Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.11.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 8. nóvember 1975. Námsmenn erlendis mótmæla gébé Rvik— Enn berast ályktanir og mótmæli vegna aðgerða rikis- stjórnarinnar varðandi lánamál námsmanna. Fundur íslendinga- félagsins i Arósum, sem haldinn var nýlega, mótmælir skerðingu á lánum og telur kröfur um full lán sanngjarnar. Þá hafa islenzkir námsmenn i Gautaborg einnig mótmælt skerðingu á kjörum námsmanna og segja m.a., að niðurskurður á lánum leiði af sér, að stúdentar efnalitilla foreldra verði nú að hætta námi samstundis. Krefjast námsmenn i Gautaborg að staðið verði við gömul loforð og námslán greidd að fullu. 17 sóttu um sænskan styrk Háskólaárið 1975—6 veitir Stokkhólmsháskóli islenzkum námsmanni styrk að upphæð 15 þús. sænskar krónur. Styrkurinn er veittur til námsdvalar við há- skólann i Stokkhólmi, en er ekki bundinn við sérstaka grein eða áfanga i námi. Alls bárust 17 umsóknir um styrkinn, en hann var veittur Jakobi B. Smára, lic. es lettres, sem hyggur á nám til doktorspróis i félagssálfræði. Bindindisdagur 16. nóv. Landssambandið gegn áfengis- bölinu hefur ákveðið 16. nóvem- ber n.k. sem hinn árlega bindindisdag sinn. Sambandið hefur beint þvi til aðildarfélaga sinna, að þau minnist dagsins á þann hátt, sem þau telji bezt henta á hverjum stað. Þó að viðhorf manna séu breytileg gagnvart bindindi, hljóta íslendingar að vera sam- mála um það, að áfengisbölið er geigvænlegt og þvi sé nauðsyn að sem flestir séu með einhverjum hætti virkir i baráttu gegn þvi. Veglegar bókagjafir til H.í. gébé-Rvik — Háskóla tslands hafa að undanförnu borizt bóka- gjafir, og eru fleiri slíkar væntan legar. Gjafir þær, sem skóianum hafa nú þegar borizt, eru frá Austur-þýzka alþýðulýðveldinu og frá Vestur-þýzka visindasjóðn- um. Sendiherrar landanna af- hentu gjafirnar. Sendiherra Austur-þýzka al- þýðulýðveldisins á Islandi, af- henti Háskólanum nýlega um eitt hundrað austur-þýzkar bækur. Bækur þessar voru i haust á bókasýningu Austur-Evrópu- þjóða, sem haldin var að Kjap- valsstöðum. Hér er um að ræða bókmenntatexta ýmissa sigildra þýzkra höfunda, rit um þýzka tungu, listir, sögu og þjóðfélags- mál. Ritin eru til sýnis f hand- bókasal Háskólabókasafns og eru föl til heimláns þeim sem óska. Þá barst Háskólanum bókagjöf frá vestur-þýzka visindasjóðnum, alls um sjötiu bindi. Gjöfin er til komin fyrir frumkvæði og meðal- göngu vestur-þýzka sendiherrans i Reykjavik, en Háskólabókasafn valdi ritin. Verulegur hluti bóka- kostsins er bókmenntalegs efnis eða fjallar um þýzka tungu. Þá er talsvert af bókfræðiritum, svo og uppsláttarritum i landafræði og fleiri fræðigreinum. Vestur-þýzki visindasjóðurinn hefur oft áður lagt Háskólanum til mikilsverð fræðirit. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi: LÓDAÚTHLUTANIR FARI FRAM Á ÞEIM ÁRSTÍMA, AÐ VOR- OG SUMAR- TÍMINN NÝTIST TIL FULLS TIL BYGGINGA — Framboð á byggingarlóðurn þarf að vera sem jafnast frá ári til árs Kristján Benediktsson. BH-Reykjavik — „Borgarst jórn samþykkir eftirfarandi varðandi undirbún- ing nýrra byggingarsvæða og úthlutun lóða: 1. Framvegis fari lóðaúthlutun yfirleitt fram i upphafi árs og verði þá úthlutað þeim lóðum, sem byggingarhæfar verða á árinu. 