Tíminn - 15.10.1975, Page 3
Miövikudagur 15. október 1975.
TÍMINN
3
38-40% LÆKKUN Á NAUTAKJÖTI?
— lagt til að niðurgreiðslur
300 milljónum króna
• greiðslur ríkissjóðs vegna niður-
nemi greiðslnanna yröu 290-300 milij.
kr., og er þá miðað við aö öll
nautakjötssala fari i gegnum
sölukerfi landbúnaðarins.
Gsal—Reykjavik — Landbúnað-
arráðuneytið og framleiðsluráð
landbúnaðarins hafa gert tillögu
um, að hafnar verði niöurgreiðsl-
ur á nautakjöti, en sem kunnugt
er, taldi Halldór E. Sigurðsson
landbúnaðarráöherra, i ræðu sem
hann fiutti á fundi Stéttarsam-
bands bænda ekki alls fyrir löngu,
að nauðsyn bæri tii að greiða nið-
ur nautakjöt að hiuta. Unnið hef-
ur verið að útreikningum i þessu
sambandi siðustu vikur, og að
sögn Guðmundar Sigþórssonar I
landbúnaðarráöuneytinu, er gert
ráð fyrjr 38%-40% hlutfallslækk-
un á smásöluverði nautakjöts við
niðurgreiðslurnar. Talið er að
Samkvæmt þessum tillögum er
þó ekki gert ráð fyrir útgjalda-
aukningu hjá rikissjóði, þar eð
enn fremur er lagt til að lækkaðar
verði niðurgreiðslur á kindakjöti,
sem svari til 300 millj. kr. út-
gjaldaaukningar vegna niður-
greiðslna á nautakjöti. Taliö er,
að hækkun á kindakjötsverði yrði
LÍTIÐ SEM EKKERT EFTIR-
LIT MEÐ RÍKISBIFREIÐUM
SJ—Reykjavik — Rlkisbifreiðar
eru nú á milli 500 og 600, að sögn
Gunnars Óskarssonar fulltrúa hjá
Innkaupastofnun rikisins. Lang-
flestir bilar rlkisstofnana eru á
vegum Pósts og slma, eða rúm-
lega 100, en næst koma, hvað blla-
kost snertir, Vegageröin, Raf-
magnsveitur rikisins og Orku-
stofnun, Flugmálastjórn og Vita-
og hafnamálaskrifstofan.
Innkaupastofnun rlkisins sér um
kaup og sölu rlkisbifreiða, en
fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og
hagsýslustofnun, hefur yfirum-
sjón með allri bifreiðaeign rikis-
ins og bifreiðanotkun á þess veg-
um.
— Þetta er grófasta brot, sem
ég hef heyrt um I sambandi við
rlkisbifreiðar, sagði Einar Sverr-
isson fulltrúi, sem haft hefur með
þessi mál að gera hjá fjárlaga- og
hagsýslustofnun um tveggja ára
skeið, um notkun bifreiöar jarð-
borana Orkustofnunar við ólög-
legan verknað veiðiþjófa á Land-
mannaafrétti I slðustu viku.
— Eftirlit með notkun rikisbif-
reiða er fyrst og fremst I höndum
stjórnenda viðkomandi stofnana,
sagði Einar Sverrisson.
Þó eru gerðar kannanir á okkar
vegum alltaf við og við á þvl,
hvort um misnotkun er að ræöa.
Höfum við þá samband viö for-
stöðumann þess fyrirtækis, sem I
hlut á, ef vart verður við rlkisbif-
reið i notkun á óeðlilegum tlma
eða við óeðlilegar aðstæður. Fæst
þá viöhlltandi skýring, ef fyrir
hendi er, en ella gerir viðkomandi
forstöðumaður slnar ráðstafanir
til úrbóta.
Þá eru þess einnig dæmi, aö
fólk hringir til okkar og lætur vita
um misnotkun rlkisbifreiða, sem
þaö telur að sé viö höfð, og er þá
einnig gengið úr skugga um
málavexti.
— Hafa starfsmenn Orkustofn-
unar áöur orðið uppvlsir að mis-
notkun rlkisbifreiða?
