Tíminn - 15.10.1975, Page 9
Miðvikudagur 15. október 1975.
TÍMINN
(Jtgefandi Frainsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aðalstræti 7, simi 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð í
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprenth.f.
Fjórða
útfærslan
í dag tekur gildi reglugerðin um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar úr 50 i 200 milur. Þetta er
fjórða útfærslan á fiskveiðilögsögunni og sú, sem
nær yfir mest hafsvæði. Þótt enn séu ekki miklar
veiðar á hafsvæðinu milli 50-200 milna, bendir
margt til þess, að þær eigi eftir að aukast i náinni
framtið. Þvi var óhjákvæmilegtaðdragaþaðekki,
að láta fiskveiðilögsöguna ná til þessa svæðis.
Annars var m.a. hætta á, að erlend fiskiskip færu
að sækja á þetta hafsvæði, þar sem önnur eru að
lokast þeim t.d. vegna aukinna veiðitakmarkana á
Barentshafi og við Kanada. Þá er mikilvægt að
geta strax hafið undirbúning á stjórnun veiðanna
á öllu svæðinu innan 200 milna markanna.
Á þessu ári eru liðin 23 ár frá fyrstu útfærslu
fiskveiðilögsögunnar. Þá var grunnlinan dregin
fyrir alla firði og flóa og fiskveiðilögsagan svo
ákveðin fjórar milur. Það var stórt stökk að friða
þannig alla firði og flóa fyrir veiðum útlendinga.
Það var rikisstjórn Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins undir forustu Steingrims
Steinþórssonar, sem steig þetta mikilvæga skref i
landhelgisbaráttunni, en áður hafði tvennt gerzt,
sem gerði þessa útfærslu mögulega. Hermann
Jónasson og Skúli Guðmundsson höfðu af hálfu
Framsóknarflokksins flutt tillögu á þinginu 1946
um uppsögn brezka samningsins, sem stóð i vegi
fyrir þvi, að hægt væri að færa út fiskveiðilög-
söguna, og var samningnum sagt upp nokkru
siðar i framhaldi af þessum tillöguflutningi. Þá
voru sett á þinginu 1948 landgrunnslögin
svonefndu, en allar útfærslurnar á fisk-
veiðilögsögunni hafa byggzt á þeim. Hans G.
Andersen átti frumkvæðið að þessari laga-
setningu.
önnur útfærsla fiskveiðilögsögunnar var
framkvæmd 1958 af vinstri stjórninni, sem var
undir forustu Hermanns Jónassonar. Þá var
fiskveiðilögsagan færð út i 12 milur. Hér var um
mikinn áfanga að ræða, þar sem allar helztu
hrygningarstöðvarnar við landið eru innan 12
milna markanna. Þó er óhætt að segja, að enn
stærrra skref hafi verið stigið 1972, þegar vinstri
stjórnin, undir forustu Ólafs Jóhannessonar,
færði fiskveiðilögsöguna út i 50 milur, en innan 50
milna markanna hefur aðallega verið veitt á Is-
landsmiðum, eins og áður segir.
Eins og sést á þvi, sem hér hefur verið rakið, er
Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn, sem
hefur átt sæti i öllum þeim rikisstjórnum, sem
hafa fært út fiskveiðilögsöguna. Á honum hefur
jafnan hvilt að gæta þess, að haldið væri á þess-
um málum með festu og forsjá. Það getur þurft
ekki siður nú en i fyrri skiptin.
Svo langt er nú komið þróun hafréttar-
málanna, að útfærsla fiskveiðilögsögunnar i 200
milur hefur ekki sætt teljandimótmælum. Deilan
við Breta og Vestur-Þjóðverja snýst t.d. ekki um
200 milurnar, heldur um söguleg réttindi, sem
þessar þjóðir þykjast eiga innan 50 milnanna.
Þessi deila hefði alveg eins risið, þótt útfærslan i
200 milur hefði ekki komið til sögunnar. Þessi
deila er nú stærsta viðfangsefnið i landhelgis-
málinu, eins og fyrr, og veltur mikið á þvi, að
þjóðin standi þar vel saman. Þ.Þ.
