Tíminn - 04.10.1975, Síða 6

Tíminn - 04.10.1975, Síða 6
6 TÍMINN Laugardagur 4. október X97S „HRÁEFNI B.Ú.R. EKKI HÆFT TIL VINNSLU í NEYTENDAUMBÚÐIR" — sagði Pdll Guðmundsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í umræðunum um stöðu Bæjarútgerðarinnar d fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag BH-Reykjavik. — „Viö skipulag og uppbyggingu Vesturhafnar var henni ætlaö aö þjóna fiski- skipuin, og i þeim tilgangi voru byggöar tvær stórar skemmur. Vart var lokiö byggingu skemm- anna, þegar þær voru leigðar félögum flutningaskipa. Við þaö situr, þrátt fyrir aö flutningsaðil- um hafi veriö sköpuö stóraukin aðstaöa viö Austurbakka og Sundahöfn, og taka þau nú mciri- hluta Vesturhafnar. Á sama tima er þrengtaö afgreiöslu fiskiskipa, sem enga viðunandi aöstöðu hafa. Hafa þau þurft aö leita talsvert til annarra hafna til losunar en aflanum ekiö til Reykjavikur. Liggur i augum uppi, að með þessu atferli hefur Reykjavik einnig misst af kærkomnum hafnargjöldum.” Þannig komst Páll Guðmunds- son, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, að orði á fundi borgar- stjórnar Reykjavikur sl. fimmtu- dag, er til umræðu var fyrirspurn frá borgarfulltrúum Fram- sóknarflokksins, svohljóðandi. ,,A fundi borgarstjórnar 6. febrú- ar s.l. var eftirfarandi tillögu vis- að til athugunar forstjóra B.Ú.R. og borgarhagfræðings: „Borgarstjórn samþykkir að láta Bæjarútgerðina hafa til ráðstöfunar nú þegar eða svo fljótt sem auðið er hálfa Bakkaskemmuna i Vesturhöfn- inni. f framhaldi af þeirri ráðstöfun verði komið þar upp kældri fiskmóttöku og löndun úr togurum B.Ú.R. flutt frá Faxa- garði að Grandabakka.” Spurt er um, hvað framan- greindri athugun liði og hverjar horfur séu á framkvæmd þeirra atriða, sem tillagan fjallar um.” Borgarstjóri, Birgir fsleifur Gunnarsson, svaraði þvi til, að athugun væri í gangi og ekki lok- ið, og hefði hún vissulega tekið lengri tima en hann hefði kosið, sem stafaði af framkvæmda- stjóraskiptum. Borgarhagfræð- ingur ynni nú að greinargerð, sem væntanlega sæi dagsins ljós bráðlega. Gaf borgarstjóri litla von um að Bakkaskemman yrði rýmd fyrr en Eimskip hefði rýmt Grandaskála, og leigutaki Bakkaskála fengi þá þar inni, sem yrði ekki fyrr en 1. júli f977. Páll Guðmundsson þakkaði borgarstj. svörin og kvaðst hafa búizt við að fá þau greiðari. Minnti Páll á það,að6. febrúar sl. hefði hann, ásamt með tillögu- flutningi, reynt að gera borgar- fulltrúum grein fyrir, hversu af- gerandi áhrif þetta hefði á af- komu BÚR. Kvaðst Páll vilja rifjaupp nokkur atriði þessa máls og sagði siðan: Óskað eftir afnotum af Bakkaskemmu Þegar tsbirninum h.f. var feng- in aðstaða við Norðurgarð, var B.Ú.R. gefið fyrirheit um aðstöðu I og við Bakkaskemmu, og þegar var hafinn undirbúningur skipu- lags og teikninga að væntanlegu fiskiöjuveri B.ú.R. A fundi útgerðarráðs þann 5. júní Í974 mættu Ingimundur Sveinsson arkitekt og Jón B. Stefánsson verkfræðingur. Lögðu þeir fram áætlun og teikningar að væntanlegu fiskiðjuveri, sem að hluta kæmi i Bakkaskemmu en að hluta á svæði verbúða þar fyrir vestan og uppfyllingu, sem gerð yrði vestan þeirra. Á þeim fundi var samþykkt að óska eftir fundi við hafnarstjórn um afnot B.Ú.R. af Bakkaskemmu. A fundi útgerðarráðs þann 3. janúar 1975 bar ég fram tillögu um að útgerðarráðfæri þess á leit við hafnarstjórn að fá svo fljótt sem auðið væri hálfa bakka- skemmu til afnota og kæmi þar upp fiskmóttöku og flytti af- greiðslu togara sinna þangað. Sú tillaga var dregin til baka, þar sem stjórnarformaður upplýsti, að fyrir lægi beiðni um afnot B.