Fréttablaðið - 28.10.2005, Page 50

Fréttablaðið - 28.10.2005, Page 50
FÖSTUDAGUR 28. október 2005 7 Nú er vinnsla á lífrænu lamba- kjöti hafin að nýju eftir tveggja ára hlé. Sláturhús og kjötvinnsla Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga hefur fengið alþjóðlega vottun á líf- rænum afurðum. Það þýðir að þar er nú tekið við lífrænu sauðfé til slátr- unar, unnar úr því ýmsar kjötvörur og sérmerktar fyrir lífræna matvöru- markaðinn. Með því er rofið meira en tveggja ára tímabil frá því að bændur í lífrænni sauðfjárrækt gátu síðast selt afurðir sínar sem lífrænar. Lífræn sauðfjárrækt er stunduð á fimm stöðum á landinu: Á Brekkulæk í Miðfirði, á Mælifellsá í Skagafirði, í Árdal í Kelduhverfi, í Þórisholti í Mýr- dal og í Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Bændur á þessum vottuðu bæjum ala sauðfé sitt eingöngu á lífrænu fóðri og beita því á vottað graslendi eða villta fjallhaga. Lyfjanotkun er innan þröngra marka og hugað er sérstaklega að vel- ferð sauðfjárins á fóðrunar- og fengi- tíma. Lífrænt lambakjöt aftur á markað 1. Drekktu vatn í staðinn fyrir dýra gosdrykki. 2. Stundaðu gönguferðir og sund í staðinn fyrir að eiga kort í rækt- inni. Enn betra er að fara ferða sinna á hjóli því þá sparast bæði líkamsræktarkostnaður og bensín. 3. Gerðu innkaupin helst snemma dags, til dæmis í hádeginu. Þú ert í betra formi og skarpari, ert fljótari að gera innkaupin og eyðir minna. 4. Farðu ein/n. Allir fjölskyldumeð- limir hafa skoðanir á því hvað á að vera til í eldhúsinu og litlir aðstoðar- menn geta verið dýrir í rekstri. 5. Haltu dagbók yfir það sem þú kaupir reglulega og taktu eftir því hvar nauðsynjar þinnar fjölskyldu eru ódýrastar. Skráðu hjá þér verðið og verslaðu þar. 6. Flestar matvöruverslanir eru með tilboð á einhverju á hverjum degi. Ef þú sérð eitthvað sem er á borðum hjá þér nánast daglega á tilboði ein- hvers staðar skaltu birgja þig upp. 7. Passaðu þig á stöðumælasekt- unum. Þær geta orðið fokdýrar ef þær eru ekki borgaðar upp strax og hundraðkall í bílnum er fimmtán sinnum meira virði þegar hann er kominn í stöðumælinn. 8. Ákveddu í hvað þú ætlar að eyða peningunum sem þú sparar og gerðu fjölskyldunni dagamun. Þá verður þetta allt saman miklu skemmtilegra. Sparnaðarráð } Drekktu vatn og borgaðu í stöðu- mælinn! NOKKUR AFAR AUÐVELD RÁÐ SEM ÞYNGJA BUDDUNA. Tískusýning og útsala Í tilefni afmælis Anas verður afsláttur veittur af öllum fatnaði og tískusýning haldin í kvöld. Afmælishátíð stendur yfir í versl- uninni Anas, Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði, þessa dagana. Af því tilefni er 20 prósenta afsláttur veittur af öllum fatnaði í búðinni. Einnig verður haldin tískusýning kl. 20.00 í kvöld. Þar verður sýnd vetrarlínan 2005 og vorlínan 2006 frá Créton og hönnuðurinn Lis- beth Skov verður sjálf á staðnum. Hátíðinni lýkur á morgun. Tilboðið stendur til morguns. Feminin Fashion, Bæjarlind 12 í Kópavogi, er með fjörutíu pró- senta afslátt af samkvæmiskjól- um frá Dynasty í dag og á morgun. Kjólarnir eru til í stærðum 10-32 og fást á allt niður í 6.900 krónur með afslætti. Verslunin er opin á virkum dögum frá klukkan 11 til 18 og á laugardögum frá klukkan 10 til 16. Afsláttur af kjólum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.