Fréttablaðið - 28.10.2005, Síða 70

Fréttablaðið - 28.10.2005, Síða 70
FÖSTUDAGUR 28. október 2005 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 76 7 10 /2 00 5 www.toyota.is Toyota Nýbýlavegi 4 KÓPAVOGUR Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 AKUREYRI Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 REYKJANESBÆR Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 SELFOSS Sími: 480-8000 Fimm stjörnu öryggi Verð frá 2.340.000 kr. Avensis fékk hæstu einkunn sem gefin hefur verið í árekstrarprófi Euro NCAP eða heilar fimm stjörnur fyrir öryggi. Þar vógu þungt öflugir loftpúðar og sterk yfirbygging. En sérstaða Avensis er ekki aðeins bundin við öryggi. Hann var líka kosinn bíll ársins í flokki fjölskyldubíla af tímaritinu WhatCar? Avensis Wagon er hágæða fjölskyldubíll, ríkulega búinn og rúmgóður. Eftirtektarverður kostur sem sker sig úr hvar sem hann fer. Prófaðu verðlaunagripinn Avensis Wagon og sjáðu hvort hann smellpassi ekki fyrir fjölskylduna þína. Sker sig úr þegar öryggi er annars vegar [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Á síðastliðnum fimmtán árum hefur dönsk kvikmyndagerð verið að ná sér á strik. Danir hafa meðvitað gætt þess arfs sem þeim var falinn enda frum- kvöðlar í kvikmyndagerð. Ný kynslóð kvikmyndaleikstjóra hefur tekið við keflinu og verður ekki annað sagt en að þeir spretti úr spori. Drabet segir frá samfélagskennar- anum Carsten. Hann telur sig búa í óhamingjusömu hjónabandi og stofn- ar því til ástarsambands við ungan róttækling, Pil. Hún er fyrrverandi nemandi hans og meðlimur í sam- tökum sem berjast gegn hvers kyns órétti í heiminum. Þegar innbrot hjá vopnaframleiðanda endar með því að lögregluþjónn er keyrður niður tekur líf kennarans stakkaskiptum. Hann ákveður að snúa baki við fjölskyldu sinni og sannfærir nemdanda sinn um að þegja yfir sekt sinni. Aðeins þannig geti þau tvö átt hamingjusamt líf. Þau þurfi ekki að horfast í augu við það sem hafi gerst né taka afleiðingum gjörða sinna, bara reyna að gleyma og þá verði allt í lagi. Réttlæta morð- tól vopnaframleiðandans ekki annars dráp lögreglumannsins? Fortíðin leitar þau þó snöggt uppi í líki eiginkonu lögreglumannsins. Það hefur verið hugsað fyrir öllum smáatriðum við gerð þessarar mynd- ar. Hljóðvinnslan gefur henni aukna dýpt og þó að tónlistin sé ekki frum- leg er hún heldur ekki áberandi. Það sem stendur þó upp úr er frábær leikur Jesper Christensen í hluverki hins lífsþreytta Carsten. Aðrir leikarar standa honum þó ekki langt að baki og íslenskir leikarar gætu lært mikið af framburði og leik danskra starfs- bræðra sinna. Helsti lösturinn er að myndin er full löng þó áhorfandanum leiðist aldrei. Drabet er sterk ádeila á millistéttina sem telur sig geta sloppið auðveldlega út úr öllu. Hún er hörð gagnrýni á fólk- ið sem upphefur pólítíska rétthugsun en kemur engu til leiðar. Það er vel skiljanlegt af hverju þessi mynd hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs því Drabet verðskuldar öll þau verð- laun sem henni hafa hlotnast. Freyr Gígja Gunnarsson Á allt hrós skilið DRABET Leikstjóri: PER FLY Aðalleikarar: Jesper Christensen, Pernilla Aug- ust og Beate Bille Niðurstaða: Það er vel skiljanlegt af hverju Drabet hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Hún á skilið öll þau verðlaun sem henni hefur hlotnast. FRÉTTIR AF FÓLKI Donald Trump harðneitar að hafa sængað hjá leikkonunni og fegurðardrottningunni Robin Givens eins og haldið er fram í ævisögu auðkýfingsins sem gefin er út í hans óþökk. Trump segir höfund bókarinnar, Tim O‘Brien, hafa blekkt sig, Hann hafi komið fram undir fölskum forsendum og Trump opnað einkalíf sitt fyrir honum. Robin Givens var eitt sinn gift boxaranum Mike Tyson en Trump kannast ekki við að hafa nokkurn tímann samrekkt henni. Þá segir í bókinni að Trump sé ekki milljarða- mæringur eins og hann heldur fram, heldur hafi þurft að fá lánaða peninga frá systkinum sínum. „Bull og vitleysa,“ segir Trump. „Tim er ekki góður höfundur.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.