Tíminn - 15.10.1975, Qupperneq 14

Tíminn - 15.10.1975, Qupperneq 14
TÍMINN Miðvikudagur 15. október 1975. LÖGREGLUHA TARINN 41 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal ' - ----- ■ ..... - klukkustund. Þá lögðu þeir frá sér kjuðana og tókust í hendur. Calooch fór aftur að borðinu við gluggana og La Bresca borgaði leiguna á borðinu. Meyer leit á klukkuna og sagði svo skyndilega: — Hver sjálf ur, klukkan er strax orðin sex. Ég verð að hundskast heim, annars drepur kellingin mig. — Það var gaman að spila við þig Stu, sagði Tino. — Komdu aftur einhvern tima seinna. — Kannski geri ég það, sagði Meyer. Oti á götunni ríkti grátt rökkrið. Enqinn var á ferli oa þögnin grúfði yf ir. Aðeins gnauðið í köldum vindum rauf þessa kyrrðarmynd. La Bresca var i þykkum jakka og rak hendurnar á kaf ivasana.Kraginn var brettur upp að eyrum. Hann var með grænan trefil um hálsinn og trefillinn sveiflaðist og flaksaði i vindinum. Meyer minntist ófara Kiings og hélt sig því í hæfilegri f jarlægð. Hann var gamalreyndur í þessu starf i og ætlaði sér ekki að falla i þessa sömu gryf ju. Kalt veðrið og auðar göt- urnar gerðu honum sizt auðveldara að fylgja þessu. Það er tiltölulega auðvelt að elta mann ef fólksf jöldi er á göt- unum. En þegar aðeins eru tveir menn eftir í heiminum snýr sá f remri sér kannski skyndilega við ef hann heyrir fótbolta skoppa eða þá ef hann þykist heyra í einhverjum fyrir aftan sig. Meyer gætti þvi fyllstu aðgátar og notaði sér eitthvert skot og kima götunnar. Hann var feginn þessum eilífu snúningum, því þeir héldu á honum hita. Hann þóttist viss um að hann kæmi upp um sig en var þó engan veginn of viss um sig. Hann gæti sem hægast misst tækifæri sitt ef La Bresca sneri skyndilega við og kæmi fyrir horn, ellegar ef hann hyrfi skyndilega inn i einhverja bygginguna. Stúlkan beið hans í Buick bifreið. Bíllinn var svartur, Meyer sá strax hvaða árgerð og týpu var um að ræða. En bíllinn var það langt í burtu að hann sá ekki númerin. Bíllinn var tæpum hundrað metr- um ofar í götunni og vélin í gangi. Útblástursrörið dældi grábláum karbon monoxíð reyknum út í andrúmsloftið og á auða götuna. La Bresca nam staðar við bílinn og Meyer sætti lagi og skauzt að hurðarinnskoti á veðmang arabúð. Umkringdur saxafónum, ritvélum, myndavél- um, tennisspöðum, veiðistöngum og öðru misverðmætu rusli skimaði Meyer eins virðulega og hann gat eftir bílnúmerinu á Buick bílnum. En hann sá það ekki nógu skýrt. Stúlkan var Ijóshærð. Hárið féll ógreitt niður á herðar henni. Hún hallaði sér að hinum dyrunum og opnaði þær fyrir La Bresca. Hann settist inn í bílinn og skellti hurðinni. Meyer gekk fram í dyragætinni í þann mund er Buck bifreiðin renndi af stað. Enn sá hann ekki númerin. SJÖUNDI KAFLI. Fæstir vilja vinna á laugardögum. Mörgum finnst það ganga guðlasti næst. Laugardagur er dagur hvíldar og friðar. Þá eiga menn að lægja allar öldur áhyggju og streitu sem hlaðizt hafa upp frá mánudegi til föstudags. Þegar veðurspáin er jaf n kaldranaleg og hún var þennan marzdag þá er fátt betra en að kveikja upp í arni sínum í notalegri ibúð og fá sér góða sígarettu eða vindil. Þá er hin kaldranalega borg, íklædd frosti og snjó víðsf jarri. Haf i menn ekki arinn þá er ráð að hella sér í glas svolít- illi vínlögg og vera með Ijóshærða fegurðardís eða góða bók sé við hlið. Laugardagur er rólegur dagur. Það iiggur við að mörgum manninum blöskri allur sá tími sem hann á skyndilega yfir að ráða. Ýmsum fallast hendur. Þei eigra menn milli herbergja og leita að einhverju að taka sér fyrir hendur. Þeir vita að einmanalegasta kvöld vikunnar nálgast óðum. Lífsspekin er sú, að flesum er illa við að vinna á laugardögum sökum þess að þorri alls fólks gerir það ekki. Lögreglumenn eru undantekning þessa. Þeir eru sífellt að verki minnugir á smásmugu- legar aðfinnslur borgaranna. Þeim finnst þeir skulda mannskepnunni eitthvað, eru einlægt á varðbergi göf ug- ir í tilgangi sínum og snöggir og glöggir. Andy Parker svaf á stól sínum og lá f ram á skrifborð- ið. — Hvar er mannskapurinn, spurði annar malaranna. — Ha, hum, sagði Parker hálfsofandi. Hann þaut upp úr stólnum og gondi syf julega fram fyrir sig á málar- ann. Svo strauk hann stórum höndum sínum yfir andlit sér og sagði: — Hvern f jandann á það að þýða að gera manni svona bilt við? — Við erum að fara, sagði fyrri málarinn. — Við erum búnir með þetta, sagði sá seinni. — Við erum búnir að stafla öllu draslinu í bílinn og langar til að kveðja alla. — Hvar er svo mannskapurinn? M w LLL G E I u R E K I K U B B U R MIÐVIKUDAGUR 15.október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugreinar dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn íd. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Árnadóttir les söguna „Bessi” eftir Dorothy Canfield í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutón- listkl. 10.25: Morgun- tónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. 17.30 Smásaga: „Snjófriður i Snjóbúðum” eftir Gunnar Benediktsson.Höfundur les. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 200 inilur. Dagskrá i til- efni útfærslu fiskveiðilög- sögunnar i umsjá Vilhelms G. Kristinssonar frétta- manns. 20.35 Kórsöngur. , 20.50 Svipast um á Suður- landi. Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri ræðir við Hafliða Guðmundsson i Búð i Þykkvabæ. 21.10 Frá vorhátiðinni i Prag. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (2). 22.35 Djassþáttur. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Höfuðpaurinn Bandarisk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.50 Kaplaskjól Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Hægláti hesturinn. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn ‘ Ingolfsson. 21.15 Farþeginn Breskt saka- málaleikrit i þremur þáttum. Ung stúlka þiggur far af auðugum kaupsýslu- manni, sem er á ferð i glæsibifreið sinni. Bifreiðin verður bensinlaus, og maðurinn gengur til næstu bensinstöðvar. Aðalhlut- verk Peter Barkworth og Paul Grist. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.00 Itýnt I rúnir steinaldar. Fræðslumynd um steina- hringina i Stonehenge i Englandi og svipaðar leifar fornrar menningar annars staðar, sem Magnús Magnússon gerði fyrir breska sjónvarpið. Rætt er við roskinn, skoskan verk- fræðing, Alexander Thom að nafni, en hann telur, að þessi ævafornu mannvirki hafi verið notuð við rann- sóknir á stöðu himintungla og unnt hafi verið að reikna út tungl- og sólmyrkva með þeim. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 23.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.