Tíminn - 08.11.1975, Page 16

Tíminn - 08.11.1975, Page 16
r ^ Laugardagur 8. nóvember 1975. SÍMI 12234 ■HERRA GARÐURINN AQALSTRfETI 3 G~ÐI fyrir góéan mtti ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Indíra Gandhi sýknuð af öllum ákærum Ntb/Reuter/Nýju-Dehli. Hæstiréttur Indlands sýknaöi í gær Indiru Gandhi, forsætisráðherra af ákærum um kosningasvik og misbeit- ingu opinbers valds. Jafn- framt ómerkti Hæstirétur ákvörðun héraðsdóms i bænum Allahbad þess efnis, að forsætisráðherrann hefði fyrirgert rétti sínum til þess að gegna opinberu embætti næstu 6 árin. Fyrrgreindur úrskurður héraðsdómsins kom sem kunnugt er mikilli ólgu af stað i indverskum stjórnmálum í júni sl. Fimm dómarar greiddu atkvæöi í máli þessu, og þegar þrir þeir fyrstu höfðu kveðið upp úrskurði sina, var ljóst, aö Gandhi yrði sýknuð af öllum ákærum. Mörg þúsund stuðningsmenn Gandhi flykktust um götur höfuðborgarinnar og létu i ljós mikinn fögnuð vegna ákvörðunar hæstaréttar. Gandhi Færeyingar bjartsýnir Frá Færeyjum bárust þær frcgnir i gær, að Færeyingar væru bjartsýnir á, að þeir fengju að halda áfram veiðum innan is- lenzku fiskveiðiiögsögunnar, þeg- ar samningarnir við Breta og Fær eyinga renna út hinn 13. nóvem- ber n.k. Þar að auki segjast Fær- eyingar ekki enn hafa veitt þau 30 þúsund tonn, sem þeim sé sam- kvæmt samningi við islendinga heimilt að veiða. Þá segir og, að Færeyingar vonist til þess, að islendingar taki ckki upp ósveigja nlega stefnu gagnvart Færeyingum i landhelgismálinu og stofni þannig ekki hinni miklu vináttu þjóðanna i hættu. Ahmed baðst afsökunar Reuter/Calcutta. Khondker Mushtaque Ahmedfyrrum forseti Bangiadesh, flutti I sjónvarpi i gær ávarp tii þjóðar sinnar og bað þjóðina afsökunar á mistökum þeim, er stjórn hans hefði orðið á. Ilann hvatti landa sina eindreg- ið til þess að sýna núverandi stjórnvöldum öfiugan stuðning. Sadat í London: Hvetur Vesturlönd til þess að fjárfesta í Egyptalandi Reuter/London. Sadat Egypta- landsforseti, skýrði frá þvi i gær, að egypzka stjórnin hefði mikinn áhuga á þvi að greiða fyrir fjár- festingum vestrænna fjármála- manna i Egyptalandi. Sadat er nú i heimsókn i Bretlandi, og ræðir við brezka ráðamenn um mögu- leika á þvi, að Egyptar fái tækni- lega aðstoð frá Bretum. Sadat sagði i ræðu i gær, að það væri markmið hinnar frjálslyndu stefnu Egypta i utanrikismálum m.a. að skapa þannig andrúms- loft i samskiptum við aðrar þjóðir, að það hvetti til fjár- festinga á öruggum grunni, eins og forsetinn orðaði það. Ræðu þessa flutti Sadat i há d eg i s v e r ð a r bo ði með leiðtogum brezkra fjársýslu- manna. Sagði Sadat, að Egyptar þörfnuðust aðstoðar þeirra mjög, þvi að rikisstjórn Egyptalands hefði á prjónunum ráðagerðir, sem miða að þvi að endurlifga efnahag landsins. Skýrði Sadat frá þvi, að nýlega hefðu verið samþykkt lög á egypzka þinginu, sem undan- þægju erlenda fjárfestingaraðila þvi að þurfa að sætta sig við þjóðnýtingu, kyrrsetningu og eignaupptöku. Hann kvað nú gilda reglur um frjálsa skiptingu fjármagnsoggróða i Egyptalandi Sadat Gangan til Sahara: Deiluaðilar gagn- rýna „aðgerðar- leysi" S.þ. samkvæmt ákvörðun byltingarráðsins Reuter/Madrid, Sahara og viöar. 