— Þau tvö ár, sem ég hef sinnt
þessum málum, hafa komið til
okkar tilkynningar um að bifreið-
ar Orkustofnunar hafi verið I um-
ferð utan venjulegs vinnutlma. A
þessu hafa alltaf fengizt viðhlít-
andi skýringar.
— Hafa bifreiðar á vegum ann-
arra rlkisstofnana verið mis-
notaðar?
— Já, þaö hefur nokkrum sinn-
um komið fyrir.
Arið 1970 var gefin út reglugerð
um bifreiðamál rlkisins, og þá
voru jafnframt teknar upp merk-
ingar á bifreiðum rlkisins. í
reglugerðinni segir m.a.:
„Þegar hagkvæmt er taliö að
anna vissum verkefnum stofnana
rlkisins með eigin bifreiö-
um,kaupir rlkið bifreiðar til þess-
ara þarfa á eigin kostnað. Skulu
rlkisbifreiðar greinilega auð-
kenndar, og eru einkaafnot
starfsmanna af þeim óheimil. Þó
er forstöðumanni stofnunar
heimilt, að fengnu samþykki f jár-
málaráðuneytisins, aö leyfa
starfsmanni að hafa slika bifreiö i
sinni vörzlu utan vinnutima, þeg-
ar sérstakar ástæöur eru fyrir
hendi.”
— Ég er mjög ánægður með að
þessi mál ber á góma, þótt tilefnið
sé miður ánægjulegt, sagði Gunn-
ar óskarsson hjá Innkaupastofn-
un rlkisins. Sannleikurinn er sá,
aö eftirlitið méö rlkisbifreiðunum
er aðallega á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Með breytingunni 1970
vildum við m ,a. koma á sterku al-
menningsáliti hvað snertir einka-
afnot af rlkisbifreiðum, og satt að
segja er alltof lltið gert til að
halda þessu vakandi. Vissulega
eru málin I miklu betra horfi nú
en fyrir þann tlma. Þá þekk'tist
það aö menn notuðu rlkisbifreiðar
til að aka með fjölskylduna og
fara I sumarleyfi. Nú er þetta allt
annað, það er ekki hægt að llkja
þvl saman. Ég hef unnið I ellefu
ár fyrir blla- og vélanefnd Inn-
kaupastofnunarinnar, og þaö hef-
ur orðið stórkostleg breyting á
þessum málum. Starf okkar hér
er aðallega fólgið I að annast
kaup á bllum og vélum fyrir rlkis-
stofnanir og annast ráðgjöf þar að
lútandi, og þau mál eru nú I nokk-
uð góðum skorðum. Það er helzt
eftirlitið með rlkisbifreiðunum,
sem mætti vera betra. Oti á landi
er það eingöngu I höndum for-
stööumanna fyrirtækjanna, og
þeir eru misjafnir eins og aðrir
menn, þar gæti öflugt almenn-
ingsálit komið til hjálpar.
Að sögn Gunnars Óskarssonar
voru 1974 keyptar 93 bifreiðar til
afnota fyrir rlkisstofnanir og
nokkru færri gamlar bifreiöar
seldar. A þessu ári hafa verið
keyptar 65 bifreiðar og eitthvað
færri seldar. Rikisbifreiöum
fjölgar óverulega með hverju ári.
Þær voru 5111 mal 1973 og eru nú
eitthvað fleiri, en innan við 600.
50 myndir á sýningu í
tilefni af 90 ára afmæli
meistara
JB—Rvík — Börn Jóhannesar
Kjarval, þau Ása og Sveinn Kjar-
val, halda sýningu á verkum föð-
ur sins að Brautarholti 6 i
Reykjavik i tilefni þess, að Kjar-
val hefði orðið niræður I dag, 15.
október, ef hann hefði lifað.
Eru þetta mestmegnis
smámyndir i eigu fjölskyldunnar,
alls rúmlega 50 talsins.
Myndirnar eru málaðar á ýms-
um timum, en tvær þær elztu eru
frá árinu 1911, er Kjarval dvaldist
Kjarvals
i Englandi. Eru það tvær teikn-
ingar.
