Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. október 1975. TÍMINN 9 „T $VEITIN LÆTUR TIL SÍN TAKA SÉRSVEIT ÞÝZKIJ LEYNILÖGREGL- UNNAR, SEM VAR STOFNUÐ FYRIR SJÖ MÁNUÐUM, HEFUR ÞEGAR NÁÐ MARK- VERÐUM ÁRANGRI. Atriðið er eins og klippt lit úr kvikmynd. Fjórir menn hlaupa að húsi með vélbyssur i höndun- um. Sá fyrsti sparkar glerrúð- unni úr hurðinni, hleypur siðan boginn inn. Þetta sakamálasöguatriði gerðist i Berlin i september og var raunveruleiki. Lögreglu- Rafl Reinders er ásakaður um morðið á Ulrich Schmucker i Griinewald hjá Berlin. Reinders á að vera yfirmaður „Bérlinar baráttudeildarinnar”, en hún er ásökuð um að hafa skotið for- seta deildarréttar i Berlin, Giinter von Drenkmann. árásin kom ibúum götuibúðar- innar i Berlin-Steglitz á óvart og þvi kom ekki til blóðsúthellinga. Ralf Reinders (27 ára) og Juli- ane Plambeck (23 ára) og Inge Viett (31 árs) komust ekki til þess að nota vopnasafnið, sem fyrir fannst i ibúðinni. BARIZT GEGN ÓALD- ARLÝÐ VIÐ SKRIF- BORÐIÐ Ralf Reinders og Inge Viett eru álitin leiðtogar i samtökum, sem nefnast „Hreyfingin 2. júni”, sem rændi Peter Lorenz formanni Kristilega kemó- krataflokksins. Juliane Plam- beck er álitin af lögreglunni stjórnleysingi i viðtækari skiln- ingi”. í aprilmánuði var hinn 22 ára Hendrik Reinders bróðir stjórn leysingjans er nú var handtek- inn, handtekinn ásamt Gerald Klöpper og Ronald Fritzsch fyrir að vera viðriðnir rán Lor- enz. Hryðjuverkamaðurinn Werner Sauber var skotinn til bana — ásamt lögregluþjóni — i skotbardaga við lögregluna i Köln 9. mai, og hinn 31 árs gamli Mynd, sem fór um allanheim: Lorenz á valdi afbrotamann- anna. Till Mayer var tekinn 7. júni á neðanjarðarbrautarst. i Berlin eftir að hann hafði fengið skot i hnéð. Eftir eru á listanum, sem var opinberaður eftir Lorenz- ránið, Angela Luther, Fritz Teufel, Andreas Vogel og Norbert Erich Kröcher. Handtökurnar i vor og i sum- ar voru héraðslögreglunni i hin- um ýmsu landshlutum að þakka. Við aðgerðirnar i Berlin var það hins vegar ,,T”-stofnun- in, sem nú lét til sin taka og skýtur stjómleysingjum skelk i bringu. Sérsveitin, sem er beint undir stjórn rikisleynilögreglu- embættisins, hefur 181 manni á að skipa og hefur aðsetur sitt i Bonn-Bad Godesberg. Skilyrði fyrir myndun ',,T- deildarinnar” var sú ákvörðun héraðsmálaráðherranna að af- henda aðalheimild til baráttu gegn hryðjuverkum til rikis- leynilögregluembættisins. Aður höfðu erfiðleikar á heimild til aðgerða milli rikis og héraðs hindrað framkvæmdir við að hafa uppi á stjóm- leysingjum. Nú er þetta öðruvisi. Af hverri skýrslu er sent afrit til þessarar deildar og sett i tölvu. Hryðjuverkasérfræðingarnir eru skrifstofumenn. Það sem þeir hugsa og álykta, fram- kvæma svo starfsbræður þeirra 1 héraðslögreglunni. Og mennirnir i ,,T”-deildinni eru sannfærðir um, að skammt muni þess að biða, að „lögreglu- foringinn Tölva” finni afgang- inn af stjórnleysingjunum i „Hreyfingunni 2. júnf”. Inge Viett á að hafa verið með I bankaránum og sprengjutilræð- um. Einnig að sjálfsögðu ráni CDU formannsins Peter Lorenz. Lögreglan fann hjá henni minnisbækur og veski hins rænda stjórnmálamanns. Fjölefli í Kópavogi Söngleikurínn Bör Börsson, jr. Leikfélag Kópvogs: SÖNGLEIKURINN BÖR BÖRSSON JR. Leikstjóri: GUÐRUN. Þ. STEPHENSEN Hljómsveitarst jóri: BJÖRN GUÐJÓNSSON Dansstjóri: INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Þýðandi: KRISTJAN ARNASON Leikmynd: GUNNAR BJARNASON Frumsýning. Næst Islendingasög- unum og Sögum her- læknisins hefur liklega engin bók átt öðrum eins vinsældum að fagna hér á landi og Bör Börsson, eftir norska skáldið Jóhann Falkberget. Þegar Helgi Hjörvar las bók- ina sem útvarpssögu- lá við að kvikmynda- húsin þyrftu að loka, og einhver munu hafa af- lýst sýningum. Enn man maður næstum þvi frá orði til orðs, lesturinn hans Helga Hjörvar, þótt liðnir séu þrir áratugir eða meira. Það sem einkum vakti athygli var hversu almennum vin- sældum þessi útvarps- saga átti að fagna. Menn höfðu jú misjafn- ar skoðanir á svo til öllu, — nema þessu með hann Bör, hann átti erindi til allra, og hinn næsta dag, ræddu menn sin i milli við- burði lestursins frá kvöldinu áður. Það er þvl um nokkurs konar endurfundi að ræða hjá mörgum þeim, sem koma á sýningu Leikfélags Kópavogs á