100 þúsund Marokko- menn héldu inn fyrir landa- mæri spænsku Sahara I gær til viðbótar þeim 50 þúsund löndum sinum, sem þangað eru þegar komnir, og standa svo aðsegja augliti til auglitis við spænska herinn. Fyrstu 50 þúsund göngu- mennirnir, sem héldu inn fyrir landamærin f gær, tjölduðu á svæði, sem heitir Hyean Salt Flats, um 11 km. innan landa- mæra spænsku Sahara. Litlu innar biða spænskar hersveitir átekta, búnar vopn- uðum flutningavögnum og með dulbúin byssuhreiður. I morgun fóru fyrstu Marokko- mennirnir i gegnum landa- mæraborgina Tah, en allir ibúar borgarinnar hafa verið fluttir þaðan. Göngumennirnir tjölduðu, eins og fyrr segir i Hyean Salt Flats og notuðu margir þeirra steina eyðimerkurinnar sem kodda. Beint framan við göngumennina eru svæði þau, þar sem spænski herinn hefur komið fyrir jarðsprengjum. Hinum megin við sprengju- svæðin liggja gaddavirs- flækjur yfir veginn, sem grafinn hefur verið sundur á köflurn, til þess að hindra umferð flutningatæk ja. Lögreglumennirnir, sem með göngumönnunum eru, varna þeim að fara of nærri svæðinu, þar sem Spánverjarnir halda sig. Juan Carlos, sem nú gegnir störfum þjóðarleiðtoga Spánar, efndi tií ri'kis- stjórnarfundar i Madrid í gær, en Spánverjar hafa nú gert Sameinuðu þjóöunum grein fyrir þvi, að veruleg. hætta sé á þvi, að til átaka komi -milli Spánverja og Marokkomanna, fari þeir siðarnefndu ekki út úr Sahara. öryggisráð S.þ. hefur skorað á Hassan konung, að kalla göngumenn til baka. Engar fréttir var að hafa af þvi, hverjar hefðu orðið niðurstöður rikis- stjórnarfundarins i Madrid i gær, en þetta er annar rikis- stjórnarfundurinn, sem Juan ' Carlos efnir til frá þvi hann tók við völdum til bráða- birgða. Spánverjar eru þeirrar skoðunar, að þeir hafi gert það sem I þeirra valdi hafi staðið til þess að komast að friðsam- legri lausn deilunnar, og þvi sé það nú á valdi Hassans konungs að ákveða, hvort til átaka komi eða ekki, og að slik átök, ef til þeirra komi, verði á ábyrgð hans. Spánverjar segjast hafa leyft Marokkómönnum að koma inn i eyðimörkina, svo að þeir gætu gert för sina táknræna, en meira geti þeir ekki krafizt. Yfirmaður herafla Spánverja i Sahara itrekaði i gær við fréttamenn, að ef göngumenn færu yfir þá linu, sem spænski herinn hafi dregið, yrði skotið á þá. Spænski fulltrúinn i öryggis- ráði S.þ. itrekaði og i gær, að stjórn hans hefði ekki breytt stefnu sinni i máli þessu, og hygðist ekki gera það. Spænsk blöð fóru hörðum orðum um það, sem þau kölluðu aðgerðarleysi Sameinuðu þjóðanna i málinu. Alsfrmenn, sem vilja að ibúar Sahara ákveði sjálfir framtið sina, vöruðu S.þ. við aðgerðarleysi i málinu og sögðu að slikt gæti haft alvar- legar afleiðingar i för með sér. og þvi ættu möguleikar á árekstr- um og ágreiningi við erlenda fjár- festingaraðila að vera sáralitlir. Sadat átti i gær viðræður við Wilson, forsætisráðherra Breta, um hgusanleg vopnakaup Egypta i Bretlandi og aðstoð Breta við að koma á varanlegum friði i Mið- austurlöndum. 