Tíminn - 22.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 22, október Meint verðlagsbrot byggingameistara: Verðlagsstjóri hefur kært mólið til saksóknara ríkisins ,,Ef sök sannast, d að vera grundvöllur til endurkröfu", sagði Ólafur Jóhannesson, viðskiptardðherra í fyrirspurnartíma Það kom fram i svari ólafs Jóhannessonar við- skiptaráðherra við fyrir- spurn Sighvats Björgvins- sonar um verðlagsbrot iðn- meistara# að verðlagsstjóri hefur kært málið til sak- sóknara ríkisins, sem tek- ur frekari ákvarðanir um framhald málsins. Ólafur Jó- . málinu, ætti að w byggja á endur- \ j\ kröfu vegna of- greiðslu fyrir ákvæðisvinnu. „Gera verður ráð fyrir, að hver, sem endurgreiöslu krefst, hefjist sjálfur handa um innheimtu hennar, en vera kann að reka þurfi prófmál í þessu sambandi og mun þá gjafsókn e.t.v. veitt”, sagði ráðherrann. Sem kunnugt er, lét verðlags- skrifstofan fara fram athugun á verðlagningu útseldrar vinnu félagsmanna aðildarfélaga Meistarasambands bygginga- manna. Sýnistliggja nokkuð ljóst fyrir, að verðlagsbrot hafi verið framin. Brot það, sem hér um ræðir, er bundið við útselda ákvæðisvinnu umræddra félaga og felst brotið i eftirfarandi: Útreikningar á útseldri vinnu eru gerðir þannig, að ofan á mælingu bætast ýmsir liðir, sem eru gjöld, er standa verður skil á til opinberra aðila eða launþega. Þegar liðum þessum hefur verið bætt við mælingu, er á lögð 10% þóknun og kemur þá út heildar- fjárhæð hinnar útseldu vinnu. Þrir ofannefndra liða skipta hér máli. 1. Helgidagar. Við mælingu hefur verið bætt lið, er nefnist helgi- dagar, og nemur hann 3,1% af mælingarupphæð að viðbættu orlofi (8,33%). Nú hefur komið i ljós, að þessi liður er innifalinn i mælingarfjárhæð, þannig að hann hefur verið tvireiknaður. Af sýnishornum og formum fyrir útreikning á mælinga- reikningi, sem verðlagsskríf- stofunni hafa borizt á timabil- inu frá Meistarasambandi Byggingamanna, er ekki unnt að sjá, að um tvireikning sé að ræða. Slikt er einungis unnt með athugun á mælingunni sjálfri, uppbyggingu hennar og mælingareikningum. Undan- skildir hér eru húsasmiða- meistarar. 2. Lifeyrissjóður. Við mælingu er bætt framlagi i lifeyrissjóð. Þessi liður er gefinn upp sem 6 hundraðshlutar af mælingu að viðbættu orlofi, veikinda- og helgidögum. I ljós hefur komið, að framlög meistara i lifeyris- sjóði eru i reynd ekki nema 4,5%. 3. Iðnaðargjald. Ofan á mælingu að viðbættu orlofi, veikinda- og helgidögum hefur verið lagt 0,2% iðnaðargjald. Um iðnaðargjald fjallar reglugerð nr. 90, 29. april 1966, sem sett er samkvæmt lögum nr. 64 21. mai 1965 um rannsóknir i þágu at- vinnuveganna. Samkvæmt 3. gr. reglugerðarinnar eru hús- byggingar og önnur mann- virkjagerð svo og endurbætur og viðhald slikra mannvirkja undanþegin iðnaðargjaldi. Ofangreindir liðir, sem talið er, að hafi verið ólöglega reiknaðir, hafa skv. útreikningum verðlags- skrifstofunnar leitt til þess, að út- seld vinna þeirra félaga, sem hér um ræðir, hefur verið of há sem nemur ca 4.3%. Undanskildir eru húsasmiðameistarar, en útseld vinna þeirra hefur verið ca. 1,1% of há. Fyrirspurn Sighvats Björgvins- sonar var tvi- þætt. Siðari spurningin var þess efnis, hvort ein- hverjar sér- stakar ráð- stafanir yrðu gerðar af hálfu verð- lagsyfirvalda til þess að tryggja betur en gert hefur verið, að alvarleg verðlagsbrot af þessu tagi endurtækju sig ekki. Svaraði Ólafur Jóhannesson á þá leið, að verðlagsskrifstofan myndi að sjálfsögðu leitast við að koma i veg fyrir hvers konar verðlags- brot hér eftir sem hingað til og kæra þau brot, sem upp komast. Geir Gunnarsson (AB) tók einnig til máls. Sagðist hann vilja vekja athygli á þvi, að meint verðlagsbrot ættu eingöngu við um iðnmeistara, en ekki iðnsveina. Sagðist hann vilja taka þetta sér- staklega fram vegna þess, að svo virtist sem ýmsir teldu, að iðn- sveinar væru undir sama hatti og iðnmeistarar i þessu máli. Vilhjólmur Hjólmarsson, menntamálardðherra: 