Tíminn - 15.10.1975, Síða 8

Tíminn - 15.10.1975, Síða 8
8 TÍMINN Mi&vikudagur 15. október 1975. Frumvarp til byggingarlaga: Nú skal hafa byggmgar- stjóra við hverja ný- byggingu Asgeir Bjarnason Ragnhildur Helgadóttir Þorvaldur Gar&ar Kristjánsson Kosið í fasta- nefndir þingsins EINS og fram hefur komiö, fór fram kjör forseta sameinaðs þings og forseta ne&ri og efri deildar Alþingis sl. mánudag. Þá var Ásgeir Bjarnason endurkjör- inn forseti sameinaös þings, Ragnhildur Helgadottir endur- kjörin forseti neöri dcildar og Þorvaldur Garðar Kristjánsson endurkjörinn forseti efri deildar. í gær fóru svo fram kosningar i fastanefndir Alþingis. Hér á eftir vcrður getið um úrslit þeirra kosninga. Sameinaö þing: Utanríkisnefnd: Jóhann Haf- stein (S), Þórarinn Þórarinsson (F), Friöjón Þórðarson (S), Tómas Arnason (F), Guömundur H. Garöarsson (S), Gils Guö- mundsson (Ab) og Gylfi Þ. Gisla- son (A). Varamenn: Ragnhildur Helgadóttir (S), Steingrimur Hermannsson (F), Eyjólfur K. Jónsson (S), Ingvar Gislason (F), Pétur Sigurðsson (S), Magnús Kjartansson (Ab) og Benedikt Gröndal (A). Atvinnumálanefnd: Guðmund- ur H. Garöarsson (S), Steingrim- ur Hermannsson (F), Jón G. Sól- nes (S), Páll Pétursson (F), Sverrir Hermannsson (S), Gils Guömundsson (Ab) og Karvel Pálmason (SFV). Allsherjarnefnd: Lárus Jóns- son (S), Jón Skaftason (F), ólafur G. Einarsson (S), Jón Helgason (F), Ellert B. Schram (S), Jónas Arnason (Ab) og Magnús Torfi Ólafsson (SFV). Þingfararkaupsnefnd: Sverrir Hermannsson (S), Ingvar Gisla- son (F), Friðjón Þóröarson (S), Gunnlaugur Finnsson (F), Sigur- laug Bjarnadóttir (S), Helgi Seljan (Ab) og Eggert G. Þor- steinsson (A). Kjöri fjárveitinganefndar var frestaö. Neöri dcild: Fjárhags- og vi&skiptanefnd: ólafur G. Einarsson (S), Þórar- inn Þórarinsson (F), Eyjólfur K. Jónsson (S), Tómas Arnason (F), Lárus Jónsson (S), Gylfi Þ. Gisla- son (A) og Lúövik Jósepsson (Ab). Samgöngunefnd: Friöjón Þórö- arson (S), Stefán Valgeirsson (F), Sverrir Hermannsson (S), Páll Pétursson (F), Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Karlvel Pálma- son (SFV) og Garöar Sigurösson (Ab). Landbúnaöarnefnd: Pálmi Jónsson (S), Stefán Valgeirsson (F), Ingólfur Jónsson (S), Þórar- inn Þórarinsson (F), Friöjón Þóröarson (S), Benedikt Gröndal (A), Eövarö Sigurösson (Ab). Sjávarútvegsnefnd: Pétur Sig- urösson (S), Jón Skaftason (F), Guölaugur Gislason (S), Tómas Arnason (F), Sverrir Hermanns- son (S), Sighvatur Björgvinsson (A) og Garðar Sigurösson (Ab). Iðnaðarnefnd:Ingólfur Jónsson (S), Þórarinn Þórarinsson (F), Lárus Jónsson (S), Ingvar Gisla- son (F), Pétur Sigurösson (S), Benedikt Gröndal (A) og Magnús Kjartansson (Ab). Félagsmálanefnd: Ólafur G. Einarsson (S), Stefán Valgeirs- son (F), Ellert B. Schram (S), Gunnlaugur Finnsson (F), Jó- hann Hafstein (S), Magnús Torfi Ólafsson (SFV) og Eövarö Sig- urðsson (Ab). Ileilbrigðis-og trygginganefnd: Ragnhildur Helgadóttir (S), Jón Skaftason (F), Guömundur H. Garðarsson (S), Þórarinn Sigur- jónsson (F), Jóhann Hafstein (S), Karvel Pálmason (SFV) og Magnús Kjartansson (Ab). Menntamáianefnd: Ellert B. Schram (S), Ingvar Gislason (F), Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Gunnlaugur Finnsson (F), Eyjólfur K. Jónsson (S), Magnús Framhald á bls. 19 FB-Reykjavfk. í gær var lagt fram á alþingi frumvarp til bygg- ingarlaga.'Til þessa hafa gilt mis- munandi lög um byggingarmál, annars vegar i þéttbýli og hins vegar i dreifbýli, bæði að þvi er varöar stjórn og meðferð bygg- ingarmála og þær kröfur, sem gerðar eru til bygginga. I athugasemdum viö frumvarp- iö segir m.a., að með hliðsjón af þvi hvernig byggingarstarfsemi og byggingarmálefni hafa þróazt hér á landi, virðist öll rök mæla meö þvi að sams konar reglur gildi um byggingarmálefni hvar- venta á landinu, bæði hvað varðar stjórn og meðferð byggingarmál- efna og ekki siður að þvi er varð- ar stjórn og meðferð byggingar- málefna og ekki siður að þvi er varöar þær tæknikröfur sem taliö sé sjálfsagt að gera til bygginga og annarra mannvirkja. Meöal nýmæla má nefna, að i V. kafla lagánna er kveðiö á um skipun byggingarstjóra. Þar seg- ir, að við gerð hvers mannvirkis skuli vera einn ábyrgur aðili, sem nefnist byggingarstjóri. Bygging- arnefnd veiti byggingarstjórum viðurkenningu. Byggingarstjóri er framkvæmdastjóri byggingar- framkvæmda, og ræður m.a. iðn- meistara i upphafi verks i sam- ráði við eiganda eða samþykkir ráðningu þeirra. Hann ber ábyrgð gagnvart byggingarnefnd og öðr- um aðilum á þvi, að framkvæmd- ir séu í samræmi við samþykkta uppdrætti og að öðru leyti i sam- ræmi við lög. „Hrað- ferð rr / i þinginu — fyrsta frum- varpið orðið að lögum ÞAÐ ER fátitt, að frumvörp, sem lögö eru fram i þingbyrj- un fái eins skjóta afgreiðslu og frumvarp það, sem Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð- herra mælti fyrir I gær um breytingu á lögum um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót I landhelginni. Frum- varpið fór mikla „hraðferð” i gegnum báðar deildir og var samþykkt sem lög. Hér var um að ræða formbreytingar vegna stækkunar fiskveiðilög- sögunnar. Hljómplötur og „trúnaðar- mól" meðal skilaskylds efnis LAGT hefur veriö fram frum- varp i neöri deild um skyldu- skil til safna. Samhljóöa frum- varp var lagt fram fyrir fáein- um árum, en varö þá ekki út- rætt. Tilgangur þeirrar skila- skyldu, sem lögö er til i frum- varpinu, er til aö tryggja, aö unnt sé aö varöveita til fram- búöar efni, sem prentaö er i Isl. prentsmiöjum og fjölritun- arstofum. Nýmæli er, aö gert er ráö fyrir þvl I frumvarpinu, aö skylduskil nái einnig tii Isl. hljómplötuútgáfu. Þá er einnig gert ráö fyrir þvi, aö efni, sem prcntaö er fyrir þröngan hóp og merkt sem trúnaöarmál, veröi ekki undanþegiö I þessum lögum. Núvcrandi lög eru frá 1949. 1 athugasemdum með frum- varpinu segir m.a.: „1 frumvarpi þvi til laga um skylduskil til safna, sem hér er lagt fram, er þess freistað I upphafi að skýrgreina, hver sé raunverulegur tilgangur slikra laga. En þeir aðilar, sem skilaskyldir hafa verið samkvæmt lögum um afhend- ing skyldueintaka til bóka- safna, samþykktum á Alþingi 24. febrúar 1949, hafa oft knúið á um það undanfarin ár, að lögin yrðu endurskoðuð og þá ekki sizt að þvi, er varöaði til- gang þeirra og þar af leiöandi fjölda skyldueintaka. í fyrsta kafla laganna er fjallað um tilgang þeirra, en á það hefur 1 fyrri lagasetningu þótt bresta, að hann væri skýrður svo sem vert væri. Á fundi, sem haldinn var i Reykjavik I