Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. október 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I iausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. BlaðaprentK.f. Nauðsynleg aðgerð Þótt ýmsum kunni að þykja súrt i broti, að stefnt skuli að samdrætti i opinberum fram- kvæmdum á næsta ári, sem nemur 15-20% að magni til, og að öðru leyti sé stefnt að niðurfærslu rikisútgjalda, samkvæmt þvi fjárlagafrumvarpi, sem Matthias Á. Mathiesen fjármálaráðherra hefur lagt fram fyrir hönd rikisstjórnarinnar munu flestir viðurkenna, að hér sé um nauðsyn- lega aðgerð að ræða. Vegna þeirra óvenjulegu örðugleika, sem nú er við að striða i efnahagsmálum, hefur rikisstjórnin boðað, að höggvið verði á hnút hins sjálfvirka út- gjaldakerfis, sem sniðið hefur fjármálastjórn rikisins þröngan stakk, enda fásinna, að rikisút- gjöld aukist sjálfkrafa langt umfram raunveru- lega getu rikissjóðs. Af þessum sökum mun rikis- stjórnin beita sér fyrir lögum, sem fela i sér lækk- un á almannatryggingum 2000 milljónir króna. Niðurgreiðslur á búvörum verða minnkaðar um fjórðung. Við það sparast 1425 milljónir króna. Þá verður útflutningsbótum landbúnaðarins haldið innan núverandi marka, sem þýðir 870 milljón króna sparnað. Einnig mun rikisstjórnin leggja fram frumvarp um 5% niðurskruð á lögbundnum framlögum á fjárlögum, sem hefur i för með sér 300 milljón króna sparnað. Og loks er að geta 50 milljón króna sparnaðar vegna þess, að vikulegum kennslustundum á grunnskólastigi fækkar. Samtals nemur þessi sparnaður 4700 milljón krónum frá þvi, sem orðið hefði, ef öllum kostnaðarhækkunum, sem nema 45-50% i ár, hefði verið fylgt. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir þvi, að 12% vörugjaldið verði afnumið um áramót. Með þvi lækkar framfærsluvisitalan um 12 stig. Sú lækkun þurrkar út 10-11 stiga hækkun visitölunnar vegna minni niðurgreiðslna. Samtals nema heildarútgjöld fjárlagafrum- varpsins 57 milljörðum króna á móti 47 milljörðum i siðasta fjárlagafrumvarpi. Hækkunin er þvi 21.5% á sama tima og allt verðlag hefur hækkað um 50%. Þegar gripa þarf til sparnaðar og aðhalds, eins og gert er i fjárlagafrumvarpinu, er óhjákvæmi- legt, að það komi niður á ýmsum brýnum fram- kvæmdum. En hér, eins og oftar, verða menn að meta, hvað skynsamlegast er. Undanfarin ár hefur islenzka þjóðin búið við góð lifskjör. Miklar framfarir hafa orðið á sviði skólamála, heil- brigðismála, tryggingamála og samgöngumála, en þessir þættir vega þyngst i samneyzlunni. Við Isíendingar erum orðnir góðu vanir og finnst sjálf- sagt að haldið sé áfram á sömu braut. En það má ekki gleymast, að allri velgengninni á undanförn- um árum og áratugum er stefnt i voða, ef ekki er farið að með gát i andbyr efnahagslifsins. Viðleitni rikisstjórnarinnar til að hamla gegn verðbólgunni og draga úr viðskiptahallanum með þvi að beita sér fyrir sparnaði og draga úr útgjöldum er liður i þvi að koma á jafnvægi á ný. En til þess, að árang- ur náist, þarf viðtæka samstöðu. Þann skugga ber á nú, að ýmsir kröfugerðahópar i þjóðfélaginu virðast ekki gera sér neina grein fyrir ástandi ef nahagsmálanna. ERLENT YFIRLIT Kirilenko líklegastur eftirmaður Breznjevs Fleiri geta þó komið til greina Kulakof NÝR orðrómur um alvarleg veikindi Breznjevs, leiðtoga rússneska kommúnistaflokks- ins, hefur biossað upp sökum þess, hve lítið hefúr borið á honum i sambandi við ferða- lag Frakklandsforseta til Sovétrikjanna. Getgáturnar um hugsanlegan eftirmann hans hafa jafnframt fengið byr I seglin. Það er vafalitið, að það verður vandasamt val fyrir forustumenn rússneska kommúnistaflokksins að finna mann, sem gæti i fyrstu fyllt vel það sæti, sem Bréznjev skipar nú. Ef Breznjev forfall- aðist