Spartak Beglov, fréttaskýrandi APN:
Vaxandi samstarf
Rússa og Frakka
AAiklar vonir bundnar við AAoskvuför forsetans
í gær kom Giscard
d’Estaing I opinbera heimsókn
til Sovétrikjanna. 1 rússnesk-
um fjölmiðlum er nú mikið
rætt um þessa heimsókn. Ber-
sýnilegt er, að Rússar treysta
nú á, að tilraunir til að endur-
lifga kalda striðið hafi minni
áhrif á Frakka en t.d. Banda-
rikjamenn og Vestur-Þjóð-
verja, enda kosningar ekki
framundan i Frakklandi. 1
þeim efnum minna þeir á
frumkvæði de Gaulle, eins og
kemur fram i eftirfarandi
grein Beglovs:
VALERY Giscard d’Estaing,
forseti Frakklands, kemur til
Sovétrikjanna, tiu mánuðum
eftir sovézk-franska leiðtoga-
fundinn i Rambouillet, er Leo-
nid Brézjnéf, aðalritari mið-
stjórnar Kommúnistaflokks
Sovétrikjanna heimsótti
Frakkland. Er ég renni hug-
anum til Rambouilletfundar-
ins, þar sem ég var sérlegur
fréttamaður, finnst mér við
hæfi að minna lesendur á orð
sovézka leiðtogans um nauð-
syn þess að þróa og efla
sovézk-franska samvinnu,
sem er mikilvæg báðum þjóð-
unum og fyrirmynd öðrum
þjóðum. Er Valery Giscard
d’Estaing ræddi við frétta-
menn um fundinn, sagði hann,
að á honum hefði hann fengið
tækifæri til að-sannfærast um
rikan og einlægan friðarvilja
Sovétrikjanna.
Sovétrikjunum og Frakk-
landi hefur að verðskulduðu
verið hrósað fyrir að vera
brautryðjendur spennuslök-
unar i samskiptum þjóða er
búa við ólikt þjóðskipulag. Nú
er að hef jast tiunda ár alhliða-
samvinnu landanna. Arið 1966
var fyrir atbeina Charles de
Gaulle, þáverandi forseta,
endurnýjuð gamalgróin vin-
áttutengsl sovézku og frönsku
þjóðanna. Sameiginleg við-
leitni þeirra stuðlaði mjög að
slökun spennu i Evrópu. Báð-
ar þjóðirnar geta sagt með
ánægju, að þær meginreglur
gagnkvæmra samskipta, sem
settar voru i sovézk-franska
samninginn, er gerður var i
sambandi við heimsókn Leo-
nid Brézjnéf til Frakklands
1971, séu endurbornar i sam-
þykktum Helsinkifundarins
um öryggis- og samstarfsmál
Evrópu.
Væntanleg heimsókn Valery
d’Estaing er fyrsta heimsókn
leiðtoga eins af forusturikjum
vestrænna auðvaldslanda til
stærsta rikis hins sósialiska
samfélags, eftir Helsinkifund-
inn. Þess vegna getur alþýða
Sovétrikjanna vænzt þess með
réttu, að frekari þróun sam-
skipta landanna tveggja muni
treysta friðsamlega sambúð,
sem samkomulag varð um i
Helsinki, og stuðla að þvi að
gera grundvallarreglur ör-
yggis og gagnkvæmrar hag-
stæðrar samvinnu virkar um
alla álfuna.
Sameiginlegar aðgerðir
beggja landanna á sviði utan-
rikismála hafa styrkzt við það
að teknar voru upp reglulegar
pólitiskar viðræður á ýmsum
stigum fyrst og fremst i sam-
bandi við fundi og viðræður
leiðtoga Sovétrikjanna og
Frakklands. Fundurinn i
Rambouillet leiddi I Ijós lika
afstöðu rikisstjórnanna
tveggja til margra helztu
vandamála okkar tima. Kom-
andi leiðtogafundur mun tvi-
mælalaust einnig fjalla um
nýja þætti heimsmálanna,
einkanlega nú, að loknu Indó-
kinastriðinu um viðvarandi
Giscard d’Estaing
hættuástand i löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs, sem enn
erhvergi nærri fundin lausn á.
EFNAHAGSSAMVINNA
Frakklands og Sovétrikjanna
komst á nýtt stig með samn-
ingnum, sem gerður var um
þau mál á fundinum i
Rambouilletá sl. ári. Samn-
ingurinn, er þá var gerður um
efnahagssamstarf á árunum
1975—1979 jók efnislega nýjum
atriðum við fyrri samninga á
þessu sviði, sem tryggð voru
með samningi um lánavið-
skipti. Þróun viðskiptatengsl-
anna sést ekki aðeins af þvi,
að verzlunarviðskipti land-
anna hafa tvöfaldazt á hverju
4ra ára timabili og jukust um
þriðjung árið 1974, heldur eru
þau og að færast yfir á grund-
völl langtimasamninga I sam-
bandi við stórverkefni á sviði
efnahagsmála og iðnaðar,
sem unnið er að með lána- og
endurkaupask ilmálum.
