Tíminn - 04.10.1975, Side 9
Laugardagur 4. október 1975
TÍMINN
9
virkjun
stór
cjun
)rkustofnun
Gufuborinn viöholu no 2., sem fræg var fyrir afl og hita. Þetta er aflmesta gufu-borhola, sem vitaö er
um og afl hennar mun svipaö og hinnar nýju Lagarfljótsvirkjunar.
Þó verður að hafa það i huga, að
þá er ekkert varaafl á staðnum og
ekkert upp á að hlaupa.
— Nú er þetta jaröskjálfta-
svæöi. Hvernig reiöir borholum af
i jarðskjálfta?
— Þetta er jarðskjálftasvæði.
Þó er réttara að segja, að við sé-
um i grennd við jarðskjálfta-
svæði. Jarðskálftar eiga venju-
lega ekki upptök sin hér, heldur út
við ströndina, eða úti fyrir henni i
hafinu, þvi að úti af Skjálfanda er
annað af tveim jarðskjálfta-
svæðunum á islandi. Jarðskjálft-
ar eru þvi fremur tiðir.
Jarðhitasvæði og jarðskjálftar
eiga ekkert skylt hvað með öðru,
en v arðandi siðari spurninguna er
óhætt að fullyrða, að borholur
þola jarðskjálfta betur en nokkr-
ar byggingar gera.
íslenzkir visinda-
menn við Kröflu
— Nú er þetta fyrsta stórvirkj-
un á gufu norðan Alpafjaila.
Hvaðan hefur fagþekkingar veriö
aflað?
— Til eru jarðgufuvirkjanir er-
lendis. Ég hef t.d. komið á þrjá
virkjunarstaði erlendis, eða á
ttaliu, i Mexikó og i Kaliforni'u i
Bandarikjunum.
Reyndar eru jarðhitasvæðin á
ttaliu og i Bandarikjunum ekki
sama eðlis og hérna, þar eru
„þurr” svæði, en hér eru „vot”
svæði. t hinum fyrrnefndu kemur
aðeins upp gufa, en á votu
svæðunum eins og hér, kemur
bæði vatn og gufa.
Mexikó-svæðin eru hins vegar
vot eins og hérna.
Fleiri virkjanir af þessu tagi
eru til i heiminum, þótt ég hafi
ekki komið þar, t.d. á Nýja-Sjá-
landi, þar sem slikar rafstöðvar
hafa verið i gangi siðan árið 1960.
Af þeim er góð reynsla og þær eru
á sams konar jarðhitasvæðum og
I Kröflu.
Eftir
rannsóknir
Orkustofnunar
voru pantaðar
vélar og svo
var borað og
upp kom næg
gufa úr fjallinu
— Má þvi segja, að útbreiðsla á
orkuverum sem þessu sé orðin
mikil T.d. er verið að reisa sams
konar stöð og þessa á Filippseyj-
um núna.
Hvað varðar virkjunina sjálfa
er að verulegu leyti stuðzt við er-
lenda reynslu, sem færð hefur
verið til islenzkra staðhátta.
Þekkingin á jarðhitasvæðinu og
reynslan af þvi styðst einnig við
erlenda reynslu. Borunartæknin
sömuleiðis. Það er oliuborunar-
tækni, sem notuð er við að gera
þessar holur, sem er mjög gömul
tæknikunnátta. Rannsóknir á
svæðinu sjálfu voru framkvæmd-
ar af innlendum visindamönnum,
þvi að hér á landi er nú handbær
vfðtæk þekking á jarðvarma-
vinnslu.
Erlendir sérfræðingar hafa þó
verið kallaðir til ráðuneytis, þeg-
ar þurfa þykir.
Má stækka Kröfluvirki-
un?
Verður hún jafnstór
Búr f ells virk j un ?
— Er hagkvæmt, eöa mögulegt
að stækka Kröfluvirkjun? Eru
fleiri sambærilegir virkjunar-
staöir á islandi?
— Eftir að við einu sinni erum
búnir að fá næga gufu fyrir þessa
virkjun, eða ef svæðið reynist
m.ö.o. eins og ráð var fyrir gert,
þá er enginn vafi á þvl, að hér má
gera stærri virkjun en nú er verið
að reisa. Ég vil ekki gizka á neina
stærð, en gæti i'myndað mér 200
megavatta stöð, en það er sama
stærð og Búrfellsvirkjun.
— Nú, fleiri jarðhitasvæði eru á
íslandi. Þau eru talin 13 talsins og
þar af eru tvö til viðbótar talin
hentug til þessara nota. Annað
þeirra er i Hengli, en hitt i Torfa-
jökli. (Við Landmannalaugar)
— Við nýjar aðstæður, oliu-
kreppu og orkukreppu hafa ýmsir
nýir möguleikar til orkuvinnslu
verið skoðaðir. Margt bendir til
þess að orkuauður Islands sé ekki
siður fólginn i jarðhitasvæðunum
en i virkjun fallvatna. Jarðgufu-
virkjanir eru nú að risa viða um
heim, og framfara er þvi að
vænta á þessu sviði, sagði Karl
Ragnars að lokum.
JG
Ingvar Gislason, aiþingismaður og varaformaður Kröflunefndar og Ei-
rikur Jónsson, verkfræöingur Kröflunefndar ráöa ráöum slnum viö
Kröflu, en þingmaðurinn dvaldi viö Kröflu, er blaöamaður átti þar leiö
á dögunum.
Þessi mynd er úr matsalnum viö Kröflu, en þar er rekiö fyrirmyndar mötuneyti og munu um 120 manns matast þar daglega. Starfsmenn viö
virkjunina búa I vistlegum vinnuskálum, sem þarna voru reistir.