Tíminn - 22.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.10.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 22. október TÍMINN 13 SlI i Leikhús eða drykkjukrá? H. Kr. skrifar: „Ég fór i Þjóðleikhúsið á sunnudaginn að sjá Ringulreið. Mig langar að fylgjast með þvi, sem islenzkir menn gera og kallast leikhúsverk. Mér brá i brún, þegar ég kom i leikhúskjallarann. Þar er borðum skipað eins og á veit- ingastað, og fólk sezt þar að mat og drykk. Sætum er þann veg skipað, að flestir snúa hlið að leiksviði, ef þeir sitja réttir á stólunum. En þar sem flestir hafa augun framan i andlitinu, en ekki bæði augu á annarri hliðinni eins og flatfiskurinn, verða þeir að vinda upp á sig eða snúa sér svo að stólbakið sé til hliðar, komi þeir fótum fyrir þannig. 1 fyrravetur var drykkjukráin til hliðar við áhorfendasvæöið. Nú er leikhúsið sjálft orðið að drykkjukrá. Nærri má geta, að það stuðlar ekki að kyrrð og betra næði. Það fylgir þessum nýja sið, að leikhúsið gerir ráð fyrir að áhorfendur reyki i sætum sin- um, meðan á sýningu stendur. Það er nýjung og ekki góð. Þar með tekur Þjóðleikhúsið sér stöðu með þeim, sem halda þeim hugsunarhætti að fólki, að ekki sé nema sjálfsagt að reykja hvar sem er og hvenær sem mönnum dettur það i hug. Þeir sem þessu húsi stjórna, þykir liklega ekki nóg að einn sveinn af hverjum tuttugu sé byrjaður reykingar niu vetra. Þeir vilja a.m.k. láta sina menningar- stofnun stuðla að þvi, að þar verði aukning á. Enn er til fólk, sem fellur illa eiturstybba sigarettunnar. Það væri kurteisi að virða rétt þess á almannafæri. Það er ldgt undir loft i kjallara Þjóðleikhússins. Eru ekki til einhverjar reglur um andrúmsloft i skólastofum? Þær eiga kannski ekki við i leik- húsum. Og reykingar á sam- komustöðum almennings varða vist ekki heilbrigðiseftirlitið. Hvernig væri að kenna þvi góða fólki, sem reykir, að tó- baksreykur er i vitum sumra óspilltra manna einn hinn hvim- leiðasti fnykur, sem um getur? Ég hef lesið nokkra listdóma um sýningar i kjallaranum i vetur, en man ekki eftir nokkru orði þar um þennan nýja sið. Ef til vill finnst listdómurum að það varði engu listina, menn- inguna eða . áhorfendur almennt, þó að leikhúsið sé gert að drykkjukrá. Sjálfsagt er þessi nýja skipan gerð til þess að koma til móts við óskir fólksins og hressa við fjárhaginn. Ekki er vanþörf á að bæta afkomuna, ef hægt væri. En þá er lika rétt að það komi fram, að enda þótt þetta kunni að laða vissan hóp i kjallarann, heldur það öðrum frá honum.. Vinnirðu einn, þá taparðu hin- um. Og þá er spurningin þessi: Leikhús eða drykkjukrá?” Síldartunnur ódýrari að utan Kaupid stniK-aq MÚGA- VÉL TS8D Múgavél, sérstaklega hentug til raksturs á undan heybindivélum og sjálfhleðsluvögnum Skilur eftir sig jafna og lausa múga Lyftutengd og þvi lipur í snúningum Vinnslubreidd 2,80 m BH—Reykjavik. „Samkvæmt á- ætlun um innlenda tunnusmiði, sem gerð var á vegum Tunnu- verksmiðju rikisins i byrjun þessa árs, var rúmlega 60% af framleiðsluverði efniskostnaður, sem kaupa verðui* erlendis frá. Vinnulaun voru áætluð rúmlega 20% af framleiðslukostnaðar- verði. Fjórðungur áætlaðs skips- hliðarverðs á tunnum þeim, sem nú eru fluttar inn, er innlendur kostnaður, svo sem flutnings- gjald, uppskipun ofl. Allar tunnur þær, sem keyptar eru erlendis eru fluttarmeð Islenzkum skipum. Þannig segir i fréttatilkynn- ingu, sem Sildarútvegsnefnd, sem fer með