Tíminn - 15.10.1975, Qupperneq 17
Miðvikudagur 15. október 1975.
TtMINN
17
, , ■ *'!**i*i.*ft. ■'»"'.t i.11f,v.. i.a> 1 1 im»i nT~ii i . ■ . .
Why George stays in lceland.
QUIET, Icelandic.
village of 4,000 people
young Englishman is "
weekend preparing a J
' clerks ' "
GEORGE KIRBY
. , . “ a belief ”
George
í sviðsljósinu
— í enskum dagblöðum, þar sem tvær greinar og viðtöl við hann
ALLAN CLAEKE...lék siöast
með enska landsliðinu gegn
Portúgal i nóvember 1974.
Revie
„njósnar"
um Tékka
DON REVIE, einvaldur enska
landsliðsins, og aðstoðarmaður
haiis, Les Cooker þjálfari, verða
meðal áhorfenda, þegar Tékkar
leika vináttulandsieik gegn Ung-
verjum i Bratislava i Tékkó-
slóvakiu i kvöld. Revie er að
„njósna” um leikmenn tékkneska
liðsins, en Englendingar leika
gegn þeim i Evrópukeppni lands-
liða i Bratislava 29. október — og
er sá leikur úrslitaleikurinn i riðl-
inum. Ef Englendingar vinna sig-
ur gegn Tékkum, þá dugar þeim
jafntefli gegn Portúgölum til að
komast áfram í Evrópukeppn-
inni.
hafa birzt á skömmum tíma
GEORGE KIRBY/ maðurinn á bak við sigurgöngu Akur-
nesinga að undanförnu/ hefur mikið komið við sögu í
enskum dagblöðum. Fyrir nokkru var viðtal við hann í
hinu víðlesna blaði „Daily Mirror", en nú um helgina var
grein um Kirby í sunnudagsblaðinu „Sunday Express",
þar sem var sagt frá honum — manninum, sem væri nú
að undirbúa skrifstofumenn, trésmiði og fiskimenn i 4
þús. manna fiskibæ á íslandi, fyrir átökin gegn rúss-
neska landsliðinu — Dynamo Kiev — í Evrópukeppni
meistaraliða. Fyrirsögnin
vegna er George lá islandi
Þessi grein er mikil auglýsing
fyrir George Kirby, og hjálpar
honum vafalaust i þeirri viðleitni
að fá starf sem framkvæmda-
stjóri i Englandi. Knattspyrnu-
ferill hans er þar rakinn, og talað
er um hæfileika hans. Nú, George
segir frá þeirri slæmu aðstöðu,
sem islenzkir knattspyrnumenn
búa við — þar sem ekki er hægt að
leika knattspyrnu á grasi, nema
yfir há sumarið. Þá segir hann
frá þvi, hvers vegna hann kom
aftur til íslands i sumar. ,,Ég fór
til fslands fyrir rúmu ári (vorið
1974) — lið mitt varð þá fslands-
meistari og komst i úrslit i bikar-
keppninni. Sumir uppi á fslandi
töldu þetta heppni hjá okkur. Til
þess að sanna, að þeir höfðu á
röngu að standa, ákvað ég að
vera annað keppnistimabil á fs-
landi — og við endurtókum afrek-
ið.”
Þá segir George, að þrátt fyrir
að honum hafi verið boðin staða
landsliðsþjálfara fslands, sé hug-
ur hans i Englandi. Hann segir,
að i Englandi sé heimili hans, og
að sjálfsögðu vilji hann starfa
þar. Greinin um George Kirby
endar þannig: — Hafið þið gáð að
simanúmerinu hans?
Já, þessi grein er mikil auglýs-
ing fyrir George Kirby. Kannski
fær hann upphringingu fljótlega,
á greininni var: — Hvers
þar sem honum er boðið starf á
Bretlandseyjum.
Bell
með
Birming-
ham
WILLIE BELL hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Birmingham.
Bell tekur við starfi lærimeistara
sins Freddie Goodwin, sem var
rekinn frá Birmingham fyrir
stuttu. Beller ekki óþekktur á St.
Andrews — hann hefur veriö að-
stoðarmaður Goodwins þar sl.
fimm ár. Það voru leikmenn
Birmingham, sem réðu úrslitum
um, að Bell fengi starfið — þeir
fóru fram á það við stjórn félags-
ins, að hann yrði framkvæmda-
stióri.
R A SOLUUSTA
frá AAaine Road", segir Tony Book
honum býr. —Ástæðan fyrir þvi
er sú, að hann hefur verið
fremur kærulaus og leikið
meira fyrir áhorfendur heldur
en félag sitt. Rodney Marsh hóf
knattspyrnuferil sinn hjá
Lundúnaliðinu Fulham, en fyrir
9 árum keypti QPR hann fyrir
aðeins 15 þús. pund frá Fulham
— hrein reyfarakaup. Hann lét
strax mikið að sér kveða á Loft-
us Road, þar sem hann lék
rúmlega 200 leiki með QPR —
skoraði 127 mörk i þeim. Marsh
lék með QPR á Wembley 1967,
þegar liðið vann óvæntan sigur
(3:2) ileik gegn West Bromwich
Albion i úrslitaleik deildar-
bikarkeppninnar.
Manchester City fékk fljót-
lega áhuga á Marsh — og félagið
klófesti hann 1972, fyrir 200 þús.
pund. Nú, þegar City viil losa
sig við þennan snjalla leikmann,
þá er gamla félagið hans, QPR ,
tilbúið að kaupa hann aftur.
Rangers-liðið hefur haft áhuga
á Marsh að undanförnu, en eitt
er vist, að Dave Sexton, fram-
kvæmdastjóri QPR, mun hugsa
sig vel um áður en hann býður i
Marsh — liði hans hefur gengið
það vel upp á siðkastið, að óvist
er, hvort nokkur staða er laus i
þvi fyrir Rodney Marsh, fyrir-
liða MANCHESTER City. '
RODNEY MARSH... fer hann
aftur til Q.P.R.?