Tíminn - 15.10.1975, Side 15

Tíminn - 15.10.1975, Side 15
Miðvikudagur 15. október 1975. TÍMINN 15 MT-kennarar lýsa andúð á Spónarstjórn BH-Heykjavik.— Á aðalfundi sin- um 9. október sl. gerði Kennara- félag Menntaskólans við Tjörnina nokkrar ályktanir, þar sem segir m.a.: 1. Enn einu sinni hefur fasista- stjórn Spánar beitt alræðisvaldi sinu gegn andspyrnuhreyfingu spænskrar alþýðu og tekið af lffi fimm and-fasista og þjóðfrelsis- menn. Þrátt fyrir nýleg dómsmorð fastistanna standa baráttumenn and-fasista og baska jafnréttir sem áður, harðari refsingar gegn þeim en áður sundra ekki sam- stöðunni heldur styrkja hana. Við fordæmum ofsóknir fasista á Spáni og alræði þeirra. Kröfur okkar eru: — Fullt frelsi til handa öllum pólitiskum föngum á Spáni — hættið dómsmorðunum! — Fullan stuðning við baráttu spænskrar alþýðu og frelsishreyf- ingar baska gegn fasismanum! 2. Aðalfundur K.M.T. lýsir full- um stuðningi við fyrirhugaðar að- gerðir kvenna á degi Sameinuðu þjóðanna 24. okt. nk. og heitir á konur i starfsliði skólans að taka fullan þátt i aðgerðum dagsins. 3. Aðalfundur K.M.T. lýsir furðu sinni á þvi gerræði er yfir- stjórn fjármálaráðuneytisins hef- ur beitt kennara við fjölbrautar- skóla. Svipaður fjöldi ferðamanna það sem af er árinu og var í fyrra BH-Reykjavik — Fjöldi ferða- manna, sem lagði leið sína tii ts- lands fyrstu niu mánuði þessa árs eöa til 1. október er mjög svipað- ur og á siöastliönu ári, eöa 104.363 á móti 104.407 i fyrra. tslending- ar, sem til Iandsins komu, eru heldur færri en i fyrra, en útlend- ingum hefur fjölgað nokkuð. Frá þessu segir i nýkomnu mánaðaryfirliti Útlendingaeftir- litsins i Reyjjavik. tslendingar, sem komu i septembermánuði i ár reyndust vera 8982 talsins og útlendingar 6070, en i fyrra i sama mánuði komu 9664 og 6121 útlend- ingar. Tölurnar yfir fyrstu niu mánuði ársins eru mjög svipaðar þessu. I ár komu 41.427 tslendingar og 62.936 útlendingar en fyrstu niu mánuðina i fyrra 44.265 íslend- ingar og 60.142 útlendingar. 1 september komu flestir út- lendingar hingað frá Bandarikj- unum, eða 2.779, frá Stóra-Bret- landi og V-Þýzkalandi komu ná- kvæmlega jafnmargir eða 472 frá hvoru. Danmörku komu 369, Austurriki 362 og frá Sviþjóð og Sviss komu jafnmargir, eða 328 frá hvoru landi. Bogi Nilsson skipaður sýslu- maður í Suður- AAúlasýslu FORSETI íslands hefur, að til- lögu dómsmálaráðherra, skipað Boga Nilsson, aðalfulltrúa við bæjarfógetaembættið á Akureyri, sýslumann i Suður-Múlasýslu og bæjarfógeta á Eskifirði frá 1. janúar 1976 að telja. Aðrir umsækjendur um embættið voru: Ingvar Björnsson bæjarlögmaður i Hafnarfirði, Jón P. Emils fulltrúi yfirborgarfógeta i Reykjavik, Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari i Kefla- vik og Þorsteinn Skúlason fulltrúi yfirborgarfógeta i Reykjavik. Allt á fullu hjá Dixieland-hljómsveit Arna Isleifssonar Bezta sveiflan í borginni Bezta sveiflan i borginni er á Hótel Borg á laugardagskvöld- um, og er þá átt við Dixieland- hljómsveit Arna tsleifssonar, sem þar skemmtir núna og hefur gert undanfarin laugar- dagskvöld. Þegar við Timamenn mættum þar á laugardagskvöldið, dunaði Dixielandinn i sinni beztu gerð vitt og breitt um sali, svellandi kátur og glettinn. Þeir eru allir kunnáttumenn, sem skipa hljómsveitina, og margreyndir