76 dagvistunarheimili njóta rekstrarstyrkja frá ríkinu Það kom fram i svari Vilhjálms Hjálmarsson- ar mennta- málaráðherra vegna fyrir- spurnar Bene- dikts Gröndal (A) um dagvistunarheimili,að á öllu landinu eru nú 76 dag- vistunarheimili, sem njóta rekstrarstyrkja samkvæmt lögum nr. 29 frá 1973, og eru þau í 33 sveitarfélögum. Dagheimilin eru 28, skóla- dagheimilin 3 og leikskólar 45. Dagvistunarheimili á eftir- töldum stöðum hafa hlotið rekstrarstyrk, eitt i stað, nema annars sé getið: Akureyri, 3, Akranes, 2, Borgarncs, Egilsstaðir, Eski- fjörður, Flateyri, Garða- hreppur, Iiafnarfjörður, 3, Heliissandur, Húsavfk, Höfn, Hornafirði, Hveragerði, ísa- fjörður, Keflavik, 2, Kópavog- ur, 3, Króasel, Hábæ 28, R. Mosfellssveit, Neskaupstaður, Ólafsvik, Ólafsf jörður, Ós v/Dugguvog, Reykjavikur- borg, 32, Sauðárkrókur, Sel- foss, Seltjarnarnes, Seyðis- fjörður, Siglufjörður, Stykkis- hólmur, Suðureyri, Vest- mannaeyjar, 3, Ytri-Njarðvik, Æsufell 2-6, R, Blönduós, Dalvik, Ilálsakot, Bergstaða- stræti 81, R. Fyrsta heila árið eftir gildistöku laganna, árið 1974, greiddi rikissjóður vegna rekstrar heimilanna um 79 millj. kr., en af þeirri fjárhæð voru 23 millj. kr. fyrirfram- greiðsla vegna 1975. Ein umsókn um rekstrar- styrk (frá Kvenfélagi Gefn, Garði) hefur ekki verið af- greidd. Stofnkostnaður. 39 dagvistarheimili hafa nú verið tekin I fjárlög. Árið 1974 voru i fjárlögum' 40 millj. kr. vegna stofnkostnaðar dag- vistarheimila, þar af 7 millj. vegna hönnunar dagvistar- heimila samkvæmt 12. gr. laga nr. 29/1973. Greiðsla á árinu nam 30 milljónum króna. 1 fjárlögum 1975eru 60 millj. kr. veittar til stofnkostnaðar. Þegar hafa 40 millj. kr. verið greiddar 1975 Þessir aðilar hafa fengið greiddan byggingarstyrk á árunum 1974 og 1975: ' Akureyri, Borgarnes, Hafnar- fjörður, Húsavik, Kópavogur, Ólafsvik, Byggingarfél. at- vinnubifr.stj. Rvik, Æsufell 4 og 6, R., Reykjavikurborg, Sauðárkrókur, Seyðisfjörður, Sigluf jörður, Vatnsleysu- strandahr., Garðahreppur, Borgarsjúkrahús, Ahugafél. Hábæ 28, R. Skagaströnd Bildudalur. Allar umsóknir sem hafa uppfyllt skilyrði laga nr. 29/1973 og reglugerðar nr. 128/1974 og sem menntamála- ráðuneytið hefur mælt með, hafa verið teknar i fjárlög. Vegna fjárlaga 1976 liggja nú fyrir beiðnir um þátttöku rikisins i byggingu 10 nýrra heimila, sem ráðuneytið hefur mælt með fjárveitingu til: 1. Búðahreppur, Fáskrúðsf., 2. Egilsstaðir, 3. Grundar- fjörður, 4. Háisakot, Bergstaðastr. 81, R., 5. fsa- fjörður, 6. Ólafsfjörður, 7. Reykjavik v/Krummahóla, 8. Patreksfjörður, 9. Tálkna- fjörður, 10. K.F.U.M og K.F.U.K. I Reykjavik. Benedikt Gröndal spuröist jafnframt fyr- ir um það, hversu mörg börn þessi heimili (dag- heimili, skóla- dagheimili og leikskólar) gætu vistað. Svaraði menntamálaráðherra því, að dagheimilin gætu tekið viö 1398 börnum, leikskólar 3144 og skóladagheimili 68, en mik- ið vantaði á, viðast hvar, að heimilin gætu tekið við öllum þeim börnum, sem dagvist er óskað fyrir. Þá spurðist Benedikt fyrir um það, hvort ráðuneytið hefði i sinni þjónustu sér- menntaðan starfsmenn til að fjalla um dagvistunarmál, eins og fyrir er mælt i lögum. Svaraði ráðherra þvi, að stað- an hefði verið auglýst og Svandis Skúladóttir hefði ver- ið ráðin til starfans frá ára- mótum 1974. Loks svaraði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra siðasta lið fyrir- spurnar þingmannsins, þar sem hann spurðist fyrir um, hvort gerð hefði verið áætlun um heildarþörf fyrir dag- heimili i landinu miðað við að fullnægja þörfum einstæðra foreldra og námsfólks og tryggja öðrum foreldrum jafnan rétt og aðstöðu til starfa utan heimilis, ef þeir óskuðu þess. Svaraði ráðherra þvi, að slik heildarkönnun hefði ekki verið gerð, ein ein- stök sveitarfélög og áhuga- mannahópar hefðu gert slikar kannanir, en tvimælalaust væri æskilegt að gera heildar- könnun á þessum málum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.