október sl. á veg- um Norræna rannsóknarbóka- varðasambandsins, var m.a. rætt um þetta atriði, og er kaflinn um tilgang laganna saminn með hliðsjón af niður- stöðum þeirra umræðna. Þegar i 2. kafla, um skila- skylt efni, segir, að Islenzkar prentsmiðjur o.s.frv. skuli halda eftir af upplagi fjórum eintökum til skylduskila, felur það i sér, að útgefandinn eða sá, er prenta eða margfalda lét, ber i raun kostnað af þeim. Nýmæli er I islenzkum lög- um, að afhenda skuli hljóm- plötur eða annars konar tón- og talupptökur, sem gefnar eru út. En nauðsynlegt er að tryggja, að þessu efni sé hald- ið örugglega til haga, engu siður en efni þvi, sem prentaö er eða fjölfaldað meö öðrum hætti. Um það efni, sem ætlað er til takmarkaðra nota innan þröngs hóps og jafnvel er merkt sem trúnaðarmál, er vert að taka fram, aö þvi ber að skila engu að slöur. Það er Landsbókasafns (en ekki prentsmiðjunnar eða þess, sem fjölfaldað hefur umrætt efni með öðrum hætti) að tryggja það siðan, eins og fram kemur I lögunum, að með það verði farið af þeirri leynd, sem útgefandi ætlast til. Um skil margvislegs smærra efnis er það að segja, aö enginn getur sagt fyrir um það með neinni vissu, á hvaða efni eða efnisflokka kann að reyna. Þótt mönnum virðist t.a.m. ýmiss konar smáprent i svipinn litils vert eða jafnvel einskis vert, getur það, þegar samán kemur og oft fyrr en varir reynst ómetanlegar heimildir. t 6. grein 2. kafla er nefnt á- kveðið efni, er vera skuli und-, anþegið skylduskilum, en jafnframt um það atriði visað til reglna, er Landsbókasafni íslands er ætlað að setja um þaiV hvaða efni annaö skuli vera undanþegið hinni lög- bundnu skilum. 1 fjórða kafla er rætt um varöveizlu og meðferð skyldu- eintaka. Varðveizla alls hips skila- skylda efnis er ekki talin trygg til frambúðar, nema I Lands- bókasafni séu tvö eintök af hverju einu og sé annað þeirra varðveitt sem hreint geymslu- eintak. Til enn frekara öryggis á viðsjárverðum timum þykir ennfremur nauðsynlegt, að eitt eintak sé varðveitt i öðr- um landshluta, og er þá eöli- legt, að Akureyri verði fyrir valinu sem fjölmennasti bær og mestur framtiðarstaður ut- an höfuðborgarsvæðisins. Til þess að varðveizla skyldueintaka verði þar sem tryggust, verður að binda not þeirra við lestrarsal, eins og fram kemur i lögunum. Með ráðstöfun eins eintaks til Háskólabókasafns er i fyrsta lagi litið á brýna þörf Háskóla Islands til þess að hafa jafnan sem greiðastan aðgang að hverju einu, stóru og smáu, vegna rannsókna hvers konar. En jafnframt er nauðsynlegt, að eitt safn geti, ef rika nauðsyn ber til, léð öðr- um söfnum og stjórnsýslu- stofnunum innan lands Is- lenzkt efni, og loks erlendum söfnum, er hingað kunna aö snúa sér um bókalán. Slikar beiðnir hafa verið fremur fá- tiðar sökum þess, að þjóð- bókasöfn á Norðurlöndum, t.a.m. þar sem islenzk rit eru að vonum mest notuð utan Is- lands eru mjög birg af> þeim og þá ekki sizt vegna þess, aö þau hafa um langt skeið notið góðs af ákvæðum Islenzkra laga um afhending skylduein- taka til bókasafna. Þótt fyrir það taki nú með setningu hinna nýju laga, verður reynt með öðrum hætti að halda uppi bókaskiptum við söfn á Norðurlöndum og viöar.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.