Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 18. október 1975. II111 Titi i k I Námsmenn fjölmenntu meö kröfuspjald viö fjármálaráöuneytiö til þess aö krefjast þess aö námslán þeirra yrðu tryggð. \ Námsmenn mótmæla: Matthias A. Mathiesen fjármálaráöherra hlustar á kröfur námsmanna i ráöuneytinu i gær. „Fjöldi námsmanna verður að hverfa frá námi, ef haustlánin verða skert" Kaffisala Kvenstúdentafélags- ins verður á Hótel Sögu á sunnu- daginn, og verður þar jafnframt til skemmtunar sýning á kven- fatnaöi. Hefst skemmtunin kl. 15.00 og skal vakin athygli á kökunum, sem þarna verpa á boðstólum. Myndin er af nokkr- uin sýningardömunum, sem koma fram á sunnudaginn. gébé-Rvik — Timanum hafa bor- izt nokkrar ályktanir frá sam- eiginlcgum fundi vcrkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla is- lands, almennum fundi laga- nema, og auk þess afrit af bréfi til Matthiasar Á. Mathiesen fjár- málaráðherra frá nemendum nokkurra skóla. Eru þetta allt harðorð inótmæli til stjórnvalda vegna þeirrar afstöðu sem þau hafa tekiö í lánamálum náms- manna, en fjölmennur hópur nemenda lagði leið sina i ráðu- neytið i gær. Ríkir mikil ólga meðal námsfólks, oog hefur stjórnum félaga, sem að Lána- sjóði islenzkra námsmanna standa, vcriö veitt umboð til verkfallsboðunar nk. þriðjudag, og auk þess heimild til fram- haldsaðgerða, ef þörf þykir. i hverju verkfallsaðgerðirnar verða fólgnar, er ekki vitað. Nemendur Fiskvinnsluskólans, Fósturskólans, Kennaraháskól- ans, Leiklistarskólans, Mynd- lista- og handiðaskólans, Stýri- mannaskólans og Vélskólans af- hentu fjármálaráðherra harðort mótmælabréf i gærmorgun, og segir m.a. i þvi, að nái tillögur þær um fjárlagafrumvarp, sem hljóðar upp á skert haustlán, fram að ganga, muni mörg hundruð eða þúsundir náms- manna verða að hætta námi á þessum vetri og ófyrirájáanlegur fjöldi hrekjastfrá námi f framtið- inni. Krefjast nemendur skýrra svara og segja siðan: „Við erum ekki að krefjast neinna forrétt- inda. Við erum einmitt að krefj- ast þess að rikisvaldið hamli gegn þvi aðnám verði arfgeng forrétt- indi þeirra efnameiri i þjóðfélag- inu. Námslán eru tæki til að hamla gegn slikum forréttindum, og þau ná ekki tilgangi sinum, nema þau brúi bilið milli sjálfs- aflatekja og raunverulegrar fjár- þárfar.” Ályktanir á fundi laganema og á fundi verkfræði- og raunvis- indadeildar H.I. voru mjög á sama veg, og var þvi mótmælt harðlega, að beiðnir Lánasjóðs Isl. námsmanna væru virtar að vettugi. Þah var þess einnig kraf- izt, að framfylgt væri lögum, sem kveða svo á, að stefnt skuli að þvi að námslán, ásamt tekjum, nægi námsmönnum til lifsviðurværis. ENG/R TOGARAR í LANDHELGINNI Gsal-Rvik. Við vitum ekki um neina togara að veiöum tnnan landhelginnar, sagði Hálfdán Henrýsson hjá Landhelgisgæzl- unni I gærdag. — Þeir geta að vlsu Sambandið: SALA A VELUM OG BILUM MUN MINNI EN í FYRRA Sérstimpill ásunnudag í tilefni af svæðamóti i skák, sem hefst sunnudaginn 19. þ.m., verður sérstakt pósthús starfrækt að Hótel Esju i móttökusal á' 1. hæð. Pósthúsið verður opið frá kl. 13- 17 á sunnudaginn. Meðfylgjandi mynd sýnir sérstimpilinn. Minnsta burðargjald, sem um er að ræða, er kr. 23.- (prentað mál), en ef send eru almenn bréf, er gjaldið kr. 27,- Þess má geta,að skákfrimerkið frá 1972 er enn fáanlegt hjá Frimerkjasölu pöstsins og skák- stimplar, en skákfrimerki og skákstimplar eru sérsvið i frimerkjasöfnun, og mun þessi söfnun vera nokkuð útbreidd i ýmsum löndum. EINS og kunnugt er verzlar véla- deild Santbandsins með hvers konar vélar og tæki fyrir bændur, verktaka og einstaklinga. Má þvi ætla að sala deildarinnar endur- spegli hverju sinni að nokkru fjármálalcga stöðu þessara aðila I þjóðfélaginu. Að sögn Jóns Þórs Jóhannssonar framkvæmda- stjóra hefur dregið úr sölu á öll- um þeim vöruflokkum, sem deildin verzlar með, nema helzt heimilistækjum, sem hafa nokk- urn veginn haldið sinni stöðu. Þarna er um að ræða söluna á fyrstu niu mánuðum þessa árs, en á sama timabili f ár er heildar- sala deildarinnar mjög svipuð að krónutölu og I fyrra, eða um 1200 milljónir. Þaö segir þó ekki nema brotaf sögunni, þvi að verðhækk- anir hafa orðið gifurlegar. Framan af árinu var sala deild- arinnar áberandi miklu minni en á sl. ári, og ollu þar greinilega mestu áhrif frá gengisfellingunni I febrúar. A árinu hafa rekstrar- fjárörðugleikar deildarinnar auk- izt verulega, og hefur