I hvers konar sveiflum tónlistarinnar. Þeim er það sameiginlegt að hafa yndi af jazz og dixieland, og hljóðfærin leika i’ höndum þeirra eins og vera ber um túlkendur tónlistar frá þessu litskrúðuga skeiði. Að visu eru komin nokkur lög siðari tima inn á efnisskrána, en það eru lög, sem falla auðveld- lega- að taktinum og eiga þvi fullan rétt á áer á þessu sviði, og eðli tónlistarinnar i engu bre ytt. Þetta kvöld, sem við Tima- menn litum inn, var Björn R. Einarsson, sú gamalreynda kempa, á trombóninn, og breytti það þó talsverðu, enda þótt Þórarinn Óskarsson, sem venjulegast leikur með hljóm- sveitinni, se góður á sinu sviði, og kunni margt vel. En Björn er gæddur þessari eðlislægu sveiflu, sem gerir alla hans tón- list skemmtilega. Maður minn- Guðmundur. ist þess frá gömlum dögum, er hann stjórnaði beztu hljóm- sveitunum, sem þá var völ á hérlendis og þótt viðar væri leit- að, jafnvigur á sönginn, bdsún- una og harmónikuna. Nú orðið syngur Björn minna en hér áður — en á trombóninn spilar hann þannig að manni finnst einhvern veginn að svona eigi það að vera. Impróviassjónir hans eru eðlilegar og þrungnar glettni, rétt eins og hann spili þær af fingrum fram af algjörri kunn- áttu. Gunnar Ormslev hefur undir- rituðum alltaf fundizt eins kon- ar „Grand Ole Man” jazzins, enda forvigismaður hans um árabil og alltaf mættur með Njáll. saxófóninn, þegar góður jazz innlendur er á boðstólum. Þarna er Gunnar i essinu sinu, og virðist enn vera að bæta við sig, þótt alltaf hafi hann verið góður. Kristján Jónsson hefur um skeið leikið á trompet og hann er mjög vaxandi trompet-leik- ari, auk þess sem hann leysir sitt hlutverk af alúð og natni, en hefur jafnframt kraft og lipurð, sem fyllir áhorfandann ánægju. Bragi Einarsson, er klarinett- leikarinn og bregður fyrir sig saxófóninum. Bragi hefur góðar gáfur og kann mikið fyrir sér, en það er ekki fyrr en hann sleppir fram af sér beizlinu i góðri sóló,að maður finnur hvað Bragi. hann er i raun og veru snjall hljdðfæraleikari. Njáll Sigurjónss. er á bassann, réttur maður á réttum stað, auk þess sem hann raular nokkur lög, án þess að vera sérstakur söngvari, en hann kann sin lög og heldur taktinum, glettinn og fjörugur, og það skiptir mestu máli. Guðmundur Steingrimsson er á trommunum, og það er ekki fyrr en maður er búinn að heyra i Guðmundi i reglulegu stuði, sem maður gerir sér grein fyrir þvi, hvað virkilegur trommu- leikur er. Guðmundur hefur um langt skeið verið i fremstu röð trommuleikara. Hann hefur ekkert slegið af. Kannski hefur hann aldrei verið sterkari en einmitt núna. Og þá er komið að hljóm- sveitarstjóranum, Arna tsleifs- syni, sem er orðinn svo þaulkunnugur pianóinu, að vafasamt er að margir hérlend- is hafi reynt fleira á pianóið en Arni. Hann er mjög snjall, og i þessari tegund tónlistar nýtur hann sin og það stórvel. Ég veit ekki, hver hefur ann- azt útsetningarnar fyrir hljóm- sveitina, en þær eru stórvel unn- ar, og gerð þeirra á vafalaust sinn þátt i þvi, hversu samstillt hljómsveitin er og samæfð. Ungir sem aldnir dansendur á gólfi Hótel Borgar þetta laugar- dagskvöld sönnuðu með dans- gleði sinni, að Dixielandinn er siungur — ef hann er bara rétti- lega leikinn. Björn R. Texti: BH Artyndir: GE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.