Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. nóvember 1975. TÍMINN 3 Offjölgun á silungi vegna vanveiöi gébé-Rvik — Viðtækar rannsókn- ir fóru fram i Þingvallavatni og Skorradalsvatni i sumar á fjölda silunga i vötnunum. Þór Guðjóns- son vciðimálastjóri sagði, að þctta hefði verið i fyrsta skipti sem svo nákvæmar rannsóknir af þessu tagi hefðu farið fram hér á landi, en til þeirra var notuð mjög nákvæm fisksjá, sem fengin var fyrir styrk Sameinuðu þjóðanna, sem einnig sendu bandariskan fiskifræðing. i Þingvallavatni reyndust vera um 17,6 milljónir silunga og 5,4 milljónir i Skorra- dalsvatni.Sagði Þór, að það væri álit fiskifræðinga að betur mætti nýta silunginn i þessum vötnum, en silungsveiði hefur ekki verið stunduð af sama krafti og áður var, og þvi hætta á offjölgun i vötnunum, þannig að fiskurinn hefur ekki nóga átu og verður þvi minni og minni. Þingvallavatn er 83,7 ferkiló- metrar að stærð og er 114 metra djúpt þar sem dýpst er. — Það var athyglisvert hvernig fiskur- inn hagaði sér, sagði Þór, hann fór i þéttum torfum á um 20—40 metra dýpi á daginn, en var á 10—25 metra dýpi á nóttunni og dreifði sér út um allt vatn. Var þvi mun auðveldara að vinna að talningunni á nóttinni, en það er mikið og erfitt verk að telja fisk i svo stóru vatni sem Þingvalla- vatni. — Farið var yfir vatnið á fimm stöðum og reyndist fiskurinn mestur sunnan og norðantil, en minna af honum um miðbik vatnsins. Erfitt er að nota tækið á litlu dýpi, en það er mjög ná- kvæmt. Bergmálsdýptarmælir gefur linurit, og i fisksjánni er segulband sem siðan er hægt að vinna úr og telja fiskinn. — Ef miðað er við hektara á vatnsyfirborðinu i Þingvalla- vatni, voru 140 fiskar á hvern hektara og meðalþéttleiki fiska i vatninu i heild var 24,7 fiskar, sem er mun minna en i Skorra- dalsvatni en þar reyndust vera allt frá 10 til 137 fiskar á hektara og meðalþéttleiki hvorki meira né minna en 43 fiskar. Skorradalsvatn er 14,7 ferkiló- metrar að stærð, en sem kunnugt er, er vatnið langt og mjótt, 1 1/2 km á breidd og 16 km á lengd. Mesta dýpi i vatninu eru 48 metr- ar, en á fimm stöðum i vatninu eru djúpar dældir, sem eru frá 34 til 48 metrar á dýpt. Farið var yfir Skorradalsvatn á sex stöðum til mælinga og reyndust vera i vatninu alls 5,4 milljónir silunga. Samkvæmt þessum niðurstöð- um virðist full ástæða til að beina athygli manna á að nýta vötn þessi betur en verið hefur og þá ekki aðeins til stangaveiði heldur einnig til netaveiði. Yfirleitt hafa menn ekki viljað nota net með smáriðnum möskvum, en hafa veriðmeðof stóra möskva hingað til. Silungsveiði i vötnum er ekki stunduð af eins miklum krafti og áður tiðkaðist, og getur þetta leitt til þess, að ef silungurinn er ekki veiddurog vötnin ekki „grisjuð”, verði átan i vötnunum ekki nægi- leg til þess að fiskurinn nái fullri stærð og veröur hann þvi minni og minni eftir þvi sem frá liður. Að lokum sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri, að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um i hvaða vötnum annars staðar á landinu rannsóknir sem þessar, sem hér hefur verið lýst, fari fram. — Við munum gera áætlun upp úr ára- mótum um starfsemi stofnunar- innar fyrir næsta ár, og verður þetta þá m.a. ákveðið, sagði hann. Þá mun einnig ætlunin að fara ár eftirár i sömu vötnin og gera mælingar, til að fylgjast með öllum breytingum sem kunna að verða og eins að fara þetta á ýmsum timum árs til að fá samanburð. Svæðismótið í skák BK-Reykjavik 14. og næst } 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.12. 13.14. 