Ú.R. af Bakkaskemmu, en svar hafði ekki borizt. Á fundi útgerðarráðs 24. júli siðast liðinn óskaði ég að gengið yrði eftir svari hafnarstjórnar um afnot B.ÚR. af Bakkaskemmu. Ennþá hefur ekkert svar borizt. Kæld móttaka og bætt aðstaða við löndun Tillaga okkar um afnot af hálfri Bakkaskemmu fellur alveg inn i þá mynd, sem dregin hefur verið uppaf fiskiðjuveri B.Ú.R. og væri sá hluti þess, sem fiskmóttakan færi fram I. Kæld fiskmóttaka, ásamt bættri aðstöðu við löndun, eru þau verkefþi, sem enga bið þola, ekki aöeins fyrir B.Ú.R., hér á það sama við um löndun allra togara á höfuðborgarsvæðinu. í Morgunblaðinu 26. september siðast liðinn er viðtal við fram- kvæmdastjóra Bæjarútgerðar Akureyrar. Þar segir: ,,Um 80% af öllum fiski, sem hingað berst, er i kössum, en sennilega eru fiskkassar óviða notaðir i stórum skuttogurum annars staðar. Við teljum kass- ana frumskilyrði þess, að fiskur- inn varðveitist vel og verði góð vara. Jafnframt er hafinn undir- búningur á byggingu fiskmóttöku og hráefnisgeymslu fyrir fisk i kössum, þeirri framkvæmd hefði nú átt að vera lokið og þolir nú enga bið.” Fiskkassar svo til óþekktir á Reykjavikursvæðinu! Nú er svo komið, að Reykja- vikursvæðið er eina byggðarlagið á landinu, þar sem i litlum mæli eru notaðir kassar undir fisk úr togurum. Meðalverð á afla, sem landað er hér, er verulega lægra en annars staðar, en löndunar- kostnaður hæstur. I mörgum tilfellum hafa skipin orðið að vera lengur á veiðum en æskilegt er, þar sem ekki hefur fengizt losun i Reykjavik, eða leita annað til löndunar. A það sinn þátt i lágu aflaverðmæti, og á meðan svoer, verða kassar ekki notaðir, þar sem notkun þeirra er verulega háð 'Útiverutima veiði- skips. Við núverandi aðstæður eru engir möguleikar fyrir B.Ú.R. að taka á móti fiski i kössum, sem nokkru nemur: til þess vantar alla aðstöðu, svo sem fiskimót- töku, aðstöðu til þvotta á kössum og geymslu fyrir tóma kassa. Reynt hefur þó verið að hafa kassa undir 40-50 tonn af fiski i einum af togurum B.Ú.R. Sá fisk- ur hefur borið af að gæðum, en aðstaðan er slík, að kössum hefur þurft að stafla á gangstétt við fiskiðjuver og þvottur að fara fram þar og úti á götu. Hráefnið ekki hæft i neytendapakkningar Gerð var fyrir nokkru athugun á vegun hafnarstjóra á nýtingu bifreiða við akstur frá Faxagarði að Fiskiðjuveri B.Ú.R., og sýndi hún innan við 15% nýtni bifreiða, vegna umferðarþunga miðbæjar- svæðis. Ef flytja á fisk i kössum þessa leið, þarf þrefalt fleiri vörubifreiðar, þar sem hver rúm- ar um 20 tonn i kössum en 6-8 tonn laus. A siðastliðnu ári tók B.Ú.R. á móti um 12 þúsund tonnum af fiski. Hluti þess var unnið i salt og skreið (3 þús. tonn). Bezta hrá- efnið er samt tekið til vinnslu I neytendapakkningar á Banda- rikjamarkað, en þannig voru að- eins unnin um 300 tonn (75,5 t. flök). Stafar þetta af samsetningu aflansog að hráefnið var ekki tal- ið hæft til þeirrar vinnslu. Asama tima eru hraðfrystihús vestanlands og á Austfjörðum komin með vinnslu sina yfir 80% i neytendapakkningar á Banda- rlkjamarkað, enda byggist af- koman á þvi að svo sé. Þar sem fiskur i neytendapakkningum selst fljótt á 1 dollar og 10 sent pundið, en fiskblokk selst hægar og fyrir 56 sent. Hér verður að ráða bót á Það ætti að vera augljóst af þvi sem hér hefur verið nefnt, að af- koman byggist á að fá sem bezt hráefni. Þvi vil ég spyrja hátt- virta borgarfulltrúa, og einkum þá sem eiga sæti i hafnarstjórn, hvort þeir geti unað þvi lengur, að hér verði ekki ráðin bót á. Voru þeir kjörnir til að halda svo ámálum B.