Að sögn Sveins Kjarval hús-
gagnaarkitekts vilja þau systkin
m.a. minna á eftirtektarverðan
þátt 1 list fööur slns, sem er mikill
fjöldi smámynda, gerður með
vatnslitum, bleki, krlt og öðrum
litum á svo að segja hvað sem
fyrir varð.
Þessar myndir hafa hjá
mörgum fallið alveg i skuggann
af ollumálverkunum, sem allir
þekkja.
Þau systkinin Ása og Sveinn
Kjarval eru bæði búsett i Dan-
mörku um þessar mundir, en
Sveinn kom til tslands til þess að
gangast fyrir sýningunni-og koma
henni fyrir, og vann hann það
verk ásamt börnum slnum.
Sýningin opnar 15. október, og
henni lýkur 25. október.
Verða þessari afmælissýningu
gerð skil hér i blaðinu siðar.
Sveinn Kjarval ásamt börnum sfnum, Ingólfi og Tove við nokkur verkanna á Kjarvalssýningunni.
Tfmamynd Gunnar
um 5%, og þvl verði aðeins um tii-
færslur að ræða.
Tillögur þessar verða nú lagðar
fyrir kauplagsnefnd og rikis-
stjórn.
Óunnir frampartar myndu
lækka við niðurgreiðsluna um 159
kr. hvert kg i smásölu — úr 424 kr.
nú i 265 kr. Óunnir afturpartar,
sem er verðmeira kjöt, myndu
lækka um 281 kr. hvert kg —■ úr
739 kr. i 458 kr.
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins telur aðtslendingar neyti ár-
lega 1950 tonna af nautakjöti, þar
af fari um 370 tonn i beinni sölu
frá framleiðendum til neyt-
enda. Við það, að niðurgreiðslur
yrðu teknar upp, er gert ráð fyrir
að dragi verulega úr beinni sölu,
og enn fremur að veruleg sölu-
aukning verði á nautakjöti hér
innanlands —■ og að heildarneyzl-
an yrði um 2450 tonn á ári.
Guðmundur Sigþórsson kvaðst
ekki hafa handbærar tölur um
heildarframleiðslu nautakjöts á
árinu, en á síðast liðnu verðlags-
ári hefðu verið framleidd um 2500
tonn af nautakjöti.
Verði áhrif niðurgreiðslanna á
þann veg, sem gert er ráð fyrir,
mun láta nærri að tslendingar
neyti alls þess nautakjöts, sem
framleitt er I landinu.
Guðmundur Sigþórsson sagði,
a.ð á siðast liðnum tveimur árum
hefði verið offramleiðsla á nauta-
kjöti hér, og á s.l. ári og byrjun
þessa árs hefði nautakjöt veriö
flutt út I allmiklum mæli, eða um
1000 tonn.
t vor sem leið stöðvaði landbún-
aðarráðuneytið allan útflutning á
nautakjöti, vegna þess hve litið
fékkst fyrir nautakjötið á erlend-
um mörkuðum.
— Það þykir alls ekki hag-
kvæmt að selja nautakjöt til út-
flutnings, sagði Guðmundur. —
Eins og markaðshorfurnar eru
nú, þykir einsýnt að útflutningur
á nautakjöti sé óarðbær, og það
eru engar horfur á að úr rætist i
náinni framtíð.
Kaupmenn hafa haft mun
frjálsari hendur um verðlagningu
nautakjöts en t.d. kindakjöts, þar
eð sex-manna-nefndin hefur ekki
ákveðið verð á nautakjöti I smá-
sölu. Með þeim niðurgreiðslum,
sem hér er stefnt að, er jafnhliða
gert ráð fyrir að sex-manna-
nefndin ákveði verðlagningu á
nautakjöti i smásölu og auglýsi
hámarksverð á þvi.
Guðmundur Sigþórsson sagði,
að stefnt væri að þessu i þvi eina
augnamiði að láta niðurgreiðsl-
urnar koma neytendum einum til
góða.