1 veizlu með borgarstjóra Lundúna i gær, sagði Sadat, að æðsta markmið egypzku stjórnarinnar væri að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs, og sagði hann, að ákvörðun Egypta um opnun Súez- skurðar væri gleggsta dæmi þeirrar stefnu. Þá leitaði Sadat og eftir stuðn- ingi Breta við þá tillögu þeirra, að Palestinuaröbum verði leyft að taka þátt I hinum fyrirhuguðu friðarviðræðum i Genf um frið i Mið-Austurlöndum. Atvinnu- lausir 8 milljónir í USA Reuter/Washington. At- vinnuleysi jókst i Bandarikj- unum i siðasta mánuði I fyrsta skiptið um 5 mánaða skeið. Eru nú 8.C% vinnu- færra manna atvinnulausir, en voru 8.3% i september, segir i tilkynningu frá fcla gsmálaráðuneytinu i Washington. Nú munu um 8 milljónir Bandarikjamanna vera á at- vinnuleysisskrá, og hefur at- vinnuleysingjum þvi fjölgað um 200 þúsund frá þvi i september, sagði ennfremur i tilkynningu ráöuneytisins. Franco skorinn upp í gær Reuter/Madrid. Francisco Franco, þjóðarleiðtogi Spánar var skorinn upp i gær, i annað skiptið á fjórum dögum, sagði I tilkynningu spænsku stjórnarinnar i gær. Franco var fluttur i her- sjúkrabifreið um 10 km leið i gær frá höll sinni til sjúkra- hússins, þar sem hann var skorinn upp. öflugur lifvörður fylgdi sjúkrabifreiðinni. Allir sjúklingar á fyrstu hæð sjúkrahússins, þar sem Franco dvelst nú, voru sendir þaðan, og lögreglan hefur myndað öflugan vörð umhverfis það. Spænska rikissjónvarpið og útvarpið rufu i gær oftsinnis útsendingar slnar til þess að segja fréttir af lfðan Francos. Ættingjar Francos og nokkrir ráðherrar komu til sjúkra- hússins i gær. Einn þeirra fyrstu, sem til sjúkrahússins kom, var Alejandro Rodriques Valcarcel, forseti spænska þingsins, einn hinna þriggja, sem formlega gegnir embætti þjóðhöfðingja eftir dauða Francos, og þar til Juan Carlos hefur verið settur inn i embætti með þeim hætti sem spænsku rikiserfðalögin gera ráð fyrir. Per Ahlmark kjörinn formaður sænska þjóðarflokksins Reuter/Ntb./Stokkhólmi. Per Ahimark, þingmaður var I gær kjörinn formaöur sænska þjóðar- flokksins, (SF) og tekur hann við af dr. Gunnari Helen, sem baðst undan endurkjöri af persónuleg- um ástæðum. Ahlmark var sam- hljóða kjörinn formaður flokks- ins. Dr. Gunnar Helen hefur verið leiðtogi flokksins i sex ár, og á þeim tima hefur flokkur hans misst nær helming fylgismanna sinna. Er þetta talin vera helzta ástaAa þess, að Helen baðst undan endurkjöri. Kosningar eru nú framundan i Sviþjóð eftir 10 mánuði. Per Ahlmark er 36 ára gamall og hefur setið á þingi siðan 1966. Hann hefur átt sæti i Evrópu- ráðinu sl. fjögur ár. Þjóðarflokk- urinn hefur á að skipa 34 manna þingliði, en á sænska þinginu sit ja 350 þingmenn. Ahlmark er fædd- ur 1939 og varð cand. phil. 1964. Stjórnmálaferill hans hófst mjög snemma. 1960, áður en hann hlaut kosningarétt, var hann kjörinn formaður Sambands ungra þjóðarflokksmanna (FPU). 1965 til 1968 átti hann sæti i samstarfsnefnd Þjóðarflokksins og Miðflokksins. Portúgal: Útvarpsstöð vinstri manna sprengd Reuter/Ntb./Lissabon. Bylting- arráð hersins I Portúgal skýrði frá þvi i gær, að það hefði gefiö skipun um það, að útvarpsstöðin Renascazeg, sem vinstrisinnaðir uppreisnarhermenn hafa haft á valdi sinu að undanförnu, skyldi sprengd i loft upp i morgun, þar scm fréttastofan þjónaði öflum. sem andstæð væru hagsmunum byltingarinnar. Um það bil 60 hermenn ruddust i gær inn I útvarpsstööina, sem liggur í útjaðri Lissabon. Tækni- mönnum útvarpsins var skipað að fara út og siöan var hin tveggja hæða bygging sprengd i loft upp.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.