verðbólgu- þróunin i heild gert rekstrarfjár- skortinn enn tilfinnanlegri en áð- ur, þvi að það fjármagn, sem til er, rýrist stöðugt I dýrtiðinni og verðbólgunni. Þá hefur það valdið miklum erfiðleikum, að allmörg tæki, bæði vörubilar og vinnu- vélár höfðu verið pöntuð fyrir á- kveðna kaupendur, sem siðan lentu i erfiðleikum með að leysa þau út, og liggur deildin enn með nokkuð af tækjum, sem svo er á- statt um. Þrátt fyrir þetta hefur orðið nokkur aukning i sölu deildarinn- ar nú siðustu mán. Þannig lá véladeildin með yfir 200 bila um sl. áramót, sem hreyfðust ekki i marga mánúði, og það var ekki fyrr en i júni, sem þeir fóru að seljast og þá fyrst og fremst fyrir þaö, aö fengizt hafði viðbótaraf- sláttur af þeim frá framleiðend- um. Til septemberloka hafði deildin selt samtals 232 bila frá áramótum af 2.422 bilum, sem seldir voru i landinu á timabilinu, en þess má geta, að á sama tima- bili sl. ár afgreiddi deildin 590 bila. Þá hefur sala deildarinnar á búvélum og þungavinnuvélum orðið talsvert minni i ár en i fyrra. Fyrstu niu mánuði ársins var hún 17% minni I krónutölu en á sama timabili sl. ár, en þess ber þó að geta i þvi sambandi, að verðhækkanir á þessum vélum milli áranna eru verulegar. alltaf leynzt" einhvers staöar I þessari miklu viðáttu, en við vit- um, að v-þýzku togararnir sjö, sem voru hér á Reykjanes- hryggnum, eru allir komnir út fyrir 200 mllna mörkin og eru nú að veiðum um 130 milur út af Bjargtöngum, en það er rétt fyrir utan landhelgismörkin. Hálfdán sagði, að tveir þýzkir togarar væru á siglingu við land- ið, annar þeirra hefði verið að koma beint að utan, og hefði sá komið upp að suðurströndinni I gærmorgun, en varðskip hefði séð um að visa honum veginn út úr landhelginni aftur. Um það, hvað hinn togarinn ætlaði sér, var ekki vitað, err Landhelgisgæzlan mun fylgjast með honum. Siöari hluta dags I gær varð vart við tvo v-þýzka togara innan landhelgi út af Suðausturlandi, og varðskip, sem þar var statt, fylgdi þeim út fyrir mörkin i gær- kvöldi. KYNNTI SJAVARUTVEGS OG LANDHELGISMÁL í JAPAN ERLENDUR Einarsson, forstjóri Sanibands isl. sainvinnufélaga, er nýkominn heim af alþjóðlegri ráðstefnu um samvinnufiskveið- ar, sem fram fór i Tókió. Þar flutti hann erindi um fiskveiðar, fiskvinnslu og fisksölu á tslandi. Ráðstcfna þessi var haldin á veg- um Fiskimálanefndar Alþjóða- samvinnusambandsins og sem liður I samvinnuþróunaráratug þess. Var mar'.'mið hennar að safna saman sem mestum fróð- leik um samvinnufélög fiski- manna, sem sföan mætti hagnýta við uppbyggingu slíkra félaga i þróunarlöndunum. Ráðstefnuna sóttu 335 þátttakendur frá öllum heimshlutum, en flestir voru þó frá ýmsum lönduir Suöaustur- Asiu. Kynningunni var þannig hátt- að, að á ráðstefnunni lagði Er- lendur Einarsson fram ýtarlegt skriflegt erindi um fiskveiðar við Island, fiskvinnslu hér og útflutn- ing á frystum fiskafurðum, sem dreift var til þátttakenda. Siðan kynnti hann þessi mál nánar i stuttri ræðu og gerði þar grein fyrir þróun þessara mála hér á landi sfðustu áratugina. Lagði hann sérstaka á herzlu á það, að með áræði og dugnaði hefði Islendingum tekizt að byggja upp myndarlegan fisk- veiðiflota, ásamt nýtizkulegum fiskvinnslustöðvum, og með þvi móti hefði tekizt að tryggja mjög góð lifskjör, miðað við það sem gerðist viða i öðrum heimshlut- um. Þá gerði Erlendur einnig grein fyrir hlutverki Sambandsins og kaupfélaganna i sambandi við þessa uppbyggingu, en sérstak- lega rakti hann þó þróun land- helgismálanna og útskýrði, hvers vegna við teldum svo mikilvægt, sem raun ber vitni, að vernda fiskstofnana við landið. Þá rakti hann og helztu rök, sem lægju að baki útfærslunni i 200 milur og rökstuddi það, að hún væri gerð af brýnni nauðsyn og til þess að koma i veg fyrir, að þessar auð- lindir undan ströndum landsins væru eyðilagðar með rányrkju. Að sögn Erlendar virtust sjónarmið Islendinga i landhelg- ismálinu mæta skilningi á ráð- stefnunni, þvi að i lokaniðurstöð- um hennar voru þau tekin upp i formi útdráttar úr erindi hans. Þar fyrir utan kvað hann það von sina, að erindi sitt hefði komið að gagni fyrir fulltrúana frá þróun- arlöndunum, þannig að þeir hafi getað dregið einhverja lærdóma af reynslu okkar Islendinga á sviðum fiskveiða og fisksölu- mála, sem þar var lýst. — I blaðinu á morgun birtist viðtal við Erlend um ráðstefnuna i Jap- an.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.