söng- leiknum BÖR BÖRSSON JR. til að fá að hitta hann Gamla Bör, hana Jósefinu og hann óla i Fitjakoti, að ógleymdum þeim Sól og Mána og Barónessunni Von Rósenhald. Það er Harald Tussberg, sem gerthefur texta söngleiksins, en Egil-Monn Iversen samdi tón- listina. Leikurinn er fluttur i ágætri þýðingu Kristjáns Árnasonar, er þá bæði átt við ljóð og óbund- ið mál. Er textinn smellinn og hittinn, sem hann mun liklega einnig vera á norskunni. Þetta er mikil sýning, og stundum hafði maður það á til- finningunni, að áhorfendur væru i minnihluta i húsinu, sem er fremur þröngt. Einir 16 leik- arar fara með hlutverk, 13 eru undir heitinu aðrir leikendur, dansarar eru 8 og hljóðfæraleik- arar eru sjö og eru úr horna- flokki Kópavogs, hljómsveitar- stjóri er Björn Guðjónsson og Magnús Pétursson leikur á pianó. Leikstjóri þessa fjöleflis uppi á Digranesshálsi er Guðrún Stephensen, leikkona úr Þjóð- leikhúsinu, dansstjóri er Ingi- björg Björnsdóttir, en Gunnar Bjarnason gerði leikmyndina. Af þessu sést, að töluvert hef- ur gengið á i Kópavogi kringum hann Bör Börsson júnior. Leikfélag Kópavogs hefur starfað lengi, a.m.k. með dúr- um inn i milli og leiklistaráhugi er þar mikill. Staðurinn er á hinn bóginn nábýli við Reykja- vik og má vera að eitthvað skol- ist þar á milli, þvi sumir af beztu leikendum Þjóðleikhúss- ins búa t.d. i Kópavogi, en leika I Reykjavik. Má þar nefna til leikstjórann, Guðrúnu Stephen- sen og Róbert Arnfinnsson. Hitt er svo annað mál, að vit- anlega getur staður eins og Kópavogur ekki boðið upp á vana leikendur og söngfólk til svo viðamikillar uppsetningar og þvi er ekki sanngjarnt að bera gæðin saman við atvinnu- leikhúsin i landinu, sem hafa yf- ir að ráða mörgum úrræðum og ná til fjölda fólks, en annað kemur i staðinn fyrir það: ánægjan, sem er ekki litill liðs- auki upp á svið i hvaða leikhúsi sem er. Sigurður Jóhannesson fór með hlutverk BöRS BöRSSON- AR jr. og er reyndar i sérflokki, boðíegur hvar sem er og Kolbrún Björnsdóttir syngur mjög vel. Það sem einkum vakti athyglina var að leikendur og aðrir, sem fram komu i sýning- unni, voru mjög ungir, þótt auð- vitað kæmu nú fram ýmsir, sem sézt hafa á leiksviðinu i Kópa- vogi áður, eins og þeir Björn Magnússon, sem fór með hlut- verk OLSEN prókúrista og Arni Kárason, sem lék sýslumann- inn. Svo fór Geirlaug Þorvalds- dóttir þarna með hlutverk, en hún er áður kunn leikkona. Eins og áður sagði, var sýn- ingin nokkurs konar endurfund- ur við hinn fræga, gamla Bör Börsson, en lika i öðrum skiln- ingi fyrir þann, sem þetta ritar. í gamla daga fluttu varðskipin oft leikflokka milli fjarða úti á landi, áður en snjósleðar og trukkar komust i tizku. Þá var leikið svona úti á landi, allir I svaka stuði, og það var ánægja að koma á þessar leiksýningar og sjá þingmenn og kaupfélags- stjóra stiga upp á fjalirnar, á- samt öðrum dánumönnum i plássinu. Konurnar létu sitt heldur ekki eftir liggja og voru viða pottur- inn og pannan i allri leikstarf- seminni eins og hún Tóta sim- stjóri á Patreksfirði. Uppsetning Leikfélags Kópa- vogs er um margt frumleg og frjáls i sniöum. Salurinn er skemmtilega notaður, bæði svæði áhorfenda og senan og dansgólfið dunaði og svall. Hljómsveitin var lika ágæt, er liklega unglingahljómsveit að stofni til. Setti hún f jörugan svip á sýninguna og gaf henni það upphafna hátiðagildi, sem fylgir hornaflokkum. Það, sem er einkum merkilegt, er að þarna fengu allir að vera með, allir sem áhuga höfðu og vildu og uppskeran af þvi mun láta sjá sig, þegar þar að kemur. Ahorfendur skemmtu sér prýðilega eins og leikendur og maður sá ekki eftir þvi að hafa skipt á Kúbudeilunni i sjónvarp- inu, en siðari hluti hennar var einmitt á frumsýningarkvöldið. Ég hefi tekið hús á Leikfélagi Kópavogs fyrr og veit, að félag- ið ræður yfir kröftum til þess að færa upp sin „alvarlegri verk”. Leikhúsið hefur nú hafið störf á ný eftir nokkurt hlé, að mér hef- ur verið tjáð. Lék það ekki i fyrra til að mynda. Kópavogur er stórbær miðað við bæjar- stærðir hér og þvi hlýtur leik- starfsemi þar að eiga framtið fyrir sér. Verður fróðlegt að sjá, hvert verkefnavalið verður hjá félaginu á næstunni. Leiklistar- unnendur hljóta að fylgjast með nýjum tiðindum framvegis. Jónas Guðnuindsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.