Ú.R., að sóttir séu tugir milljóna i borgarsjóð (I vasa skattborgara) til greiðslu á tapi, sem skapast mest vegna sveltiað- Páll Guðmundsson. stöðu, sem B.ÚR. er haldið i, og hreki aðra útgerðaraðila frá höfuðborgarsvæðinu? Þeir borgarfulltrúar, sem um málið fjölluðu að ræðu Páls Guð- mundssonar lokinni, voru á einu máli um réttmæti hennar i alla staði,ogsagði Sigurjón Pétursson (Alþbl.) i snjallri ræðu, að það væri örlagadómur borgarstjórn- ar, hversu mörg þjóðþrifamál, sem allir væru sammála um að þyrftu að komast fram, dagaði uppi og lognuðust einhvern veg- inn útaf. Björgvin Guðmundsson (A) kvað það ekki vansalaust fyrir Reykjavikurborg að hafa rekstur þessa útgerðarfyrirtækis sins i al- gerlega óviðunandi húsakynnum, og kom hann fram með þá hug- mynd, að borgin tæki á leigu eða keypti Hraðfrystihús Einars Sigurðssonar, sem staðið hefði ónotað um alllangt skeið. Bakkaskemman við Vesturhöfnina. ,,llla fengið fé eitrar hugarfarið og hefur áhrif á gjörðir þiggjandans" — sagði Guðmundur G. Þórarinsson í umræðunum um Armannsfellsmálið á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag Guömundur G. Þórarinsson. BH—Reykjavik. — Hér er um að ræða þá ásökun, að Sjálfstæðis- flokkurinn verzli me ð þau mál, sem honum er falið að annast af hálfu hins almenna borgara. Er þá illa komið, ef grunsemdir um slikt eru ekki athugaðar. Sjálf- stæðismcnn hafa sjálfir valið þá leiö að fara með málið I Sakaðóm. Menn verða að treysta þvi, að sllk sakarannsókn leiði sannleikann I ljós. Segja má, að nefnd borgar- fulltrúa hefði rannsakað málið með öðrum hætti og kannski á víðari grundvelli, en það mikil- vægasta er, að hið rétta komi i ljós, ekki sizt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Þannig komst Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, að orði á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu- dag, þegar rætt var um hið svo- nefnda Ármannsfellsmál i sam- bandi við tillöguflutning Krist- jáns Benediktssonar, borgarfull- trúa Framsóknarflokksins. — Mig langar til þess að ræða um siðgæði almennt i þessu sam- bandi, sagði Guðmundur G. Þórarinsson. Ég hef mikið leitt hugann að ýmsum atriðum þessa máls undanfarið, og ég ætla að láta það eftir mér að fara nokkrum orðum um siðgæði og það, sem mér hefur dottið i hug á meðan á þessum umræðum hefur staðið. —Mér er nefnilega til efs, að illa fengið fé gæti orðið góðum málstað að liði, og rifjast þá upp fyrir mér sagan af Þórdisi spákonu— sem sagt er frá i Þor- valds 'sögu viðförla. En þannig var, að spákonan þá eitt sinn boð hjá vini sinum Koðráni á Giljá. Hún veitti þvi eftirtekt að hann gerði mjöguppá milli sona sinna, og beindi þeim orðum til hans að hann sýndi manndóm Þorvaldi syni sinum og fengi honum kaup- eyri, ef einhver skyldi sjá um hann meðan hann væri ungur. Koðrán fann, að þetta var af vináttu mælt og sýndi henni silfursjóð. Þórdis svaraði: „Ekki skal hann hafa þetta fé, þvi að þetta fé hefur þú tekið með afli og ofrlki af mönnum i sakeyri.” Frh. á bls. 13

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.