stjórn Tunnuverk- smiðju rikisins, hefur sent frá sér i sambandi við innlenda smiði og innflutning á tunnum til sildar- söltunar. Þar segir ennfremur: Hinn 27. febrúar s.l. var Bæjar- stjórn Siglufjarðar og Verkalýðs- félaginu Vöku á Siglufirði ritað bréf, þar sem leitað var álits þessara aðila á þvi, hvort þeir teldu æskilegt áð tunnufram- leiðsla yrðihafin á ný á Siglufirði og þess óskað að svör bærust sem allra fyrst. Þrátt fyrir itrekaða beiðni höfðu engin svör borizt, er stjórn Tunnuverksmiðju rikisins fjallaði um þessi mál á sérstökum fundi 29. mai s.l. og var Bæjar- stjórninni og Verkalýðsfélaginu þá ritað á ný og óskað eftir að álitsgerð þessara aðila bærist eigi síðar en 20. júni. Þann 6. júni barst svarbréf frá Verkalýðsfélaginu Vöku, þar sem félagið lagði til, að tunnufram- leiðsla verði ekki tekin upp á Siglufirði að svo stöddu eða a.m.k. ekki fyrr en Húseiningar h/f, sem fengið höfðu Tunnuverk- smiðjuhúsið á leigu, hefðu mögu- leika á að flytja I eigið húsnæði. 1 svarinu segir jafnframt orðrétt: „Vérteljum það ekki óraunhæft meðan ekki er séð, hve mikil þörf er fyrir sildartunnur, að doka við með framleiðslu þeirra eitt til tvö ár, jafnvel þótt flytja þyrfti inn nokkurt magn.....” Undir bréf þetta ritar Óskar Garibaldsson fyrir hönd Verka- lýðsfélagsins Vöku. Frá Bæjarstjórn Siglufjarðar hafa engin svör borizt ennþá. Með tilliti til framanritaðs hefir megnið af þeim tunnum, sem ætlaðar eru til sildarsöltunar á yfirstandandi vertið, verið flutt inn. Meðan Tunnuverksmiðjur rikisins störfuðu var jafnan flutt- ur inn verulegur hluti þeirra tunna, sem notaðar voru til sildarsöltunar og var verð þeirra komið á söltunarhafnir mun lægra en verð á islenzkum tunn- um. Örfóar vélar óseldar — Greiðsluskilmólar Hagkvæmt haust-verð kr. 147 þúsund með söluskatti Verðtilboð þetta stendur til 5. nóvember - eða meðan birgðir endast Ghbus? LÁGMÚLI 5. SIMI 81555 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Fjölmiðlar og kvennafrí gébé—Rvik. — Eins og kunnugt er virðist fyrirsjáanlegt, þar sem þátttaka kvenna á kvennafridag- inn 24. okt. virðist vera mjög aimenn, að Timinn komi ekki út laugardaginn 25. október. Sömu sögu er að segja um Þjóðviijann og Alþýðublaðið, en ekki er enn ákveðið hvernig verður meö Visi og Dagblaðið. Aftur á móti virð- ast aliar iikur benda til þess að Morgunblaðið komi út, að sögn skrifstofustjóra þess i gær. Enn er það þó ekki fastlega ákveðið, en ýmsar hugmyndir inunu vcra á lofti um, hvernig ætti að gera blaðinu kieift að koma út á laugardagsmorgun. Tíminn hefur fregnað að setjarastúlkur hjá Morgunblað- inu munu fúsar til að vinna eftir klukkan tólf á miðnætti þann 24. október. Enginn kvenmaður verður við vinnu á fréttastofu né auglýsinga- deild rikisútvarpsins á þessum margumtalaða degi, 24. október. Sömu sögu er að segja um sjón- varpið. Ef einhver vandkvæði koma upp á þessum stöðuni þ.e. að ekki fáist nógu margir til vinnu, yrði það helzt vegna þess að karlmennirnir neyðist til að halda sig heima til að gæta bús og barna á meðan húsmæðurnar taka sér fri og sækja fundinn á Lækjartorgi. FRAMSÓKNARVIST OG DANS Baldur Hólmgeirsson stjórnar Ánægjuleg kvöldskemmtun jfyrir alla fjölskylduna vetrarins Súlnasal— kl. 20,30 Sverrir Bergmann, læknir flytur óvarp Húsið opnað kl 20:00 Framsóknarfélag Reykjavikur Fyrsta framsóknarvist í KVÖLD að Sögu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.