Tíminn - 22.10.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.10.1975, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 22. október TÍMINN 19 KINVERSKko' FIMLEIKAFLOKKURINN TIENTSIN ACROBATIC TROUPE SÍÐUSTU SÝNINGAR i' kvöld kl. 17 og 20 í Laugardalshöll MIÐASALA oð bóðum ÍÞRÓTTABANDALAG REYKJAVÍKUR Verð aðgöng'umiða: Sæti kr. 800 Stæði kr. 500 iliilifilil Dalamenn Aðalfundur Framsóknarfélaganna í Dalasýslu verður haldinn að Asgarði sunnudaginn 26. október kl. 15. Venjuleg aðalfundar- störf. Félagsstjórnir. Kjördæmisþing Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldið á Hótel KEA, Akureyri 8.-9. nóv. n.k. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Arnessýsla Akveðið er að Framsóknarfélag Árnessýslu haldi sin árlegu spilakvöld i nóvember. Hið fyrsta verður að Aratungu 14. nó v, annað að Borg 21. nóv. og þriöja og siðasta spilakvöldið i Arnesi 28. nóv. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavik OPIÐHÚS— basarvinna aðRauðarárstig 18 n.k. fimmtudag 23. þ.m. kl. 20.30. Fjölmennið. Basarnefndin. Framsóknarfélag Árnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Arnessýslu verður haldinn að E/rarvegi 15 Selfossi 31. okt. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður ræðir stjórnmála- viðhorfið. Kjörnið veröa fulltrúar á kjördæmisþing. X Stjórnin. alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals kl. 10-12 n.k. laugardag á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18. GALLAR heilir og tvískiptir FLAUELSKÁPUR (§aUabúi&ln Kirkjuhvoli — Sími 26-103 Viðtalstímar "t" 'io'ÍÍif LEGGUR ÁHERZLU Á FÉLAGSLEG VIÐFANGSEFNI O Hvers virði miður hefur farið. Við verðum að axla okkar hluta af vanda- málunum. Heimurinn stendur á gjárbarminum, og það veitir ekki af öllum vinnufærum hönd- um til að brúa gjána^ Og við, islenzkar konur, sem ætlum i fri til að sýna fram á mikilvægi okkar og sam- takamátt, ættum að taka daginn alvarlega og hugsa um það hver fyrir sig, hvað hún getur gert til að auka skilning á neyð þess fólks, sem byggir hinn svokall- aða þriðja heim, og hvernig við getum haldið sjálfstæði okkar og lifað ein og frjáls i landi okk- ar. An ótta. Ef við þó ekki nema ihugum þessi mál einn dag, er það spor i rétta átt. Ef konan sjálf gerir sér grein fyrir, hvers virði hún er, og hverju hún getur komið til leiðar, verður kannski hægt að yrkja henni sannari og betri ljóð en Salómon konungur gerði forðum. EINS OG fram hefur komið i fréttum var á siðastliðnu sumri stofnað ferðaleikhús, Alþýðuleik- húsið, sem hefur aðsetur sitt á Akureyri. Stofnfundur var hald- inn þann 4. júli. Um þessar mundir er starfsemi leikhússins að hefjast með æfing- um og undirbúningi að eftirtöld- um sýningum: Safni einþáttunga, sem eiga það sameiginlegt að bregða upp myndum er sýna stöðu ýmissa þjóðfélagsstétta. Einþáttungarn- ir eru samdir i hópvinnu félag- anna i leikhúsinu. Eru æfingar þegar hafnar á hluta þáttanna. Samfelld dagskrá er fjallar um mengun orsakir hennar og afleið- ingar. Þessi dagskrá er sérstak- lega undirbúin til sýninga i skól- um. Nýtt islenzkt leikrit eftir höf- und, sem ekki hefur áður látið að sér kveða á þessum vettvangi. Verkið er nútimaverk og tekur höfundurinn til meðferðar félags- leg og persónuleg vandamál fólks I samfélagi nútimans. Sameiginlegt öllum þessum sýningum er að þær eru geröar þannig úr garði, að hægt er aö sýna þær við frumstæöar aðstæð- ur, s.s. á vinnustöðum, i skólum og viðar. Eftir næstu áramót er stefnt að fastráðningu fimm starfsmanna að Alþýðuleikhúsinu. Verður það allt fólk, sem unniö hefur I leikhúsum áður við leik og leik- stjórn. Hópurinn mun mynda þann kjarna, sem meginstarf leikhússins mun hvila á. Ekki verður ráðinn sérstakur leikhús- stjóri, þar sem hópnum öllum er ætlað að hafa stjórnun á sinni hendi, ásamt félögum i rekstrar- félagi leikhússins. 