2. Til að gera þetta raunhæft verði gerð áætlun til nokkurra ára, er miðist við eðlilegan vöxt borgarinnar og bygging- arþörf. Aætlun þessi taki m.a. til: a) skipulagningar nýrra byggingarsvæða. b) enduruppbyggingu þeirra svæða i gömlu borginni, þar scm ekki er talið eðlilegt, að núverandi byggð haldist. c) holræsa- og gatnagerðar. Framkvæmdaáætlanir raf- magnsveitu, vatnsveitu og hitavcitu verði samræmdar slfkri hcildaráætlun og vinnu hagað þannig, að fjármagn og vinnuafl nýtist sem bezt og komizt verði hjá að margir aðilar séu að last við sömu verkin. 4. Við áætlanir um byggingar- þörf og þróun byggðar verði liaft náið samstarf við ná- grannasveitarfélög.” Þannig hljóðar tillaga, sem Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins bar fram á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag. t framsöguræðu sinni fyrir tillögunni, sagði Kristján Benediktsson: „Fyrir skömmu var birt BH—Reykjavik — Á borgar- stjórnarfundi sl. fimmtudag mælti Þorsteinn Sigurðsson, kennari, fyrir svohljóðandi til- lögu frá borgarfulltrúum Al- þýðubandalagsins: I. Borgarstjórn ályktar, að dag- vistarstofnunum borgarinnar skuli búin aðstaða til að taka þau þroskaheft börn á forskóla- BH—Reykjavik — Talsvert hitnaði i kolunum á borgar- stjórnarfundi sl. fimmtudag, þegar fulltrúum af kvenkyni laust saman út af þvi, hvort kjósa skyldi jafnréttisnefnd til starfa i eitt ár, eftir að kvenna- ári lýkur. Til umræðu var til- laga frá öddu Báru Sigfúsdótt- ur, s\ ohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að kjósa 7 manna jafnréttisnefnd, er starfi árið 1976. Nefndin skal hafa með höndum upplýsinga- söfnun og fræðslu um jafnréttis- mál og beita sér fyrir þvi, að fræðsla um stöðu kynjanna i þjóðfélaginu verði tekin upp i skólum borgarinnar. Nefndin getur einnig tekið upp hvert það verkefni, sem horf ir til jöfnunar á stöðu kynjanna. skýrsla, sem unnin var af hópi sérfræðinga á vegum Rann- sóknarráðs rikisins og fjallaði um stöðu byggingariðnaðarins i landinu. I skýrslunni er leitazt við að meta, hvernig ástand þessarar atvinnugreinar er i dag og bent á ýmis atriði sem miklu máli skipta varðandi tækniframfarir og byggingar- kostnað og koma mætti i betra horf. I þvi sambandi er m.a. bent á, hversu litið hér er um staðlaðar byggingareiningar og fjöldaframleiðslu. Þá er bent á, að byggingartimi sé hér langur og uppmælingakerfið stórgall- að. Ferskur er i hugum fólks ennþá sjónvarpsþáttur um upp- mælingakerfið, þar sem ýmsir gallar þess voru dregnir fram, m.a. geysilega háar launa- greiðslur fyrir einstaka verk- þætti. Einn er sá þáttur i sambandi við byggingaframkvæmdir, sem snýr beint að sveitarféfög- unum, en sá er skipulagning lands og annað sem til þarf, svo að á þvi megi reisa mannvirki. Hjá Reykjavikurborg hefur löngum viljað við brenna að lóðaúthlutanir koma i stórum gusum og siðan liði langur timi á milli úthlutana. Þetta er að sjálfsögðu mjög slæmt, sérstak- lega fyrir þá, sem standa i byggingarframkvæmdum að staðaldri. Bezt er, að framboð á byggingarlóðum geti verið sem jafnast frá ári til árs og þá jafn- framt