Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 8. nóvember 1975. Nýja Snæfell á heimleið gébé—Rvik. Snæfell, hiö nýja tog- skip tJtgerðarfélags KEA á Akur- eyri, var formlega afhent hinum nýju eigendum á miövikudags- kvöldiö i Tromsö i Noregi, en þar haföi skipið veriö i slipp. Snæfell- ið kom svo viö f Bodö til að taka fiskikassa, og hélt þaöan um fjög- ur-leytið i fyrrinótt áleiöis til ís- Eldur í íbúðar- húsi á Dalvík gébé Rvik— Eldur kom upp i ein- býlishúsinu að Karlsbraut 17 á Dalvik, laust fyrir hádegi i gær. Kom eldurinn upp að sunnan- verðu á efri hæð hússins, en var fljótlega ráðið niðurlögum hans af slökkviliði staðarins sem kom skjótt á vettvang. Skemmdir urðu þó miklar, mest af reyk og vatni, einnig brann og eyðilagðist mikið af innbúi. Húsið er gamalt með steyptum útveggjum, en timburinnrétting- um. Ókunnugt var um eldsupp- tök, en verið var að rannsaka málið i gær. lands. Það er væntanlegt n.k. mánudag. Heimahöfn skipsins verður Hrisey, en Hriseyjar- hreppur á 25% hlutafjár og Kaupfélag Eyfirðinga 75%. Það voru þeir Valur Arnþórs- son kaupfélagsstjóri, formaður útgerðarfélagsins og Bjarni Jó- hannesson framkvæmdastjóri, sem tóku á móti skipinu i Tromsö. Fullbúið til veiða kostaði skipið um 250 milljónir króna. Bjarni Jóhannesson fram- kvæmdastjóri sagði, að búizt væri við að skipið héldi mjög fljótlega til veiða þegar heim kæmi, eða undir eins og það væri tilbúið. Horfir þvi nú mjög til hins betra i atvinnumálum i Hrisey, en siðan gamla Snæfellinu var lagt i árslok 1973, hefir mikið skort á að hrá- efnisöflun til Frystihúss KEA i Hrisey væri fullnægt, þar eð veiðiskipafloti Hriseyinga er þess ekki megnugur. Nýja Snæfell var keypt frá Andenes i Noregi og er það 300 tonn að stærð. 1 Trömsö var skip- ið sett í slipp, það málað og yfir- farið. Skipstjóri er ívar Baldurs- son og 1. vélstjóri Sverrir Þóris- son. Góð von um samkomulag BH-Reykjavik. — Torfi Hjartar- vélavirkjar hafa verið i verkfalli son, rikissáttasem jari, veitti um vikutima, og er talið, að sam- Timanum þær upplýsingar i gær, komulag sé á næstu grösum i að sáttafundur með skrifvéla- kjaramálum þeirra. virkjum, hefði hafizt kl. 4 i fyrra- Rikissáttasemjari kvað næsta dag og staðið til kl. hálfátta i gær- sáttafund með læknum verða á morgun. Næsti fundur væri mánudaginn og myndi hann hefj- boðaður á þriðjudag kl. 4. Skrif- ast kl. 5. FRAMKVÆMDIR VIÐ NÝBYGGINGU FFSÍ AÐ HEFJAST JG—Rvik. Aöildarfélögum Far- manna og fiskimannasambands islands hefur nú veriö úthlutaö lóð við Borgartún, en félögin hafa verið á hrakhólum með starfsem- ina. Sameignarhús þeirra aö Bárugötu 11 er orðið of Htið og rúmar ekki allt starfiö. Framkvæmdir við nýja húsið munu í þann veginn að hefjast og hefur verið leitað eftir fjárfram- lögum. Helgi Hallvarðsson. skipherra er situr þing FFSl gaf kr. 20.000 i byggingasjóðog afhenti féð fram- kvæmdastjóra sambandsins Ingólfi Stefánssyni, skipstjóra. Að sögn Heiga sagðist hann vilja með þessu vekja athygli á húsbyggingunni og fjárþörf Sam- bandsfélaganna. Framlög einstaklinga geta ráðið úrslitum um framvindu mála. — Ég er síð- ur en svo nokkur auðmaður, frek- ar en aðrir launamenn, sagði Helgi i stuttu samtali við blaðið, en sjómenn veröa að styðja þessa framkvæmd með framlögum, og sýnist mér að það væri hæfilegt að menn gæfu — allir sem einn — einhverja upphæð til hús- byggingarinnar. Helgi Hallvarösson skipherra gaf 20 þús. kr. til hins nýja húss FFSt. EFTA samþykkir að- stoð við Portúgal FJ—Reykjavík. — Það má segja, aö aðalmálin hér séu aö- stoöin