Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 1
I PRIMUS HREYFILHITARAR I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR 256. tbl. — Laugardagur 8. nóvember—59. árgangur HF HÖRDUB GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 TOGARARNIR SIGLA MEÐ FISKINN, ÞÓTT FRYSTIHÚSIN VANTI HRÁEFNI TIL VINNSLU BH—Reykjavik. — A sama tima og hraðfrystihús á Suöurnesjum leggja niður starfsemi vegna rekstrarerfiðleika, m.a. hráefnis- skorts, og hraðfrystihúsaeigend- ur ganga á fund forsætisráðherra til að æskja sérstakrar fyrir- greiðslu rikisstjórnar og við- skiptabanka til að geta skrimt, auk þess sem á annað hundrað manns er komið á atvinnuleysis- skrá I Keflavik, gerist það, að Suðurnesjatogarar sigla utan til pessaðselja afla sinn iEnglandi.' Timinn hefur haft fregnir af ferðum fjögurra Suðurnesjatog- ara upp á siðkastið, en þær eru á þann veg, að Suðurnes sigldi til • Englands þann 29. október og er likast til á heimleið núna, eftir klössun, sem framkvæmd var i tUrnum, að auki! Dagstjarnan sigldi aðfaranótt fimmtudagsins til Englands með afla sinn og Framtiðin sigldi á fimmtudaginn til Englands. Um Aðalvikina er það að segja, að hún kom til Njarðvikur i gær með 120 tonn af fiski, mestmegnis ufsa og karfa. Var aflanum landað i gær, og jafnframt hófst vinna aftur af fullum krafti i Hraðfrystihúsi Keflavikur. Þeir, sem standa að utgerð togaranna, eru sem hér segir: Sjöstjarnan á Dagstjörnuna og helminginn i Framtiðinni. Fisk- miðlun Suðurnesja, heitir út- gerðarfyrirtækið, en Hraðfrysti- hús ólafs Lárussonar og Sjö- stjarnan eru þar helztu aðilar. Suðurnes er i eigu frystihussins I Höfnum og Jökuls hf. i Keflavik, en framkvæmdastjóri Jökuls er Kristján Guðlaugsson, bæjar- stjórnarmeðlimur i Keflavik. —Ég vil taka það sérstáklega fram, að þessi mál eru að gerast utan mins félagssvæðis, og þess vegna er það i verkahring for- ystumanna verkalýðsfélaganna á Keflavikursvæðinuað svara fyrir þetta,en ég segi fyrir mig, að mér kæmi ekki á óvart, þótt frysti- Friðrik með betri biðstöðu + © Nautakjöt lækkar á þriðjudag —---* o hUsaeigendUr, sem eiga togar- ana, sæktu næst til rikisstjórnar- innar um sérstaka fyrirgreiðslu til þess að láta togarana sigla! Þannig komst Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar að orði i gær, en hann var formaður verkalýðsnefndar- innar, sem'fór á fund forsætisráð- herra i vikunni til að leggja áherzlu á vandamál starfsfóTks i hraðfrystihúsunum hér á Suð- vesturlandi, og þá sérstaklega á Suðurnesjum. — Núna eru á annað hundrað manns á atvinnuleysisskrá hér i Keflavik, og þessir atburðir auka enn á erfiðleikana, sagði Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur og Njarðvikur i viðtali við Timann i gær. — En ég held, að ef rikisstjórnin hefði leyst vandann fyrr, hefðu þessir togar- ar landað hér heima. Hitt er at- hyglisvert, að Kaupfélagið sér sóma sinn i þvi að láta togara sinn landa hérna og stuðla þannig að aukinni atvinnu á þessu erfið- leikatimabili. . „Aning" er eitt þekktasta málverk Þórarins B. Þorlákssonar, en það er i eigu Listasafns rikisins. Fölsuð málverk merkt Þórarni B. Þorlákssyni? BH-Reykjavik. — Klausturhólar gangast fyrir uppboði á verkum islenzkra listmálara i dag, en i Hert efiirlit meb fjár- reiðum póst- og símstöðva Gsal-Reykjavik — Akveðið hefur verið að herða mjög eftirlit með bókhaldi og fjárreiðum póst- og simstöðva hér á landi, en svo sem kunnugt er, hefur nú með skömmu millibili komið i Ijós sjóðsþurrð hjá þremur simstöðv- um úti á landi. — Umsetning póst- og simstöðva hér hefur vaxið gifurlega á tiltölulega fáum ár- iini. og meiri umsetning kallar á meira eftirlit, sagði Jón Skúlason, póst- og simamálastjóri i viðtali við Timann.