um að ræða lóðir fyrir all- ar tegundir húsa. Stóru sveifl- aldri i vistun sem sérfræðingar telja að eigi betri þroskamögu- leika þar en á sérstofnunum fyr- ir afbrigðileg börn. Borgar- stjórn felur félagsmálaráði að undirbúa eftirfarandi: a) Að breyta rekstri dagheim- ilisins Austurborgar á þá lund, að unnt sé að taka þar við hópi 1 fjárhagsáætlun 1976 skal 'gera ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 1 milljón króna, sem nefndin fái til ráðstöfunar.” Máttu kvenkyns borgarfull- trúar meirihlutans alls ekki heyra á þetta minnzt, vildu enga nefnd, og lýsti ein hin skelegg- asta þvi yfir, að nefnda fargan virkaði lampndi hún væri bara á móti þvi, sveitastjórnir — og borgarstjórn Reykjavikur — væru að skipta sér af einu og öllu! Það voru þvi kvenkyns borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem komu þvi i kring — með fylgi karlpeningsins að sjálf- sögðu — að hér i borg starfar engin jafnréttisnefnd næsta árið, með þvi að samþykkja eig- in frávisunartillögu við tillögu öddu Báru! urnar gera það að verkum, að annað veifið vantar mannafla i byggingarframkvæmdir, en hinn timann verða byggingar- aðilar verkefnalausir, mann- skapurinn verður að leita annað og tækin standa ónotuð. Þessi mynd hefur þvi miður verið alltóf algeng hér i Reykjavik siðustu áratugina. Annað atriði, sem miklu máli skiptir, er að lóðaúthlutanir fari fram á þeim tima árs, að vor- og sumartiminn nýtist til fulls við framkvæmdir. Þess vegna þarf lóðaúthlutun að framkvæmast strax upp úr áramótum, þannig að væntanlegum húsbyggjend- um gefist tóm til undirbúnings áður en framkvæmdatiminn byrjar i april eða mai. Nokkur viðleitni hefur verið i seinni tið hjá Reykjavikurborg að framkvæma aðalúthlutun lóða i byrjun árs. Þessi ráðstöf- un hefur þó ekki komið að tilætí- uðum notum, þar sem algengt hefur verið, að lóðirnar eru ekki byggingarhæfar frá hendi borg- arinnar fyrr en siðari hluta árs eða jafnvel ekki fyrr en á næsta ári á eftir. Lóðaúthlutanir þess- ar hafa þvi i mörgum tilfellum verið sýndarmennska og ekki raunhæfar. Til þess að geta haft jafnt og eðlilegt framboð byggingarlóða fyrir allar algengustu gerðir bygginga, þarf mikla fyrir- hyggju og áætlanagerð. Fyrir- hyggja og áætlanagerð eru hins vegar orð, sem tæpast finnast i orðabókum borgarstjórnar- 5-6 þroskaheftra barna frá ára- mótum 1975-1976. b) að fjölga starfsliði fjögurra annarra dagvistarstofnana frá 1. janúar 1976, svo unnt sé að taka eitt til tvö þroskaheft börn til vistunar á hverja stofnun. c) að fóstrum á dagvistar- stofnunum Reykjavikurborgar gefist færi á að stunda fram- haldsnám i uppeldi afbrigði- legra barna samhliða starfi. d) að við hönnun næstu dag- vistarstofnunar, sem byggð verður, sé gert ráð fyrir deild afbrigðilegra harna. II. Borgarstjórn felur félags- málaráði að kanna, hvaða ráð- stafanir unnt sé að gera til þess að hjálpa foreldrum þroska- heftra barna að annast þau á heimilum sinum, og gera tillög- ur þar að lútandi. Hér kemur m.a. til álita gæzla til viðbótar daglegum skólatima vegna úti- vinnu foreldra og gæzla um helgar til að hvila og létta undir með foreldrum. Félagsmálaráð hafi við könnun sina samráð við