85.5% opinberra
starfsmanna vilja
verkfallsrétt
Gsal-Reykjavik — Við vonumst
til að þessi skoðanakönnun verði
til þess, að rlkisstjómin leiti
samkomulags við Bandalag
starfsmanna rikis og bæja um
löggjöf um verkfallsrétt, sagði
Haraldur Steinþórsson, vara-
formaður BSRB I samtali við
Timann I gær, en eins og greint
hefur verið frá i fréttum, efndi
BSRB til funda með sinum fé-
lagsmönnum um verkfallsrétt,
þar sem þeim var gefinn kostur
á að taka þátt i skoðanakönnun
um þau mál.
Niðurstöður skoðanakönnun-
arinnar benda ótvlrætt til þess,
að starfsmmenn ríkis og bæja
vilji fá verkfallsrétt.
Haraldur sagði, að niðurstöð-
ur þessarar skoðunarkönnunar
gæfu ótvlrætt I ljós vilja félags-
manna BSRB, en hins vegar
teldi hann ekki vit I þvi að stefna
þessu I einhver átök, og þvi
hefði þetta erindi þegar verið
lagt fyrir rikisstjórnina.
Alls voru haldnir 53 fundir um
verkfallsrétt opinberra starfs-
manna á timabilinu frá 3. til 13.
október.
Haraldur kvað rúmlega 3300
manns hafa tekið þátt i þessum
fundahöldum og sér teldist til,
að það væru um 30% af öllum fé-
lagsmönnum. Kvaðst Haraldur
telja það mjög góða fundasókn.
Tvær spurningar voru lagðar
fyrir I skoðanakönnuninni, og
var fyrri spurningin svohíjóð-
andi: — Vilt þú að aukin áherzla
verði lögð á baráttuna fyrir
verkfallsrétti opinberra starfs-
manna?
Þessari spurningu svöruðu
2776 játandi, eða 85,5%. Nei
sögðu 472, eða 14,5%. 3248 svör-
uðu þessari spurningu.
Síðari spurningin var svo-
hljóðandi: — A að gripa til að-
gerða 1. nóvember næstkom-
andi, ef samningar takast ekki, I
stað þess að leggja málið fyrir
kjaradóm?
Spurningunni svöruðu 2614
játandi, eða 84%. Nei sögðu.498
eða 16%. 3112 svöruðu spurning-
unni.
Eins og þessar tölur gefa
glöggt til kynna, er yfirgnæf-
andi meirihluti þátttakenda I
þessari skoðanakönnun hlynntir
þvl, aðopinberir starfsmenn fái
verkfallsrétt.
Skipverjar á 119
skipum mótmæla
nýja fiskverðinu
Gsal-Reykjavik — Skipverjar á
119 islenzkum skipum sendu i
gærdag harðorða yfirlýsingu
vegna fiskverðsins og þeirrar
kjaraskerðingar, sem það hefur i
för mcð sér fyrir sjómenn. Skip-
verjarnir lýsa vantrausti á full-
trúa sjómanna, útgerðarmanna
og oddamanns, sem sæti eiga i
verðlagsráði sjávarútvegsins.
Krefjast þeir lagfæringar á fisk-
verði og gefa yfirvöldum viku
frest til að breyta þvi, þeim til
hagsbóta.
„Við undirritaðir, skipshafnir
119 skipa, lýsum undrun okkar á
nýauglýstu fiskverði og mót-
mælum harðlega þeirri kjara-
skerðingu, sem þar kemur fram,
til viðbótar undangenginni kjara-
skerðingu vegna óhagstæðrar
stærðarflokkunar á fiski og ört
minnkandi afla.
Mest vegna þess að menn fá
ekki raunverulegt verð til skipta.
Okkur er ekki unnt að skilja,
hvers vegna fiskimenn, einir
allra stétta, þurfa að lækka I
launum þegarlaun annarra stétta
hækka, svo sem fram kemur i ný-
lega hækkuðu landbúnaðarverði
og ýmissi þjónustu.
Einnig lýsum við yfir van-
trausti á fulltrúa sjómanna, út-
gerðarmanna og oddamanns,
sem sæti eiga i verðlagsráði
sjávarútvegsins. Krefjumst við
lagfæringar á fiskveröi okkur til
hagsbóta og teljum hæfilegan
frest eina viku. svo róörar falli
ekki niður og öll forsenda hluta-
skipta sé ekki algjörlega brostin.