við Portúgal og nýjar reglur Svia um takmarkanir á innflutningi skófatnaðar, sagöi Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráöherra I viðtali við Timann i gær, en hann situr nú fund Friver/.lunarbandalagsins I Genf og er þar I l'orsæti. Sagöi Ólafur aö búið væri aö ákveöa aðstoð við Portúgal i formi iðn- þróunarsjóðs. sem aö öllum likindum myndi fá um 100 milljónir dollara til ráöstiifunar. Hver hlutur islands yrði i þess- um sjóði kvaðst ráðherrann ekkert geta sagt til um, þar sem samþykkt Alþingis þyrfti fyrir fjárveitingunni. A fundinum i fyrradag flutti Þórhallur Ásgeirsson ráöu- neytisstjóri ræðu viðskiptaráð- herra.þarsem ráðherrann var i forsæti á fundinum. Efni ræð- unnar voru landhelgismálið og efnahagsmál almennt i heimin- um. Mesta athygli vöktu þau ummæli, sem Timinn skýrði frá I gær, þar sem itrekaðar voru áhyggjur íslendinga i sambandi við efnahagssamstarf Evrópu- rikja, og var þeirra m.a. getið i fréttatilkynningu frá fundinum. (slenzku og brezku fiskifræðingarnir að mestu sammála gébé Rvik — Skoöanamunur is- lenzku og brezku fiskifræðing- anna liggur aðallega i þvi að Bretarnir töldu aöferð hinna is- lensku starfsbræðra sinna við að meta stærð árganga þorskstofns- ins 1972-1975 ekkinógu örugga. Að öðru leyti má segja, að litið beri á milli, hvortnotaðar eru þærtölur, sem Hafrannsóknarstofnunin lagði til grundvallar áætlun sinni um æskilegan hámarksafla 1976, cða þær tölur sem Bretar lögðu fram. Til samanburðar má geta þess, aö séu notuð meðaltöl undanfarinna 13 ára eins og Bret- ar leggja til, þá er æskilegur há- marksafli 1976 265 þúsund tonn. Séu notuð gildin úr seiðatalningu undanfarinna ára er æskilegur hámarksafli 230 þúsund eins og fram kemur i Islenzku skýrslunni. Eins og kunnugt er lauk tveggja daga viðræðufundum islenzku og brezku fiskifræðinganna s.l. fimmtudag, en grundvöllur við- ræðnanna var greinargerð Haf- rannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins á Islands- miðum. í sameiginlegri skýrslu um fundinn, viðurkenna Bretar meginniðurstöður íslendinganna varðandi ástand þorskstofnsins og áhrif veiðanna á hann. Sókn brezkra togara á Islandsmiðum hefur minnkað á undanförnum árum, en aukin sókn Islendinga vegur það upp. Báðir telja hina auknu smáfiskveiði afar óæski- lega, og að frekari sóknaraukning leiði til aukinnar veiði smáfisks. Brezku fiskifræðingarnir viður- kenna útreikninga islenzku fiski- fræðinganna á stærð islenzka þorskstofnsins i dag. Skoðana- munur Breta og íslendinga á þessu sviði liggur i þvi, að is- lenzkir fiskifræðingar nota niður- stöður seiðarannsókna undanfar- inna ára til þess að meta stærð árganganna frá árunum 1972 til 1975, sem þriggja ára fisks. Niðurstaða þeirra athugana bendir til þess, að allir þessir ár- gangar séu mjöglélegir að undan- teknum árganginum frá 1973, sem er mjög góður. Bretar töldu þessa aðferð hins vegar ekki mjög örugga og vildu nota meðaltal af fjölda þriggja ára fisks i veiði undanfarinna ára, til þess að áætla fjöldann i þeim aldursflokki á næstu árum. Að dómi islenzkra fiskifræðinga gefur þessi aðferð þó alltof hag- stæða mynd af framtið stofnsins. Að dómi islenzkra fiskifræðinga þarf að friða þriggja ára fisk og yngri til þess að stofninn i fram- tiðinni geti gefið af sér varanleg- an hámarksafla, sem talinn er vera 450-500 þúsund tonn á ári. Bretar bera ekki brigður á þetta, en telja að hér verði við mikla erfiðleika að etja, að þvi er snert- ir stjórnun veiðanna, ef halda skuliáfram veiðum meðliku sniði og nú er gert. tslendingar