foreldra- og styrktarfélög af- brigðilegra barna. Niðurstöðum könnunarinnar ásamt tillögum til aðgerða skal skilað til borg- arstjórnar fyrir 31. des. 1975. Nokkrar umræður urðu i borgarstjórn um tillöguna, og voru ræðumenn á einu máli um framgang þessa máls. Var samþykkt að visa tillögunni til félagsmálaráðs, en reyna að hraða afgreiðslu þess. meirihlutans, ef ályktað er út frá reynslu af þessum hlutum. Þannig er það t.d. núna, að sett er i tekjuhlið fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár ákveðin upphæð sem tekjur af gatnagerðar- gjöldum. Aætlanagerðin nær hins vegar ekki lengra en svo, að enginn virðist vita núna, hvaða lóðir koma til með að verða byggingarhæfar á næsta ári og gefa þessa upphæð i tekj- ur. Þetta veit sem sagt enginn enn. Ótiltekin lóðaúthlutun á hins vegar að gefa 150 millj. króna i gatnagerðargjöld. Um það er rætt, að bygging- ariðnaðurinn sé illa skipulagður og byggingarkostnaður mjög hár hér á landi. Margir þættir og margir aðilar eiga þarna hlút að. Skipulagning lands og annar undirbúningur til að gera það byggingarhæft er bæði tima- frekt og fjárfrekt verkefni. Þeim mun meira þarf að vanda til þessara hluta. Gera þarf á- ætlanirfram i timann, sem mið- aðar séu við eðlilegar bygginga- þarfir, þannig að hægt sé að veita svör við þvi hvar bygging- arlóðir verði árið 1977 eða 1978. Nú er ekki einu sinni hægt að fá svar, sem á sé byggjandi, við þeirri spurningu, hvaða lóðir verði byggingarhæfar árið 1976. Þannig er ástand þessara mála hjá borginni. Ef sú tillaga, sem hér liggur fyrir, verður samþykkt og siðan framkvæmd, mun það hafa i för með sér miklar breytingar til bóta. Hún fjallar um lagfæringu á þáttum, sem ekki eru i lagi, en mikið veltur hins vegar á, að séu i lági. Verulegt átak til lag- færingar af hálfu Reykjavikur- borgar væri þýðingarmikið skref i þá átt að koma til móts við þá aðila i þjóðfélaginu, sem tekið hafa sér fyrir hendur að benda á það, sem betur mætti fara i sambandi við undirbúning að byggingum og framkvæmd við þær með það markmið að finna leiðir til að lækka bygg- ingarkostnað hér á landi.” Talsverðar umræður urðu að lokinni ræðu Kristjáns Bene- diktssonar, og voru ræðumenn á einu máli um það, að hér væri hreyft stórbrotnu máli og viða- miklu. Að umræðum loknum var samþykkt að visa tillögum Kristjáns Benediktssonar til borgarráðs og annarrar um- ræðu i borgarstjórn. Kosið í út- gerðarráð BH—Reykjavik — Kosið var i útgerðarráð á borgarstjórnar- fundi sl. fimmtudag. Þessir hlutu kosningu: Ragnar Július- son, skólastjóri, formaður, Benedikt Blöndal, hæstaréttar- lögmaður, Einar Thoroddsen, yfirhafnsögumaður, Þorsteinn Gislason, skipstjóri, Björgvin Guðmundsson, stjórnarráðs- fulltrúi, Sigurjón Pétursson, trésmiður, og Páll Guðmunds- son skipstjóri. Varamenn voru kjömir: Gústaf B. Einarsson, verkstjóri, Gunnar I. Hafsteins- son, útgerðarmaður, Pétur Sig- urðsson, alþingismaður, Val- garð Briem, hæstaréttarlög- maður, Sigurður Magnússon, rafvélavirki, Páll Jónsson, framkvæmdastjóri, og Þórunn Valdimarsdóttir, verkakona. m Þroskaheft börn á dagvistunarstofnanir Konunum hitn- aði í hamsi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.