skyndilega hni'ga flestar spár I þá átt, að Andrei P. Kirilenko verði eftirmaður hans. Hann er nú sagður Brez- njev einna handgengnastur af þeim mönnum, sem eiga sæti i framkvæmdanefnd Kommúnistaflokksins. Kiri- lenko er hins vegar ári eldri en Breznjev, fæddur i september 1906, og hann gæti því vart gegnt þessu erfiða starfilengi, enda þótt hann sé sagður heilsuhraustur. Aðrir eldri leiðtogar i framkvæmda- nefndum, eins og Podgorni (72 ára), Kosygin (71 árs) Suslof (73 ára) koma vart til greina. Kirilenko, sem nú þykir standa næst Breznjevað áhrif- um, er Rússi að ætterni, fædd- ur og uppalinn i Mið-Rúss- landi. Hann lauk námi sem rennismiður 19 ára að aldri, lærði siðar verkfræði og vann siðan á vegum flokksins i Ukrainu. Á striðsárunum var hann fulltrúi varnarmála- nefridar flokksins við flugvéla- iðnaðinn. Siðar gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum i þágu flokksins viða i sovét- rikjunum. Hann hefur átt sæti i framkvæmdanefndinni siðan 1962. AF öðrum mönnum, sem um nokkurt skeið hafa átt sæti I stjórnmálanefndinni, hefur Dimitri Poljanski oft verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Breznjevs. Hann er fæddur i nóvember 1917, kominn af úkrainskum bændaættum. Hann er bú- fræðingur að menntun og hef- ur gegnt störfum viða i þágu flokksins, m.a. i Siberiu og á Krimskaga. Krústjoff studdi hann mjög til frama. M.a. var Poljanski forsætisráðherra rússneska lýðveldisins 1958- 1962. Hann hefur átt sæti i framkvæmdanefndinni siðan 1960. Af óþekktum ástæðum, virðist stjarna hans heldur hafa lækkað i seinni tið. Jafnaldri Poljanski, Fjodar Kulakof, hefur hins vegar heyrzt nefndur i' seinni tið sem hugsanlegur arftaki Brez- njevs. Hann er fæddur 1918, kominn af rússneskum Kirilenko bændaættum. Hann er bú- fræðingur að menntun. Hann tók á sinum tima mikinn þátt i hreyfingu ungkommúnista og gegndi siðan mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn. Margt bendir til, að hann háfi verið mjög handgenginn Breznjev og eigi hann frama sinn honum að þakka. Siðan 1964 hefur Kulakof stjórnað landbúnaðardeild miðstjórnar Kommúnistaflokksins og sið- an 1965 verið einn af riturum miðstjórnarinnar, en það þyk- ir áhrifastaða. Hann hefur átt sæti i framkvæmdanefndinni siðan 1971. Það hefur verið fært Kula- kof til foráttu, að hann hafi vart næga menntun til að taka við hlutverki Breznjevs. öðru máli þykir gegna um Konstan- tin Katúsjef. Hann er lang- yngstur þeirra-, sem þegar hafa verið nefndir, fæddur 1927, kominn af rússneskum bændaættum. Hann er há- skólalærður vélaverkfræðing- ur og vann um sex ára skeið við höm.'un I stærstu bifreiða- verksmiðju i Sovétrikjunum. Hann gekk þá fyrst i Kommúnistaflokkinn og var valinn af starfsmönnum verk- smiðjunnar i flokksnefnd hennar. Siðan hefur hann gegnt mörgum trúnaðarstörf- um i þjónustu flokksins. Árið 1958 var hann skipaður einn af aðalriturum flokksins og fékk það sérverkefni að sjá um tengslin við fylgirikin i Aust- ur-Evrópu. Hann fékk þá m.a. það hlutverk, að fylgjast með átökunum i Tékkóslóvakiu, en þeim lauk með innrás rúss- neska hersins, eins og sögu- frægt er. Loks hefur i seinni tið verið rætt um V.I. Dolgitsj sem hugsanlegan eftirmann Brez- njev. Hann stjórnar nú þeirri nefnd miðstjórnar flokksins, sem sér um málefni stór- iðnaðarins, en áður hefur hann gegnt mörgum áhrifastörfum fyrir flokkinn, m.a. i Siberiu. Dolgitsj er 51 árs að aldri. Hann og Katúsjef eru yngstir þeirra, sem hafa verið nefndir i þessu sambandi, og vafa- samt er þvi, að þeir komi til greina, ef Breznjev forfallað- ist fljótlega. Hins vegar vaxa likur þeirra, þvi lengur, sem hann kann að fara með völd. Þ.Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.