Tíminn - 04.10.1975, Síða 8
8
TÍMINN
Laugardagur 4. október 1975
Getur Kröflu
orðið jafn
Búrfellsvirl
Karl Ragnars, vélaverkfræöingur og yfirverkfræöingur Orkustofnunar
viö Kröflu. Hann stjórnar þar nii borununi eftir gufu, sem gefiö hafa
óvæntan árangur, og hann var meö aö bora eftir jarðgufu fyrir kisil-
gúrverksmiöjuna viö Mývatn .
Karl Ragnars er einn þeirra ungu vlsindamanna hjá Orkustofnun,
sem gera þjóöinni nú kleift aö nýta nýja orkulind, jarögufuna til raf-
magnsframleiöslu.
Rætt við Karl Ragnars, vélaverkfræðing hjá C
Ein merkasta fram-
kvæmd i verkfræði og
orkumálum hér á landi
er virkjun Kröflu, en
Krafla er reyndar fjall
austur af Námaskarði,
hvar danskir konungar
sóttu sér brennistein til
púðurgerðar, þegar
berja þurfti á nágrönn-
unum, eða verjast þeim.
Þangað sækja nú tizku-
kóngar kisilgúr, sem
notaðurer meðal annars
i ilmpúður kvenna og
ýms dularfull smyrsl.
Kröflunefnd:
Þingmenn og
verkfræðingar
reisa virkjun
1 upphafi var Krafla aöeins
venjulegt fjall og dalurinn þar
fyrir neðan var rjúpnaland, og
þar ólst upp meb föður sinum
fyrstu árin Fjalla-Bensi, sem
frægur hefur orðið i sögum, en
fabir hans var siðasti ábúandinn i
seli, sem þarna var frá Reykja-
hlið. Siðan það allt gerðist eru lið-
in ár og áratugir og landið erfðu
mús og fugl.
Það var þó vitað, að Kröflu-
fjallið var heitt og bræddi af sér
snjó.
Nú hefur öræfakyrrðin verið
rofin og þórdrunur berast langar
leiðir frá Kröflu, og hundruð
manna leggja dag við nótt að
smiða þar fyrstu stóru gufuafls-
virkjunina norðan Alpafjalla.
— Það er ekki laust við að
Kröfluvirkjun hafi frá fyrstu tið
vakið talsverða athygli. Fyrst var
farið að tala um raforkuvinnslu
frá háhitasvæðum, eftir að raf-
orkumál Norðlendinga voru kom-
in i strand. Menn höfðu sprengt i
loft upp stiflur i Laxá og viðbótar-
virkjun í Laxá var úr sögunni. Þá
hugkvæmdist yfirvöldum að
virkja jarðgufuna til þess að bæta
úr sárum raforkuskorti á Norður-
landi.
En það er ekki aðeins að
virkjunin sé óvenjuleg, þ.e. jarð-
gufa er notuð, en ekki vatnsaflið,
sem venja hefur verið, heldur er
framkvæmdum sijórnað af þrem
alþingismönnum og tveim verk-
fræðingum, en ekki af Lands-
virkjun, eða viðlika stofnun, og
þessi nefnd hefur barið verkið
áfram af ótrúlegum hraða og
áræði, svo sumir álita að verkinu
verði lokið á mettima.
Um þetta hafa spunnizt sögur,
þvi að Kröflunefnd hefur verið fús
til að taka áhættu til að spara
tima', til dæmis voru vélakaupin
gerð á gufutúrbinum og .fleiru,
áður en menn vissu fyrir vist að
þarna væri háhitasvæði, það var
ekki einu sinni byrjað að bora þá.
Þarna var treystá islenzk visindi
og verkfræði og mikill timi — og
svartolia — sparaðist, eða mun
sparast vegna áræðis nefndarinn-
Kröflunefnd sér um að þessi
virkjun risi af grunni við rætur
Kröflu. Orkustofnun annaðist
jarðfræði og aðrar rannsóknir á
virkjunarstað, þar á meðal borun
eftir gufu, sem skilað er við
stöðvarvegg. Norðurlandsvirkj-
un, sem enn hefur ekki tekizt að
stofna.mun siðan taka við rekstri
orkuversins, þegar þar að kemur,
og raflinur munu verða lagðar
norður og suður, eða til Austur-
lands og Norðurlands, að þvi er
orkuráðherra hefur tjáð þjóðinni.
A dögunum heimsóttum við
Kröflu og hittum að máli ýmsa
menn á staðnum, þar á meðal
Ingvar Gislason alþingismann,
sem er varaformaður Kröflu-
nefndar. Ennfremur hittum við
Karl Ragnars, vélaverkfræðing
hjá Orkustofnun, en á hans herð-
um hefur það hvilt, að afla ork-
unnar til virkjunarinnar með
borunum. Hann hefur yfirumsjón
með framkvæmdum Orkustofn-
unar við Kröflu. Karl hafði þetta
að segja okkur um orkuvinnsluna
i Kröflu:
Rætt við Karl
Ragnars vélaverkfræð-
ing, æðsta mann
Orkustofnunar
á Kröflu
■ — Það eru Jarðvarmaveitur
rikisins, sem annast fram-
kvæmdir hér, það er að segja
þann hluta verksins, sem Orku-
stofnun hefur með höndum.
