Fréttablaðið - 28.10.2005, Page 43

Fréttablaðið - 28.10.2005, Page 43
10 ■■■■ { tækniblaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Framleiðendur vilja nýta sér vin- sældir MP3-spilaranna frá Apple og nú hafa verið hönnuð hljómtæki sem beinlínis eru hönnuð og framleidd til notkunar með iPod og kallast i-deck. Hljómtækin er með stílhreina hönn- un, auðveld í notkun og hafa góðan hljómgrunn. Framleiðandi i-deck er breski hátalaraframleiðandinn Monitor Audio. i-deck samanstendur af magnara, tveimur hátölurum og fjarstýringu sem er lítið stærri en greiðslukort. Framan á magnaranum er sæti fyrir iPodinn með öllum nauðsynlegum tengingum þannig að einungis þarf að „setja í og spila“. i- deck má einnig tengja við tölvu. i-deck hleður einnig iPodinn meðan hann er í spilun og hljómur- inn er jafn góður óháð því hve hátt er spilað. Hátalarana má staðsetja eftir hentugleika og öllu er stjórnað með fjarstýringunni. Með i-deck verður iPod spilarinn hluti af velhljómandi hljómtækjum án nokkurra snúra eða annarra flók- inna ráðstafana. i-deck hljómtækin fást í Hljómsýn og Apple búðinni. Vinsældir iPod hafa hrint af stað þróunarvinnu meðal tækjaframleiðenda. i-deck frá Monitor Audio eru hljóm- tæki sem eru sérstaklega hönnuð utan um iPod spilara. Hljómtæki hönnuð fyrir iPod spilarann Tónlistarsími með myndavél SONY ERICSSON W800 WALK- MAN Einn fyrsti síminn sem er hannaður sérstaklega með tónlistarspilun í huga. Með símanum fylgir 512 MB minniskort en hægt er að fá 1 GB m i n n i s k o r t . Hann er líka með FM út- varpi. Sérstak- lega góð myndavél er innbyggð í símann en hún er 2 megapixel. Þægilegt er að tengja símann við tölvuna í gegnum USB en auk þess hefur hann Bluetooth og innrautt tengi. Síminn styður Java, GPRS og MMS. End- ingartími raf- hlöðu símans í tali er níu klukkustundir. Stór og þægi- legur skjár NOKIA 6630 Um er að ræða farsíma með 1,3 megapixla myndavél, Bluetooth, 64 MB minniskorti og möguleika til þess að spila MP3. Þá er hægt að spila vídeó í símanum. Nokia 6630 hentar vel til þess að spila mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meist- aradeild Evrópu enda síminn með mjög góðum skjá. Hann styður GPRS, Java og MMS. Hann vegur um 123 grömm og raf- hlöðu ending er 3-5 klukkustundir í tali. Sérstak- lega flott hönnun Motorola V3 RAZR Einstaklega þunnur og flottur sími. Lyklaborðið er gert úr laserskornufjaðrastáli. Skjárinn er mjög stór og gefur góðan skarpleika. Innbyggð myndavél er í símanum en hann hefur þó aðeins 5 MB innraminni. Síminn getur spilað bæði vídeó og MP3. Bluetooth-tengi er á símanum og líka USB-tengi. Síminn styð- ur bæði GPRS og MMS. Raf- hlaðan er sérstaklega endingar- góð en hún getur enst allt að 7 klukkustundir í tali. Síminn kemur í tveimur litum, gráum og svörtum. 10-11 tækni lesið 27.10.2005 15:39 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.