— Þaðerrétt, að við stefnum að því að auka eftirlitið talsvert, en með þvi erum við ein- vörðungu að sinna okkar venju- legu eftirlitsskyldu, sem við telj- um að hafi þvi miður ekki verið nægileg. Það má enginn lita svo á, að við séum að vantreysta ein- um né neinum. Með aukinni velt'u og margbreytilegri þjónustu verður eftirlitið að aukast, sagði Jón. Auk þess sem póst- og sima- málastjórnin eykur eftirlitið er nú verið að koma á fót stöðluðu bók- haldi, þ.e. samræmdum reglum um bókhald allra póst- og sim- stöðva hér á landi. Jón Skúlason sagði að stefnt væri að þvi, að senda endur- skoðendur stofnunarinnar 3-4 sinnum á hverja simstöð á ári, að undanskildum þeim minnstu, en endurskoðendur færu i þær a ,m .k. árlega. — Við höfum ekki verið það manrimargir, að við höfum getað sinnt þessu eftirliti sem skyldi, sagði Jón, en umsetning stöðvanna hefur aukizt svo hratt að við teljum æskilegt að herða eftirlitið nokkuð, það er bæði okk- ar hagur og ekki siður hagur stöðvarstjóranna. Jón nefndi, að á s.l. ári hefðu 1-2 milljarðar kr. borizt til simstöðv- anna Uti á landi á mánuði hverj- um, og gæfi það nokkuð glögga mynd af veltu stöðvanna. Endurskoðendur póst- og sima- málastofnunarinnar gera ekki boð á undan sér, áður en þeir koma á simstöðvarnar i eftirlits- skyni. Þess skal getið vegna fréttar um sjóðsvöntun á FáskrUðsfirði hér i blaðinu, að stöðvarstjóran- um var ekki vikið Ur starfi. Hann sagði sjálfur upp starfanum. gærkvöldi hafði þrem listaverk- um verið kippt út af uppboðinu vegna gruns um, að þau kynnu að vera fölsuð. Að þvi er Björn Th. Björnsson, listfræðingur, upplýsti Timann um i gærkvöldi eru þessi verk öll merkt sama manninum, og kvað Björn Th. ógjörning að kveða upp úrskurð um hvort málverkin væru ósvikin eða ekki, nema eftir nákvæma at- hugun. Kvaðst hann mundu nota timann alla næstu viku a.m.k. til athugana, áður en hann kvæði upp Urskurð sinn. Timinn hefur i'regnað, að myndirnar beri m.ark eins ást- sæla islenzka málarans frá fyrri tið, Þórarins B. Þorlákssonar. Þórarinn B. Þorláksson var i fremstu röð málara á sinni tið, en málaði aðallega i fristundum sin- um frá annasömum störfum, en hann rak m.a. bóksölu, bókaUt- gáfu og var skólastjóri Iðnskól- ans. Eftir Þórarin er talsvert af málverkum, en þau hafa verið fá- séðá uppboðum og hjá málverka- sölum, en gengið mann fram af manni i ættinni. Málverk hans eru yfirleitt ekki stór um sig, aðallega landslags- og interieur-málverk. en hrifandi fögur. SKIPHERRA HARÐORÐUR í GARÐ BRETA Vill slíta stjórnmálasambandinu og fara úr Nató ef herskip verða send á íslandsmið JG-RVK. Guðmundúr Kjærne- sted, skipherra og forseti FFSÍ kom viða við i setningarræðu er hann hélt við setningu 27. þings Farmanna- og fiskimannasam- bands tslands. Um landhelgismálið og hugs- anlegt þorskastrið sagði skip- herrann þetta: „Þegar þetta er skrifað, þá voru að berast fréttir um það, að Bretar ætla að senda herskip inn I islenzka landhelgi eftir 13. nóvember, ef við gerum tilraun, til þess að verja okkar land- helgi. Ef svo fer, skora ég á full- triía þessa þings að taka strax einarða afstöðu gegn sliku ofriki og gæti svo farið að rétt væri að skora á rikisstjórn islands, að slita þegar stjórnmálasam- bandi við Bretland, um leið og fyrsta brezka freigátan birtist innan íslenzkrar fiskveiðiland- helgi og um leið tilkynna. sam- starfsmönnum okkar I NATO. að okkar land sé lokað allri um- ferð þeirra rikja, sem I banda- laginu eru, svo lengi sem brezki flotinn hafi afskipti af okkar innanrikismálum. Við skulum gera þessum vinum okkar það ljóst þegar i stað, að við munum ekki þegjandi þola þeim yfir- gang hér á landi. Þetta er okkar sterkasta vopn i þessari lífsbar- áttu okkar og við eigum skilyrð- islaust að beita þvi." Þingið ræddi i fyrradag (fimmtudag) landhelgismálið og tóku margir til máls, en siðan var málinu visað til nefndar, sem gera mun tillögu að ályktun sambandsþingsins um land- helgismálið. 27. þingi FFSl lýkur væntan- lega um helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.