15. sifiasta omferð svæðamótsins . var tefld i gærkvöldi. Ribli vann Laine i 19 leikjum. Zwaig vann Murray i 26 leikjum Liberzon vann Timman i 42 leikjum. Hartston og Parma gerðu jafn- tefli i 20 leikjum en biðskákir urðu hjá Friðrik og Ostermeyer og einnig hjá Hamman og Jansa. Skák Poutiainen og Björns var frestað vegna veik- inda Björns, en hún verður tefld kl. 13 i dag. Van den Broeck sat hjá i þessari umferð. Friðrik náði smám saman betri stöðu gegn Ostermeyer og virðist hafa vinningslikur. Bið- staðan er þessi: Hvitt Friðrik: Kd4, Ha3, Rc3, Bc2, Ph3, g5, f4, e4, d5, b5.. Svart Ostermeyer: Kb6, Hf8, Rc5, Rd7, Ph4, g6, f7, d6, c4, b7. Timman og Liberzon tefldu mjög harða skák þar sem tsraelsmaðurinn náði undirtök- um i miðtaflinu og vann sann- færandisigur. Með þessum sigri hefur Liberzon náð 10 1/2 vinn- ing og verður Friðrik þvi að vinna báðar sinar skákir til að komast upp fyrir hann, 1. Ribli 1 1 1 1/2 1 1 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1 1 2. Poutiainen 0 m 1 0 0 1 1 0 1 1/2 1 0 1 3. Hartston 0 0 1 0 0 1 0 0 1/2 1 1/2 1/2 1 1 4. Hamann 0 1 1 1/2 0 0 0 1/2 0 1 1/2 1 5. Friðrik 1/2 1 1 1/2 1 1/2 1 1 1 0 1 1 1/2 6. Zwaig 0 0 0 1 1/2 0 1/2 1 1 1/2 1/2 1 1 7. Timman 0 0 1 1 0 1 1 0 1 1/2 1/2 1 0 1 8. Liberzon 1/2 1 1 1 0 1/2 1 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1 9. Murray 0 0 1/2 1/2 0 0 0 1/2 0 0 1/2 1 ' 0 10. Ostermeyer 1/2 1/2 0 1 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1 1 11. Jansa 1/2 0 1/2 0 1/2 1/2 1 1/2 Hl/2 1 1 1 12. Parma 1/2 1 1/2 1 1/2 1/2 1/i 1 1/2 1/2 1 1 1 13. Björn 0 0 0 1/2 0 0 1/2 0 0 0 1 1 0 14. Laine 0 0 1/2 0 0 \ 0 0 0 0 0 0 f| j/2 15. van den Broeck 0 0 0 1/2 0 0 0 1 0 0 0 1 1/20 SKIPSTJÓRINN FÓRST ÞRÍR KOMUST AF Gsal-Reykjavik — Vclbáturinn Kristbjörg ÓF sökk i gærmorgun uin eina og hálfa sjómilu austur af ólafsl'jarðannúla i vonzku- veöri. Skipstjóri bátsins, Kristján Ásgeirsson, drukknaði, en þrir Guten- bergs- sýning á Kjar- vals- stöðum GUTENBERGSSÝNING verður opnuð að Kjarvalsstöðum 9. nóvember, og mun hún standa i tæpar þrjár vikur. Hefur hún ein- kunnarorðin Prentlistin breytir heiminum, þýzk að uppruna og hingað komin frá Moskvu að frumkvæði félagsins Germaniu og Félags islenzka prentiðnaðar- ins fyrir meðalgöngu vest- ur-þýzka sendiráðsins i Reykja- vik. Fyrsta sýningin var haldin i Mainz árið 1968 á 500. ártið Gutenbergs, og hafa sýningar- gripirnir siðan farið borg úr borg og land úr landi. Meðal þeirra er svonefnd Gutenbergsbiblia og ná- kvæm eftirlikingu af prentþröng þeirri, sem Gutenberg notaði, og er hún höfð i gangi á sýningunni — að visu hæggeng nokkuð i sam- anburði við hraðpressur nú á tim- um. En á sýningunni eru að sjálf- sögðu fjöldi merkilegra prent- gripa. aðrir skipverjar komust með naumindum i gúminibjörgunar- bát og var bjargað skömmu siðar af v.b. Guðmundi Ólafi. Kristján Ásgeirsson lét eftir sig konu og þrjú börn. Timinn hafði i gærkvöldi tal af Garðari Guðmundssyni skip- stjóra á Guðmundi ólafi, og sagði hann að báðir bátarnir hefðu ver- ið á landleið, er óhappið varð. Garðar sagði, að slæmt hefði ver- ið i sjóinn — um 6 vindstig — og sennilega hefðu krappar kvikur orsakað það, að Kristbjörg fór á hliðina og hvolfdi siðan. Gsal-Reykjavik — A þriðjudaginn koma niðurgreiðslur á nautakjöti til framkvæmda. Vegna niður- greiðslnanna lækkar verð á nautakjöti um 26-37%, en á móti kemur hækkun á útsöluverði kindakjöts, er nemur 5,9%, og er sú ákvörðun tekin I þvl augnamiði að rikisútgjöld til niðurgreiðslu á verðlagi i landinu haldist óbreytt. Verðbreytingar, sem fylgja þessum tilfærslum á niður- greiðslukerfinu, koma ekki fram i visitölu fyrr en 1. febrúar 1976. Verð á nautakjöti seldu i skrokkum eða stykkjum lækkar um ca. 37% en buff, hakk, gúllas, o.fl. beinlaust