Sovézk-franska fastanefnd-
in fjallaði á sumarfundi sinum
um mörg flókin vandamál i
sambandi við framkvæmd
sameiginlegra framleiðsluá-
ætlana og visindalegra rann-
sóknaáætlana. Sovézk og
frönsk fyrirtæki eru nU að
kanna möguleika og ræða
samstarfsskilmála á mörgum
sviðum, s.s. varðandi álfram-
leiðslu, vinnslu auðlinda,
byggingu hótela og annarra
mannvirkja fyrir olympiuleik
ana i Moskvu 1980, o.fl.
A sviði visinda- og tækni-
samvinnu landanna tveggja er
einnig unnið að mjög mikil-
vægum verkefnum á sviði
kjarnorkumála, rannsókna og
nýtingar geimsins > friðsam-
legum tilgangi, litasiónvarps,
o.s.frv. A 12. sovézk-frönsku
ráðstefnunni, sem haldin var i
Crande-Motte i lok september
sl. var dregin saman niður-
staðan af góðum árangri ým-
issa sameiginlegra verkefna,
s.s. notkun franskrar laser-
stöðvar til að rannsaka and-
rúmsloftið á heimskautasvæð-
unum, litilla, sjálfvirkra
franskra gervihnatta af gerð-
inni d-2 b-gamma, sem skotið
var á braut umhverfis jörðu
með sovézkri burðareldflaug,
molnija-1. sameiginlegra til-
rauna með notkun gervihnatta
til dreifingar litasjónvarps-
efnis, o.m.fl.
VIÐ SJAUM þannig, að
sovézk-frönsk samvinna tak-
markast hvergi nærri við
verzlunarviðskiptin. Nota þeir
drátt á gerð einhverra við-
skiptasamr.inga til að láta i
ljós efasemdir um tvihliða
samstarf i heild.
Þvi má ekki gleyma, að
kreppuástandið og verðbólgan
á Vesturlöndum torvelda
mjög gerð langtima viðskipta-
samninga milli landa með ó-
likt efnahagsskipulag, sökum
stökkbreytinga á verðlagi.
Það er mjög eðlilegt, að
sovézk fyrirtæki vilji reka við-
skiptin á traustari grundvelli,
þ.e. vilji ekki aðeins skapa
viðskiptaaðilum sinum há-
marksmöguleika á Utflutningi
heldur fá gagnkvæmar pant-
anir á sovézkum vörum, m.a.
iðnvarningi. Þetta er einn
þeirra þátta sovézk-franskrar
samvinnu, þar sem ónotaðir
möguleikar eru fyrir hendi.
Á meðan fundur sovézk-
frönsku fastanefndarinnar
stóð yfir i sumar var undirrit-
aður i Moskvu samningur um
kaup á frönskum tæknibúnaði
til nýtingar Orenburggaslind-
anna fyrir 2.500 milljónir
franka. Þessi nýi samningur
er nýr hlekkur i samstarfs-
keðju, sem mun halda áfram
að eflast og stækka fyrir til-
verknað sifellt nýrra samn-
inga á fjölmörgum sviðum.
Þetta allt sýnir, að samvinna
á sviði efnahagsmála er ekki
stundarfy rirbæri, eins og
franski ráðherrann Jean-
Pierre Fourcade lagði áherzlu
á: „Þvi meir sem við eflum
þessa samvinnu. þvi meir
metum við þýðingu þeirra
möguleika sem sovézkt efna-
hagslif býður frönskum fyrir-
tækjum upp á."
Sovézk-frönsk samvinna er
stöðugt einn mikilvægasti
þáttur fran.skrar friðarstefnu i
Evrópu, eins og undirstrikað
var I Paris. Almenningur i
Sovétrikjunum væntir þess, að
heimsókn Valery Giscard
d’Estaing, forseta, verði nýr
hvati fvrir gagnkvæmt hag-
stæða samvinnu landanna
tveggja og auki hlutdeild
þeirra i Utbreiðslu friðarþró-
unarinnar i Evrópu i ljósi
Helsinkisa mninganna.