifa og hvernig þau eru talin fyrirmynd annarra ríkja í ákveðn- um málaflokkum, til dæmis í umhverfismálum, og nýta þá ímynd til að sannfæra önnur ríki, stór sem smá, um að þeirra leið sé rétta leiðin.“ Spurð hvort þá væri hugsan- legt að Ísland nýtti sér viður- kennda sérþekkingu sína í fisk- veiðistjórnunarmálum til að hafa áhrif, til dæmis á stefnu Evrópu- sambandsins í þeim málum, segir Gunnhildur það vissulega hugs- anlegt. Í doktorsrannsókninni sé hún að skoða sérstaklega hvernig norrænu ríkin innan ESB - Finn- land, Svíþjóð og Danmörk - beiti sér til að hafa áhrif á stefnu ESB í umhverfismálum og félagsmál- um. Tilgangurinn sé ekki síst að draga ályktanir sem heimfæran- legar væru á stöðu Íslands í evr- ópsku og alþjóðlegu samstarfi. En niðurstöður rannsóknar sinnar til þessa orðar Gunnhildur svona: „Smáríki eru ekki dæmd til að vera áhrifalaus í alþjóða- samstarfi. Þau geta skipað sér í forystu og aukið áhrif sín innan ákveðinna málaflokka með því að beita markvisst hugrænum úrræðum.“ audunn@frettabladid.is Ekki dæmd til áhrifaleysis Undir yfirskriftinni Þjóðarspegillinn 2005 kynna í dag vel á annað hundrað fræðimanna rannsóknir í félagsvísindum við Háskóla Íslands. GUNNHILDUR LILY MAGNÚSDÓTTIR Hugræn úrræði nýtast smáríkjum til áhrifa. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.