telja hins vegar, að hægt sé að ná þessu marki með aukinni möskvastærð og lokun uppeldissvæða, þar sem smár fiskur heldur sig. • • Oldruð kona í umferðarslysi: BANASLYSIN í UMFERÐINNI ORÐIN 26 ÞAÐ SEM AF'ER ÁRI Gsal-Reykjavik — Enn eitt banaslysið varð í umferöinni i gærmorgun þegar 71 árs gömul kona, Jakobina Vilhjálmsdóttir, til heimilis að Akurgerði 6 I Reykjavik, varð fyrir bil á mót- um Miklubrautar og Grensás- vegar I Reykjavik og beið bana. Konan var á leið norður yfir Miklubrautina þegar slysið varð. Volkswagen bifreið var þá ekið á vinstri akgrein vestur Miklubrautog skipti engum tog- um að billinn lenti á konunni. Kvaðst ökumaður bilsins ekki hafa séð konuna fyrr en i sama mund og hún varð fyrir bilnum. Konan lenti á framhorni bif- reiðarinnar, kastaðist upp á farangursgeymsluhlifina, og i rúðuna, siðan dróst hún um 20 metra vegalengd með bilnum. Þetta er 26. banaslysið i um- ferðinni á árinu. Sýning Björgvins Sigurgeirs A FUNDI i Vik i Mýrdal forráða- manna Sparisjóös Vestur-Skafta- fellssýslu og Búnaöarbanka Is- lands fyrir skömmu var endan- lega gengið frá stofnun útibús bankans i Vik. Um leið hættir Sparisjóðurinn inn- og útlána- starfsemi sinni. Eftir fundinn komu saman til hófs i húsi Sparisjóðsins, nú bank- ans, viðstaddir forráöamenn beggja stofnana, ábyrgðarmenn og starfsmenn Sparisjóösins, og þeirembættismenn bankans, sem unniö höfðu að sameiningunni. I hófi þessu flutti ávarp for- maður bankaráðsins, Stefán Val- geirsson, alþingismaður. Hann rakti sögu bankans i stórum dráttum, skýrði frá tildrögum stofnunar útibúsins og tilgangi þess, sem er að sinna eftir getu þörfum fóíksins og atvinnu þess i sýslunni. Formaðurinn afhenti sýslumanni sparisjóðsbók með 1 milljón kr. innstæðu, sem fram- lag frá bankanum til ráðstöfunar sýslunefndar i þágu dvalar- heimila fyrir aldraða i sýslunni. Sýslumaður, Einar Oddsson, sem jafnframt er formaður stjórnar sparisjóðsins, þakkaði framlagið. Hann sagði siðan frá upphafi Sparisjóðsins, og bauð Búnaðarbankann velkominn til starfa I sýslunni. Einnig fluttu ávörp, bankaráðs- mennirnir Friðjón Þórðarson, al- þingismaður og Steinþór Gests- son, alþingismaður og einn á- byrgðarmanna Sparisjóðsins, Gisli bóndi Skaftason á Lækjar- bakka i Mýrdal. Sparisjóöurinn tók til starfa 1. janúar 1904 og hefur starfað óslit- ið siðan. Heildarinnlán i Spari- sjóðnum voru 186 millj. kr., þegar sameiningin fór fram. Starfsmenn Sparisjóðsins halda áfram við bankann. Sparisjóðs- stjórinn, Sigurður O. Nikulásson tekur við stjórn útibúsins. Aðrir starfsmenn eru Magnús Kristjánsson, Fjóla Einarsdóttir og Oddný Runólfsdóttir. Við af- greiðsluna á Kirkjubæjarklaustri starfar áfram Sveinbjörg Páls- dóttir. Afgreiðslutimi útibúsins verður daglega kl. 9:30—12 og l^, en af- greiðslan á Kirkjubæjarklaustri verður opin daglega kl. 2—4 e.h. Búnaðarbankinn starfrækir nú 11 útibú utan Reykjavikur, auk 5 afgreiðslustaða og 5 útibú i Reykjavik. SVNING Björgvins Sigurgeirs Haraldssonar I Norræna húsinu, sem opnuð var 1. nóvember, hefur verið. fjölsótt, og hafa fjórtán verk selzt. Nú er orðinn hver siðastur fyrir fólk, sem ekki vill láta hana fara fram hjá sér, að koma á hana, þvi að henni lýkur sunnudagskvöldið 9. nóvember. BUNAÐARBANKINN OPNAR ÚTIBÚ í V-SKAFTAFELLSSÝSLU — bankinn gaf milljón til dvalarheimilis aldraðra BERU- OG DUDUCO PLATÍNUR venjulegar og loftkældar — í: þýzka- brezka- franska- ítalska- ameríska- Póstsendum rússneska- n | I jk um allt og fleiri DILA\ land 3 77 ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.