— Eins og kunnugt er þá hófst
vinnsla á Námafjalli árið 1968 og
á næstu þrem árum voru mann-
virkin þar reist, það er Kfsilgúr-
verksmiðjan og litil gufuafls-
virkjun, sem sér henni og næsta
nágrenni fyrir raforku.
— Við, sem að þessum fram-
kvæmdum stóðum, höfðum mik-
inn áhuga á að koma fram frekari
nýtinguá jarðhita á þessum slóð-
um. Var i þessu sambandi hugað
nánar að Námafjalli og Kröflu.
Einkum var þá haft i huga að
koma upp raforkuvinnslu i stærri
virkjun en gerð var i Námafjalli.
Rannsóknir á
Kröflu hafnar
— Var þá þegar vitað að Krafla
var jarðhitasvæði?
— Já það var vitað og vitneskja
hafði verið um það i tvo áratugi.
En upp úr þessu hófust hér rann-
sóknir og árið 1970 hófust hér
rannsóknir, eða svonefndar yfir-
borðsrannsóknir á svæðinu með
þetta f huga. Næstu sumur þar á
eftir,eða 1971 og 1972 má segja að
herthafi verið á rannsókninni og
niðurstöðurnar urðu þær, að hér
væri nýtanlegt háhitasvæði til
gufuaflsvirkjunar. Næsta skrefið
var þá að gera djúprannsókn, eða
að bora rannsóknarholu. ,
Jafnframt kom út skýrsla frá
Orkustofnun árið 1972, sem bar
nafnið Jarðgufuaflstöð I Náma-
fjalli eða Kröflu.Þetta voru eink-
um og sér i lagi arðsemisútreikn-
ingar. Kom i ljós, að afl frá jarð-
gufuvirkjun var samkeppnisfært
við vatnsvirkjanir eða var jafnvel
ódýrara en vatnsaflið.
—■ Einkum var reiknað með að
hafa jarðgufuvirkjanirnar ekki
mjög stórar, heldur var talið að
þær yrðu notaðar sem fylling,
þegarorkuskortur kæmi á Islandi
milli stórvirkjana.
Siðan heldur málið áfram. Það
Stöðvarhúsiö „Iiótel Saga”einsog einhver nefndi það, verður liklega fokhelt I haust, svo innréttingar
geti hafist I vctur. Húsinu var valinn staður með jarðfræðilcgum athugunum, þvf undirstöður veröa að
góðar undir túrbinur, og aniian vélbúnað. sem kevntur var frá Japan.
Ein djarfasta
virkjunarfram-
kvæmdin á
Islandi er að
verða að
veruleika.
Sigur vísinda
ótvíræður
í Kröflu
varð þó ekki fyrr en árið 1974 að
það voru boraðar tvær rann-
sóknaholur i Kröflu, (djúprann-
sókn) og enn var gerð skýrsla,
sem segir, að mjög sterkar likur
séu á að þar sé að finna nægjan-
legt gufuafl fyrir 55 megavatta
virkjun, sem þá var fyrirhuguð.
Djarft spilað
i Kröflu
— Nú hefur það verið gagnrýnt
af sumum, að hér hafi verið reist
stöðvarhús og pantaður var er-
lendis frá rándýr vélbúnaður,
meðan ekki var búið að sann-
reyna rannsóknirnar. Var þetta
ekki djarft spilað?
— Jú maður hefur heyrt að
kannskihafi ekki verið farið rétt i
framkvæmdaröðina. Það var
auðvitað ljóst þrátt fyrir þessa
rannsóknsem gerð var i fyrra, að
jarðhitasvæðið dygði fyrir svo
aflmiklar vélar, eða að jarðhita-
svæðið væri i rauninni eins og
rannsóknirnar bentu til. Þetta
var ekki unnt að staðreyna fyrr
en vinnsluholur höfðu verið
boraðar.
Þrátt fyrir þetta hófust fram-
kvæmdir við húsbyggingu og það
voru pantaðar vélar. Það kann að
vera,aðþarnahafiekki verið far-
ið rétt i framkvæmdaröðina, en
þess er að gæta, að verulegur
orkuskortur er á Norðurlandi,
sem knúði á um að virkjunin gæti
or.ðib tilbúin sem allra fyrst.
Þetta sparaði þvi tima.
Mesta hættan var auðvitað
fólgin i þvi að niðurstöður rann-
sóknanna frá i fyrra væru rangar,
að hér væri með öðrum orðum
ekki það sem maður kallar „gott
háhitasvæði”. Þarna var mest i
húfi.
— Nú erum við hins vegar búnir
að bora tvær holur og ég held að
þær taki af öll tvimæli um orku-
málið.
Holum fækkað um
20% með betri vélum.
— Það hefur verið talað um að
bora 15 vinnsluholur. Nú er þessi
hola (no 2) afhneiri en gert hafði
verið ráð fyrir. Þýðir þetta að
holunum eigi að fækka?
— Það er örðugt að segja til um.
Fyrsta holan sem boruð var gefur
svipaðafl og við áttum von á. Sið-
ari holan, er vafalitið mun afl-
meiri.
Holufjöldinn var upphaflega
reiknaður út með tilliti til inn-
þrýstitúrbinu. Siðan var ákveðið
að nota tviþrýstitúrbinur, sem
nýtir jarðgufuna 20% betur.
Þannig að við það eitt ætti holun-
um að geta fækkab eitthvað, eða
20%, sem jafngildir þrem holum.