kjöt lækkar um 26-29%. Smásöluverð á nautkjöti með beini i efri gæðaflokkum mun vegna niðurgreiðslnanna lækka minnst um 200 kr. kg. og yfirleitt mun meira. Niðurgreiðslur á kindakjöti lækka nú um 11,3%, sem þýðir að 1. verðflokkur dilkakjöts lækkar úr kr. 198,07 i kr. 175,70 á kg., eða um 22,37 á kg. Þetta þýðir hækkun á smásöluverði súpukjöts um 5,9%, þ.e. súpukjöt 1. fl. mun hækka úr 460 kr. i 487 kr. á kg, og er þá meðtalinn söluskattur á hækkunina. — Leið langur timi frá þvi bát- urinn fór á hliðina og honum hvolfdi? — Nei, það var aðeins örstutt stund. Rétt áður en óhappið varð leit ég yfir til Kristbjargar, sem var skammt frá okkur, og þá var ekkert óvenjulegt að sjá. 1—2 min. siðar sá ég hvar báturinn var að fara á hvolf, sagði Garðar. — Hvað voruð þið lengi að komast á slysstaðinn? — Við höfum sennilega verið um 5 minútur, og þegar við kom- um að var Kristbjörg ekki sokkin, en hún sökk liklega 5—10 minút- Útreikningar, sem unnir hafa verið vegna niðurgreiðslna á nautakjöti eru miðaðir við það, að sala nautakjöts aukist um 300 tonn á ári og árssala kindakjöts minnki samsvarandi, og þvi verði samanlögð innanlandssala kinda- kjöts og nautgripakjöts óbreytt. Árssala kindakjöts er áætluð 10.200 tonn fyrir þessa breytingu, en 9.900 tonn eftir hana. Samsvar- andi tölur fyrir nautakjöt eru 1.950 tonn og 2.250 tonn. Miðað við núgildandi visitölu- grundvöll óbreyttan þýðir þessi breyting hækkun á kindakjötslið visitölunnar um 1,54 stig, en lækkun á nautskjötsliðnum um 1,28 stig, og eru þá meðtaldar áætlaöar breytingar á verði vinnsluvara (pylsur, fars o.fl.) Hér eru meðtalin áhrif söluskatts á verðhækkun dilkakjöts, en að þvi er varðar smásöluálagningu er við það miðað, að hún haldist óbreytt að krónutölu. Einnig var við það miðað i áðurnefndum út- reikningum, að ekki verði gerðar breytingar á þeim reglum til ákvörðunar á verði kjötvinnslu- vara, sem gilt hafa hingað til. Þessi niðurgreiðslutilfærsla um siðar. Þegar við komum á staðinn hafði þremur skipverjum tekizt með naumindum að komast i gúmmibjörgunarbát en skip- stjórinn komst aldrei út úr stýris- húsinu og drukknaði. Skipverjunum þremur var sið- an bjargað um borð i Guðmund Ólaf, en Garðar skipstjóri kallaði þegar á fleiri báta á vettvang, og leituðu fimm bátar að liki Kristjáns heitins i allan gærdag, en án árangurs. Þetta hörmulega slys varð um 10-leytið i gærmorgun, en til Ólafsfjarðar kom Guðmundur Ólafur um klukkan hálf tólf. Vélbáturinn Kristbjörg ÓF var 27 tonna bátur, smiðaður úr eik og furu á siðastliðnu ári. Eigandi bátsins var Kristbjörg hf. á Ólafs- firði. þýðir 0,26 stiga visitöluhækkun nettó, miðað við óbreyttan visi- tölugrundvöll. Það svarar til að- eins 0,057% hækkunar á visitöl- unni, og við bætist, aö með breytingunni ætti stórlega að draga úr ólögmætri sölumeðferð nautakjöts og þar með auka til muna söluskattstekjur rikissjóðs af nautakjöti,svo og minnka óhag- kvæman útflutning á nautakjöti. Hagstofan mun nú gera tillögu til Kauplagsnefndar um tilfærslu kjötmagns i grundvelli visitölu framfærslukostnaðar, en þó mun Hagstofan ekki geta gert áður- nefndar tillögur fyrr en niður- greiöslur á nautakjöti hafa veriö i gildi um nokkurn tima, þvi að eft- ir er að vita, hvort niðurgreiðslu- kerfi nautgripakjöts komi út i raun samkvæmt þeim út- reikningum sem miðað var við, og um sölumagn einstakra teg- unda nautakjöts, eftir breyting- una. Framleiðsluráð hefur komið á fót nýrri gæða- og verðflokkun nautakjöts, og kemur það enn- fremur til framkvæmda á þriðju- daginn. Verð á nautakjöti í smásölu lækkar um 26-37% á þriðjudag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.