1 félaginu eru fjórtán félagar. I verkefnavali mun Alþýðuleik- húsið leggja áherzlu á verk, er fjalla um félagsleg viðfangsefni. Þetta felur einnig I sér, að leik- húsið mun taka til sýninga klass- Isk verk. Með verkefnavalinu og túlkun mun leikhúsið taka afstöðu til þeirra mála sem um er fjallað. Leikhúsið tekur afstöðu með verkalýðsstéttinni, og vill beita kröftum sinum i baráttu alþýð- unnar fyrir auknum réttindum og fullkomnara þjóðfélagi. t þeirri viðleitni mun leikhúsið leita sam- starfs við leikritahöfunda til að skrifa verk til flutnings á vegum leikhússins. Þær starfsaðferðir sem leik- húsið mun beita i innra starfi sinu, byggjast ekki á hefð is- GEYMSLU LF GEYMSIUHOLF I ÞREMUR STÆRDUM. NÝ PJONUSTA VID VlDSKtPTAVINl I NÝBYGGINGUNNI BANKASTÆTI 7 lenzkra leikhúsa. Alþýðuleikhúsið leggur áherzlu á sem fullkomnast lýðræði I vinnubrögðum sinum og telur, að allir, sem vinna að leik- sýningum eigi að mynda einn samhentan vinnuhóp, er byggi starf sitt á samvinnu og samstarfi en ekki stjórnun eins eða fárra. Starfsfólk leikhússins og sam- starfshópur þess mun i samein- ingu velja verk til sýninga og mun verkefnavaliö grundvallast á þvi, að boðskapur hvers verks falli að skoðunum hópsins, þannig að ekki komi til þess, að leikarar og aðrir starfsmenn þurfi að koma upp sýningu andstæðri þeirra eig- in skoðunum. Tilraunir, sem áður hafa verið gerðar hér á landi til að koma upp sjálfstæðum leikhópum, hafa flestar mistekizt að þvi leyti að hóparnir hafa verið skammlifir. Eigi Alþýðuleikhúsinu að takast að verða langlift er þvi nauðsyn á að á bak við það standi mikill fjöldi styrktarfélaga, sem sé reiðubúinn til að tryggja fjár- hagsafkomu leikhússins með sameiginlegu átaki. Nú er unnið að þvi að leita til al- mennings um stuðning við Alþýðuleikhúsið. Mun á næstunni verða haft samband við mikinn fjölda fólks og þvi gefinn kostur á að styðja leikhúsið með kaupum á styrktarkortum sem jafnframt gilda sem aðgöngumiðar á sýn- ingar leikhússins. Þeir, sem vilja leggja málinu lið, eru beðnir að senda framlög sin með giróseðli, eða að leggja þau beint inn á ávisanareikning Alþýðuleikhússins við útibú Landsbanka Islands á Akureyri. Númerið er 4081. Póstur til leikhússins sendist i pósthólf nr. 26 á Akureyri. t framkvæmdanefnd Alþýðu- leikhússins eiga eftirtalin sæti: Böðvar Guðmundsson, Hjarðar- lundi 6, Akureyri, s. 23788. Helgi Guðmundsson, Helgamagra- stræti 15, Akureyri, s. 22509. Ragnheiður Garðarsdóttir, Skarðshlið 9, Akureyri, s. 23129. Ragnheiður Benediktsdóttir, Helgamagrastræti 15, s. 22509. Aöstandendur Alþýðuleikhússins. Akranes Framsóknarfélögin á Akranesi halda almennan fund i Framsóknarhúsinu á Akranesi föstudaginn 24. október kl. 20.45. Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra hefur framsögu um efnahagsmálin og fjárlagafrumvarp rikisstjórnarinnar. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.